Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
23
r
• Hnefalcikakappjnn Larry Holmes varði heimsmeistaratitil sinn um síd-
ustu helgi. Hér er Larry Holmes (t.v.) að keppa á móti Ali og hefur greinilega
betur. Holmes er stundum nefndur rotarinn, því ad þad verður að teljast til
undantekninga ef hann rotar ekki mótherja sína.
Holmes varði
titilinn létt
LARRY Holmes vardi um helgina
heimsmeistaratitil sinn í þungavigt
er hann baróist við landa sinn Rein-
aldo Snipes í Pittsburgh í Pennsyl-
vaníu.
Holmes vann á tæknilegu rot-
höggi í elleftu lotu, en minnstu mun-
aði að hann yrði rotaður í sjöundu
lotu er Snipcs kom á hann öflugu
höggi og sendi hann í gólfið.
Með þessum sigri hefur Holmes
varið heimsmeistaratitil sinn
(WBC) ellefu sinnum og í tíu
skipti hefur hann unnið með rot-
höggi. Hefur Holmes jafnframt
unnið 39 sigra í röð í hnefaleika-
keppni. Snipes tapaði hér fyrstu
viðureign sinni eftir 22 sigra í röð.
Fyrir sigur í þessari keppni fékk
Holmes 1,1 milljón dollara í sinn
hlut, en Snipes „aðeins" 150 þús-
und dollara. Að mati World Box-
ing Council, annarra tveggja sam-
taka hnefaleikamanna, er Snipes
sjöundi bezti þungavigtarhnefa-
leikari í heiminum.
Næsta viðureign Holmes, sem
varð 32 ára fyrir viku, verður í
mars næstkomandi er hann mun
etja kappi við Gerry Cooney, þar
sem hann á möguleika á að hljóta
tíu milljónir dollara í sigurlaun.
Rúmt mark
á mínútu
- þegar Þór sigraöi Reyni 35-26
Á FÖSTUDAGINN sótti Reynir,
Sandgerði, Þór heim í 3. deildar
keppninni í handknattleik, og er
óhætt að segja að Þórsarar hafi ekki
sýnt þcim mikla gestrisni, en þeir
sigruðu þá örugglega 35—26 eftir að
þeir höfðu leitt 11—13 í hálfleik.
Um fyrri hálfleikinn er best að
hafa sem fæst orð því hann var
vægast sagt mjög slakur af beggja
hálfu og var handboltinn sem leik-
inn var af mjög skornum
skammti. Það lifnaði heldur yfir
leiknum í seinni hálfleik og voru
Þórsararnir mun ákveðnari og
juku jafnt og þétt forystu sína
leikinn út í gegn. Sóknin var ágæt
af beggja hálfu í seinni hálfleik en
það sama er ekki hægt að segja
um varnirnar, en menn gátu geng-
ið svo að segja óhindrað út og inn
um þær að vild.
Mörk Þórs: Guðjón Guðmunds-
son 7(3v), Sigurður Pálsson 5,
Árni Stefánsson 5, Sigtryggur
Guðlaugsson 4(2v), Rúnar Stein-
grímsson 4, Gunnar Gunnarsson
3, Einar Árnason 3, Árni
Gunnarsson 2, Sölvi Ingólfsson 1
og Örn Guðmundsson l(lv).
Mörk Reynis: Guðmundur Á.
Stefánsson 8(6v), Daníel Einars-
son 5, Hólmþór Morgan 4, Heimir
Morthensen 3, Eiríkur Benedikts-
son 2, Sigurður Guðnason 1, Sig-
urður Sumarliðason 1 og Kristinn
Árnason 1.
— re
Lofsverð frammistaða
Þróttara þrátt fyrir tap
„ÉG VERÐ að segja eins og er, að ég átti von á því að Norðmennirnir ynnu
okkur með meiri mun. Þetta gekk betur og munurinn varð minni en ég átti
von á,“ sagði Gunnar Árnason, annar tveggja leikreyndustu blakmanna
Þróttar eftir viðureign Þróttar og KFUM frá Osló í Evrópukeppninni í blaki
í Hagaskólanum á laugardag. Viðureign liðanna lauk á þann veg að Norð-
mennirnir unnu þrjár hrinur í röð og þar með sigur í leiknum, en Þróttarar
veittu útlendingunum harða og verðuga keppni, og sýndu að þátttaka þeirra
í Evrópukeppninni á fullan rétt á sér.
Það var fyrirfram við því búist
að Oslóarliðið færi með sigur í
þessum leik, og flestir áttu von á
auðveldum og stórum sigri þeirra,
enda hér á ferðinni bezta lið Nor-
egs, en þar er þessi íþróttagrein
vinsæl og útbreidd.
En Þróttarar komu ákveðnir til
leiks og létu aldrei deigan síga,
börðust vel út hverja hrinu og
hvöttu hvorn annan. Auk þess
voru þeir vel studdir af rúmlega
tvö hundruð manns sem sáu viður-
eignina í Hagaskólanum.
I fyrstu hrinunni var lengst af
jafnræði með liðinum, sjá mátti á
töflunni tölur eins og 9:9 og 10:9 en
Norðmennirnir áttu góðan enda-
sprett og sigruðu 15:12. Frammi-
staða Þróttara í þessari hrinu var
betri en flestir höfðu reiknað með.
I annarri hrinu tókst Norð-
mönnum vel upp, en miður gekk
hjá Þrótturum og lauk þessari
hrinu með 15:7 sigri Norðmanna.
í þriðju hrinunni voru Þróttarar
betri aðilinn alveg fram undir lok-
in, léku skemmtilega og komu
gestunum hvað eftir annað í opna
skjöldu með skemmtilegum leik,
enda ákveðnir í að vinna hrinuna
svo Norðmennirnir ynnu ekki 3:0.
Þróttarar komust í 2:0 i þriðju
hrinunni, en þá skora Norðmenn
fjórum sinnum í röð og komast í
4:2. Þróttarar létu ekki deigan
siga, jöfnuðu og komust síðan yfir.
Höfðu þeir síðan frumkvæðið og
komust um tíma í 9:7, og seinna
var staðan 10:10. Norðmenn kom-
ust í 12:11 og áttu síðan síðasta
orðið, skoruðu þrisvar í röð og
unnu hrinuna með 15:11. Þar með
var leiknum lokið með sigri
Nroðmanna, en það verður að
segjast eins og er, að Þróttarar
stóðu sig með miklum sóma í
leiknum, börðust jafnan vel og
sýndu fram á að tæknilega standa
íslenzkir blakmenn sízt að baki
Norðmönnum. Norðmennirnir
þurftu að hafa fyrir sigri í hrinun-
um, gátu ekki leyft sér að leika af
rósemi eða spara sínar sterku
hliðar, eins og oft á við þegar út-
lend keppnislið heimsækja land-
ann í keppnum af þessu tagi.
Hér verður ekki farið út í þá
sálma að draga leikmenn í dilka,
en að öðrum ólöstuðum má þó
halda því fram að Þróttarar kom-
ust langt á góðum leik sinna
tveggja leikreyndustu manna,
þeirra Gunnars Árnasonar og
Guðmunds E. Pálmasonar. Allir
leikmenn Þróttar stóðu sig þó vel
og lögðu sig fram um að gera hlut
síns félags sem stærstan.
I norska liðinu voru ívið hærri
leikmenn, meðalhæð þeirra tíu
sentimetrum meiri en meðalhæð
leikmanna Þróttar. Ekki er hægt
að segja að þessi munur hafi gert
útslagið, því á stundum mátti sjá
lægstu menn vallarins, suma
Þróttara, verja og skora úr hávörn
eftir skot stærstu manna Norð-
manna.
Seinni viðureign liðanna fer
fram í Noregi síðar í vetur og
verður að ætla að Norðmennirnir
fari þar með sigur af hólmi, en
miðað við frammistöðu Þróttara í
Hagaskólanum, má ætla að Norð-
menn verði að hafa fyrir því að
komast áfram í þessari keppni.
FRÍ fær boö á tugþrautamót
BREZKA frjálsíþróttasambandið
hefur boðið Frjálsíþróttasambandi
íslands að senda nokkra tugþraut-
armenn á brezka meistaramótið í
fjölþrautum á næsta ári. Mótið er
jafnan haldið í júlímánuði og hentar
okkar tugþrautarmönnum einkar
vel. Það hefur jafnan verið opið út-
lendingum og oft hafa verið þátttak-
endur frá öðrum þjóðum í þessu
móti.
Má með góðum rökum segja, að
þátttaka í móti af þessu tagi sé
hentugri og sniðugri en að stofna
tit landskeppni í fjölþrautum. Það
er i höndum FRI hversu margir
þátttakendur verða sendir til
mótsins, en sambandið er skuld-
bundið til að senda a.m.k. fjóra
menn til landskeppni og ef einhver
okkar beztu tugþrautarmanna á
við meiðsl að stríða þegar keppni
af því tagi skal fara fram, höfum
við ekki miklu til að tjalda.
Knattspyrnan á Spáni:
Barcelona tapaði
MIKIL spenna er nú í 1. deild
knattspyrnunnar á Spáni. Lítið skil-
ur á milli fimm efstu liðanna í deild-
inni. Lið Barcclona tapaði nokkuð
óvænt fyrir liði Sevilla um helgina,
2—1. Og tókst því ekki að ná foryst-
Hercules — Castellon
Sevilla — Barcelona
Atl. Madrid — Racing
2-2
2-1
0-0
Real Valladolid — Sociedad 2—1
Staða efstu liðanna:
• Guðmundur Árni Stefánsson fyrr unni í deildarkeppninni. l'rslit leikja Real Sociedad 9 6 2 1 18-7 14
um handknattleiksmaður úr FH urðu þessi: Barcelona 9 6 12 24-9 13
þjálfar nú lið Reynis. Jafnframt leik- Atl. Bilbao — Real Madrid 1-2 Caraboza 9 5 3 1 14-9 13
ur Guðmundur með liðinu og skorar Osasuna — Real Betis 0-1 Real Madrid 9 5 2 2 13-9 12
mikið af mörkum. Espanol — Cadiz 1-0 Hercules 9 4 2 3 18-13 10
Valencia — Las Palmas 3-2 Valencia 9 4 2 3 14-11 10
Zaragoía — Sporting Gijon 1-1 Atl. Madrid 9 4 1' 1 12-9 9
HanflknatlielRur)
Staðaní
3. deild
STAÐAN í 3. deild íslandsmótsins í
handknattleik að loknum leikjum
helgarinnar er nú þessi:
Reynir náði í tvö stig
Þór AK.
Ármann
Grótta
Keflavík
Reynir S.
Akranes
Dalvík
Selfoss
Skalla-Grímur.3 0 0
Ögri 4 0 0
190—156 13
123—88 8
114—103
132—96
147—150
112—81
164-177
62—87
50—91
64—129 0
REYNIR Sandgerði bar sigurorð af
Dalvíkingum í þriðju deildinni í
handbolta er liðin áttust við í
íþróttaskemmunni á Akureyri á
laugardaginn. Reynismenn skoruðu
25 mörk en norðanmenn svöruðu 20
sinnum. Leikurinn var í jafnvægi
lcngst af og var staðan í hálfleik 14
mörk gegn 12 Reyni í vil.
Dalvík komst 2 mörk yfir strax í
byrjun leiksins en síðan tóku gest-
irnir forystuna og héldu henni allt
til loka leiksins. Munurinn varð
aldrei verulegur og þegar örfáar
mínútur voru eftir var Reynir einu
marki yfir 21:20 og allt í járnum.
En þá sprungu Dalvíkingar á
limminu og Reynismenn skoruðu 4
síðustu mörkin og tryggðu sér sig-
urinn. Mörkin skiptust þannig:
Dalvík: Stefán Georgsson 5, Jón
Emil Ágústsson, Björn Friðþjófs-
son og Aðalsteinn Gottskálksson
skoruðu þrjú mörk hver, Einar
Emilsson gerði tvö og eitt gerðu
Einar Arngrímsson, Júlíus Við-
arsson, Björgvin Hjörleifsson og
Oli Már Guðmundsson.
Guðmundur Árni Stefánsson
skoraði mest fyrir Reyni eða 6
mörk, fjögur mörk skoruðu Sig-
urður Guðnason, Hólmþór Morg-
an, Daníel Einarsson og Heimir
Morthens, og eitt mark skoruðu
þeir Eiríkur Benediktsson, Valgeir
Sverrisson og Sigurður Sumar-
liðason. Leikinn dæmdu Guð-
mundur Lárusson og Jón Hensley.
— sh