Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 46

Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 Fólk og fréttir í máli og myndum Hnefaleikakappi í maraþonhlaupi IINKFALEIKAKAPPINN Ingemar Johannsson, sem varó heimsmeist- ari í þungavigt með því að sigra Eloyd Patterson í eftirminnilegri við- ureign í New York fyrir 22 árum er í hópi þeirra sem halda sér í góðri líkamsþjálfun með því ad hlaupa nokkra kílómetra í senn. Og þótt hann sé ennþá vel yfir eitthundrað kíló að þyngd lætur hann sér lítið muna um að hlaupa eitt og eitt mara- þonhlaup. Johannsson tók þátt í sínu fyrsta maraþonhlaupi í Stokkhólmi í ág- ústmánuði og varð þar í 5.603. sæti af um átta þúsund hlaupurum á fjór um klukkustundum og fjörutíu mín- útum. Ifann var ánægðastur með að komast hlaupið í gegn, en maraþon- vegalengdin er röskir 42 kílómetrar. En Johannsson bætti um betur í New York-maraþonhlaupinu fyrir skömmu og hljóp þá á rétt rúmum 4:10 klst. Johannsson rekur gistihús skammt fyrir utan New York, og hefur verið búsettur um langa hríð í Bandaríkjunum. Hefur hon- um farnast vel, og fyrir skömmu hafði hann ástæðu til að gleðjast, en það var er Alþjóðaólympíu- nefndin ákvaða að senda honum Ólympíuverðlaun, sem hann vann til í Helsinki 1952. Dómnefnd svipti Johannsson verðlaununum áður en til verðlaunaafhendingar kom, þar sem hann þótti að dómi nefndarinnar ekki hafa lagt sig fram í úrslitakeppninni. Haustmeistarar KR í 1. flokki 1. fl. KR, haustmeistarar 1981, sigruðu Víking 2—1 í úrslitum á Melavelli fyrir skömmu. Aftari röð f.v.: Guðjón Guðmundsson, form. KND KR, Guðmundur Pétursson, þjálfari, Magnús Ingimundarson, Gísli Jón Magnússon, Jakob Pétursson, Halldór Pálsson, Atli Þór Héðinsson, Magnús Olafsson, Helgi Þorbjörnsson, Snorri Gissurarson, Bjarni Bjarnason þjálfari, Sveinn Jónsson, form. KR. Fremri röð f.v.: Arni Guðmundsson, Arni Steinsson. Gísli Gíslason, Vilhelm Fredriksen, Sigurður Indriðasrm, Þorlákur Björnsson, Hálfdán Örlygsson, Birgir Guðjónsson, Andri Sveinsson. • Halda mætti að stúlkan sem er í forystu í hlaupinu á myndinni hér að neðan sé 10 ára og sé að taka þátt í keppni fullorðinna. Svo er ekki. Stúlkan heitir Akemi Masude og er frá Japan. Hún sigraði í þessu hlaupi og sannaði að margur er knár þó hann sé smár. Akemi ætlar sér að gera stóra hluti á hlaupabrautinni á OL-leikunum í Los Angeles 1984. • Þegar hin fræga hjólreiðakeppni „Tour de France“ fer fram þá er vel fylgst með. Annað hvort liggur fólk yfir sjónvarpinu eða þá að öll starfsemi er færð út á götur þær sem hjólreiðamennirnir fara um. Kins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru jafnvel hárgreiðslustofurnar færðar út á gangstétt. Keppnin stendur yfir í 23 daga. • Ingemar Johannsson fyrrum heimsmeistari í þungavigt í maraþonhlaupi. • Keppni á hjólaskautum er að fær ast mjög í vöxt erlendis. Þessi bráð- fallega ungfrú er að leggja upp í eina slíka. Og er að setja sig í viðbragðs- stöðu. • Hástökkvarinn Dietmar Mögen- burg er aðeins 19 ára gamall. Engu að síður hefur hann náð frábærum árangri í íþrótt sinni og á síðastliðnu sumri stökk hann 2,35 metra. Hann setur markið hátt, því að takmark hans á næsta ári er nýtt heimsmet: 2,45. Mögenburg er frá Austur Þýskalandi. / l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.