Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 48
2 8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
Stórleikur hjá Manchester Utd
og liðið er nú með 3 stiga forystu
MANCHESTER UTD. er nú eitt í efsta saeti 1. deildarinnar í Englandi, eftir
glæsilegan stórsigur gegn botnliðinu Sunderland. Á sama tíma tapaði Ips-
wich á heimavelli gegn Swansea, sem fyrír vikið deilir 2. sætinu með Ipswich.
United hefur þriggja stiga forystu, en hefur leikið tveimur leikjum fleira
heldur en þau lið sem næst koma. Sunderland er í mikilli klípu, liðið hafði
ekki skorað mark í 8 leikjum í röð er MU kom í heimsókn og þó svo að liðinu
hafi tekist að kippa því í lag, þá réð það ekkert við frábæran sóknarleik
gestanna, sem skoruðu hvert markið af öðru í síðari hálfleik. United byrjaði
vel, Kevin Moran náði forystunni á 22. mínútu, eftir að Steve Coppell hafði
tekið hornspyrnu. Coppell átti stórleik að þessu sinni og þrjú marka United
komu eftir fyrirgjafir hans. En Sunderland gladdi áhangendur sína óvænt
mcð marki skömmu fyrir hálfleik. Skoraði Stan Cummins markið, fyrsta
mark hans á þessu keppnistímabili. En í síðari hálfleiknum héldu United
engin bönd. Sunderland virtist ívið ákveðnari aðilinn fyrst í síðari hálfleik,
en eftir að Bryan Robson hafði skorað annað mark United, var aldrei nein
spurning hvar sigurinn myndi hafna. Frank Stapleton bætti tveimur mörkum
við með fjögurra mínútna millibili um miðjan hálfleikinn og Garry Birtles
bætti síðan ódýru marki við tveimur mínútum fyrir leikslok. En lítum á úrslit
leikja áður en lengra er haldið:
Aston Villa — Arsenal 0—2
Brighton — Birmingham 1—1
Ipswich — Swansea 2—3
Leeds — Notts County 1—0
Liverpool — Everton 3—1
Manch. City — Middlesbr. 3—2
Nott. Forest — West Ham 0—0
Stoke — Southampton 0—2
Sunderland — Manch. Utd. 1—5
Tottenham — WBA 1—2
Wolves — Coventry 1—0
mjög grimmt fram að markinu og
töldu margir að liðið myndi þar
með ná yfirhöndinni. En Bob
Latchford skoraði þá fyrir
Swansea eftir einleik 10 mínútum
síðar. Enn jafnaði Ipswich og var
Arnold Muhren á ferðinni á 80.
mínútu. En tveimur mínútum síð-
ar spyrnti Garry Stanley knettin-
um í gegnum þvögu leikmanna
inni í vítateig Ipswich og rakleiðis
í netið. Þar við sat.
Swansea vinnur óvænt
Swansea kemur enn heldur bet-
ur á óvart. Eins og venjulega er lið
eins og Swansea eiga í hlut, kepp-
ast menn við að spá því að blaðran
hljóti að fara að springa. En
leikmenn Swansea hafa sýnt mik-
ið dálæti á því að afsanna allar
slíkar kenningar. Ipswich hefur
ekki verið sannfærandi þrátt fyrir
stöðu sína í deildinni það sem af
er þessu keppnistímabili. Er það
meðal annars aðal góðra liða, að
þau hala inn stig hvort sem þau
leika vel eða illa. En að þessu sinni
sneri gæfan bakinu við Ipswich.
Swansea náði þrívegis forystunni
gegn Ipswich, en aðeins tvívegis
tókst heimaliðinu að jafna metin.
Alan Curtis skoraði fyrst með
skalla á 7. mínútu, en Paul Marin-
er jafnaði með fallegu skallamarki
á 53. mínútu. Hafði Ipswich sótt
1. DEILD
Manrhcster Tdt. 15 8 5 2 23 9 29
Ipswich 13 8 2 3 2 :> 17 28
Swansca 13 8 2 3 25 18 28
Toltenham 13 8 0 5 2« 14 24
Nott. Forest 13 6 5 2 18 13 23
West Ham 13 5 7 1 24 15 22
Liverpool 13 5 5 3 20 14 20
Southamplon 13 6 2 5 24 23 20
Hrighlon 13 4 7 2 IX 13 19
Manchester (’ity 13 5 4 4 18 15 19
Arsenal 13 5 3 5 10 10 18
Kverton 13 5 3 5 18 17 18
Kirmingham 13 3 6 4 21 18 15
Aston \ illa 13 3 6 4 15 14 15
('ovenlry 13 4 3 6 19 19 15
lx*eds 14 4 3 7 13 24 15
West Kromwich 13 3 5 5 14 15 14
Stoke ('ity 13 4 2 7 18 20 14
NoILs ('ounty 13 4 2 7 17 23 14
Wolverhamplon 13 3 3 7 8 20 12
Middleshrough 14 2 3 9 12 25 9
Sunderland 13 1 4 8 7 23 7
2. DEILD
l.uton 13 10 1 2 31 13 31
Watford 13 9 1 3 21 12 28
Queens l*ark 13 7 2 4 20 13 23
Sheffield Wed. 13 7 2 4 13 13 23
Karnslcy 13 7 1 5 19 12 22
Oldham 13 8 4 3 21 18 22
('ambridge 13 7 0 8 19 18 21
Klarkburn 13 8 3 4 14 13 21
l>cicester 13 5 5 3 IX 13 20
Chelsea 13 8 2 5 17 19 20
( harlton 13 5 3 5 18 18 18
( ardiff 13 5 2 8 17 22 17
Norwich 13 5 2 8 14 20 17
Newcastlc 13 5 1 7 15 14 18
('rystal l’alarc 13 5 1 7 II 11 18
Kolherham 13 4 3 8 19 17 15
Ikrby 13 4 3 6 17 22 15
Shrewsbury 13 4 3 8 13 19 15'
(irimsby 13 4 3 8 14 22 15
Wrexham 13 3 2 8 II 18 II
Kolton 13 3 1 9 II 22 10
()ricnt 13 2 3 8 8 18 9
Gauragangur á Anfield
Góð knattspyrna vék fyrir
hörku og baráttu, er nágrannalið-
in Liverpool og Everton áttust við
á Anfield Road, heimavelli Liver-
pool. Hvorugu liðinu tókst að ná
afgerandi tökum á leiknum í fyrri
hálfleik, en í þeim síðari gerðist
það síðan að Ken Dalglish skoraði
tvívegis með nokkurra mínútna
millibili. Þriðja markið lét ekki
bíða lengi eftir sér, Ian Rush var
þar á ferðinni, en það var mikið
heppnismark. Bakvörðurinn ungi,
Stevens, hugðist spyrna knettin-
um frá marki Everton, en tókst
ekki betur til en svo, að knöttur-
inn fór í Rush og af honum í netið.
Everton varð síðan fyrir því áfalli
að Eamon O’Keefe var rekinn af
leikvelli, en liðið lét það ekki á sig
fá, sótti mikið undir lokin og það
fór aldrei svo að liðið skoraði ekki,
Mick Ferguson potaði inn einu
marki.
Lið Tottenham
óútreiknanlegt
Ekki virðist vera nokkur leið að
treysta á Tottenham og er liðið
sannkallaður höfuðverkur tippar-
ans. Þrátt fyrir afburðaárangur á
útivöllum, þar sem liðið hefur
unnið 5 af 6 leikjum sínum í
deildakeppninni, gengur hálf brös-
uglega að hala inn stigin á heima-
velli. Á pappírnum hefði Totten-
ham átt að „rúlla WBA upp“ en
það fór á annan veg. WBA vann
sigur sem var að sögn frétta-
manna BBC mjög sanngjarn. Öll
mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik
og hófst gamaniö er Chris
Houghton skoraði sjálfsmark á 22.
mínútu. Ally Brown átti þá stang-
arskot og veslings Houghton gat
ekkert að gert, er knötturinn
hrökk út í lappirnar á honum og
stystu leið í netið. En Tottenham
jafnaði aðeins 2 mínútum síðar,
Garth Crookes skoraði með skalla.
Jafnteflið stóð ekki lengi, Hollend-
ingurinn Martin Jol skoraði með
þrumuskoti á 35. mínútu og þar
við sat. Seinni partinn var mikið
öryggi í leik Albion.
Aðrir leikir
Arsenal vann frekar óvæntan
sigur gegn Aston Villa, sem hefur
þar með tapað þremur síðustu
leikjum sínum á heimavelli. Gra-
ham Rix var færður fram í sókn-
ina hjá Arsenal og gerbreytti það
liði Arsenal til hins betra, en lið-
inu hefur gengið ömurlega að
skora mörk til þessa. Rix skoraði
fyrra mark Arsenal á 26. mínútu,
en glæsilegt mark eftir góðan und-
irbúning þeirra Pat Jennings og
John Holiins. Og Rix hafði ekki
sagt sitt síðasta orð, því hann
sundraði vörn Villa á 39. mínútu,
renndi knettinum síðan til Brian
Talbot og hann þakkaði kurteis-
lega fyrir sig og skoraði.
Brighton hafði algera og geysi-
lega yfirburði gegn Birmingham,
sem tefldi fram hálfgerðu varaliði
vegna meiðsla margra lykil-
manna. En leikmenn heimaliðsins
fóru afleitlega með aragrúa tæki-
færa og því fór sem fór. Tony Ev-
ans náði forystunni gegn gangi
leiksins, er Steve Gatting var að
dóla með knöttinn við eigin víta-
teig og lét Evans ræna honum af
sér. Það var ekki fyrr en seint í
leiknum, að Mike Robinson tók sig
loks tii og skoraði, en hann fékk
öðrum fremur mörg gullin mark-
tækifæri.
Trevor Francis lék með Man-
chester City að nýju eftir að hafa
misst úr langa kafla vegna
meiðsla. Og hann var ekki lengi að
setja mark sitt á leikinn gegn
Boro, skallaði í netið á 20. mínútu
eftir fyrirgjöf frá Nick Reid. Að-
eins tveimur mínútum síðar færði
Jim Platt, markvörður Boro,
heimaliðinu annað mark á silfur-
fati, missti knöttinn klaufalega
frá sér og Kevin Reeves skoraði
auðveldlega. En leikmenn Boro
lögðu ekki árar í bát, leikmenn
City voru síður en svo öryggið
uppmálað í vörninni og áður en
varði hafði Boro jafnað með mörk-
um þeirra Jim Angus og Bobby
Thompson. En allt kom fyrir ekki,
City fékk víti á 75. mínútu og úr
því skoraði Denis Tueart síðasta
mark þessa fjöruga leiks.
Það óvænta og sjaldgæfa gerð-
ist á Molinew, heimavelli Wolv-
erhampton, að heimaliðið skoraði
mark, en þvíumlíkt hafði lið þetta
ekki gert í 7 leikjum í röð. Áttundi
leikurinn virtist ætla að renna
skeið sitt á enda án þess að Úlf-
arnir tækju sig saman en 7 mínút-
um fyrir leikslok fékk Mel Eaves
þannig færi, að hann gat vart ann-
að en skorað. Coventry pakkaði
því saman og hélt heim á ný án
stiga og hefur liðið ekki unnið á
útivelli það sem af er þessu keppn-
istímabili.
Leeds sigraði Notts County og
er heldur farið að syrta í álinn hjá
County. Er ljóst, að róðurinn verð-
ur liðinu þungur næstu mánuðina.
Aiden Butterworth, ungur efni-
legur nýliði hjá Leeds átti 20 ára
afmæli á laugardaginn og hann
hélt upp á það með því að skora
sigurmark Leeds á 32. mínútu.
Laglegt skallamark eftir undir-
búning Peter Barnes og Eddy
Grey. County fékk kjörið færi til
þess að jafna rétt fyrir leikhlé,
fékk þá vítaspyrnu, en þrumuskot
Ray O’Brian hafnaði í þverslánni.
Southampton vann góðan sigur
á útivelli gegn Stoke og vann liðið
um leið það afrek að halda hreinu,
en vörn Southampton hefur verið
ein sú gjafmildasta af þeim öllum
saman. Dave Armstrong skoraði
fyrra mark Southampton með
hörkuskoti af 20 metra færi er 7
mínútur voru liðnar af Ieiknum.
Kevin Keegan bætti öðru marki
við úr vítaspyrnu í síðari hálfleik.
Leikur Forest og West Ham var
ekki tilþrifamikill, Forest sótti
meira en West Ham fékk samt
opnari og betri marktækifæri. Til
dæmis átti Trevor Brooking
hörkuskot í þverslá í upphafi
leiksins og undir lokin varði Peter
Shilton snilldarlega skot frá Dav-
id Cross.
Knatt-
spyrnuúrslit
2. deild
Barnsley 3 (Banks 2, Parker)
— Oldham 1 (Heaton)
Bolton 2 (Henry, Thompson) —
Watford 0
Cambridge 2 (Mayo 2) —
Shrewsbury 0
Cardiff 1 (Bennett) — Norwich
0
Charlton 1 (Waish) — Leicest-
er 4 (Melrose, Lvnex, Lineker
2)
Chelsea 2 (Lee, Fillery) —
Newcastle 1 (Wadle)
Crystal Palace 1 (Cannon) —
Blackburn 2 (Garner 2)
Luton 3 (Moss, Goodyear, Don-
aghy) — Derby 2 (Osgood,
Clayton)
Orient 3 (Margerison, Sussex,
Silkman) - Sheffiled W 0
QPR 1 jFlanagan) — Rother-
ham 1 (Francis sj.m.)
Wrexham 2 (McNeil 2) —
Grimsby 0
England 3. deild:
Brentford — Bristol City 0—1
Bristol Rov. — Gillingh. 2—0
Burnley — Wimbledon 1—2
Carlisle — Fulham 1—2
Chesterfield — Oxford 2—2
Exeter — Reading 4—3
Plymouth — Portsmouth 0—0
Preston — Chester 0—1
Southend — Lincoln 0—2
Swindon — Millwalt 1—2
Walsall — Newport 3—1
Skotland.
Celtic — Aberdeen ’ 2—1
Dundee Utd. — Morton 3—0
Hibernian — Rangers 1—2
Partick — Dundee 1—2
St. Mirren — Airdrie 1—1
Celtic hefur forystu, 19 stig,
eða fimm stigum meira en
Aberdeen, sem er í öðru sæti
með 14 stig. St. Mirren hefur
13 stig og Rangers 12 stig.