Morgunblaðið - 10.11.1981, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.11.1981, Qupperneq 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÖJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 Soldatov sviptur borgararétti og rekinn úr landi Slokkhólmi, 9. nóvomlHT, Al*. YFIRVÖLI) í Sovélríkjunum hfa svipt Sergei Stoldaov, 48 ára verkfræðing frá Tallin í Kisllandi og einn af leiðtogum baráttunnar fyrir mannréttindum í Sovétríkjunum, og konu hans ríkisborgararétti og neytt þau til að flytjast úr landi. Soldatov, sem nú er á fyrirlestr- aferð í Svíþjóð, sagði við frétta- menn, að yfirvöld hefðu óttast að heimili hans yrði einhvers konar miðstöð mannréttindabaráttunn- ar í Sovétríkjunum, og því talið öruggast að reka sig úr landi. Sagði Soldatov að það hefði ver- ið honum á móti skapi að fara úr Skutu niður angólskar flugvélar Lissabon, 9. nóvember. AP. PEDRO Maria Tonha, varnarmála ráðherra Angóla, heldur því fram í frétt sem angólska fréttastofan Ang- op sendi hingað í dag, að tvær suð- urafrískar orrustuþotur af gerðinni Mirage III C2 hefðu skotið niður angólskar herflugvélar 200 kíló- metrum innan við landamæri Ang- óla og Namibíu. Að sögn fréttastofunnar átti þetta atvik sér stað á föstudag í námunda við borgina Mulondo í Angóla. Er þetta í fjórða sinn sem yfirvöld í Angóla saka Suður- Afríkumenn um aðgerðir af þessu tagi frá því 4. september síðastlið- inn, en þá drógu herir S-Afríku sig til baka frá Angóla eftir innrás fjölmenns liðs í ágústlok, sem gerð var með því markmiði að eyði- leggja stöðvar skæruliða SWAPO. landi, hann hefði kosið að berjast fyrir málstað sínum innan Sovét- ríkjanna. „Eftir að ég var látinn laus i október í fyrra, tók ungt fólk alls staðar að úr Sovétríkjunum, jafn- vel frá Moskvu og Leningrad, að flykkjast til heimilis míns í Tallin til að kynna sér mannréttindabar- áttuna í Sovétríkjunum og starf- semi andófsmanna," sagði Solda- tov. Soldatov sagði ennfremur, að andúð í garð stjórnvalda í Sovét- ríkjunum hefði farið vaxandi hin síðustu misseri, og hefði þróun mála í Póliandi haft mikil áhrif þar á. Jafnframt hefðu tilraunir sovézkra yfirvalda til að þagga niður í andófsmönnum og mann- réttindabaráttumönnum mistek- ist. Soldatov var tekinn fastur í marz 1975 ásamt fjórum öðrum andófsmönnum og hafður í haldi á geðveikrahælum, þar sem honum var misþyrmt mörgum sinnum. í október sama ár var hann dæmd- ur til sex ára vinnuþrælkunar, en var látinn laus eftir fimm ára vist í fangelsi. Var Soldatov sakaður um að hafa samið og sent bréf til Sameinuðu þjóðanna, þar sem þess var krafist að Eistland hlyti sjálfstæði á ný, en landið var inn- limað í Sovétríkin 1940. Sonur Soldatovs, sem er 23 ára, hefur ekki fengið að fara úr landi til foreldra sinna, en hann var ný- verið látinn laus úr haldi, eftir að hafa setið fimm ár í fangelsi fyrir sakir sem lognar voru upp á hann. Palestínsk vopn afhent á ítalfu ('agliari, Sardiníu, 9. nóv. Al' TVEIR menn úr Rauðu herdeildun- um á Ítalíu segjast hafa fengið véh byssusendingu frá palestínskum skæruliðum samkvæmt dómskjöl- Mennirnir, Carlo Bozzo og Gian- luigi Cristani, sem eru ákærðir fyrir þátttöku í undirróðursfélagi, sögðu saksóknaranum Leonardo Bonsignore að þeir hefðu hitt að máli nokkra andófsmenn úr Frels- issamtökum Palestínu (PLO) í Mestre, skammt frá Feneyjum. Bozzo og Cristiani fengu vopn í Méstre og fluttu þau í ferðatösk- um til Genúa í nokkrum járn- brautarferðum. „Yassir Arafat og aðrir leiðtog- ar PLO voru því andvígir að út- vega Rauðu herdeildunum vopn,“ sagði Cristiani rannsóknar- mönnum. „En innan samtakanna var viss hópur bæði lágt og hátt settra starfsmanna og yfirmanna sem voru hlynntir því.“ Hann sagði að leiðtogar PLO hefðu ekki vitað um hergagnasendingarnar. Italska hryðjuverkalögreglan hefur lengi haft grun um að Rauðu herdeildirnar fái hergögn frá palestínskum hópum. Patrizzio Peci, fyrrum yfirmað- ur Torino-deildar Rauðu herdeild- anna sem nú hefur samstarf við lögregluna, sagði í febrúar að leið- togi Rauðu herdeildanna, Mario Moretti, hefði farið í seglbáti til Líbanons til að sækja sprengiefni og vopn frá PLO. Þá neitaði skrifstofa PLO í Róm að hún væri í nokkrum tengslum við Rauðu herdeildirnar. Bozzo og Cristiani eru vitni í réttarhöldum tveggja meintra liðsmanna Rauðu herdeildanna, sem eru ákærðir fyrir skotárásina í járnbrautastöðinni í Cagliari í febr. 1980 þegar einn slasaðist. Það slys vildi til á flugvelli skammt fyrir utan Hamborg í VesturÞýzkalandi í síðastliðinni viku, að þegar verið var að lesta vörur um borð í „Super Guppy“-flutningaflugvél hrundi trjóna flugvélarinnar af hjörunum, ef svo má að orði komast, og hlammaðist niður á malbikið, eins og þessi mynd ber með sér. Verið var að skipa flugvélahlutum um borð í flutningaflugvélina er fara áttu tii Airbus-samsetningarverksmiðjanna í Toulouse í Frakklandi, þar sem Airbus-farþegaþotur eru settar saman. Kommúnistar teknir fastir 1 Egyptalandi Kaíró, 9. nóv. AP. YFIRVÖLD í Egyptalandi hafa handtekið 65 félaga úr tveimur neðanjarðarsamtök* um kommúnista fyrir tilraun til að kollvarpa ríkisstjórn* inni að sögn málgagns egypzka stjórnarflokksins. Blaðið sagði að hinir handteknu hefðu aukið starfsemi sína að und- anförnu þar sem þeir hefðu talið að yfirvöld væru önnum kafin vegna öryggis-ástandsins í kjölfar morðsins á Anwar Sadat forseta. Neðanjarðarsamtök þau, sem hér um ræðir, eru egypzki kommúnistaflokkurinn og egypzki kommúnista- og verkamanna- flokkurinn. Flokkar sem predika kommúnisma eru bannaðir í Egyptalandi. I árásum á felustaði kommún- ista var hald lagt á prentvélar, skjöl með nöfnum félaga úr sam- tökunum og fundargerðir auk bæklinga með áskorunum um upp- þot gegn stjórnvöldum. í bækling- unum voru Egyptar einnig hvattir til að hafna Camp David sam- komulaginu. Egypzki kommúnista- og verka- mannaflokkurinn kom á fót bylt- ingarnefndum til undirbúnings vopnaðri baráttu fyrir stofnun „lýðræðislegs alþýðulýðveldis" í Egyptalandi og endurreisn náinna tengsla við Sovétríkin. Hinir handteknu eru sagðir hafa játað að hafa fengið það verkefni að safna upplýsingum um dvalarstaði áhrifamanna til und- irbúnings morðum á þeim og um mannvirki til undirbúnings skemmdarverkum. Meðal þessara áhrifamanna voru leiðogar Mú- hameðstrúarmanna og kristinna Kopta og meðal mannvirkjanna bænahús og kirkjur. Tilgangurinn var sagður sá að æsa til trúar- deilna. Will Durant látinn, 96 ára Lom Angcles, 9. nóv. AP. WILL IHIRANT, sem í hálfa öld vann að riti sínu „Saga siðmenn- ingarinnar** í ellefu bindum, lézt á laugardaginn, 96 ára að aldri, tæp- um hálfum mánuði eftir lát eigin- konu sinnar og samstarfskonu, Ari- el. Durant hefur legið í sjúkrahúsi 17 ára íri drepinn með sprengju í bíl Keira.Nl, 9. nóv. AP. ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA) sagði í dag að liðsmenn hans hefðu drepið 17 ára mótmælanda „óviljandi" með sprcngju, scm komið var fyrir í bfl föður hans í Lisnadill, skammt frá landamærum írska lýðveldisins. Tók bátinn traustataki og sigldi frá Nígeríu til Noregs (>«ló, 9. nóvember, frá Jan Krik Laure fréllaritara Mbl. NORSKUR skipstjóri tók fiskibát í Nígeríu traustataki fyrir skömmu og sigldi honum til Noregs og þar krefst hann 300 þúsund króna lausnar- gjalds fyrir bátinn. Skipstjórinn heldur því fram, að útgerðaraðilarnir í Nígeríu hafi ekki greitt sér og áhöfn sinni laun að upphæð 300 þúsund norskra króna. Segist hann orð- inn uppgefinn á því að reyna að fá leiðréttingu mála sinna og því gripið til þessa úrræðis. A bátnum eru bæði norskir menn og Nígeríumenn, og þegar þeir síðarnefndu urðu þess áskynja að skipstjórinn hafði tekið bátinn traustataki og stefndi til Noregs, ætluðu þeir að varpa honum fyrir borð og taka við stjórninni, en hættu við þau áform sín er skipstjórinn sagði þessa ráðstöfun gerða í þeim til- gangi að kreista út laun fyrir áhöfnina. Báturinn er smíðaður í Noregi, en opinberir aðilar í Nígeríu hafa tekið við rekstri hans og fleiri skipa af þessu tagi. Skip- stjórinn hefur skotið málinu til norskra dómstóla og krefst þess að fá tryggingu fyrir laununum, en fulltrúi útgerðaraðilanna er kominn til Oslóar og krefst þess að bátnum verði skilað þegar í stað og kvaðalaust. Skömmu áður hafði mótmæl- andaleiðtoginn séra Ian Paisley fordæmt hið nýja samstarfsráð Breta og Ira, hrósað mótmæla- göngu öfgasinnaðra mótmælenda á laugardaginn og lýst yfir: „Þetta er bara byrjunin." Unglingurinn steig inn í bíl föð- ur síns og þegar hann ók af stað varð sprenging að sögn lögregl- unnar. IRA segir að skæruliðar hafi drepið hann í misgripum fyrir föður hans. Hann var fluttur í sjúkrahús, en var látinn þegar hann kom þangað. Faðir hans er hermaður í Varn- arsveitum Úlsters (UDF). Bróðir unglingsins er í varalögreglunni. Thomas OFiaich kardináli, yfir- maður kaþólskra manna á öllu ír- landi og yfirmaður anglíkönsku kirkjunnar á írlandi, John Armstrong, biskup í Armagh, for- dæmdu árásina harðlega. Alls hafa 45 óbreyttir borgarar verið drepnir á Norður-írlandi á þessu ári og a.m.k. 2.156 hafa fall- ið síðan 1969. í nokkrar vikur og virðist hafa lát- izt án þess að vita um dauða konu sinnar 25. okt. Þau hefðu átt 68 ára brúðkaupsafmæli 31. okt. Frú Durant var aðeins 15 ára þegar hún giftist. Flestir lesendur Durants töldu hann heimspeking, en hann leit á sig sem sagnfræðing. Nokkrir gagnrýnendur töldu „Sögu sið- menningarinnar" frábærasta sagnfræðiverk þessarar aldar. Durant-hjónin luku ævistarfi sinu með æviminningum 1977 og Durant sagði oft á síðari árum að hann væri viðbúinn dauðanum. Á síðari árum átti Durant í kapp- hlaupi við tímann, því að hann vildi ljúka hinu mikla verki sínu áður en hann létist. Ritið átti upphaflega að vera 10 bindi. Tíunda bindið, „Rousseau og bylting", kom út 1966 og fyrir það fékk hann Pulitzer-verðlaunin. Síðan samdi hann 11. bindið, „Öld Napoleons", 1975. Upphaflega samdi Durant bæk- ur sínar einn, en þegar kom fram í sjöunda bindi var orðið ljóst að hjálp konu hans Var svo mikil að hennar er einnig getið sem höf- undar síðustu bindanna. Durant var á þrítugsaldri, aura- laus kennari og greinahöfundur, þegar hann fór að viða að sér efni í meistaraverk sitt. Hann sendi ekki frá sér fyrstu bókina fyrr en hann var fertugur. Sú bók, er hét „Saga heimspekinn- ar“, náði gífurlegum vinsældum og seldist í milljónaupplagi. Það gerði honum kleift að helga sig sagnfræði eingöngu það sem eftir var ævinnar og hann losnaði við fjárhagsáhyggjur. Saga Forn-Grikkja og Róma- veldis eftir Will Durant hafa kom- ið út í ísl. þýðingu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.