Morgunblaðið - 10.11.1981, Síða 23
Umsvif KGB í Danmörku:
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAftU&a©. NÓVEMBER 1981
Leynisjódurinn borgar kosninga-
baráttu kommúnista og styrkir
starfsemi ýmissa „friðarhreyfingau
Þannig hafa danskir kommúnistar auglýst flokk sinn fyrir byggdarkosn-
ingarnar, en auglýsingar af þessu tagi hafa kostad a.m.k. 148 þúsund
danskar krónur og þeir peningar koma úr hinum dularfulla sjóði.
„9. NÓVEMBER 1919-sjóður
inn“ heitir aðili í Danmörku,
sem algjörlega hefur staðið
straum af auglýsingaherferð
Kommúnistaflokks Danmerkur
í tveimur Kaupmannahafnar
blaðanna, B.T. og Ekstra Blad-
et, fyrir byggðakosningarnar
sem standa fyrir dyrum í land-
inu. Jnrgen Jensen formaður
Kommúnistaflokksins hefur
staðfest það í viðtali við B.T. að
téður sjóður hafi fjármagnað
auglýsingar Kommúnista-
flokksins það sem af er kosn-
ingabaráttunni, um leið og
hann kveðst ekki vita hvernig
sjóðurinn sé til kominn:
„Það er ekki vitað hvaðan
það fé sem sjóðurinn hefur
yfir að ráða kemur. Sjálfir
höfum við heldur ekki farið
fram á, framlag úr honum.
Það sem ég veit um sjóðinn er
harla lítið — ég veit bara að
umsjónarmaður hans Chr.
Vilhelm Hagens, lögmaður í
Kaupmannahöfn. Sjálfur hef
ég reynt að fá uppgefið
hversu mikið fé „9. nóvemb-
er“ hefur til ráðstöfunar, en
það hefur ekki fengizt upp-
lýst“, segir Jorgen Jensen,
formaður Danska kommún-
istaflokksins.
Jensen segir ennfremur í
viðtalinu að sér skiljist að
höfuðstóllinn sé arfur, en
hvaðan sá arfur komi hafi
hann enga hugmynd um.
Danska leyniþjónustan hef-
ur sterkan grun um að „9.
nóvember-sjóðurinn" sé ein
helzta tekjulind dönsku frið-
arhreyfingarinnar, sem svo
er nefnd, og að um hendur
sjóðsins fari verulegur hluti
þess fjár sem sovézka leyni-
þjónustan KGB veiti til und-
irróðursstarfsemi og áróðurs
gegn Atlantshafsbandalag-
inu, að því er fram kemur í
B.T.
Það eru háar fjárhæðir sem
á undanförnum mánuðum
hafa farið um hendur Chr.
Vilhelm Hagens lögmanns, en
hann hefur um árabil verið
lögfræðingur Þýzka alþýðu-
lýðveldisins í Danmörku. B.T.
Villum Hansen formaður dönsku
„Samstarfsnefndarinnar um frið
og öryggi" — veit ekki hvaðan
peningarnir koma, en ætlar að af-
þakka ef sannað verður að þeir
séu frá KGB.
birtir lista yfir þessi framlög:
Kosningasjódur kommúnisla-
flokks Danmvrkur 14K.(HN).~
Samtökin „Krjáls Danmörk" 40.000.-
„Samstarrsnerndin um frid
og öryggi" 35.000.-
„Konur í þágu fridar" I0.(HH).-
„Deí ny no(a(‘‘ 10.000.-
„(■ramland úr EBK“ 15.000.-
Auk þessara framlaga er að
sögn blaðsins vitað um ýmsar
aðrar greiðslur til annarra
vinstri samtaka og til einstakl-
inga, einkum listamanna.
Eins og áður segir hefur rann-
sóknin á máli rithöfundarins
Arne Herlov Petersen og njósna-
umsvifum KGB í Danmörku
mjög beinzt að starfsemi „9. nóv-
ember-sjóðsins", en í viðtölum
við blöð hefur lögmaðurinn sem
annast sjóðinn neitað að gefa
nokkrar upplýsingar um fjár-
reiður hans, að öðru leyti en því
að hér sé um að ræða danskan
arf sem sonur hafi tekið eftir
föður. Arlega séu haldnir tveir
stjórnarfundir, en hlutverk
sjóðsins sé að styrkja einstakl-
inga, samtök og fjölmiðla sem
stuðli að friði og slökun, berjist
fyrir frelsi og stuðli að menn-
ingarlegri sköpun í anda öreiga-
stéttarinnar.
Formaður „Starfsnefndarinn-
ar um frið og öryggi" hélt blaða-
mannafund sl. föstudag vegna
upplýsinga um fjárveitingu úr
Dóttir Sisse Gorm Knudsen, eigin-
konu Arne Herluv Petersen rithöf-
undar, en þau hjónin eru bæði
grunuð um að ganga erinda Sovét-
stjórnarinnar í dönsku friðarhreyf-
ingunni. Telpan heldur á útvarps-
tæki, sem hún hafði fengið gefins
hjá sovézkum sendiráðsmanni.
Tækið var gert upptækt í sambandi
við njósnamálið, en eigandanum
hefur nú verið afhent það aftur.
Arne Herlav Petersen var sleppt úr
gæzluvarðhaldi aðfaranótt laugar
dagsins, en rannsókn á máli hans
er talin nokkuð vel á veg komin.
sjóðnum. Formaðurinn, Villum
Hansen, hafði það að segja að
yrði það sannað að „9. nóvem-
ber-sjóðurinn“ fengi peninga frá
KGB mundi friðarnefndin að
sjálfsögðu afþakka frekari fram-
lög úr þeirri átt, en hins vegar
væri ekkert fram komið sem
benti til þess að þetta væri vafa-
söm tekjulind. í sama streng
hafa forsvarsmenn annarra
samtaka, sem nefnd eru hér að
framan, tekið.
A-þýzk ungmenni leita á náðir kirkjunnar
Bcrlín, 9. nóvombor. Al*.
AUSTUR-ÞÝZK ungmenni hafa í
ríkari mæli leitað á náðir kirkj-
unnar í heimalandi sínu í þeirri
von að losna við herþjónustu.
Fulltrúar lútersku kirkjunnar
í fjórum héruðum Austur-
Þýzkalands héldu fyrir skömmu
kirkjuþing og kom þar fram, að
yfir 700 ungmenni hafa farið
þess á leit við kirkjuna að hún
veiti kröfum þeirra stuðning.
Ungmennin hafa farið þess á
leit við austur-þýzk yfirvöld að
fá að losna við herþjónustu en
bjóðast í staðinn til að starfa að
félagsmálum.
Kirkjudeildir hafa lagt þess-
um kröfum lið, en hingað til
hafa yfirvöld í Austur-Þýska-
landi ekki hlustað á óskir af
þessu tagi.
Á kirkjuþingunum voru sam-
þykktar ályktanir þar sem
harmaður var fréttaflutningur
fjölmiða í Austur-Þýzkalandi af
atburðunum í Póllandi. Voru
skrif austur-þýzku fjölmiðlanna
sögð hrokafull og full af fyrir-
litningu í garð Pólverja.
I annarri ályktun kirkju-
þinganna í Austur-Þýzkalandi
var tekið undir kröfur lúter^ku
kirkjunnar í Bandaríkjunum og
Hollandi um nauðsyn takmörk-
unar vígbúnaðarkapphlaupsins
og afvopnunar. Sagði í ályktun-
um austur-þýzku kirkjunnar, að
austantjaldslöndin gætu lagt
sitt af mörkum í tilraunum til
afvopnunar með því að fækka
SS-20 eldflaugum í Evrópu og
skriðdrekum.
Ennfremur var í ályktunum
kirkjuþinganna gagnrýnd sú
áróðursstarfsemi sem á sér stað
í Austur-Þýzkalandi á nauðsyn
og mikilvægi hers. Harmað var
hversu hlutverk hermanna væri
dásamað og fordæmdar voru
pær reglur er beinlínis ne.vða
menn til herþjónustu áður en
þeir fá inngöngu í háskóla í
Austur-Þýskalandi.
31
y ARMAPLAST
SAJ-A-AFGRE'DSLA
\tm/ Armúla 16 simi 38640
Þ. ÞORGRIMSSON & CD
CENTURY
hita-
blásarar
Fyrirliggjandi
t> ÞOR HF
LANDSSMIÐJAN
JltlasCopcc
Slipivelar Hersluvélar og
fjöldi annarra tækja.
LANDSSMIÐJAIM
k. -flr 20680 m
U 1.1.1 SIM, 1SIMIW KU: . 22480 kjíJ Blorjjimlilnhiti
KANARIEYJAR J
12 dagar, 21 .des. - 2. jan. Aðeins 6 vinnudagar.
, Flugferöir
LAFERÐ
Sólskinsparadís í skammdeginu.
Glæsilegir gististaðir, íslensk
jólahátíð og nýjársfagnaður.
Airtourlcéfítyíf Mibbwjarmarkabinum 2.hæö. Aöalstnuti 9 sími10661.