Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 38

Morgunblaðið - 10.11.1981, Side 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 Atriði úr kvikmyndinni llættuspil. Laugarásbíó frumsýnir Hættuspil HÆTTUSPIL nefnist kvikmynd sem Laugarásbíó hefur hafið sýn- ingar á. Myndin fjallar um veðmangara nokkurn og gerist í New York árið 1935. Hann verður fyrir fjárkúgun af hendi hættulegs glæpamanns en um svipað leyti situr hann uppi með 6 ára stúlku sem hann er fenginn til að lána peninga útá en ekki er sótt til hans aftur. Veð- mangarinn ákveður að leika á fjárkúgarann og leiðir það til úrslitabaráttu þeirra í milli. Leik- stjóri er Walter Bernstein en helztu leikarar Walter Matthau, Julie Andrews og Tony Curtis. Nýjar myndir á norrænu kvik- myndahátíðinni NÝJAR kvikmyndir hafa verið tekn- ar til sýningar á norrænu kvik- myndahátfðinni. Finnska teikni- myndin „Bræðurnir sjö“ og norska unglingamyndin „Hættið þessu“ verða sýndar þessa viku. Að auki verður sýningum haldið áfram á norsku barnamyndinni „Atta börn og amma þeirra í skóginum". í Norræna húsinu verður haldið áfram að sýna þrjár barnamyndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 5 báða dagana. Myndirnar heita „Hver á að hugga Knutta", „Síðan deyr maður" og „Galdra- karlinn Kuikka-Koponen". „Við matreiðum“ endurútgefin ÁRIÐ 1976 kom út ný matreiðslu- bók hjá ísafold, sem hlaut nafnið „Við matreiðum". Höfundar voru húsmæðrakennararnir Anna Gísladóttir og Bryndís Stein- þórsdóttir. Bók þessi naut mikilla vinsælda, enda eina íslenzka matreiðslubókin á markaðnum. Nú hefur frumútgáfan verið endurskoðuð, aukin og endurbætt og kemur nú út í nýrri útgáfu Isa- foldar. (Fréttatilkynning) í gærdag var verið að leggja hitalögn I 800 fermetra plan fyrir utan nýbyggingu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Sambands íslenskra sveitarfélaga á Háaleitisbrautinni, en áætlað er að steypa í það á morgun. Nýbyggingin verður að einhverju leyti tekin í notkun fyrir áramót að sögn Sigurðar Magnússonar formanns Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, en hitalagnir eru lagðar í allar gangstéttir og bílastæði við húsið. Fleygir þú peningum daglega óaf vitandi ? Nýr Danfoss með minnispunkti Enn er fjöldi fólks hér á landi sem gerir sér ekki grein fyrir hve mikil hitaorka fer til spillis í húsnæði þess, sem kostar það ómæld pen- ingaútlát. Verkefni Danfoss ofnhitastillanna er einmitt aö nýta hitaorkuna og auka þægindin til hins ýtrasta í hverju herbergi. Dragðu það ekki að kynna þér kosti nýju Danfoss ofnhitastillanna, það kostar ekkert. En þú getur sparaö þér fúlguna sem þú fleygir. = HÉÐINN = DANFOSS ráðgjafaþjónusta Seljavegi 2, sími 24260 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi: Sturla Böðvarsson kosinn formaður Burgarnesi, 8. nóvember. AÐALFUNDUR Samtaka sveitarfé- laga í Vesturlandskjördæmi (SSVK) var haldinn í Munaðarnesi dagana 6. og 7. nóvember sl. Fyrri dag fundarins voru ávörp gesta. M.a. flutti Svavar Gestsson félagsmálaráðherra ávarp. Stjórn og starfsmenn SSVK fluttu skýrslu sín- ar: Sigurður Þórólfsson formaður SSVK flutti skýrslu stjórnar, Guðjón Ingvi Stefánsson framkvæmdastjóri SSVK flutti skýrslu, Jón Einarsson formaður fræðsluráðs flutti skýrslu fræðsluráðs og Ólafur Sveinsson hagverkfræðingur, nýráðinn iðn- ráðunautur samtakanna flutti skýrslu sína. Þá voru afgreiddir reikningar og fjárhagsáætlun. Vegamál á Vesturlandi voru að- almál fundarins og voru um þau mál pallborðsumræður með þátt- töku alþingismanna kjördæmisins og fulltrúum frá SSVK og Vega- gerð ríkisins. Síðari dag fundarins voru á dagskrá nefndaálit, umræður og afgreiðsla mála. Ályktað var um vegamál, byggða- og atvinnumál, og um framhaldsskóla. Um byggða- og atvinnumál var ályktað m.a. að beina því til al- þingismanna og stjórnvalda, að vegna atvinnuástandsins á Vest- urlandi er mjög mikilvægt, að rekstrargrundvöllur frumvinnslu- greina atvinnulífsins verði treyst- ur sem best. Enda eru þær grein- ar, þ.e. fiskveiðar og landbúnaður, meginundirstaða atvinnulífsins í kjördæminu. Fundurinn fagnar ráðningu iðnráðgjafa til Vesturlands og væntir mikils af hans starfi. Þá undirstrikaði fundurinn mikil- vægi þess fyrir dreifðar byggðir landsins, að þjónusta hins opin- bera sé rekin á jafnréttisgrund- velli gagnvart öllum landsmönn- um. Voru í því sambandi nefnd samgöngumál, sími, þjónusta raf- magnsveitna o.fl. Um framhaldsmenntun á Vest- urlandi ályktaði fundurinn að ítreka samþykkt frá síöasta aðal- fundi um framhaldsnám á Vestur- landi og beinir þeim eindregnu til- mælum til Alþingis að á yfir- standandi þingi verði sett lög um samræmdan framhaldsskóla. Að lokum voru kosningar: Sig- urður Þórólfsson úr Saurbæjar- hreppi, Dalasýslu, formaður sam- takanna, gekk úr stjórn, hann var ekki lengur kjörgengur vegna reglna um þriggja ára hámarks- setu í stjórn. I hans stað var Kristinn Jónsson úr Búðardal kos- inn í stjórnina. Aðrir stjórnar- menn voru allir endurkosnir. Stjórn næsta starfsárs verður þannig skipuð: Sturla Böðvarsson Stykkishólmshreppi, en hann hef- ur nú verið kosinn formaður SSVK, Guðmundur Vésteinsson og Hörður Pálsson Akraneskaupstað, Jón Blöndal, Andakílshreppi, Guð- mundur Ingimundarson, Borgar- neshreppi, Skúli Alexandersson Neshreppi utan Ennis og Kristinn Jónsson Laxárdalshreppi. HBj. Halda ráðstefnu um ferlimál fatlaðra STARFSHÓPIJR ALFA-nefndar fé- lagsmálaráðuneytisins efnir til ráð- stefnu, um ferlimál fatlaðra, á morg- un og fimmtudag. Hefur byggingar- fulltrúum um 40 sveitarfélaga verið boðið til hennar, en þar hafa verið til prófunar sérstök greiningartæki sem starfshópurinn hefur látið útbúa. Greiningartæki þetta er notað til að kanna hvaða breytingar þarf að gera á opinberum byggingum til að auðvelda fötluðum aðgang og umgang um þær. Auk bygg- ingafulltrúanna er boðið til ráð- stefnunnar sveitarstjórnar- mönnum, fulltrúum ALFA-nefnda sveitarfélaga, arkitektum, verk- fræðingum, tæknifræðingum, full- trúum hagsmunasamtaka fatl- aðra, þingmönnum, embættis- mönnum og fulltrúum vinnumark- aðarins. Meðal dagskrárefnis fyrri dag- inn má nefna erindi um fötlun og hindranir, um sjónskerta og ferli- mál þeirra, um heyrnarskerta, um lungna- og hjartafötlun, rætt verður um vandamál við breyt- ingar á eldra húsnæði, grein- ingarlykilinn og reglugerðir. Síð- ari daginn verður rætt um skipu- lag og umferð og lagfæringar, fjármál o.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.