Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 39

Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981 47 Frá Norðurlandamótinu, fremst má greina Jóhannes Gísla Jónsson, en hann tefldi á 1. borði í sveit MR. NM framhaldsskóla í skák: MH meistari í fimmta sinn MENNTASKÓLINN í Hamrahlíð varð Norðurlandameistari fram- haldsskóla í skák, sem lauk á sunnudag í Keykjavík. MH var þar með Norðurlandameistari í fimmta sinn, en alls hefur NM framhalds- skóla í skák verið haldið átta sinn- um. Það var glæsilegur endasprettur sem færði MH sigurinn. í siðustu umferðinni telfdi MH við norsku sveitina og þurfti að vinna 3—I; en strákarnir gerðu betur. Þeir sigruðu 3'/r*/2. Úrslit í síðustu umferðinni á sunnudag urðu þau, að Mennta- skólinn í Reykjavík gerði jafntefli við dönsku sveitina 2-2 og finnska sveitin vann þá sænsku 2'/2-1 'h. Lokastaðan varð: 1. Menntaskólinn við Hamrahlíð 13'h vinning, 2. norska sveitin 12, 3. finnska sveitin 11, 4. MR 9, 5. sænska sveitin 9 og danska sveitin rak lestina með 5 'k vinning. 14. einvígísskákin: Biðstaðan töpuð hjá Korchnoi Skák 14. einvígisskákin. Karpov: Korchnoi. Spánski leikurinn. Karpov brá útaf vananum í 9. leik er hann lék Rbd2 í stað c3. í 12. leik brá hann einnig út af þekktum leiðum og uppskar ágæta stöðu. Korchnoi lenti því fljótlega í vandræðum og í 41. leik varð hann að láta mann af hendi. Það má því segja að Karpov sé með örugglega unna biðstöðu og mun því ná 5 vinn- ingum gegn tveimur eftir þessa skák. 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Rxe4, 6. d4 - b5. 7.Bb3 - d5, 8. dxe5 — Be6, 9. Rbd2 — Rc5, 10. c3 — d4, 11. Bxe6 — Rxe6, 12. cxd4 — Rcxd4, 13. Re4 - Be7, 14. Be3 - Rxf3+, 15. Dxf3 - 0-0, 16. Hfdl - De8, 17. Rf6+ - Bxf6, 18. exf6 — Óc8, 19. fxg7 - Hd8, 20. h4 - c5, 21. Hacl - Dc7, 22. h5 - De5, 23. h6 - Dxb2, 24. Hd7 - Hxd7, 25. Dxa8+ — Hd8, 26. Da6 — De2, 27. Hfl - Hdl, 28. Da8+ - Hd8, 29. Dc6 - b4, 30. Da4 - Dd3, 31. Hcl - Dd5, 32. Dd3 - De4, 33. Dc2 - Dxc2, 34. Hxc2 - f5, 35. f4 - Kf7, 36. g4 - Hd5, 37. gxf5 - Hxf5, 38. Hd2 - Hf6, 39. Hd7+ - Kg8, 40. f5 - Hxf5, 41. He7 - Rxg7, 42. Hxg7+ - Kh8, 43. Hc7 - Kg8, 44. Bxc5 - Hg5+, 45. Kf2 - Hg6, 46. Be3. Jóhann Hjartarson vann sína skák, Róbert Harðarson einnig. Árni Á. Árnason gerði jafntefli og Páll Þórhallsson sigraði. Hann kom inn sem varamaður í tveimur síðustu umferðunum og vann báð- ar sínar skákir. Jóhann Hjartarson var án nokk- urs vafa maður mótsins. Hann sigraði alla andstæðinga sína á 1. borði, hlaut fimm vinninga í fimm skákum. Árangur annarra í sigur- sveit MH varð: Róbert Harðarson 2'k í 5 skákum, Árni Árnason 1 'h í 4 skákum, Stefán Þórisson 2'h í 4 skákum og Páll Þórhallsson vann báðar sínar skákir. Trúarleg tón- list í MH MIDVIKUDAG 11. nóvember gengst Kristilegt stúdentafélag fyrir hljómleikum í hátíðasal Mennta- skólans við llamrahlíð. Koma þar fram hljómsveitir, kór og sönghópar og flytja trúarlega tónlist. Meðal flytjenda er 1. Kor. 13, Rema, Garðar, Anna, Ágústa og hljómsveit og verða auk íslenskra flytjenda kynntir erlendir tónlist- armenn og hljómsveitir, sem flytja trúariega tónlist svo sem Bob Dylan, Andraé Crouch, Johnny Cash og fleiri. Aðgangur að tónleikum þessum er ókeypis. Iðnþingi lokið: Sigurður Kristinsson endurkjör- inn forseti IÐNÞINGI, hinu 39. í röðinni, lauk sl. föstudag og var síðast á dagskrá kjör í ýmsar nefndir og stjórnir. Var m.a. kosið í framkvæmdastjórn Landssambands iðnaðarmanna. Sigurður Kristinsson málara- meistari í Hafnarfirði var ein- róma endurkjörinn forseti Lands- sambandsins og Sveinn Sæ- mundsson forstjóri, Kópavogi var einnig endurkjörinn varaforseti. Aðrir í framkvæmdastjórn eru Gunnar S. Björnsson bygginga- meistari, Markús Sveinsson frkvstj., Gunnar Guðmundsson rafverktaki, Karl Maack húsgagn- asmíðameistari, Jóhannes Björnsson bakarameistari, Árni Guðmundsson frkvstj. og Harald- ur Sumarliðason byggingameist- ari. (Sra» KARNABÆR r Karnabær Laugavegi 66. Lindin Selfossi, Verslunin Skógar zawiþo -verzlanir: Austurstræti 22, Glæsibæ, Bonanza Laugavegi 20, Fataval Keflavik, Bakhúsiö Hafnarfiröi, Cesar Akureyri, Eplið Isafiröi. Eyjabær Vestmannaeyjum. Hornabær Höfn Hornafiröi, Egilsstööum, Álfhóll Siglufirði, Báran Grindavík, Versl. Inga Hellissandi, Kaupfélag Rangæinga Ram Húsavík, Hvolsvelli, Óðinn Akranesi, t Þórshamar Stykkishólmi, Austurbær Reyöarfiröi, ísbjörninn Borgarnesi, Patróna Patrekstiröi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.