Morgunblaðið - 10.11.1981, Page 40
Síminná QQHQQ
afgreiðslunni er OOUOO
fltorgtutÞIabtfr
Sími á ritstjórn H 1HH
og skrifstofu: lU IUU
JHt»rxjxtníiIíií»íí»
ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981
Kvótakerfið
mikið rætt á
Fiskiþingi
FJÓRAR af sex deildum Fiskveiði-
félags íslands úti um land hafa
ályktaú að kvótakerfi verði sett á
togarana, en Ijóst er að kvótamálið
verður mikið rætt á yfirstandandi
Kiskiþingi, sem hófst í gær.
Hins vegar kom það fram í ræðu
sjávarútvegsráðherra á Fiskiþingi
í gær, að hann myndi ekki koma á
kvótakerfi með þvingunaraðgerð-
um. Menn yrðu að ná algjörri
samstöðu um þetta mál fyrst.
Sjá ræðu Más
Elíssonar, fiskimála-
stjóra á miðopnu.
Guðrún Helgadóttir:
Geymi mér að
dæma danskan
kollega
Cuðrún Helgadóttir, þingmað-
ur Alþýðubandalags, harmaði á
Alþingi í gær, í umræðu um
hugsanlegan vopnaflutning ís-
lenzkra flugvéla, að strand sov-
ézks kafbáts með kjarnavopn á
suðurströnd Svíþjóðar væri not-
að til að kasta rýrð á „friðar-
hreyfingar" til einhliða afvopn-
unar í V—Evrópu.
Ragnhildur Helgadóttir (S)
sagði strand hins sovézka
kjarnakafbáts, að viðbættri
uppljóstrun um njósnir
forystumanns í svokallaðri
„friðarhreyfingu" í Danmörku,
sem greitt hafi herkostnað
hreyfingarinnar með rúss-
nesku fjármagni, hafa svipt
áróðurshulinni af þessari
hreyfingu einhliða afvopnun-
ar.
Guðrún Helgadóttir (Abl)
sagðist þá ætla að geyma sér
að dæma hinn danska kollega
unz sekt hans væri sönnuð. Sjá
nánar á þingsíðu Mbl. í dag.
4 bflum ekið á
sama umferðar-
merkið á Vi mánuði
TVÆR bílvetur áttu sér stað á
Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði til
móts við hús nr. 66, skammt frá
Hjallabraut, á iostudagskvöldið
og um nóttina. Bifreið á leið úr
Reykjavík var um kl. 20 ekið á
umferðamerki og upp á umferð-
areyju með þeim afleiðingum,
að hún valt. Tvennt var í bílnum
og skarst kona talsvert á fótum.
Bifreiðin er mikið skemmd.
Um tvöleytið um nóttina var
svo bifreið á leið úr Reykjavík
ekið á sama umferðamerki,
sem reist hafði verið við. Bif-
reiðin lenti á umferðaeyjunni
og valt á miðri götunni. Fimm
manns voru í bílnum, sem er
mikið skemmdur, en engann
sakaði.
A um hálfum mánuði hefur
fjórum bifreiðum verið ekið á
þetta sama umferðarmerki og
síðan upp á umferðaeyjuna
með þeim afleiðingum að þeir
ultu.
VutOþfTíA
i VfGGt
Foreldrafélag Grænuborgar efndi í gærdag til mót-
mælafundar fyrir utan Alþingishúsið til að mótmæla
niðurskurði á fjárlagafrumvarpinu til byggingar
nýrrar Grænuborgar. Foreldrarnir tóku börnin sem á
Grænuborg dveljast með, og þau lágu ekki á liði sínu,
veifuðu mótmælaspjöldunum og kölluðu „Við viljum
nýja Grænuborg", með foreldrum sínum. Sjá mið-
Opnil. Ljósmynd Mbl. ÓI.K.M.
Ákvörðun um efnahagsráðstafanir í dag:
Peninga úr bankakerfinu, lækk-
un skattbyrði og gengisbreyting
- meðal hugmyndanna til að koma fótum undir atvinnulífið á ný
Á ríki.sstjórnarrundi, sem haldinn verður árdegis í dag, veróa sennilega, ad sögn
forsætisráðherra, teknar ákvarðanir um aðgerðir í efnahagsmálum. Aðgerðir
þessar munu samkvæmt heimildum Mbl. fela í sér breytingu á gengisskráningu
og ráðstafanir til að lagfæra rekstrargrundvöll atvinnufyrirtækja. Mest hefur
verið rætt innan stjórnarliðsins um að ná peningum úr bankakerfinu, sem þeir
telja hafa safnast þar upp vegna gengismismunar og í formi vaxta og refsivaxta
á lánum til atvinnufyrirtækja. I»á hefur einnig verið rætt um lækkun skattabyrði
fyrirtækja og fleira.
Gunnar Thoroddsen forsætis-
ráðherra, Steingrímur Hermanns-
son formaður Framsóknarflokksins
og Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalags sátu fund í gær
vegna þessa máls. Gunnar Thor-
oddsen sagði aðspurður í viðtali við
Mbl., að fjögurra manna nefnd
hefði haft málið til meðferðar og
gert tillögur um ráðstafanir til að
greiða fyrir þeim atvinnurekstri
sem ætti í sérstökum erfiðleikum.
Meðal nefndarmanna er Lúðvík
Jósepsson. Aðspurður um hvort
hann hefði ekki lýst því yfir að
gengisfelling væri ekki rétta leiðin
úr efnahagsógöngunum, svaraði
forsætisráðherra: „Ég hef alltaf
sagt um þessi mál, að matið á því
hvort eigi að breyta gengi krónunn-
ar er fyrst og fremst í höndum
Seðlabankans, það er hans verkefni
samkvæmt lögum. Því aðeins að
hann geri tillögu um breytingu
kemur málið til ríkisstjórnarinnar.
Þetta hefur verið mín afstaða. Ann-
ars kemur mál þetta til umræðu á
morgun." Hann sagði málið senni-
lega verða afgreitt á fundinum.
— Hefur komið tillaga um geng-
isfellingu frá Seðlabankanum?
— Þú verður að spyrja hann um
það,“ svaraði forsætisráðherra.
Jóhannes Nordal Seðlabanka-
Þrýstingur á að-,
gerðir innan ASI
SAMNINGANEFNDIR Alþýðusam
bandsins og vinnuveitenda hittast á
fundi hjá sáttasemjara í dag, en þessa
viku eru einnig ákveðnir fundir með
sérsamböndum og féiögum innan ASÍ.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins eru ýmsir áhrifamenn innan verka-
lýðshreyfingarinnar farnir að þrýsta á
um aðgerðir og mun m.a. hafa verið
rætt um yfirvinnubann. Benda þeir á,
að enn s sé lítið farið að ræða kröfurn-
ar efnislega og nauðsynlegt sé að grípa
til aðgerða til að þrýsta á um samn-
ingsgerð.
I gær voru fundir hjá sáttasemj-
ara í kjaradeilum bókagerðarmanna
og blaðamanna. Guðlaugur Þor-
valdsson, ríkissáttasemjari, sagði í
gær, að mikil áherzla yrði lögð á
samninga þessara hópa í vikunni, en
bókagerðarmenn hafa boðað verkfali
frá og með næstkomandi laugardegi
en Félag prentiðnaðarins hefur boð-
að verkbann á bókagerðarmenn og
blaðamenn frá næstkomandi þriðju'-
degi.
Á fundi í stjórn, trúnaðarmanna-
ráði og samninganefnd Blaðamanna-
félags Islands í gærkvöldi var tekin
ákvörðun um að boða til verkfalls
frá og með föstudeginum 20. nóv-
ember.
í gær voru fundir hjá sáttasemj-
ara með vinnuveitendum og Verka-
mannasambandi íslands, Lands-
sambandi verzlunarfólks og Lands-
sambandi iðnverkafólks. Fundurinn
um kröfur VMSÍ var langur og eru
viðræður nokkuð komnar af stað, og
hjá verzlunarmönnum var skipuð
undirnefnd til að fjalla um ýmis
sérmál.
stjóri sagði, er Mbl. spurði hann
hvort slíkar tillögur hefðu verið
gerðar. „Seðlabankinn er ekki van-
ur að gefa upplýsingar um tillögur,
sem sendar eru ríkisstjórn fyrr en
ríkisstjórnin hefur haft tíma til að
fja.Ha um þær.“
Steingrímur Hermannsson for-
maður Framsóknarflokksins var
spurður hvort hann hefði í ræðu
sinni á Fiskiþingi í gær verið að
boða gengisfellingu. Hann svaraði:
„Ég sagði þar að það yrðu gerðar
nauðsynlegar ráðstafanir. Þú verð-
ur svo að lesa milli línanna." Hann
sagði einnig að hægt væri að gera
margt til að draga úr gengisfell-
ingarþörfinni og nefndi sem dæmi
að draga mætti úr því sem færi inn
í bankana, minnka gróða þeirra,
eins og hann orðaði það.
Svavar Gestsson formaður Al-
þýðubandalagsins staðfesti í sam-
tali við Mbl. að ráðherrar Alþýðu-
bandalags hefðu í gær fengið um-
boð síns þingflokks til að sam-
þykkja nauðsynlegar efnahagsað-
gerðir, á sama hátt og ráðherrar
framsóknar hefðu fengið hjá sínum
þingflokki. Hann sagði alþýðu-
bandalagsmenn hafa ákveðin sjón-
armið varðandi hagnað banka-
kerfisins og sérstaklega Seðla-
bankans og hvernig hægt væri að
hagnýta þann hagnað útflutnings-
atvinnuvegunum til góða. Svavar
sagði einnig að engar ákvarðanir
lægju fyrir um það til hvaða ráða
yrði gripið. „Þetta verður rætt á
ríkisstjórnarfundinum og ég vil
ekkert um það segja hver ákvörðun-
in verður," sagði hann í lokin.