Morgunblaðið - 05.01.1982, Síða 1
2. tbl. 69. árg.
Forseti
viðriðinn
mannrán?
Manila. 4. janúar. Al*.
FORSETAFRÚIN á Filippseyjum, Im-
elda R. Marcos, sagði í dag, mánudag,
að deilur er hafa risið vegna ráns
manns sem var í tygjum við dóttur
hennar ógnuðu mannorði fjölskyldunn-
ar og trausti þjóðarinnar á Marcos-
stjórninni.
Fjölskylda íþróttamannsins
Tommy Manotoc, sem sagt er að hafi
verið rænt á þriðjudaginn, hefur
sakað Ferdinand E. Marcos forseta
og konu hans um að vera viðriðin
hvarf mannsins.
Fjölskylda hans segir að Manotoc
sé kvæntur elztu dóttur Marcosar,
Imee, þótt forsetinn og kona hans
viðurkenni ekki ráðahaginn.
Dómsskjöl í Arlington, Virginíuríki,
staðfesta að þau hafi verið gefin
saman þar í siðasta mánuði, þótt
dregið sé í efa að skilnaður Manotocs
og fyrri konu hans sé löglegur.
I viðtali við AP sakaði frú Marcos
pólitíska andstæðinga og Manotoc-
fjölskylduna um að hafa staðið á bak
við ránið. „Ef þeir drepa drenginn
segi ég af mér öllurn stöðum í stjórn-
inni,“ sagði hún, þótt hún viður-
kenndi að orð hennar gætu orkað
storkandi á mannræningjana eða
verið mistúlkuð.
Forsetafrúin, sem á sæti í ríkis-
stjórn og borgarstjórn Manila, sagði
að hvarf Manotocs bitnaði mest á
forsetafjölskyldunni þar sem það
hefði áhrif á börn hennar og stöðu
forsetans. „Mestu máli skiptir að ná
drengnum aftur á lífi,“ sagði hún.
Richard Allen
segir af sér
\S a.shington, 4. janúar. AP.
RICHARD V. Allen, rádunautur
Ronald Reagans forseta í þjóðar
öryggismálum, sagði af sér í dag
á fundi með forsetanum. Willi-
am P. Clark varautanríkisráð-
herra var skipaður eftirmaður
hans og fær meiri völd.
Ákvörðunin var gerð á
grundvelli rannsóknar sem fór
fram í Hvíta húsinu á fram-
ferði Allens. Allen tók við
1.000 dollurum af fulltrúum
japansks tímarits, sem hafði
viðtal við hann, og japanskir
vinir gáfu honum þrjú úr.
Samkvæmt heimildunum fær
Allen bráðabirgðastarf ráð-
gjafa í stjórninni.
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Jaruzelski reynir að
afetýra refeiaðgerðum
JARUZELSKI hershöfðingi ræddi í gær við fulltrúa Efnahagsbandalagsríkj-
anna í Varsjá, en átti áður fund með sendiherrum Varsjárbandalagsríkjanna.
Varsjárútvarpið sagði að hann hefði skýrt hinum vestrænu fulltrúum frá
ástandinu í Póllandi og lagt áherzlu á mikilvægi viðskipta austurs og vesturs.
Vestrænir stjórnarerindrekar höfðu áður sagt að Jaruzelski virtist hafa
efnt til fundarins til að fá vestrænar ríkisstjórnir til að taka ekki þátt í
refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar gegn Sovétríkjunum og Póllandi. „Pól-
land vill rækja hlutverk sitt sem traustverðugur samhcrji í alþjóðaviðskipt-
um,“ sagði Jaruzelski að sögn Varsjárútvarpsins.
í Brussel lofuðu EBE-ríkin að
grafa ekki undan refsiaðgerðum
Bandaríkjamanna, en náðu ekki
samkomulagi um sameiginleg við-
brögð við ástandinu í Póllandi. Lof-
orðið kom fram í yfirlýsingu um
fund utanríkisráðherra EBE-land-
anna og hún miðar að að fullvissa
Bandaríkin um að Evrópuríki muni
ekki selja tæknibúnað og aðra vöru í
stað þeirrar sem Reagan bannaði
sölu á til Sovétríkjanna.
Ráðherrarnir gátu ekki komið sér
saman um hömlur á viðskiptum
EBE við Rússa og afnám matvæla-
og fjárhagsaðstoðar við Pólverja.
Þeir náðu heldur ekki samkomulagi
um að senda Leo Tindemans, for-
svarsmann sinn, í sáttaferð til Pól-
lands þar sem Frakkar og Belgar
hindruðu það. Emilio Colombo,
utanríkisráðherra Italíu, hvatti til
þess að EBE-löndin hættu að
ábyrgjast lán til að hjálpa Pólverj-
um að endurgreiða 27 milljarða dala
skuld sína þar til herlögum yrði af-
létt, en samkomulag náðist ekki.
Miðstjórn pólska kommúnista-
flokksins hélt fund í gær með em-
bættismönnum og leiðtogum
byggðastjórna um mál æðri skóla,
sem eru enn lokaðir þótt barna- og
gagnfræðaskólar hafi verið opnaðir.
Ekki er talið að kennarar útskýri
valdatöku hersins fyrir nemendum
sínum, en Varsjárútvarpið sagði að
erfið vandamál biðu kennaranna
eftir 20 daga hlé á skólahaldi.
Utvarpið sagði að starfað væri
með eðlilegum hætti í öllum verk-
smiðjum og stjórnarskrifstofum og
almannasamgöngur væru eðlilegar
á fyrsta vinnudegi ársins. Sam-
kvæmt óritskoðuðum fréttum átti
að opna 20 verksmiðjur og iðjuver
sem hafa verið lokuð, m.a. Lenín-
skipasmíðastöðina í Gdansk.
BBC hafði eftir fréttabréfi Sam-
stöðu að 14 hefðu fallið í átökum hjá
kolanámu í Slésíu í síðasta mánuði
og margir verkamenn hefðu særzt
alvarlega þegar hundum var sigað á
þá í stáliðjuveri í Katowice.
Fréttastofan Press Association
(PA) sagði að hundum hefði einnig
verið beitt í Kraká og í Gdansk þar
sem margir hefðu verið fluttir í
sjúkrahús. PA sagði að eftirlit hefði
verið aukið í pólskum borgum á
mánudag, skortur á hráefni og vara-
hlutum háði framleiðslu fyrirtækja,
starfsmenn Lenín-skipasmíðastöðv-
arinnar hefðu undirritað yfirlýsingu
gegn Samstöðu og 300 fangar í Bial-
oleka-fangelsi í Varsjá hótuðu
hungurverkfalli.
Hækkanir á matvælaverði, minni
kjötskammtar og óvissa meðal
verkamanna valda því að ósennilegt
er að herlögum verði aflétt á næst-
unni segir í ritskoðuðu skeyti frá
fréttaritara AP í Varsjá. Fróðir
menn hér telja að herlög verði í gildi
fram á vor — eða þangað til yfirvöld
verða viss um að Pólverjar hafi ró-
azt, sagði hann.
Tass sagði að pólskir verkamenn
hefðu hafið aftur vinnu og banda-
lagsríki Bandaríkjanna í Evrópu
vildu heldur viðskipti en árekstra
við Rússa.
I Washington dró bandaríska
utanríkisráðuneytið í efa þá stað-
hæfingu pólsku herforingjastjórn-
arinnar að ástandið væri að færast í
eðlilegt horf og sagði að ástandið
gæti ekki talizt eðlilegt meðan her-
lög væru í gildi. Ástandið mundi
ekki færast aftur í eðlilegt horf fyrr
en þúsundir pólitískra fanga yrðu
látnar lausar og viðræður hæfust
um lausn mála innanlands og mann-
réttindi yrðu virt.
Öflugur sovézkur liðsauki
nú sendur til Afghanistan
Nýju Delhi, 4. janúar. AP.
RÚSSAR hafa sent minnst 20.000 mann
vikum og búizt er við að 150.000 menn
frétt frá Kabul í dag.
Einnig segir í fréttinni að MIG-
þotur og þyrlur búnar fallbyssum
hafi gert árásir yfir landamærin á
norðurhéruð Afghanistan frá flug-
stöðvum í Sovétrikjunum, líklega
Tashkent, á síðustu vikum. Tilgang-
ur árásanna er aðallega sá að hegna
þorpsbúum, sem eru grunaðir Um að
skjöta skjólshúsi yfir skæruliða, og
þær munu hafa hafizt í desember-
byrjun.
liðsauka til Afghanistan á undanfornum
?rði í sovézka herliðinu í vor, samkvæmt
Þá hafa afghanskir uppreisnar-
menn, frá héraðinu Sherkhan Band-
ar, gert nokkrar árásir að undan-
förnu yfir Oxusfljót á landamærum
ríkjanna, á sovézka bæinn Tarmez,
þar sem birgðum er safnað saman
áður en þær eru fluttar til Afghan-
istans, og lagt eld að nokkrum þorp-
um, sem þeir hafa einnig ráðizt á
umhverfis bæinn. Skæruliðar vilja
sýna að þeir haldi ekki að sér hönd-
um og geti barizt þrátt fyrir aukin
áhrif Rússa, segir í fréttinni.
Efling sovézka herliðsins hófst um
miðjan desember, en þá hafði það
verið skipað 85.000 mönnum síðan
Rússar gerðu innrásina í desember
1979. Nú er talið að 110.000 til
120.000 menn séu í sovézka herliðinu
og þeim fjölgi um 30—40.000 innan
þriggja eða fjögurra mánaða.
Nýjar sovézkar hersveitir hafa
sézt við flutningamiðstöðvarnar
Shindand nálægt Herat í vestri, Ka-
ilagai í norðri og Bagram, 30 km frá
Kabul. Nýjar flugvélar og þyrlur
hafa einnig sézt, en ekki er vitað um
fjölda þeirra.
Bandaríkjastjórn sagði í skýrslu á
Þorláksmessu að fjölgað hefði í sov-
ézka herliðinu í 85.000 menn. Þá
höfðu tilraunir til að endurskipu-
leggja afghanska herinn farið út um
þúfur. Vestrænn fulltrúi sagði 8. des.
í Islamabad að Rússar hefðu sent
MIG-flugsveit til Bagram og útvegað
Afghönum sveit SU-7-fIugvéla (16
flugvélar).