Morgunblaðið - 05.01.1982, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANUAR 1982
„Á von á að fiskilýsi hækki“
- segir Jón Reynir Magnússon nýkjörinn forseti
Alþjóðasamtaka fiskmjölsframleidenda
„Kg á von á að fiskilvsi hækki
verulega í verði á þessu ári, að vísu
hefur soyaolía haldið verðinu dálítið
niðri, en þegar kemur fram í
febrúar-marz, býst ég við að verðið
fari að hx‘kka,“ sagði Jón Reynir
Magnússon, framkvæmdastjóri Síld-
arverksmiðja ríkisins, í samtali við
Morgunhlaðið. Jón Reynir var á
ársfundi IAFMM, sem eru alþjóða-
samtiik fiskimjölsframlciðenda,
kjörinn forseti samtakanna og er
þetta í fyrsta sinn, scm íslendingur
gegnir þar forsetastörfum. Að vísu
hefur Jón Reynir setið í stjórninni
áður og á sínum tíma sat Þórður
l’orhjarnarson einnig í stjórninni.
Jón Reynir sagði í samtalinu við
Morgunblaðið enn væru miklar
birgðir af soyabaunum í Bandar-
íkjunum frá því að þeir settu
kornsölubannið á Rússland, en
gert væri ráð fyrir að þær birgðir
Jón Keynir Magnússon
minnkuðu á næstunni, en einnig
mætti benda á að góð uppskera
hefði verið á soyabaunum í Brasi-
líu.
í fréttabréfi IAFMM segir að
gert sé ráð fyrir að heildarlýsis-
framleiðslan verði 100—150 þús-
und tonnum minni á þessu ári en
því síðasta, ekki sé enn vitað hve
mikið framleiðslan geti orðið á
næsta ári, en þó megi búast við
einhverri aukningu. Hins vegar sé
nú ljóst að birgðir um áramót
verði nú minni en þær hafa verið í
fjölda ára.
Ennfremur segir í fréttabréf-
inu, að mjölbirgðir um áramót
muni að líkindum verða um 440
þúsund tonn, en verð á mörkuðun-
um hafi ekki verið sem skyldi,
bæði vegna hárra vaxta, hækkun
dollarans og lélegs efnahags-
ástands í A-Evrópuríkjum, sem
fram til þessa hafa keypt mikið af
fiskimjöli.
Seltjarnarnes:
Fjárhagsáætlun með 10,6%
útsvari og 20% afslætti
af fbúðarhúsagjöldum
FJÁRHAGSÁÆTLUN Seltjarn
arness var lögð fram til fyrri um-
ræðu á fundi hæjarstjórnar 16. des-
ember.
Heildarniður.stöðutölur á rekstr
arreikningi eru kr. 26.760.000,00.
sem er liðlega 50% hækkun frá
endurskoðaðri áætlun síðasta árs.
I frétt frá bæjarstjóranum á Sel-
tjamarnesi segir að gert sé ráð fyrir
10,5% útsvarsálagningu svo sem
endanlega varð á síðasta ári og fast-
eignagjöld eru með 20^ afslætti á
íbúðarhús, notaður er gjaldstigi 0,4%
en 1% á annað húsnæði.
Gjaldstigi aðstöðugjalda er
óbreyttur frá fyrra ári.
Viðmiðunartekjur elli- og
örorkuþega vegna niðurfellingar
eða lækkunar fasteignagjalda af
eigin íbúð hækka ennfremur, sem
segi r:
a) einstaklingar:
brúttótekjur 1981 allt að kr.
69.000,00 100% niðurfelling, kr.
81.000,00 70% niðurfelling og
kr. 95.000,00 30% niðurfelling.
b) hjón sem bæði eru ellilífeyris-
þegar:
brúttótekjur 1981 allt að kr.
86.000,00 100%^ niðurfelling, kr.
103.000,00 70%. niðurfelling og
kr. 110.000,00 30% niðurfelling.
Helstu tekjuliðir eru: útsvör og
aðstöðugjöld, kr. 18.000.000,00,
fasteignagjöld kr. 3.000.000,00,
jöfnunarsjóðsframlag kr.
3.200.000,00, gatnagerðargjöld kr.
500.000,00 og vextir 1.300.000,00.
Helstu gjaldaliðir eru: fræðslu-
mál kr. 3.998.978,00, almanna-
tryggingar og félagsmál kr.
3.004.920,00, gatna- og holræsa-
gerð kr. 4.454.600,00, stjórn kaup-
staðarins kr. 1.151.500,00, skipu-
lagsmál kr. 921.200,00, hreinlæt-
ismál kr. 922.000,00, samgöngumál
(strætisvagnar) kr. 598.000,00 og
brunavarnir kr. 416.000,00.
Til eignabreytinga er áætlað að
verja um 11,9 m.kr.
Helstu framkvæmdaliðir á
eignabreytingareikningi fyrir 1982
eru: Ibúðir aldraðra kr.
4.150,000,00, sundlaug kr.
3.238,000,00, bókasafn kr.
2.000,000,00, heilsugæslustöð II á-
fangi kr. 500,000,00 og íþróttavöll-
ur 500,000,00. Áætlað er að ríkis-
framlag til þessara verkefna verði
samt. um 1 m.kr.
Á árinu 1982 lýkur byggingu 16
íbúða fyrir aldraða og er fyrirhug-
að að taka þær í notkun í október
1982. Þá er áformað að opna nýtt
bókasafn (450 m2) við Melabraut
fyrir áramót ’82—’83.
Unnið verður af fullum krafti
við sundlaug og stefnt að því að
taka laugina í notkun fvrir vorið
1983.
Áætlunin var samþykkt sam-
hljóða til annarrar umræðu í
janúar nk.
Til sölu
Bergstaðastræti
Lítið hús sem er allt ný stand-
sett. Laust strax.
Lindargata
Ca. 70 fm 3ja herb. íbúð í tví-
býli. Getur losnað fljótlega.
Verslunarhúsnæöi
við Miðbae ca. 100 fm. Hús-
næðið er í tvennu lagi. Hentar
vel fyrir tvær versl.
Hveragerði
64 fm einbýlishús með 40 fm
bílskúr. Allt endurnýjað utan.
Laust strax.
Eínar Sigurðsson.hrl.
Laugavegi 66, sími 16767.
Kvöldsími 77182.
Hafnarfjörður
Lyngmóar Garðabæ
2ja herb. ca. 60 fm góð íbúð á
3. hæð (efstu hæð) í nýlegu
fjölbýlishúsi. Bílskúr. Laus
strax.
Álfaskeið
3ja—4ra herb. 95 fm íbúð á 4.
hæð í fjölbýlishúsi. Bílskúr.
Framristekkur
(Breiðholt)
Gott einbýlishús ca. 185 fm
hæð auk kjallara undir hluta
hússins og bílgeymsla. Vönd-
uð eign.
Árni Grétar Finnsson hrl.
Strandgötu 25, Hafnarf
sími 51 500
Heimasími sölumanns
(Ágúst) 41102.
Furugerði
2ja til 3ja herb. ibúð á jarðhæð.
Verð 650 þús., útborgun 500
þús.
Álfhólsvegur
3 herb. 85 fm íbúð á 1. hæö í
þríbýli. Bílskúr. Bein sala.
Grettisgata
3ja herb. 85 fm ibúö í steinhúsi á
2. hæð í þríbýli. Nýstandsett.
Bein sala.
Jörfabakki
4ra herb. íbúð 2. hæð, 105 fm.
Verð 710 þús.
Kópavogsbraut
146 fm glæsileg efri sérhæð.
Bílskúr. Fæst í skiptum fyrir ein-
býlishús í Kópavogi.
Heiðarás
Rúmlega 300 fm einbýlishús á 2
hæðum. Húsið rúml. tilbúiö
undir tréverk. 60 fm bílskúr inn-
byggður. Bein sala.
Birkihvammur
230 fm einbýlishús á 1 og 'h
hæð með innbyggðum bílskúr.
Bein sala.
Verslun í Kópavogi
20 ára hverfisbúö með vefnaö-
arvöru o.fl. Mjög hentugt fyrir
einn starfskraft sem vill reka
sjálfstæðan atvinnurekstur.
Sanngjarnt verð og greiöslu-
kjör.
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, skálar við Málfríði Einarsdóttur
við hátíðlega athöfn við afhendingu rithöfundaverðlaunanna til hennar á
gamlársdag. Ljósm. ÓI.K. Magn.
Ræðan sem ekki var
flutt 31. desember
MALFRIÐUR Kinarsdóttir, rit-
höfundur, hefur beðið blaðið
fyrir eftirfarandi „ræðu sem
ekki var flutt 31. desember",
eins og hún orðar það. En hún
kvaðst við afhendingu styrks
Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins
ekki hafa komið upp einu orði,
þótt hún hafi ætlað og átt að
þakka fyrir sig:
„Nú fór ver en skyldi því
hollvættir mínir, sem hefðu
átt að aðstoða mig núna,
brugðust mér, sagnarandi
minn, sem oft leiðbeindi mér,
kom ekki til staðar, sjálfur
Ymur óheyranlegur. Ládeyða í
sálarkirnunni, allra orða vant
þeirra sem hefðu átt að þyrp-
ast að gullin og fín, svífa um
loftið hérna inni með sætum
rómi svo sem einn seiður
galdrakonu svo lokkandi að
ekkert ykkar sem hérna sitjið
hefði fengið varast þeirra tál.
Kærar þakkir fyrir heiður
mér auðsýndan."
Málfríður Kinarsdóttir
FASTEIGIMAMIÐLLJIM
SVERRIR KRISTJÁNSSON ŒBSjHŒ
FJÖLNISVEGI 16, 2. HÆÐ, 101 REYKJAVÍK
Suðurgata Hafnarfirði
Til sölu efri hæð og ris ca. 140 fm samtals ásamt
stórum bílskúr og geymslum og ca. 100 fm iðnaðar-
húsnæöi. Steypt port. Til greina kemur að taka minni
eign upp í.
Hef góöan kaupanda
að 4ra herb. íbúð sem þarf að losna fjótt. Góð útb.
Hef góða kaupendur að flestum stærðum fasteigna
á Stór-Reykjavíkursvæði.
Málflutningsstofa Sigríður Ásgeirsdóttir hdl.
Hafsteinn Baldvinsson hrl.
43466
Hjallabrekka — Kópavogi — Einbýli
256 fm á tveimur hæðum ásamt bílskúr. i dag tvær íbúöir, efri hæð
144 fm, 5 svefnherb., stofur. Getur verið laus í janúar. Neðri hæð
113 fm, 4ra herb. íbúð laus í júní. Einkasala.
Espigerði
120 fm íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi. 4 svefnherb., stór stofa, austur- og
suðursvalir. Laus í júní. Einkasala.
EFasteignasalan
EIGNABORG sf.
Hamraborg 1 200 Kðpavogur Simar 43466 4 43805
Sölum Vilhjálmur Elnarsson. Sigrún Kröyer Lögm
Lögmaöur: Ólafur Thoroddsen.
Heimasimi sölumanns 41190.