Morgunblaðið - 05.01.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.01.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 Spýtustrák- urinn Gosi Leiklist Jóhann Hjálmarsson Þjóðleikhúsið: GOSI. Sjónleikur eftir Brynju Bene- diktsdóttur byggður á sögunni um Gosa eftir C. Collodi. Tónlist: Sigurður Rúnar Jónsson. Söngtextar: Þórarinn Kldjárn. Dansar: Injribjörg Björnsdóttir. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Birgir Engilberts. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir. Eitt atriði Gosa vekur sér- staka athygli. í því eru kynntar fyrir áhorfendum hefðbundnar leikfígúrur Commedia dell’arte leikhússins á Ítalíu: Harlekin, Kólumbína, Pantalon og Pierrot. Þetta atriði tókst einkar vel. Það hvarflar jafnvel að manni að atvinnuleikhúsin gætu í barnaleiksýningum sínum gert meira af slíku, þ.e.a.s. kennt ungum áhorfendum ýmislegt sem gott er að þekkja í framtíð- inni. í þessu leikhúsi treður upp spýtustrákurinn Gosi, einfeldn- ingur í von um heimsfrægð. Samviska hans, Flökkujói, getur ekki komið í veg fyrir að Kisa og Refur selji hann Loga leikhús- stjóra. Reyndar á Flökkujói í hinum mestu erfiðleikum með Gosa, sem er veikur fyrir ýmsum freistingum. Hulda kemur að vísu til hjálpar þegar ekkert annað en tortíming virðist bíða Gosa, en til þess að verða alvöru- strákur þarf Gosi að sýna hvað í honum býr. Það kemur auðvitað á daginn að Gosi er ekki heillum horfinn, heldur á hann til hug- dirfsku og kjark. Eins og svo mörg önnur ævin- týri er Gosi Collodis dæmisaga um sigur hinna góðu afla. I ávarpi til leikhúsgesta í leikskrá, segir Brynja Bene- diktsdóttir: „Þegar ég var lítil, sagði pabbi mér söguna um Gosa. Það sem vakti fyrir mér, þegar ég færði hana upp á leiksviðið, var að segja ykkur söguna aftur, en með þeim ráð- um sem mér eru tiltækust, með leikhúsinu". Eins og Brynja bendir á er Gosi hennar saminn fyrir Þjóð- leikhúsið og leikara þess. Það er til dæmis engin tilviljun að Arni Tryggvason leikur Láka, smiðinn góða, sem smíðaði Gosa. Sigurð- ur Sigurjónsson leikur Flökku-. jóa, sem ekki er að finna í sögu Collodis, en er hjá Brynju „sam- nefnari allra þeirra dýra, álfa og anda í sögunni, sem eiga að vísa Gosa veginn, en um leið trúður- inn hans Sigurðar Sigurjónsson- ar.“ Þau ráð, sem Brynju eru til- tækust, leikhúsið, eru notuð til að koma Gosa til skila. Það eru líka hin leikrænu atriði, sam- anber það sem minnst var á í upphafi, sem lukkast best. Text- inrt er ósköp sléttur og felldur, stundum veigalítill, en til þess ráðs er gripið að fá skáld til að yrkja söngtexta. Mér heyrðust þeir sæmilega ortir og tónlist Sigurðar Rúnars Jónssonar var áheyrileg þótt hún virtist nokk- uð hástemmd, einkum í flutningi Margrétar Ákadóttur. Flosi Ólafsson átti síður í vandræðum Kisa og Refur. Anna Kristín Arngrímsdóttir og Há- kon Waage. Árni Blandon í hlutverki Gosa, Sigurður Sigurjóns- son, Flökkujói, og Margrét Ákadóttir, sem leikur Huldu. Hvell-Geiri kem.st oft í hann krappan. Að svífa um geiminn Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Ao svífa um geiminn Nafn á frummáli: Klash Gordon Leikstjórn: Mike flodges Handrit: Lorenzo Semple Tónlist: Queen Kramleiðandi: I)ino de Laurentiis Dino de Laurentiis framleiðir jólamynd Tónabíós „Flash Gordon" eða Hvell-Geira eins og hún nefnist hér við nyrstu höf. Laurentiis telst til svokallaðra sjálfstæðra kvik- myndaframleiðenda í Hollywood en þeir standa utan við hin risa- stóru kvikmyndaver sem ráða markaðnum að mestu leyti. Laur- entiis hefir tekist að standa nokkuð upp í hárinu á risunum Metro- Goldwyn-Mayer, Universal, United Artists og Twentieth Century Fox með íburðarmiklum skemmti- myndum, þar mun King Kong (’67) hvað þekktust. Hefur Laurentiis komið fram með ákveðna formúlu sem hann leggur til grundvallar allri sinni framleiðslu, en hún er svona: Ævintýralegt og skemmti- legt efni + rándýrar umbúðir = ör- ugg söluvara. Virðist þessi formúla reyndar orðin næsta áberandi í kvikmyndaiðnaðinum, má þar benda á stórgróðamyndir eins og Súpermann, sem kostaði þrjátíu og fimm milljónir dala og Stjörnu- stríð tvö, sem kostaði tuttugu og tvær, Hvell-Geiri leggur sig á tutt- ugu og fimm milljónir dala. Fólki virðist falla vel í geð þessar rándýru myndir sem hafa það eitt að markmiði að skemmta því og sýna inní heim þar sem lögmáj hversdagsins gilda ekki lengur. I Hvell-Geira sjáum við þannig inní heim sem er of fjarlægur og fjar- stæðukenndur til þess að hægt sé að lýsa honum í orðum. Ægir þar öllu saman, óheyrilega háþróuðum verum frá ógn fjarlægum sólkerf- um og frumstæðum kvikindum, slíkum sem finnast í forn-grískum arfsögnum. Varð mér ljóst er ég sá þessa undarlegu ringulreið í geimnum að munurinn á heimi Hvell-Geira og heimi fornra ævin- týra væri í grundvallaratriðum sá að í staðinn fyrir að hetjur töltu í gamla daga á hvítum hestum milli kastala þá flygju menn í ævintýr- um nútímans í geimskipum milli pláneta. Hetjurnar hafa lítið breyst þrátt fyrir geislabyssur og „hugsenda" og enn bíður þeirra hrein mey í kastalaborginni Came- lot, eða heitir hún máske yfirplán- etan Moria? Hvell-Geiri er sumsé nokkurs- konar framtiðarævintýri reist á fornum grunni. Leggja leikstjóri og tæknimenn mikla áherslu á að halda ævintýrablænum og minna bæði með léttum húmor, fremur óeðlilegri förðun persóna og oft einfeldningslegri uppbyggingu sviðsmyndar (sem á rætur að rekja til stórmynda, ítalskra frá upphafi kvikmyndaaldar) rækilega á að verið er að horfa á ævintýri. Heyrði ég á tali nokkurra táninga í Þjóðhátíð Leíklíst Ólafur M. Jóhannesson ÞJÓÐHÁTÍD Höfundur: Guómundur Steinsson. læikhljóð: Gunnar Reynir Sveinsson. Lýsing: David Walters. Leikstjórn: Kristbjörg Kjeld. Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir. ALÞVDI LKIKHÍJSID, HAKNARBÍÓI. Það vakti athygli mína við inn- göngu í Hafnarbíó síðastliðið miðvikudagskvöld hve allt var þar með framandi sniði, miðasölu- stúlkan í upphlut og píur í drögtum með hvítar stúdentshúfur að selja prógrömmin. Þegar kom inn í sal- inn dundi á manni ættjarðarlúðra- sveitarhljómar og mislitar blöðrur svifu til lofts. Knda heyrðist rödd ungs drengs hrópa: „Hver vill kaupa blöðrur á sautjánda júní.“ Mig dauðlangaði í pulsu með hráum, svo mikil var þjóðhátíð- arstemmningin. Svona á að byrja kvöldstund í leikhúsi, með því að leiða áhorfandann áður en atburð- irnir taka að gerast inn í and- rúmsloft leiksins. Hins vegar á ekki að hefja leiksýningu eins og þarna var gert. Leiksýning verður að hefjast í fjórða gír, ekki í þeim fyrsta, leik- ararnir eiga ekki að koma inná sviðið öðruvísi en í ham. Hvaða kokki dytti í hug að Ijúka eld: amennskunni á diski gestsins? I umræddu leikriti Guðmundar Steinssonar „Þjóðhátíð" er ekki al- veg hægt að kenna leikurunum um stirðleika upphafsatriðanna. í fyrsta þætti er textinn undirlega snúinn og tilsvör úr hófi stirðleg. Það er eins og óbeit höfundar á hernum sé svo brennandi að hann megi vart mæla fyrir vandlætingu. Fannst mér fyrri hluti verksins frábærlega fyndinn í ljósi þess hve textinn þvældist fyrir leikurnum og þeir áttu erfitt með að vinna úr honum eðlilega leikhrynjandi. Ef til vill hefur markmið Guð- mundar verið að beita hér þeim stíl sem lék hvað lipurlegast á tungu meistara Voltaire nefnilega satíru. En henni lýsir Hannes Pétursson á þessa leið í Alfræði Menningar- sjóðs: „Háðsádeilu ... er ætlað að draga fram og afhjúpa fyrir augum annarra ýmiss konar neikvæði í fari einstaklinga eða í mannlegu félagi, hafa það að hlátri eða spotti í þeirri trú, að þannig verði helzt sigrast á því.“ Ef það er rétt hjá mér að Guðmundur vilji þarna beita satírisku stílbragði þá hefur það snúist í höndum hans í fyrri hluta verksins að minnsta kosti því þar hlær maður að sjálfri ádeil- unni. Ádeiluefnið verður kostulegt og maður hlær að fáránlegri heimsku þeirrar „dæmigerðu" reykvísku fjölskyldu sem þarna er brugðið upp. Vissulega vorum við íslendingar á miðaldastigi þegar herinn svipti hér upp öllum gáttum og innleiddi á einni dagsstund tutt- ugustu öldina. En að greindarvísi- talan væri fyrir neðan fimmtíu vissi ég ekki fyrr. Ef íslendingar voru almennt svona heimskir eins og þarna er sýnt, áttu þeir sannar- lega skilið mun verra „ástand" en hér ríkti á stríðsárunum. Eftir hlé ríkti íinnars konar ástand þarna á leiksviðinu í Hafn- arbíói síðastliðið miðvikudags- kvöld. Þá nær textinn nokkru flugi og sú svarta kómedía sem lúrði halfpartinn í leynum í fyrri þætti verksins brýst fram grímulaus. Sonur smáborgaranna Gústafs og Rúsu, menntamaðurinn Benedikt, klikkaðist á undirlægjuhætti for- eldranna og grípur til vopna að hætti hermanna. Er fyrst og fremst að þakka frábærum leik Viðars Eggertssonar — sem sýnir augnablikssturlun drengsins af svo mikilli innlifun að maður heyrir ekki orð af textanum — hve þetta atriði rís hátt. Hafi höfundur ætlað sér að lýsa einhverskpnar hernámi hugans þá tókst það a vissan hátt í þessu atriði. Hið tilfinningalega uppgjör í lok verksins miyi Rósu og hermannsins Georgs er aftur svo fáránlegt að maður óskar þess helst að fjölskyldan reykvíska sé læst bak við lás og slá, sóma lands- ins vegna. Guðmundur Steinsson samdi verks sitt Þjóðhátíð fyrir rúmum áratug. Ekki get ég sagt að mér finnist það bera aldurinn vel, enda efnið staðbundið og tímabundið í andstöðu við tímaleysi Stundar- friðar. En þrátt fyrir að efnið sé ofurselt ljá timans er greinilegt að Guðmundur er fagmaður góður. Það er heldur ekki ónýtt að hafa annan eins leikhóp og þarna er að Viðar Eggertsson og Edda Hólm í hlutverkum sínum. jirjti!(iu.;

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.