Morgunblaðið - 05.01.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
19
Deilt á Ítalíustjórn
eftir fangaflóttann
Kóm, 4. janúar. Al’.
STJORN Giovanni Spadolini sætti hardri gagnrýni í ítalska þinginu í dag
vegna flótta fjögurra hryðjuverkakvenna úr fangelsi. Stjórnmálamönnum
og dagblöðum Hnnst ótrúlegt að flóttinn skyldi heppnast þrátt fyrir
gífurlegar öryggisráðstafanir, sem hafa verið gerðar vegna leitarinnar að
bandaríska hershöfðingjanum James L. Dozier.
Konurnar komust undan í gær
þegar vitorðsmenn höfðu
sprengt gat í vegg umhverfis
fangelsið í Rovigo suður af Fen-
eyjum, fleygt til þeirra vélbyssu
og haldið vörðum í skefjum með
skothríð. Einn vegfarandi beið
bana og sex aðrir særðust í
sprengingunni.
Lögreglan kannar þann mögu-
leika að flóttinn hafi verið til-
raun Rauðu herdeildanna til að
dreifa athygli lögreglunnar frá
rannsókn ránsins á Dozier í Ver-
ona 17. des. Nýjum vegatálmum
hefur verið komið upp umhverfis
Rovigo og nákvæm leit gerð á
nálægum svæðum að konunum
sem flúðu og vitorðsmönnum
þeirra sem voru minnst fjórir.
Þau flúðu í tveimur bílum sem
biðu þeirra.
A þingi voru dómsmálaráð-
herrann og innanríkisráðherr-
ann krafðir skýringa á því hvaða
ráðstafanir hefðu verið gerðar
til að koma í veg fyrir slíkan
flótta og beðnir að leggja fram
skýrslu um rannsókn Dozier-
málsins. Varaleiðtogi Frjáls-
lyndaflokksins, Alfredo Biondi,
hvatti til harðari ráðstafana
gegn hryðjuverkamönnum og
nákvæmrar rannsóknar á fang-
elsum landsins.
V aradómsmálaráðherrann,
Gaetano Scamarcio, sagði að
90% fangelsa Italíu væru veik
fyrir „álika ákveðnum árásum
hryðjuverkamanna". Samkvæmt
skýrslu sem stjórnin birti í dag
voru rúmlega 1,100 menn úr
hryðjuverka- eða undirróðurs-
samtökum í ítölskum fangelsum
í nóvemberlok. Þar af voru 364
úr Rauðu herdeildunum, 239 úr
Prima Linea, 154 úr hryðju-
verkasamtökum hægrimanna og
122 vinstriöfgamenn.
Fyrrum forseti
gripinn á flótta
Abidjan, 4. janúar. AP.
HERYFIRVÖLD í Ghana hafa handtekið Hilla Limann fyrrum forseta, fimm
dögum eftir að þeir steyptu stjórn hans af stóli.
Liman og þrír lífverðir hans
voru stöðvaðir í bíl við vegatálm-
anirlögreglunnar í bænum Kofori-
dua, .35 km norður af höfuðborg-
inni Accra, að sögn Accra-
útvarpsins. Útvarpið gaf í skyn að
Liman hefði ætlað að reyna að
fara úr landi.
Útvarpið sagði einnig að 60
fyrrverandi ráðherrar og embætt-
ismenn hefðu gefið sig fram við
lögregluna eins og þeim var skip-
að, öryggis þeirra vegna. Allar
innistæður fyrrverandi embætt-
ismanna, fjölskyldna þeirra og
fyrirtækja hafa verið frystar.
Jerry J. Rawlings fluglautinant
steypti stjórn Limans á gamlárs-
dag, 27 mánuðum eftir að hann
afhenti Liman völdin að loknum
kosningum. Rawlings hafði tekið
völdin 3V2mánuði áður.
Stjórnmálaflokkar hafa verið
bannaðir, stjórnarskráin numin
úr gildi og þingið leyst upp. Rawl-
ings segir að tilgangur byltingar-
innar sé að uppræta spillingu, sem
hafi hrjáð landið í rúm 10 ár. Tals-
maður hersins segir að aðeins 10
hafi fallið þegar byltingin var
gerð.
Milljónamær-
ingur fær
hvergi vinnu
l’itt.sburgh, 4. janúar. Al*.
BANDARÍSKI milljónamæringur
inn l’aul Smolak hét því á nýárs-
dag aó verða sér út um atvinnu á
þessu ári, en hann hefur árangurs-
laust leitað sér að atvinnu eftir að
honum var sagt upp störfum í bjór
verksmiðju í ágúst sl.
Smolak er 31 árs að aldri og
býr hjá foreldrum sínum. Hann
varð milljónamæringur er hann
vann í ríkishappdrættinu í
Pennsylvaníu í fyrrasumar. „En
mér líður illa í iðjuleysinu og það
er mér mikilvægt að finna nýtt
starf svo ég geti átt tilkall til
ellistyrks þegar þar að kemur,“
sagði Smolak, sem er á atvinnu-
leysisbótum.
Öflugur skjálfti á
Atlantshafshrygg
V\ ashinjrlon, 4. januar. Al*.
SNARPUR jarðskjálfti varð á Atlantshafshryggnum skammt frá ntið-
baug á sunnudag og var það sjötti snarpi skjálftinn sem vitað er um á
nýja árinu. Hinir fyrri urðu í vesturhluta Kyrrahafsins og við Acapulco
í Mexíkó.
Skjálftinn á Atlantshafs-
hryggnum mældist 6,7 stig á
Richter-kvarða, en hans varð
vart klukkan 14.10 að íslenzkum
tíma. Skjálftar eru tíðir á Atl-
antshafshryggnum, en Island er
á þessum hrygg.
Enn er ekki ljóst hversu
margir jarðskjálftar mældust
árið 1981, en þó vitað um 356
skjálfta er merkjanlegir voru í
Bandaríkjunum. Þar komu þó
miklu fleiri fram á mælum, og
71 öflugur jarðskjálfti fannst
annars staðar í veröldinni.
25 farast í óveðri
í Bandaríkjunum
\N ashington, 4. janúar. Al*.
AD MINNSTA kosti 25 manns hafa farizt í óveðri sem geisað hefur í Banda-
ríkjunum frá því á gamlárskvöld. Mikill snjór féll í norðurríkjum Bandaríkj-
anna á sunnudag og hvirfilvindar gerðu mikinn usla í Alabama og Mississippi.
Um 20 þúsund manns eyddu hclginni í myrkri og kulda í Maine vegna
rafmagnsbilunar, en 12 stiga frost var
þykkur snjór á nýársdag.
Mikið var um umferðaróhöpp og
árekstra í miklu fannfergi á svæði
frá Seattle til Baltimore.
í borginni Roscoe í Suður-Dak-
ota urðu íbúar að bræða snjó til
drykkjar er leiðslur frá vatnshólum
sumarsins frusu, en þar komst
frostið niður í 29 gráður á Celcius.
Gripu bæjarbúar til þess að grafa
neyðarbrunn í gær.
Snjór féll í norðurríkjunum frá
Kyrrahafsströndinni allt til vatn-
anna miklu og féllu t.d. 30 senti-
í ríkinu í gær og þar féll 60 sentimetra
metrar af snjó í Grand Marais í
Minnesota og 20 sentimetrar víða í
Michigan-ríki í gær.
Þá var tilkynnt í dag að „hættu-
legasta illveður ársins" væri í upp-
siglingu yfir Texas og búizt við að
það óveður ferðist yfir til vatnanna
miklu.
Óljóst er hversu margir hafa
týnt lífi af völdum veðursins, en
vitað er um 25 að minnsta kosti,
þar af fórust sjö í fjórum flugslys-
um.
Sonur Rakowskis
vill ekki snúa heim
Itonn, 4. janúar. Al'.
VKSTrK-þýska ríkisútvarpið sagði
frá því sl. laugardag, að Artur Kak-
owski, sonur Mieczyslav Kakowski,
aðstoðarforsætisráðherra í pólsku
stjórninni, væri staddur í Vestur-
Þýskalandi og hygðist ekki hverfa
aftur til síns hcima heldur sækja um
landvistarlcyfi í Ástralíu. Ekki hefur
enn fengist full staðfesting á þcssari
frétt.
Mieczyslav Rakowski, aðstoðar-
forsætisráðherra, var staddur í
Vestur-Þýskalandi í fyrri viku og
átti þá viðræður við embættis-
menn og frammámenn í viðskipta-
lífinu. Hann er fyrsti fulltrúi
pólsku stjórnarinnar, sem erlendis
fer eftir að herlögin voru sett í
landinu. Ekki er vitað til þess, að
hann hafi reynt að hafa samband
við son sinn, sem verið hefur í
Vestur-Þýskalandi frá því í júní í
sumar ásamt konu sinni og dóttur.
Samkvæmt upplýsingum frá
vestur-þýska innanríkisráðuneyt-
inu báðu 52.000 Pólverja um land-
vistarleyfi í landinu á síðasta ári
og í Austurríki voru þeir 30.000 af
tæplega 35.(KX) Austur-Evrópu-
búum alls.
Námskeiö í almennri framkomu og snyrt-
ingu. Leiöbeint veröur við hreyfingar,
fataval, mataræði, hárgreiöslu o.fl.
Kennt veröur eftir hinu brezka kerfi, Young
Londoner og munu færustu sérfræðingar
leiöbeina um öll þau atriöi sem fyrir veröa
tekin.
Kennsla hefst mánu-
daginn 11. janúar. Inn-
ritun og upplýsingar í
síma 38126, frá klukkan
19—22 alla daga, þessa
viku.
Hanna Frímannsdóttir.
.ns«'uT til sniifim oíwirn ira nsii r icvðóíe -rsáil* nnsni feóskl tmaivrfnuiK 6a íenllsri muiinra go besdlliil
.isfstJmJÍsKÍ