Morgunblaðið - 05.01.1982, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
21
Liverpool álitið
sigurstranglegast
Enskir veðmangarar hafa ákveðid
ad Liverpool sé sigurstranglegasta
liðið sem eftir stendur í ensku bik-
arkeppninni og það jafnvel þrátt
fyrir að liðið fékk úthlutaðan útileik
í 4. umferð, en þá mætir Liverpool
annað hvort Rotherham eða Sund-
erland, allt eftir því hvort liðið hefur
betur í innbyrðisviðureign þeirra.
Annars var dregið til 4. umferðar
innar um helgina og varð eftirfar
andi upptalning niðurstaðan:
Man. City — Coventry
Gillingham eða Oldham — WBA
Tottenham — Leeds
Shrewsbury eða Port Vale
— Bury eða Burnley
Watford — West Ham
Rotherh. eða Sunderl. — Liverpool
Cr. Palace — Bolton
Chelsea, Hull eða Hartlepool
— Wrexham
Barnet eða Brighton — Oxford
Norwich — Doncaster
Newcastle eða Colchester
— Millwall eða Grimsby
Carlisle, B. Auckland eða Hu-
ddersf.
— Orient
Barnsley eða Blackpool
— QPR eða M.Brough
Luton — Ipswich
Scunth. eða Hereford — Leicester
Peterbrough eða Bristol C.
— N. County eða Aston Villa
Svo sem sjá má, er ekki nógu
góð mynd á hlutunum, enda á eftir
að leika fjölda aukaleikja áður en
séð verður hvaða lið leika í 4. um-
ferð og hver ekki. Aðeins tókst að
ljúka 20 leikjum af þeim 32 sem
leika átti í 3. umferðinni á laug-
ardaginn og 3 leikjum lauk auk
þess sem jafntefli. Auk þess er
enn ekki lokið öllum leikjum 2.
umferðarinnar.
Níu fyrstudeildarlið féllu úr
keppni í 3. umferðinni og ljóst er
að minnsta kosti tvö falla úr í 4.
umferð, þar sem 1. deildar lið eig-
ast við í 2 leikjum hennar, kannski
þremur, fari svo að Sunderland
sigri Rotherham og mæti Liver-
pool.
4. umferðin verður á dagskrá 23.
þessa mánaðar.
• Sigurdur Sveinsson handknatt leiksmaður með verdlaunagripi þá er
hann hlaut í gærdag í hófi hjá Morgunblaðinu. Sjá bls. 23—24 og 25.
Anderlecht
slegiö út
„ÍSLENSKU" liðunum í Belgíu
gekk upp og ofan er bikarkeppnin
var á dagskrá um helgina. Arnór
Guðjohnsen og félagar hans hjá
Lokeren voru í essinu sínu og sigr
uðu Molenbeek 3—0 á útivelli. Arn-
ór var mjög sterkur í leiknum þrátt
fyrir að ekki tækist honum að skora.
Þeir Gregorz Lato (2) og Rene
Werheyen sáu um mörkin. Hið nýja
lið Lárusar Guðmundssonar, Wat-
erschei, sigraði Anderlecht 3—1 á
heimaveili sínum, en þar áttust við
bikarmeistararnir og Belgíumeistar-
arnir. Lárus lék ekki með Water
schei, hins vegar lék Pétur með í um
30 mínútur án þess þó að skora. Þá
mun Cercle Brugge, lið Sævars
Jónssonar, hafa verið í eldlínunni,
en liðið tapaði fyrir Lierse 1—2. Eft-
ir því sem Mbl. kemst næst, lék
Sævar Jónsson með liðinu og þótti
standa sig vel.
Þróttur mætir
Val í kvöld
í kvöld kl. 20.00 leika Þróttur og
Valur í íslandsmótinu í 1. deld í
handknattleik. Bjúast má við spenn-
andi leik þar sem Valsmenn verða
að sigra í leiknum ætli þeir sér að
eiga einhverja sigurmöguleika í mót-
inu.
Leikmaöur íslandsmótsins í handknattleik:
Sigurður hefur mest skorað
18 mörk í einum leik
Fer Arni
til Kalmar?
Miklar líkur eru nú á því að
knattspyrnumaðurinn kunni, Arni
Sveinsson á Akranesi, gangi til liðs
við Kalmar FF í Svíþjóð og leiki með
liðinu næsta keppnistímabil. Arni
hefur fengið ágætt tilboð frá liðinu
og mun fara utan til Svíþjóðar á
næstunni til þess að kanna allar að-
stæður hjá félaginu.
Þjálfari hjá Kalmar FF er fyrrver
andi þjálfari hjá Österliði því sem
Teitur Þórðarson lék með og mun
það vera fyrir tilstilli Teits sem Arni
fékk tilboð frá félaginu. Það verður
mikill missir fyrir ÍA fari Árni til
Svfþjóðar en hann hefur verið einn
af lykilmönnum ÍA undanfarin ár.
-3
KnattsDvrna
STÓRSKYTTAN úr Þrótti, Sigurður Sveinsson, fékk tvo glæsilega
verðlaunagripi sem viðurkenningu frá Morgunblaðinu fyrir frábæra frammi-
stöðu á síðasta íslandsmóti í handknattleik. Sigurður varð markakóngur
mótsins, skoraði 135 mörk og setti nýtt markamet í deildinni. Gamla metið
átti Hörður Sigmarsson, Haukum, 125 mörk. Sigurður skoraði mest 16 mörk
í einum leik í 1. deildinni í fyrra. En það er ekki met hjá Sigurði. Hann hefur
mest skorað 18 mörk í leik í 2. deild er Þróttur lék gegn Þór A.
Sigurður Sveins9on, lét sér ekki steinsson. Hann fékk nákvæmlega
Árni Sveinsson
nægja að setja glæsilegt marka-
met í 1. deildar keppninni í hand-
knattleik, þar sem hann skoraði
tíu mörkum meira en gamla met-
ið. Sigurður varð einnig langhæst-
ur í stigakeppni Morgunblaðsins.
Sigurður fékk samtals 105 stig í
14 leikjum, eða 7,5 að meðaltali og
er það með ólíkindum há einkunn.
Víkingurinn Kristján Sigmunds-
son var næstur og sá eini auk Sig-
urðar sem rauf 100 stiga múrinn.
Kristján fékk slétt 100 stig, lék 14
leiki og fékk því meðaleinkunnina
7,14. Aðeins einn annar hand-
knattleiksmaður náði meðaleink-
unninni sjö, það var félagi Kristj-
áns hjá Víkingi, Þorbergur Aðal-
„Islendingar ótrúlega grófir“
- segja dönsku blöðin eftir stórskellinn
VIÐBRÖGÐ dönsku blaðanna við hinum mikla ósigri Dana í þriðja lands-
leik þjóðanna sem fram fór á Akranesi á dögunum hafa verið með ýmsu
móti. Eftir fyrri tapleikinn var friðsamlegur tónn á dönsku blöðunum, svona
rétt eins og svona gæti hent sig öðru hvoru, en danska blaðið Aktuelt gat þó
ekki á sér setið að geta þess að leikurinn hafi farið fram sama dag og dönsku
leikmennirnir komu til landsins. Segir blaðið þá hafa verið stífa og þreytta.
Blaðið lætur þess þó getið að Danmörk hafi fengið 7 vítaköst í leiknum en
fsland ekkert, en slíkt gæti auðvitað hæglega bent til hagstæðrar dómgæslu
fyrir Dani.
Þegar Danmörk vann síðan leik
ifumer tvö fór hljóðið batnandi,
enda gott að vinna á útivelli hver
svo sem mótherjinn kann að vera.
Síðan rennur þriðji leikurinn upp
og þá fer fyrst að fara um frændur
okkar, enda tapið hið háðulegasta,
eða 22—31. í sumum blöðunum
dönsku er greint frá leiknum í litl-
um eindálkum með smáu letri.
Önnur taka þó á málinu af meira
hugrekki og greina frá leiknum. í
einu þeirra er fyrirsögnin þessi:
„Hándball-fiasko" og þarf ekki að
snara því á íslensku. Síðan kemur
stutt frásögn um hvernig íslenska
7,0 í einkunn, hlaut 98 stig úr 14
leikjum. Vert er þó að geta Ólafs
Benediktssonar. Hann fékk 80 stig
úr 11 leikjum, eða meðaleinkunn-
ina 7,27. En leikmenn verða að
hafa leikið minnst 12 leiki til að
koma til álita og því hefði árangur
Ólafs ekki nægt honum til sigurs
ef Sigurður hefði ekki verið þarna
langefstur. Efstu menn í eink-
unnagjöf Morgunblaðsins voru
eftirtaldir (hærri talan er stiga-
fjöldi hvers leikmanns, þá leikja-
fjöldi og loks meðaleinkunn):
Sigurdur Sveinssonl'r.
Kristján Sigmundss. Vík.
Þorb. Adalsteinsson Vík.
Páll Björ^v insson Vík.
Steinar BirgLsson Vík.
Páll Ólafsson ÞróUi
Bjarni Guómundsson Vnl
105
100
98
97
97
9«
89
7,5
7,14
7.0
6,92
6,92
6,85
6,84
liðið hafði það danska nær allan
tímann í hendi sér. En danskurinn
kennir dómurunum að nokkru
leyti um ófarirnar. Umrætt blað
segir m.a.: „ísland lék ótrúlega
grófan handknattleik og fengu
leikmenn að komast upp meö slíkt
óátaldir. Okkar menn sluppu hins
vegar ekki jafn vel.“ I kjölfarið á
þessari yfirlýsingu lýsir blaðið
brottrekstri 3ja danskra leik-
manna af leikvelli og bendir á að
engum íslenskum leikmanni hafi
verið vísað af leikvelli.
Hándbold-fiasko
Islands hidtil storste sejr over Danmark
Portúgalskur sigur
í fyrsta leiknum
„Þelta var mjög harður og geysilega spennandi leikur, en Portúgal
tókst að tryggja sér sigurinn á næstsíðustu mínútu leiksins. er liðið
breytti stöðunni úr 60—63 í 62—71. Á síðustu mínútunni skoraði
ísland síðan 5 stig gegn einu, en munurinn var of mikill og tíminn of
naumur til að gera betur," sagði Agnar Friðriksson landsliðsnefndar
maður KKÍ í samtali við Mbl.í gærkvöldi, en þá sigraði Portúgal
ísland 73—67 í landsleik í körfuknattleik sem fram fór í Njarðvík.
Staðan í hálfleik var 47—41 og alveg eins og í lok leiksins, tókst
Portúgal að ná umtalsverðri forystu í lok fyrri hálfleiksins með þvi að
skora 4 síðustu stigin áður en blásið var til hvíldar.
Sem fyrr segir, var leikurinn hnífjafn, en þó hafði portúgalska
liðið jafnan pínulitla forystu. Einu sinni var jafnt, 60—60 þegar
tæpar þrjár mínútur voru til ieiksloka, en þá missti ísland tvo
lykilmcnn út af með stuttu millibili, þá Símon Ólafsson og Jón
Sigurðsson, og kom það á versta tíma eins og lokasprettur leiksins
ber með sér. íslenska liðið var afar jafnt í leik þessum, en af
nýliðum taidi Agnar að Jón Steingrímsson hafi komist best frá
sínu, sérstakiega í vörninni, þar sem pilturinn var afar sterkur.
Stig íslenska liðsins skoruðu þeir Símon Ólafsson 18, Valur
lngimundarson 12, Torfi Magnússon 11, Jón Sigurðsson 10, Rík-
harður Hrafnkelsson 8 og Jón Steingrímsson 8 stig.
Stigahæstur hjá Portúgal var maður að nafni Lisboe, hann
skoraði 35 stig og taldi Agnar að þar væri á ferðinni besti körfu-
knattleiksmaður, sem leikið hefur hér á landi. Mikill snillingur,
sem var næst stigahæsti leikmaður B-keppninnar í Sviss á síðasta
ári, næstur á eftir Pétri Guðmundssyni. 1 mikilvægum leik í Sviss
skoraði Lisboe þessi 48 stig og segir það meira en mörg orð.
- R8-