Morgunblaðið - 05.01.1982, Side 43

Morgunblaðið - 05.01.1982, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 23 Alfreð og Gunnar sínum gömlu félögum erfiðir er KR sigraði KA á Akureyri Áhorfendur létu sig ekki vanta í íþróttaskemmuna á Akureyri frekar en fyrri daginn er KR hefur komið í heimsókn, er þeir léku við KA í 1. deildinni í handbolta á sunnudaginn. Þá hafa akureyrskir handknattleiksunnendur eflaust verið spenntir að sjá bræðurna Alfreð og Gunnar Gíslasyni aftur leika norðan heiða en þeir léku báðir með KA áður sem kunnugt er. Þeir bræður voru raarkahæstir hjá KR og lögðu grunninn að sigri liðsins. KR-ingar skoruðu 25 mörk í leiknum en KA 21. Staðan í hálfleik var 11:9 KR í vil. Það var Alfreð sem skoraði fyrsta mark leiksins en Sigurður Sigurðsson svaraði fljótlega fyrir heimamenn. Leikurinn var í jafn- vægi fyrstu mínúturnar en síðan seig KA fram úr. Eftir stundar- fjórðungs leik hafði KA þriggja marka forskot (7:4) og tveim mín- útum síðar var staðan 8:6 þeim í vil. Þá seig heldur á ógæfuhliðina hjá norðanmönnum og KR skoraði fimm mörk í röð. Staðan breyttist því skyndilega í 11:8. Áhorfendur, sem skiljanlega voru flestir á bandi KA, höfðu látið vel í sér heyra framan af en þegar á móti fór að blása þögnuðu flestir og er það því miður allt of algengt að áhorfendur þegi þegar hvatningar er mest þörf. Hvað um það, Sig- urður Sigurðsson lagaði stöðuna fyrir KA þannig að staðan var 11:9 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var ekki sérstaklega vel leikinn, þó nokkuð var um mistök á báða bóga en ágæt tilþrif sáust þó inn á milli. Haukur Ottesen skoraði fyrsta markið í seinni hálfleik fyrir gestina en KA svarar síðan með tveim mörkum og munurinn þá aðeins eitt mark. Gunnar og Alfreð skora þá fyrir KR. Tveim KA-mönnum hafði verið vikið af velli en þrátt fyrir það tókst Sigurði að bæta marki við, Alfreð skorar með þrumuskoti eft- ir uppstökk en Sigurður svarar er hann skorar af harðfylgi eftir gegnumbrot. Alfreð skorar enn einu sinni og þá hafði hann gert þrjú síðustu mörk KR og gekk fyrrverandi félögum hans illa að stoppa hann. KA-menn gripu nú til þess ráðs að taka Alfreð úr um- ferð en þá tók Haukur Ottesen til sinna ráða. Hann skoraði 17. mark KR er 10 mín. voru liðnar af hálf- leiknum. Erlingur Kristjánsson bætti við marki fyrir KA en Haukur skoraði aftur eftir að hafa splundrað KA-vörninni. Vörn heimamanna opnaðist oft illa á þessu tímabili og nýttu Haukur og Gunnar Gíslason sér það út í ystu æsar. KA-menn náðu góðum leik- kafla er staðan var orðin 22:16 og skoruðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 20:22. KR-ingarnir skoruðu tvö næstu mörk og sanngjarn sigur þeirra var í höfn. Liðin skoruðu síðan sitt markið hvort á síðustu mínútu leiksins. Endaði leikurinn því með sigri KR 25:21 e1ns og áður sagði. Liðin: Þeir bræður Alfreð og Gunnar voru bestu menn KR. KA- mönnum gekk illa að stöðva Al- freð. „Maður er óánægður ef Al- freð skorar ekki nokkur mörk í landsleik á móti stórþjóðum þann- ig að ekki er óeðlilegt að hann skori 8 mörk á móti okkur," sagði Birgir Björnsson þjálfari KA eftir leikinn. Gunnar var einnig mjög ógnandi og þá voru þeir sterkir í vörninni. Annars var liðið nokkuð jafnt að getu. Haukur Ott. átti góða spretti, einnig nafni hans Geirmundsson og Jóhannes Stef- ánsson. Þá varði Brynjar Kvaran nokkuð vel. »-21—25 Sigurður Sigurðsson var lang- ákveðnastur KA-manna. Hann barðist vel í sókninni og skoraði stundum af miklu harðfylgi upp á eigin spýtur. Friðjóni voru frekar mislagðar hendur í sóknarleiknum — hann átti nokkuð mörg skot framhjá markinu. Hann stjórnaði spilinu vel en sóknarleikurinn varð vandræðalegur er hann var tekinn úr umferð. Vörn liðsins opnaðist oft illa og voru mark- verðir liðsins ekki öfundsverðir. Erlingur Kristjánsson komst nokkuð vel frá leiknum en aðrir voru ekki nógu sannfærandi. Röggsamir dómarar leiksins voru Gunnlaugur Hjálmarsson og Björn Kristjánsson. Þeir gerðu vitleysur eins og aðrir en það bitn- aði alls ekki frekar á öðru liðinu. Mörkin skiptust þannig: KA: Sigurður Sigurðsson 8, Friðjón Jónsson 4 (lv), Erlingur Kristjánsson 3, Jóhann Einarsson 2, Jakoh Jónsson 2, Þorleifur An- aníasson 2. KR: Alfreð Gíslason 8, Gunnar Gíslason 5, Haukur Geirmundsson 4, Haukur Ottesen 4, Jóhannes Stefánsson 3 og Ragnar Her- mannsson 1 mark. — sh. Handknattlelkur V-_________________/ Hess hefur forystuna Joe Jordan gerði það gott á Ítalíu Skoski miðherjinn kunni, Joe Jordan, kom við sögu í viðureign AC Milano og ('agliari í ítölsku deild- arkeppninni í knattspyrnu um helg- ina. Jordan, sem hefur ekki beinlín- is hrifið ítali með snilld sinni, gerði það þó gott að þessu sinni, hann átti allan heiðurinn af sigurmarki ACM, er hann splundraði vörn Cagliari seint í leiknum og piltur að nafni Battisini sendi knöttinn í netið. Ann- ars urðu úrslit leikja sem hér segir: Ascoli — Torino 0—0 Bolognia — Genoa 1 — 1 Catanzarro — Cesena 2—0 Como — Avellion 0—1 Fiorentina — Inter 4—2 Juventus — Udinese 1—0 AC Milano — Cagliari 1—0 Napoli — Koma 1—0 Merkilegustu úrslitin eru kannski í leik Fiorentina og Inter, en það gerist ekki á hverju ári, að ítölsk 1. dcildar lið skori 4 mörk í leik. Fior entina er efst með 19 stig og Juvent- us er í öðru sæti með 18 stig. Inter og Roma hafa 16 stig hvort félag. Knaltspyrna I SVISSNESKA stúlkan Erika Hess sigraði í svigkcppni heimsbikarsins, sem haldin var í Marobor í Júgósla- víu um helgina. Var það þriðji heimsbikarsigur Eriku í röð og hefur hún nú náð ágætri forystu í stiga- keppninni. Hess, sem er aðeins 19 ára, féll næstum á höfuðið í fyrri ferð sinni og var eftir hana heilli sekúndu á eftir Perrine Pelen, sem náði þá forystunni. Hins vegar gekk allt á afturfótunum hjá Pelen hinni frönsku í síðari ferðinni og mátti engu muna að hún hafnaði úti í kjarri. Samtals fékk Hess tímann 1:37,58, eða tæpri sekúndu betri tíma heldur en Maria Rosa Quario frá Italíu, sem skaust upp í annað sæti. Vesalings Perrine Pelen hrapaði niður í fjórða sætið. Sem fyrr segir, hefur Erik Hess forystuna í stigakeppni heimsbik- arkeppninnar, hún hefur 173 stig, en í öðru sæti er Irene Epple frá Vestur-Þýskalandi með 139 stig, en þriðja sætið skipar Elain Coop- er frá Bandaríkjunum með 109 stig. Heimsbikarhafi síðasta keppnistímabils, Hanni Wenzel frá Lichtenstein er sem stendur í fimmta sæti, en hún hefur hreppt 72 stig. • Friðjón Jónsson KA kominn í gegn og skorar. Ljósm. sor. Garðar varð stigahæstur • GARÐAR Jóhannsson KR varð stigahæstur íslenskra leikmanna á síðasta íslandsmóti í körfuknattleik, og fékk því viðurkenningu Morgun- blaðsins fyrir afrek sitt. Garðar skoraði 312 stig í 20 leikjum. Næstur Garðari kom Ríkharður Hrafnkels- son úr Val, en hann varð stigahæstur í einkunnagjöfinni. Garðar leikur enn með KR og er einn af stiga- hæstu leikmönnum liðsins það sem af er þessu keppnistímabili. Listinn yfir stigahæstu leik- menn síðasta íslandsmóts í körfu- knattleik lítur þannig út: Garðar Jóhannsson KR 312 Ríkharður Hrafnkelsson Val 308 Kristján Ágústsson Val 294 Gunnar Þorvarðarson UMFN 292 Jón Sigurðsson KR 285 Valdemar Guðlaugsson Árm. 281 Bjarni G. Sveinsson ÍS 271 Torfi Magnússon Val 266 Jón Jörundsson ÍR 257 Kristinn Jörundsson ÍR 237 Gísli Gíslason ÍS 230 Ágúst Líndal KR 223 Árni Guðmundsson ÍS 190 Jónas Jóhannesson UMFN 186 Kristján Rafnsson Árm. 170 i • Garðar Jóhannsson KR, stiga- hæsti leikmaður síðasta fslandsmóts í körfuknattleik. Arni Þór Arnason var valinn Skíða- maður ársins 1981 • Árni Þór Árnason, skíðamaður ársins 1981. ÁRNI Þór Árnason varð fyrir valinu sem skíðamaður ársins. Árni Þór vann góð afrek á siðasta keppnistímabili. Hann sigraði í öll- um þeim skíðamótum sem hann tók þátt í hér heima. Þá varð hann Bik- armeistari SKÍ árin 1980 og 1981. Þá náði hann góðum árangri í Polar Cup í Finnlandi síðastliðið vor. Nú hefur hann bestu jiunktastöðu á punkalista FIS, sem Islendingur hef- ur náð ef frá er talinn Sigurður Jónsson frá ísafirði. Árni gat ekki veitt verðlaunum sínum viðtöku, þar sem hann stundar nú æfingar og keppir erlendis, til að búa sig sem allra best undir keppnistímabilið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.