Morgunblaðið - 05.01.1982, Side 44
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
25
„Vonast til að bæta
stangarstökksmetió“
Sijjurður T. Sigurðsson KR setti nýtt íslandsmet í stangarstokki, stókk 5,20
metra.
„ÉG HEF seft ágætlega í vetur og vonast til
að bæta stangarstökksmetið í sumar,“
sagði Sigurður T. Sigurðsson eftir að hafa
tekið við viðurkenningu Morgunblaðsins
fyrir árangur sinn á síðasta ári, en Sigurður
varð fyrstur íslendinga til að stökkva fimm
metra í stangarstökki, gerði það á Laugar
dalsvelli í fyrravor og síðar bætti hann ís-
landsmet sitt í 5,20 metra.
„Það eru fram undan hjá mér stremb-
in próf í Háskólanum í janúar og aftur í
maí, en ég vonast samt til að geta æft
vel. Takmarkið er að komast hærra í
surnar," sagði Sigurður, en hann hefur
verið að bæta innanhússmetið í vetur og
nálgast þann árangur sem hann náði
utanhúss í fyrra.
Sigurður T. Sigurðsson hóf frjáls-
íþróttaiðkun fyrir aðeins örfáum árum,
keppti fyrst sumarið 1979, en þar áður
var hann iðinn við fimleika og íslands
meistari í þeirri íþróttagrein frá 1974 t
1979 að báðum árunum meðtöldun
Hann er á 25. aldursári og á eflaus
mikla framtíð fyrir sér í stangarstökl
inu.
„Það fer mikill tími í æfingar hj
frjálsíþróttamönnum, ekki sízt hjá okke
stangarstökkvurunum. Ég vil nota þett
tækifæri til að færa vinnuveitanda mír
um í fyrrasumar, Ragnari Halldórssyi
forstjóra ÍSAL, beztu þakkir fyrir séi
stakan velvilja í minn garð og fyrii
greiðslu vegna keppnisferða í fyrra. Þ
vil ég koma á framfæri þökkum til Balc
urs Jónssonar vallarstjóra í Laugard;
fyrir aðstoð og áhuga sem okkur stan>
arstökkvurum hefur verið sýndur á vel
inum, en þar hafa allir verið afar hjáþ
legir," sagði Sigurður að lokum.
„Mjög bjartsýnn á
næsta keppnistímabil“
- segir Sigurlás Þorleifsson sem var ásamt Lárusi Guðmundssyni markakóngur 1. deildar
„SVONA viðurkenningar virka alltaf
á mann sem góð hvatning og eru
Morgunblaðinu til sóma,“ sagði
markaskorarinn mikli Sigurlás
Þorleifsson fyrirliði ÍBV í knatt-
spyrnu. En Sigurlás var ásamt l.árusi
Guðmundssyni markahæsti leikmaður
síðasta íslandsmóts í knattspyrnu,
skoraði 12 mörk. Þetta er í annað
skipti sem Sigurlás verður marka-
kóngur í fslandsmótinu í knattspyrnu.
Árið 1979 er Sigurlás lék fyrir Víking
skoraði hann líka 12 mörk í deildinni.
Sigurlás sagðist vera mjög bjart-
sýnn á næsta keppnistímabil hjá
liði sínu ÍBV: — Við höfum líklega
aldrei verið með jafnsterkt lið á
pappírnum. Við fáum Örn Óskars-
son og Svein Sveinsson aftur í lið
okkar og verðum líka með sama
kjarna og á síðasta keppnistímabili.
Við munum stefna á toppinn. Ekk-
ert annað kemur til greina, sagði
Sigurlás. Þá sagði Sigurlás að það
eftirminnilegasta frá síðasta sumri
væri úrslitaleikurinn í bikarkeppni
KSI. „Það var sætur sigur."
Sigurlás skoraði 16 mörk fyrir lið
sitt í bikar- og Islandsmóti á síðasta
sumri og mest hefur hann skorað
fjögur mörk í einum leik.
Lárus Guðmundsson gat ekki tek-
ið við verðlaunum sínum í hófinu
sem Mbl. hélt í gærdag að Hótel
Holti. En formaður Víkings Anton
Örn Kjærnested veitti viðurkenn-
ingu hans móttöku. Lárus hélt utan
til Belgíu 27. des. og leikur nú með
Waterschei sem atvinnumaður. En
eins og öllum er kunnugt var Lárus
einn af máttarstólpum Víkings á
síðasta keppnistímabili er liðið varð
Islandsmeistari.
Sextán leikmenn skoruðu fimm
mörk eða meira á síðasta keppnis-
tímabili og voru þeir eftirtaldir:
Markahæstir í 1. deild:
Lárus Guðmundsson Víking 12
Sigurlás Þorleifsson ÍBV 12
Þorsteinn Sigurðsson Val 9
Gunnar Jónsson IA 8
Pálmi Jónsson FH 7
Sigurjón Kristjánsson UBK 7
Kári Þorleifsson ÍBV 6
Ómar Jóhannesson ÍBy 6
Guðbjörn Tryggvason IA 6
Asbjörn Björnsson KA 6
Guðjón Guðmundsson Þór 6
Óskar Ingimundarson KR 5
Njáll Eiðsson Val 5
Guðmundur Torfason Fram 5
Jón Einarsson UBK 5
Gunnar Gíslason KA 5
- ÞR.
Leikmaður íslandsmótsins í knatt-
spyrnu var Sigurður Lárusson ÍA
MÖRGUNBLAÐIÐ hefur í mörg undanfarin ár gefið leikmönnum 1. deildar
einkunn fyrir leiki sína. Fyrir tveimur árum var sá háttur tekinn upp að gefa
leikmönnum einkunn frá 0 og upp í 10. Eins og við mátti búast hefur einkunna-
gjöfin ávallt verið nokkuð umdeild. En þegar keppnistímabilinu er lokið eru
flestir sammála um þá leikmenn sem hæstu einkunn hafa hlotið. Leikmenn þurfa
að leika 15 leiki eða fleiri til þess að teljast gjaldgengir í keppninni um leikmann
íslandsmótsins. Að þessu sinni varð Skagamaðurinn Sigurður Lárusson efstur.
Hann lék alla leikina með liði sínu og hlaut 119 stig og fékk 6,61 í meðaleinkunn.
Sigurður Lárusson er vel að titlinum kominn. Hann ávann sér fast sæti í landslið
inu í sumar og lék vel. Sigurður fékk tvívegis átta í einkunn í sumar og átta
sinnum sjö. Það sýnir að hann var mjög jafn að getu.
Þegar einkunnagjöfin er skoðuð leikmenn sýndu þá framúrskarandi
niður í kjölinn má sjá að meðal-
mennska hefur ráðið ríkjum í leikj-
um deildarinnar. Fáir leikmenn hafa
náð að skara fram úr nema leik og
leik. Þrír leikmenn, Árni Sveinsson
IA, Guðmundur Baldursson Fram og
Lárus Guðmundsson Víkingi, náðu
þeim góða árangri að ná 9 í einkunn
í einum leik. Árni fékk sína einkunn
er ÍA sigraði lið Víkings með sex
mörkum gegn tveimur, Guðmundur
fékk sína einkunn þegar Fram og í A
gerðu jafntefli, 1—1, og Lárus sína
er Víkingur vann Val 3—2, en þessir
góðan leik. Allmargir leikmenn
hlutu átta í einkunn fyrir leiki en oft
vildi það brenna við að leikmenn lið-
anna sýndu mjög misjafna getu í
leikjum sínum. Hér á eftir fer listi
yfir þá leikmenn í 1. deild sem hlutu
sex eða meira í meðaleinkunn í mót-
inu síðasta sumar.
Nöfn — fél. st. I. m.pink.
Sigurdur Lárusson ÍA 119 18 6,61
Lárus (iudm..son Vík. 118 18 6,55
Jón Alfredsson ÍA 111 17 6,52
Olafur Kjornsson I BK 104 16 6,50
Sigurlás l»orl.son ÍBV 116 18 6,44
Árni Sveinsson ÍA 109 17 6,41
Stefán Jóhannsson KR 115 18 6,38
Helgi Bentsson l'BK 115 18 6,38
Helgi llelgason Víkingi 108 17 6,35
Valdimar Valdim. l’BK 114 18 6,33
(>uðm. Kaldurss. Kram 114 18 6,33
Bjarni Sigurðsson ÍA 113 18 6,27
Kiríkur Kiríksson l*ór 113 18 6,27
Omar Torfason Víkingi 100 16 6,25
l>órður Hallgr.son ÍBV 106 17 6,23
Sjpvar Jónsson Val 106 17 6,23
Páll Pálmason ÍBV 112 18 6,22
Magnús Þorv.son Vík. J12 18 6,22
Heimir Karlsson Vík. 105 17 6,17
Sigurður Halld.son ÍA 111 18 6,16
l>órður Marelsson Vík. 111 18 6,16
Jóh. Orétarsson l BK 98 16 6,12
Kári l>orleifsson ÍBV 109 18 6,05
Guðm. Ásgeirsson l'BK 108 18 6,00
Vignir Kaldursson I BK 102 17 6,00
Viðar llalldórsson FH 102 17 6,00
Mart. (.eirsson Kram 90 16 6,00
Þegar þessi listi 27 leikmanna er
skoðaður kemur í ljós að Víkingur á
sex leikmenn á listanum, Breiðablik
á einnig sex leikmenn og í A á fimm
leikmenn. Her að neðan má sjá fyrir
hvað tölurnar í einkunnagjöfinni
standa.
ÞR
JJfmtm
• Sigurlás Þorleifsson og Lárus Guðmundsson í baráttu í landsleikjum með íslenska landsliðinu. Sigurlás er að
Nigeríumönnum.
kljást við Hollending en Lárus er að skora hjá
„Þaó eykur hjá mér áhuga að
hljóta þessa viðurkenningu“
- sagöi Margrét Theodórsdóttir handknattleikskona úr FH
,JÚ, VIÐ stefnum ótrauðar á fs-
andsmeistaratitilinn og erum efstar
tegar mótið er hálfnað, höfum tapað
■inu stigi á móti Val, en Valsliðið er
okkar ha'ttulegasti mótherji," sagði
Margrét Theodórsdóttir handknatt-
eikskona úr FH, sem valin var hand-
mattleikskona íslandsmótsins 1980 til
981 af hálfu Morgunblaðsins og við-
urkennd fyrir frammistöðu sína í hófi
Mbl. í gær.
Margrét er 21 árs og sagðist ætla
að halda áfram íþróttaiðkun svo
engi sem áhugi entist og meðan vel
gengi a.m.k. Hún kvaðst hafa stund-
að handknattleik frá því hún fluttist
til Hafnarfjarðar frá Vestmannaeyj-
um í eldgosinu 1973. Lengst af var
íún í Haukum, en gekk í raðir
i’H-inga í hitteðfyrra.
„Ég er þakklát fyrir þá viðurkenn-
Margrét Theodórsdóttir FH með
verðlaun sín. i.júniii. Kmilía.
ingu sem Morgunblaðið veitti mér að
þessu sinni. Viðurkenningar af þessu
tagi eiga rétt á sér, þær ýta undir
áhuga íþróttafólksins, áhugi minn
eykst t.d. um allan helming við að
hljóta þessi verðlaun," sagði Mar-
grét.
Margrét sagði er á hana var geng-
ið, að sér fyndist íþróttafréttamenn
annars sýna kvennahandknattleik
minni áhuga en fyrr, og væri nú t.d.
ekki fjallað um alla leiki íslands-
mótsins eins og verið hefði árið áður.
„Það er vonandi að á þessu verði
breyting," sagði Margrét. Hún taldi
ástæðuna fyrir þessu þá að ekki væri
jafn mikil spenna í 1. deildarkeppni
kvenna eins og í karlakeppninni, þar
sem jafnan væru eitt til tvö afger-
andi lið í kvennaboltanum á sama
tíma og enginn leikur væri fyrirfram
unninn i 1. deild karla.
Sundmaður ársins, Ingi Þór Jónsson:
„Einkunnagjöfina lesa
allir leikmenn í lióunum"
Litlu munaði í körfunni
„Höfum ekki æft nógu vel“
„Ekki nóg að fá allt
upp í hendurnar"
- segir Sigurður Lárusson ÍA
Sigurður, sem er 27 ára gamall,
sagði að hann ætlaði sér að stunda
knattspyrnu af fullum krafti
næstu sex árin.
„Það er hugur í knattspyrnu-
Sigurður Lárusson, ÍA, leikmaður ís-
iandsmótsins í knattspyrnu, síðasta
keppnistímabil.
Ljósm. Kmilía.
mönnum á Skaganum núna. Við
erum bjartsýnir á næsta keppnis-
tímabil. Ekki síst vegna þess að
búið er að ráða Kirby til starfa.
En hann hefur fært okkur fjóra
góða titla. Síðasta keppnistímabil
vantaði ÍA meiri stöðugleika í
leiki sína. Vonandi lagast það,“
sagði Sigurður.
— ÞR.
Ríkharður Hrafnkelsson Val, á fullri
ferð í leik gegn KR. Það er Jón Sig-
urðsson sem er í vörninni.
Ríkharður Hrafnkelsson Val varð
hlutskarpastur í einkunnagjöf Mbl.
fyrir síðasta keppnistímabil í körfu-
knattleik. Hann hlaut því nafnbót-
ina leikmaður íslandsmótsins í
körfuknattleik árið 1980—1981.
Keppnin var geysilega hörð að þessu
sinni og aðeins munaði einu stigl á
Ríkharði og skæðasta keppinaut
hans, UMFN-leikmanninum kunna
Gunnari Þorvarðarsyni. Þegar upp
var staðið hafði Ríkharður hlotið 141
stig úr 20 leikjum, eða meðaleink-
unnina 7,05. Gunnar, sem varð ís-
landsmcistari með UMF'N eftir
margra ára strit í þá átt, fékk hins
vegar 140 stig úr jafn mörgum leikj-
um og meðaleinkunnina 7,00.
Ríkharður Hrafnkelsson, Val
Gunnar Þorvarðarson, UMF’N
Kristján Ágústsson, Val
Garðar Jóhannsson, KR
Torfi Magnússon, Val
Jónas Jóhannesson, UMFN
Guðsteinn Ingimarsson, UMFN
Gísli Gíslason, IS
Jón Jörundsson, ÍR
Ágúst Líndal KK
Valdemar Guðlaugsson, Árm.
Bjarni G. Sveinsson, ÍS
Tveir leikmenn fengu reyndar
hærri meðaleinkunnir, en hvorug-
ur lék lágmarksleikjafjölda þann
sem Mbl. gerir kröfu til að menn
leiki. Það voru þeir Jón Sigurðsson
KR, sem fékk 109 stig fyrir 15
leiki, meðaleinkunnina 7,26, og
Pétur Guðmundsson Val, sem fékk
52 stig fyrir 7 leiki, eða 7,42 í
meðaleinkunn. Aðeins fyrrnefndir
fjórir leikmenn náðu því að fara
yfir 7,00 í meðaleinkunn. Þar sem
þeir Jón og Pétur töldust ekki
gjaldgengir, má glöggt sjá af með-
fylgjandi lista yfir hæstu leik-
menn í einkunnagjöfinni, að þeir
Ríkharður og Gunnar höfðu tölu-
verða yfirburði. En rennum nú
yfir listann:
stig leikir eink.
141 20 7,05
140 20 7,00
126 19 6,63
131 20 6,55
129 20 6,45
128 20 6,40
127 20 6,35
125 20 6,25
111 18 6,16
117 19 6,15
122 20 6,10
122 20 6,10
- segir körfuknattleiksmaöur ársins, Ríkharöur Hrafnkelsson
SUNDMAÐUR ársins var kjörinn
Skagamaðurinn Ingi Þór Jónsson,
en hann hefur sett ógrynni ís-
landsmeta í sundi á síðustu árum
ásamt félaga sínum Ingólfi Gissur
arsyni, en valið á milli þeirra félaga
var Mbl. erfitt, því erfitt reyndist að
gera upp á milli þeirra.
Ingi Þór er sem fyrr segir
Skagamaður, en 11 ára gamall fór
hann fyrst að æfa sund. Eins og
,i*y
kk-ír
< *
Ingi Þór Jónsson á fullri ferð f skrið-
sundinu. En hann segir að besti
árangur sinn sé íslandsmet hans í
200 metra skriðsundi, 1:58,3 mín.
Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Árvakurs hf„ afhendir Inga Þór
verðlaun fyrir góð afrek.
æfingum er háttað hjá honum í
dag er öruggt að flestum þætti
ekki fýsilegt að leika það eftir
honum. Hann syndir 10—12 kíló-
metra á dag og er þar að auki í
þrekæfingum. Álls æfir hann 5—6
klukkustundir á dag og viður-
kenndi hann að það erfiðasta við
æfingarnar væri hinn mikli tími
sem í þær fer. „Þetta er alveg
hrikalega seinlegt allt saman,“
segir Ingi Þór, en þetta skilar sér
þó í góðum árangri, því alls setti
hann 19 Islandsmet á árinu.
Sjálfsagt bætast fieiri við á nýja
árinu.
Þeir félagarnir á Skaganum æfa
ekki við ýkja góð skilyrði heima
fyrir og framfarir þeirra hefðu
ugglaust orðið meiri ef þeir æfðu
við góð skilyrði. En um þetta sagði
Ingi Þór: „Það er samt ekki nóg að
fá allt upp í hendurnar þó auðvit-
að skipti það miklu máli. Það
verður einnig að koma til áhugi á
því sem maður er að gera.“ Er
óhætt að taka undir það.
- gg-
„Ég tel mjög gott að Morgunblaðið sé með einkunnagjöf fyrir knattleiks-
íþróttirnar. Það lesa allir leikmenn einkunnagjöfina. Þetta er gott framtak
og veitir leikmönnum hvatningu. Að vísu má deila um hvað menn fá, í
einstaka leikjum því að sitt sýnist hverjum,” sagði leikmaður íslandsmótsins
í knattspyrnu, Sigurður Lárusson, ÍA.
Ríkharður Hrafnkelsson, körfu-
knattleikskappinn snjalli hjá Val,
var kjörinn körfuknattleiksmaður
ársins 1980—’81. Er Ríkharður
sannarlega vel að titlinum kominn.
Gunnar Þorvarðarson úr Njarðvík
veitti honum hins vegar harða
kcppni og hafði Ríkharður naumlega
betur.
Ríkharður er 24 ára gamall
bankastarfsmaður í Reykjavík.
Hann er þó fæddur og uppalinn í
Stykkishólmi og kom ekki til
Reykjavíkur fyrr en hann var 16
ára. En eins og margir Hólmarar,
gekk Ríkharður í Val og þrír
þeirra leika með meistaraflokkn-
um í dag. Ríkharður var 17 ára er
hann lék sinn fyrsta leik með
meistaraflokki Vals, á Reykjavík-
urmótinu gegn KR. Hefur hann
verið fastur maður í Valsliðinu
allar götur síðan og því orðinn
geysilega leikreyndur miðað við
lágan aldur. Mbl. spurði Ríkharð
hvort að síðasta keppnistímabil
hefði verið hæsti tindur hans til
þessa.
„Jú, óneitanlega var síðasta
keppnistímabil mitt besta per-
sónulega tímahil. Sjálfur hef ég
aldrei leikið betur. Frá sjónarhóli
liðsins var þó tímabilið 1979—’80
betra, enda sigruðum við þá þre-
falt, þ.e.a.s. unnum Islandsmótið,
bikarkeppnina og Reykjavíkur-
mótið.”
En körfuknattleikurinn á þessu
keppnistímabili?
„Ég er ekki nógu ánægður með
hann, held helst að liðin hafi ekki
byrjað að æfa nógu snemma fyrir
tímabilið. Valur er þar ekki und-
anskilinn, til dæmis hef ég sjálfur
ekki æft eins vel og til dæmis á
síðasta keppnistímabili. Ég held
að æfingarleysi sé frekar ástæðan
fyrir því að körfuknattleikurinn
hefur verið heldur daprari að
þessu sinni heldur en síðustu árin,
ekki að „standardinn" hafi lækk-
að. Þá spilar einnig inn í, að
bandarísku leikmennirnir sem
leika hérlendis eru ekki eins litrík-
ir og áður, meiri liðsmenn og ekki
eins áberandi."
Og að lokum Ríkharður, hvað er
framundan?
„Já, við setjum stefnuna á ís-
landsmeistaratitilinn og eigum
vissulega enn möguleika þó að á
ýmsu hafi gengið hjá okkur til
þessa. Við erum ekki nema fjórum
stigum á eftir efstu liðunum og
með góðum spretti gætum við brú-
að það bil. Þá munum við að
sjálfsögðu mæta ákveðnir til leiks
í bikarkeppninni og við ætlum
okkur að verja þann titil."
~ gg-
Körfuknalllelkur