Morgunblaðið - 05.01.1982, Síða 46
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDA.QUR 5. JANÚA5 1982
Fólk og fréttir í máli og myndum
Keppnislið judodeildar UMFK. Finnski þjálfarinn er annar frá hægri í fremri
röð.
Judo-deild UMFK með
finnskan þjálfara
STRÁKARNIR í UMFK eru öBugir í
judo. í Víkurfréttum mátti lesa, að
þeir hafa finnskan þjálfara. Sjá pist-
ilinn hér að neðan.
Judodeild UMFK var stofnuð
1974 og síðan þá hefur það verið
eitt stærsta mál hvers vetrar að fá
hæfan þjálfara. Nú í vetur þjálfar
deildina finnskur þjálfari, en á
vinabæjamótinu sem haldið var
hér sl. sumar, tókust mjög góð
kynni meðlima deildarinnar og
hinna finnsku keppenda.
Að beiðni forráðamanna judo-
deildar UMFK tóku þeir að sér að
athuga með þjálfara frá Finn-
landi, þar sem erfitt er að fá hæf-
an íslenskan þjálfara. Útveguðu
þeir þjálfara að nafni Reino
Fagerlund, 28 ára, frá Pori Finn-
land, og er hann mjög hæfur þjálf-
ari, jafnframt sem hann er keppn-
ismaður og í landsliði Finna.
Hann hefur 5 sinnum orðið
finnskur meistari undir 65 kg,
varð þriðji í þýska opna judomót-
inu ’76, í fyrsta sæti á breska opna
’80 og keppti á síðustu Ólympíu-
leikum og hafnaði þar í 7. sæti.
Þar eð dýrt er að fá þjálfara
erlendis frá, hafa judodeild
UMFK og judodeild Grindavíkur
sameinast um þjálfarann og þjálf-
ar hann tvisvar í viku í Grindavík
og þrisvar í viku í Keflavík.
ítalinn Giorgio Chinaglia var kjörinn
knattspyrnumaður ársins í Banda-
ríkjunum og fékk mikinn silfurdisk í
viðurkenningu. Hann leikur með
New York Cosmos og lék hér á landi
með liðinu síðastliðið haust.
Ólafur setti
íslandsmet
Reykjavíkurmeistaramótið í kraft-
lyftingum fór fram á milli jóla og
nýárs. Eitt íslandsmet var sett á
mótinu. Olafur Sigurgeirsson KR
lyfti 173 kg í bekkpressu í léttþunga-
vigt. (jnnur úrslit I mótinu urðu
þessi:
Reykjavíkurmcistarar í kraftlyfting-
um 1981:
Flokkur 56 kg
Jón B. Viggósson KR 75, 50, 110 =
235 kg
Flokkur 60 kg
Bárður B. Olsen KR 95, 57,5, 115 =
267.5 kg
Flokkur 67,5 kg
Bjarni Þórisson KR 120, 85, 170 =
375 kg
Flokkur 75 kg
Daníel B. Olsen KR 220, 122,5, 30 =
372.5 kg
Flokkur 82,5 kg
Helgi Sigurðsson KR 170,125, 215 =
510 kg
Flokkur 100 kg
Halldór E. Sigurbjörnsson KR
300, 170, 260 = 730 kg
Flokkur 110 kg
Guðmundur Eyjólfsson KR- 220,
140, 247,5 = 607,5 kg
Lið ársins
KFTIKTALDIK knattspyrnumenn
voru valdir í lið ársins 1981 í Banda-
ríkjunum:
Jan van Beveren (Holland og Fort
Lauderdale Strikers) — Wim Rijs-
bergen (Holland og ('osmos) —
Frans Mathieu (Haiti og Chicago
Stings) — Peter Nogly (Vestur
Þýskaland og Edmonton Drillers) —
Gorman (Skotland og Tampa Bay
Kowdies) — Teofilo Cubillas (Peru
og Fort Lauderdale) — Vladislav
Bogicevic (Júgóslavía og (’osmos) —
Arno Steffenhagen (VesturÞýska-
land og Chicago Stings) — Brian
Kidd (England og Atlanta Chiefs) —
Giorgio Chinaglia (Ítalía/USA og
Cosmos) — Gordon Hill (England
og Montreal).
Sambandsþing UMFI
Sambandsþing Ungmennafélags íslands, það 32. í röðinni, var haldið á
Kirkjubæjarklaustri fyrir nokkru. Þing þessi eru haldin annað hvert ár og
eru þar tekin til umræðu og afgreiðslu ýmis áhuga- og hagsmunamál hinna
ýmsu ungmennafélaga. Innan UMFÍ eru nú rúmlega 23 þúsund félagsmenn
í tæplega tvö hundruð ungmennafélögum víðs vegar um landið. Fyrir þingið
var lögð skýrsla stjórnar samtakanna og einnig fjöldamargar tillögur er
fjölluðu um margvísleg málefni.
Þingið samþykkti tillögur frá
allsherjarnefnd m.a. um stofnun
Bókasafns UMFÍ, áskorun til
ungmennafélaganna um rekstur
sumarbúða, aðvörun vegna álags á
mörgum helstu ferðamannastöð-
um og perlum íslenskrar náttúru
og hvatt til meira eftirlits með
erlendum ferðamönnum, um bind-
indismá! og um erlend samskipti.
Iþróttanefnd hvatti til almennr-
ar þátttöku í „Göngudegi fjöl-
skyldunnar", fjaílaði um Iþrótta-
kennaraskólann og fól stjórn
UMFI að kanna möguleika á jöfn-
un ferðakostnaðar íþróttafólks. Þá
beindi nefndin ýmsum ábending-
um til mótshaldara 18. landsmóts
UMFI sem haldið verður á Suður-
nesjum 1984.
Fræðslu- og útbreiðslunefnd
gerði tillögur um ýmis atriði til að
minnast 75 ára afmælis UMFÍ á
næsta ári, um Skinfaxa sem er
tímarit ungmennafélagshreyf-
ingarinnar, um félagsmálaskóla
UMFÍ, útbreiðslustarfið og fleira.
Fjárhagsnefnd fjallaði um
íþróttasjóð ríkisins, Getraunir,
Landshappdrætti ungmennafélag-
anna og fleira tengt fjáröflun.
Nefndin óskaði eftir athugun á
nýtingu skólahúsnæðis í Reykja-
vík fyrir íþróttafólk af lands-
byggðinni og lagði fram fjár-
hagsáætlun UMFI fyrir árið 1982
sem hljoðaði upp á um 1,5 milljón-
ir. Sú tillaga sem einna mesta
tíma tók var frá fjárhagsnefnd,
enda í henni brýnustu hagsmuna-
mál ungmennafélaganna um þess-
ar mundir. Tillagan sem var sam-
þykkt samhljóða var svohljóðandi:
„32. sambandsþing vekur athygli á
veikri fjárhagsstöðu héraðssam-
banda og ungmennafélaga um allt
land. Ennfremur því að lögbundn-
ir tekjustofnar úr ríkissjóði og
sveitarsjóðum eru mjög rýrir.
Aðrir styrkir hins opinbera eru
afar misháir eftir því hver á í hlut
og hve ríkt er eftir þeim gengið.
Við þetta ástand verður ekki unað
öllu lengur. Þingið felur því stjórn
UMFI að hefja nú þegar í samráði
við ISI tillögugerð um endurskoð-
un íþróttalaga. í því sambandi
væntir þingið að eftirfarandi komi
fram:
1. Að íþróttasjóði verði gert kleift
og skylt að ljúka greiðslum
framlaga til framkvæmda eigi
síðar en ári eftir að viðkomandi
framkvæmd lauk.
2. Kennslustyrkir til íþrótta- og
ungmennafélaga verði ákveðið
hlutfall af uppgefnum kennslu-
kostnaði skv. skýrslum félaga.
3. Lögbundinn verði tekjustofn
frá ríki og sveitarfélögum til
ungmenna- og íþróttafélaga,
héraðssambanda og heildar-
samtaka í samræmi við umsvif
og störf.
4. Hlutur ríkissjóðs í launum
starfsmanna hreyfingarinnar
verði 50%.
5. Þegar umsvif hreyfingarinnar
eru metin skal taka tillit til
stærðar sambandssvæða og
fjarlægðar þeirra frá höfuð-
borgarsvæðinu, þannig að að-
staða allra íslendinga verði
jöfnuð til að taka þátt í starfi
heildarsamtakanna.
Þinginu er ljóst að hér er farið
fram á róttækar breytingar, en
telur að ekki verði hjá þeim kom-
ist ef hreyfingin á að geta rækt
það hlutverk sem henni er ætlað
skv. íþróttalögum og vilja lands-
manna."
Að lokinni afgreiðslu á nefnda-
álitum var gengið til kosninga.
Formaður UMFI var endurkosinn
Pálmi Gíslason og aðrir stjórn-
armenn voru allir endurkosnir en
þeir eru: Bergur Torfason, Dýra-
firði, Diðrik Haraldsson, Selfossi,
Þóroddur Jóhannsson, Akureyri,
Björn Ágústsson, Egilsstöðum,
Guðjón Ingimundarson, Sauðár-
króki, og Jón G. Guðbjörnsson,
Borgarfirði. I varastjórn voru kos-
in: Magndís Alexandersdóttir,
Stykkishólmi, Finnur Ingólfsson,
V-Skaftafellssýslu, Dóra Gunn-
arsdóttir, Egilsstöðum, og Haf-
steinn Jóhannessort, Kópavogi.
Auk þingfulltrúa sátu nokkrir
gestir þingið, m.a. Hafsteinn
Þorvaldsson, fyrrv. formaður
UMFÍ, og var hann sæmdur gull-
merki UMFÍ á þinginu.
HBj.
• Þessar eru ekki að biðjast fyrir. Ekki skjóta í brjósthæð.
• Ekki óaigeng sjón í knattspyrnunni. Verja viðkvæmasta hlutann.
Pálmi Gíslason, formaður UMFÍ, ávarpar 32. sambandsþingið sem haldið
var á Kirkjubæjarklaustri. Ljósm. Mbl. HBj.
Þingfulltrúar 32. sambandsþings UMFÍ.