Morgunblaðið - 05.01.1982, Page 48
2 8 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRÍÖJUDAGUR 5. JANÚAR1982
ímmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmk
Enska bikarkeppnin:
Níu 1. deildar-lið slegin út
- þar á meðal Man. UtdM Nott. Forest og Southampton
LITLII liðin gengu sannkalladan
herserksyanj' í 3. umferd ensku bik-
arkeppninnar í knattspyrnu á laug-
ardaginn og eigi færri en níu I.
deildar-félög kvöddu keppnina í um-
ferdinni, mörg þeirra eftir viðureign-
ir við félög úr neðri deildunum.
Utandeildarliðin stóðu að venju fyrir
sínu, best var frammistaðan hjá
Barnet, sem náði jafntefli á heima-
velii sínum gegn Brighton, einu af
betri liðum I. deildarinnar. A Barn-
ett nú í vændum gróðavænlegan
aukaleik í Brighton. En merki-
legustu úrslit umferðarinnar hljóta
að teljast ósigrar Manchester lltd.,
Notthingham Forest og Southamp-
ton gegn 2. deildar-liðum. Sérstak-
lega var glæsilegur sigur 3. deildar
liðsins Wrexham á City Ground í
Nottingham. Mark Proctor náði for
ystunni fyrir Forest snemma í leikn-
um, en þeir hjá Wrexham svöruðu
fyrir sig með þremur mörkum í síð-
ari hálfleik, Dowman jafnaði, Wint-
er náði forystunni og rétt fyrir leiks-
lok potaði Dixie gamli McNeil þriðja
markinu inn með stafnum sínum,
enn þá að skora sá gamli þó tæplega
fertugur sé. Úrslit leikja urðu annars
sem hér segir:
Barnet — Brighton 0-0
Birmingham — Ipswich 2-3
Bolton — Derby 3-1
Coventry — Sheffield Wed. 3-1
Doncaster — Cambridge 2-1
Bournemouth — Oxford 0-2
Enfield — Crystal Palace 2-3
Leicester — Southampton 3-1
Luton — Swindon 2-1
Man. City — Cardiff 3-1
Nott. Forest — Wrexham 1-3
Orient — Charlton 1-0
QPR — Middlesbrough 1-1
Rotherham — Sunderland 1-1
Stoke — Norwich 0-1
Swansea — Liverpool 0-4
Tottenham — Arsenal 1-0
Watford — Man. Utd. 1-0
WBA — Blackburn 3-2
West Ham — Everton 2-1
Wolverhampton — Leeds 1-3
• Ross Jack skoraöi sigur
mark Norwich gegn Stoke.
r,
• Trevor Francis — tvö mörk gegn Cardiff.
Af ýmsum ástæðum fóru ekki
fleiri leikir fram í 3. umferð. Úr-
slit í öðrum leikjum helgarinnar
urðu sem hér segir:
2. umferð:
Bury — Burnley 1-1
Crewe — Scunthorpe 1-3
Hereford — Fullham 1-0
Kettering — Blackpool 0-3
Peterbrough — Walsall 2-1
Port Vale — Stockport 4-1
Altrincham — York 4-3
Barking — Gillingham 1-3
3. deild:
Brentford — Huddersfield 0-1
Bristol City — Wimbledon 1-3
Plymouth — Bristol R. 4-0
Newport — Reading 3-1
4. deild:
Mansfield — Wigan 1-2
Sheffield Utd. - Halifax 2-2
Manchester Utd. fékk skell á
Vicarage Road í Watford og er
þetta í annað skiptið á 4 árum, að
Watford slær United út úr bikar-
keppninni. Hollendingurinn Jam
Lohman skoraði sigurmark Wat-
ford á 44. mínútu eftir að þvaga
hafði myndast við markteig Un-
ited. Watford var miklu betra liðið
í fyrri hálfleik og United mátti
teljast heppið að fá þá ekki á sig
fleiri mörk. Manchester-liðið sótti
verulega í sig veðrið í síðari hálf-
leik og fékk þó nokkur góð færi
sem fóru forgörðum. United er því
úr leik í báðum bikarkeppnunum
og getur einbeitt sér að Eng-
landsmeistaratitlinum.
Southampton var tekið í
kennslustund af ungu skemmti-
legu liði Leicester. Suðurstrand-
arliðið hafði ekki tapað 8 síðustu
leikjum sínum, en var grátt leikið
á laugardaginn. Eftir 20 mínútur
var staðan orðin 2-0 fyrir Leicest-
er og skoraði Alan Young bæði
mörkin. Kevin Keegan minnkaði
muninn, en var síðan borinn
slasaður af leikvelli. Áður en yfir
lauk bætti Gary Lineker þriðja
markinu við.
Liverpool lék sinn besta leik á
keppnistímabilinu, er Swansea
var tekið í kennslustund á
Wetchfield. 4-0 urðu lokatölurnar,
en Liverpool hefði getað skorað
8-10 mörk ef út í það er farið.
Virðist Swansea vera farið að gefa
verulega eftir í slagnum. Ian Rush
skoraði tvívegis í leiknum, hefur
þar með skorað 12 mörk í vetur.
Aðeins þrjú þeirra þó í deildar-
leikjum. Álan Hansen og Mark
Lawrenson skoruðu einnig.
Pat Jennings, markvörður Ars-
enal síðustu fimm árin, en þar áð-
ur markvörður hjá Tottenham í 14
ár, kom mikið við sögu, er liðin
mættust á White Hart Lane í
Lundúnum. Aðeins eitt mark var
skorað í fjörugum leik, Garth
Crookes var þar á ferðinni eftir
sjaldséð mistök hjá Pat Jennings.
Markið var skorað í fyrri hálfleik,
en í þeim síðari var Jennings síðan
borinn illa meiddur af velli eftir
samstuð við Crookes. Peter Nich-
olas stóð í markinu síðustu 15
mínúturnar og mæddi mikið á
honum. En mörkin urðu ekki fleiri
og varði Nicholas nokkrum sinn-
um mjög vel.
Ipswich sigraði Birmingham í
eldfjörugum leik á St. Andrews-
leikvanginum í Birmingham. Alan
Brazil kom Ipswich á bragðið í
fyrri hálfleik eftir snjallan undir-
búning Eric Gates, en Frank
Worthington jafnaði fyrir hlé úr
vítaspyrnu. í síðari hálfleik skor-
aði Alan Curbishley fyrir heima-
liðið og stóð 2-1 allt fram undir
lok leiksins, er Ipswich keyrði upp
hraðann og skoraði tvívegis undir
lokin, John Wark jafnaði og Brazil
skoraði síðan sigurmarkið.
Leeds átti alls kostar við Wolv-
erhampton, sem getur hreinlega
ekki neitt þessi misserin. Andy
Gray náði þó forystunni fyrir
Wolves snemma í leiknum, en
Garry Hamson jafnaði eftir að
Kevin Hird hafði brennt af víta-
spyrnu. Hird bætti það upp með
því að skora annað mark Leeds í
síðari hálfleik og síðan kom Eddy
gamli Grey og innsiglaði sigurinn
með þriðja markinu.
I annari viðureign þar sem ein-
göngu komu við sögu 1. deildar-lið,
sigraði West Ham Everton 2-1 á
heimavelli sínum. Billy Bonds og
Dave Cross skoruðu mörk West
Ham, en Peter Eastoe svaraði
fyrir Everton.
• John Wark skoraði dýrmætt mark fyrir Ipswich.
WBA sló Blackburn út eftir
harða og fjöruga viðureign. Það
var þó ekki fyrr en undir lok leiks-
ins, að veruleg spenna hljóp í leik-
inn, WBA hafði náð 3-0-forystu,
en slakaði síðan svo mikið á, að
engu mátti muna að Blackburn
hreinlega jafnaði metin. Steve
McKenzie, Andy King og Clive
Whitehead skoruðu mörk WBA,
en Simon Garner skoraði bæði
mörk Blackburn undir lokin.
Manchester City átti í meira
basli með Cardiff heldur en
3-1-markatalan segir. Trevor
Francis skoraði í fyrri hálfleik, en
leikmenn Cardiff fóru illa með
fleiri tækifæri en eitt til þess að
jafna. Bobby McDonald skoraði
síðan annað mark City með skalla
eftir hornspyrnu Tommy Hutch-
inson, en Paul Maddy minnkaði
muninn fyrir Cardiff áður en
Trevor Francis innsiglaði sigurinn
fyrir City með öðru marki sínu og
þriðja marki City.
Stoke var eitt af mörgum 1.
deildar-liðum sem féll úr keppn-
inni. Liðið fékk Norwich í heim-
sókn. Ross Jack skoraði fyrir
Norwich eftir aðeins 6 mínútur og
síðan „pakkaði" liðið í vörn og
tókst að verja fenginn hlut.
Botnliðin tvö í 1. deildinni,
Middlesbrough og Sunderland,
gátu þokkalega við hlut sinn unað,
bæði léku erfiða útileiki gegn
prýðilegum 2. deildar-liðum og
tókst að tryggja sér aukaleiki.
Boro sótti QPR heim á gervigrasið
umdeilda og eftir aðeins 9 mínút-
ur hafði liðið náð forystu með
marki Bobby Thompson. Simon
Stainrod jafnaði áður en yfir lauk.
Sunderland skrapp hins vegar til
Rotherham og skoraði Garry
Rowell jöfnunarmark liðsins þeg-
ar langt var liðið á leikinn, eftir að
Tony Towner hafði náð forystunni
fyrir Rotherham.
Steve Hunt skoraði tvívegis
fyrir Coventry, sem sigraði lið
Sheffild Wednesday örugglega.
Mark Hateiy skoraði þriðja mark-
ið, en Wednesday hafði þó náð for-
ystunni með marki McCulloch.
Helstu punktar varðandi aðra
leiki fylgja hér að lokum:
Bolton 3 (Gowling, Foster,
Thompson) — Derby 1 (Powell)
Bournemouth 0 — Oxford 2
(Cassels, Thomas)
Doncaster 2 (Reilly sj.m., War-
boys) — Cambridge 1 (Taylor)
Enfield 2 (Ironton, Oliver)
— Cr. Palace 3 (Price, Hilaire 2)
Luton 2 (Moss, Horton) — Swin-
don 1 (Emmanuel)
Orient 1 (Moore) — Charlton 0
Enska
^ J knatt-
spyrnan
j