Morgunblaðið - 05.01.1982, Síða 28

Morgunblaðið - 05.01.1982, Síða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUfMGUR 5. JXNÚAR1982 Minning - Helgi Rafn Traustason Fæddur 18. aprfl 1937. Dáinn 21. desember 1981. Er ég' frétti lát frænda míns, Helga Rafns Traustasonar, sem svo snögglega var hrifinn á brott frá konu og börnum, aðeins 44 ára að aldri, fannst mér dimma í kringum mig. Tilhlökkunin til jólahátíðarinnar, sem býr í huga ungra og gamalla, dvínaði og hug- urinn dvaldi oftar en áður hjá fjölskyldunni á Smáragrund 2, þar sem sorgin hafði kvatt dyra á við- kvæmasta tíma ársins, tíma, sem fjölskylduböndin eru hvað sterk- ust. Eg ætla ekki að rekja æviferil Helga, það gera aðrir betur. Hann var fæddur á Patreksfirði 18. apríl 1937, sonur hjónanna Rannveigar Jónsdóttur og Trausta Jóelssonar vélstjóra. Annan son áttu þau, Rafn Reyni, fæddan 8. janúar 1932, en hann dó af völdum bruna 11. apríl 1933. Foreldrar Helga dóu með stuttu millibili þegar hann var aðeins 13 ára, móðir hans 17. desember 1950 og faðir hans 6. maí 1951. Þetta var þung raun svo ungum dreng. Hann dvaldist hjá móðurforeldrum sín- um og móðurfólki um tíma, en sjálfstæðið kom fljótt í Ijós hjá Helga, að standa á eigin fótum og það tókst honum. Hann lauk prófi frá Samvinnuskólanum að Bifröst árið 1955, en varð kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki árið 1972 og bar hag þess mjög fyrir brjósti heima og heiman. Eftirlifandi konu sinni, Ingu Valdísi Tómasdóttur, kvæntist Helgi 12. október 1957. Stóð hún við hlið hans traust og dugleg. Var heimili þeirra öllum opið sem þurftu að leita til Helga, sem var ærið oft. Þau eignuðust fimm mannvænleg börn: Trausta Jóel, Rannveigu Lilju, Tómas Dag, Guð- rúnu Fanneyju og Hjördísi Önnu. Ég man fyrst eftir Helga, er hann kom á heimili foreldra minna, ungur piltur og sérstak- iega myndarlegur. Var ekki laust við að ég, þá telpuhnáta, væri svolítið montin af að eiga hann að frænda. Hann var sérstaklega frændrækinn og nuturm við þess bæði hér heima og hjá þeim hjón- um á Sauðárkróki. Heimili þeirra er sérstakt myndarheimili, þar sem gestrisni og góðvild sitja í fyrirrúmi. Þetta viljum við frænd- fólkið í Bolungarvík þakka, og mamma þakkar bróðursyni sínum, konu hans og börnum alla hlýju og góðvild, er hún dvaldi hjá þeim og hér heima. Inga mín! Við sendum þér, börn- unum og tengdabörnunum inni- legar samúðarkveðjur. Megi góður Guð gefa ykkur styrk og huggun. Minningin um góðan dreng geym- ist í hugum okkar allra. Aldrei er «vo bjart yHr ödlincsmanni að eijji jjeti syrt eins sviplega og nú og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eiKfft Irú. M.„h Joch. Kristný Pálmadóttir Svo örstutt er bil milli blíðu og éls, og brugðist getur lánið frá morgni til kvelds. Þessi hin sönnu orð úr hinum gullfallega sálmi komu mér í hug þegar fréttin um lát frænda míns, Helga, barst til Bolungarvíkur síð- degis mánudaginn 21. desember sl. Óg þó hátíð ljóss og friðar færi í hönd dimmdi yfir við þessa frétt, myrkrið og kuldinn sem fyrir voru gerðust áleitnari og þrengdu að. Sagt er, að vegir guðs séu órann- sakanlegir, og með þessari ákvörð- un að kalla nú burt þennan góða dreng í blóma lífsins birtist okkur enn einu sinni sönnun þessara orða. Ekki verður hér rakinn æviferill eða störf Helga, aðeins örfá kveðjuorð. Helgi hefur sjálfur með störfum sínum og framkomu allri markað þau spor meðal samtíð- armanna sinna, sem hvað best geyma og varðveita minningu hans um ókomin ár. Auðvitað er það svo þegar mannkostamaður, sem Helgi var, er hrifinn burt með skyndingu, þá vefst manni tunga um tönn, tregi og söknuður herja á, og minningar allar ljúfar sækja að. Fyrir mér er minningin um þennan minn kæra frænda og vin sem ljós þess besta, er varðveitast mun svo lengi sem lífsandi er dreginn. Söknuður okkar frændfólksins er sár, en hvað er hann samanbor- ið við þann þunga harm og sáru raun, sem nú hefur dunið yfir konu hans og börn. Elsku Inga, Trausti, Rannveig Guðrún, Tommi og Hjördís. Ég veit að ykkur finnst þetta þungt högg og söknuðurinn sár, harmur- inn mikill sem inni fyrir býr, kannski svo mikill að ykkur finnst þið vart geta borið hann. En þó nú sé dimmt í ranni og él byrgi sól, þá birtir öll él upp um síðir, og sól fær notið sín og verm- ir. Eins mun um þá sól ykkar, sem burt var kvödd, hún mun skína í endurminningunni, lýsa og verma í minningu hins góða drengs. Við á Traðarstígnum biðjum góðan guð að vernda ykkur og styrkja í þessari þungu raun. Það er huggun harmi gegn að minn- ingin um góðan dreng lifir og yljar þeim sem eftir lifa. Guð blessi ykkur öll. Far þú í friði, hafðu þökk fyrir allt og allt. Karvel Pálmason Hólmar Ingi Guð- mundsson - Minning Fæddur 22. desember 1978 Dáinn 28. desember 1981 Viú i'ijjum drt nu moú aut;u blá, ojJ cntjilsvip hrcina brá. Mfú saklausi bros ot; barnamál, ot» bjarla óflckkaöa sál. Margt flýgur í huga, þegar lítill drengur er kvaddur, við skynjum svo lítið af tilverunni og viljum ekki sættast á að samfylgdin yrði svo skammvinn. Sagt er, að þeir er Guð- irnir elska deyji ungir. Hugsum um það nú, er við biðjum góðan Guð að styrkja föður, móður og kær systkin í þeirri miklu sorg er bar að mánu- daginn 28. desember síðastliðinn, er við fengum þær fréttir að Hólmar Ingi litli væri horfinn. Hólmar Ingi var yngstur fjögurra systkina og mikill sólargeisli þeirra, þar sem hann var sjö árum yngri en næsta barn. Fyrstu árin átti hann heima í Hveragerði, en síðastliðið vor flutt- ist hann í sveitina, að bænum fremri Nýpur í Vopnafjarðarhreppi. í svo stórri sorg verða orð lítils megnug, en megi ykkur öllum verða huggun að minningunum björtu. Guð geymi lítinn vin. Amma, afl og frændfólk í Fyjum. í dag, þriðjudaginn 5. janúar 1982, er til moldar borinn á Sauð- árkróki Helgi Rafn Traustason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Hann varð bráð- kvaddur þar í bæ mánudaginn 21. desember 1981, en hann fæddist þann 18. apríl 1937 og var því að- eins 44 ára gamall, þegar hann lést. Foreldrar Helga Rafns voru þau Trausti Jóelsson, vélstjóri á Patreksfirði og kona hans, Rann- veig Lilja Jónsdóttir. Trausti var fæddur 19. maí 1909, dáinn 6. maí 1951, en Rannveig var fædd 17. janúar 1910 og dó 17. desember 1950. Heigi Rafn missti því for- eldra sína báða með 6 mánaða millibili, þegar hann var aðeins 13—14 ára gamall. Þetta var mik- ið áfall fyrir viðkvæma sál ungl- ingsins, sem var í mótun. Én skapfesta og viljastyrkur Helga Rafns var þá þegar kominn í ljós, þannig að áfallið. braut hann ekki niður, heldur efldi hann til átaka að afla sér menntunar og aukins þroska, þannig að hann mætti sem fyrst verða fær um að standa á eigin fótum, en hann var alla tíð mjög sjálfstæður maður í skoðun- um og hugsunum. Það var honum mikil huggun á þessum erfiðu ár- um, að hann átti hlýtt skjól hjá ættingjunum. Hann átti aðalat- hvarf hjá móðurforeldrum sínum á Patreksfirði, Jóni Indriðasyni og Jónínu Guðrúnu Jónsdóttur, og á skólaárum síðar hjá Þorgerði móðursystur sinni og Reyni Hörgdal á Akureyri og var svo í heimili með Mörtu, móðursystur sinni, í Reykjavík í íbúð þeirri, er foreldrar hans höfðu átt og búið í þar. Þótt foreldramissirinn væri honum áfkaflega sár, veit ég að hann var ættingjum sínum ævar- andi þakklátur fyrir þá hlýju og þann skilning, er þeir sýndu hon- um á þessum viðkvæmu árum. Helgi Rafn stundaði nám í gagnfræðaskólum í Reykjavík, Laugarvatni og Akureyri og lauk gagnfræðaprófi með ágætum frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Að því búnu nam hann í Samvinnu- skólanum í Reykjavík veturinn 1954— 1955 og var því í síðasta árganginum sem Jónas Jónsson frá Hriflu, sá mikli samvinnu- frömuður og skólamaður, útskrif- aði áður en hann lét af störfum og skólinn fluttist að Bifröst í Borg- arfirði. Helgi Rafn aflaði sér námseyris með hreingerningum í skólanum að kvöldinu eri lauk samt prófi með ágætum vorið 1955 og það þrátt fyrir að hann hóf störf hjá Samvinnutryggingum mánuði áður en skólanum lauk. Þar með hófst hans eiginlegi starfsferill hjá samvinnuhreyfing- unni, en áður hafði hann starfað nokkur sumur hjá Kaupfélagi Patreksfjarðar og í fjármáladeild Sambandsins sumarið 1954. Hann starfaði í sjódeild og síðar aðal- bókhaldi Samvinnutrygginga frá 1955— 1960. Hann varð kaupfé- lagsstjóri Samvinnufélags Fljóta- manna 1960 og gegndi því starfi til 1963, er hann varð fulltrúi kaupfé- lagsstjóra hjá Kaupfélagi Skag- firðinga á Sauðárkróki. Því starfi gegndi hann til ársins 1972, er hann tók við starfi kaupfélags- stjóra hjá þessu einu stærsta og traustasta kaupfélagi landsins, en því starfi gegndi hann til æviloka. Kaupfélagsstjórastarfinu sinnti hann af elju og dugnaði, þannig að kaupfélagið efldist og styrktist á góðum grunni, sem fyrir var. Und- ir forystu Helga Rafns byggði kaupfélagið eitt myndarlegasta sláturhús landsins, miklar endur- bætur voru gerðar á mjólkurstöð félagsins, nýtt verslunarhús var byggt að Ketilási í Fljótum eftir sameiningu Samvinnufélags Fljótamanna við Kaupfélag Skagfirðinga, útgerð og fisk- vinnsla var efld, verslunaraðstaða í Varmahlíð endurbætt og hafin bygging stórhýsis á Sauðárkróki fyrir nýjar aðalstöðvar og aðal- verslanir kaupfélagsins. Fjöl- margt fleira mætti nefna, sem ekki verður rakið hér, en auk hins umsvifamikla starfs kaupfélags- stjóra gegndi Helgi Rafn fjöl- mörgum trúnaðarstörfum öðrum, sem hann var kallaður til að sinna. Hann var um árabil vara- maður í stjórn Samb. isl. sam- vinnufélaga og allt til dauðadags. Hann var formaður rafveitu- stjórnar á Sauðárkróki 1966—’78, hann var stjórnarmaður í Fiskiðju Sauðárkróks um árabil og formað- ur stjórnarinnar hin síðari ár, einnig formaður stjórnar Steypu- stöðvar Sauðárkróks og hann var um árabil stjórnarmaður í Land- flutningum hf., stjórnarformaður þeirra í upphafi og aftur frá vori 1981 til dauðadags og var reyndar einn helsti frumkvöðull að stofnun þeirra. Hann átti sæti í Mjólkur- samlagsráði og Sláturhússráði Kaupfélags Skagfirðinga frá stofnun þessara ráða og til ævi- loka. Fulltrúi í Framleiðsluráði landbúnaðarins var hann fyrir hönd mjólkursamlaganna á 2. verðlagssvæði 1973—’77. Einnig varamaður í stjórn Osta- og smjörsölunnar um árabil og til dauðadags sem fulltrúi Sam- bandsins. Hann var formaður skóknarnefndar Sauðárkróks- kirkju frá 1972 til æviloka og sýndi því hlutverki mikla ræktar- semi og áhuga, enda mjög trúaður maður, sem sýndi kristinni kirkju mikla virðingu. Sem forseti Lions- klúbbs Sauðárkróks hafði hann reyndar áður en hann tók við sóknarnefndarformennskunni staðið fyrir raflögn og lýsingu kirkjugarðsins á Sauðárkróki, sem er til mikillar prýði, og sýndi þar strax hug sinn til kirkjunnar. Margt fleira væri hægt að rekja af áhugamálum og viðfangsefnum Helga Rafns, en þetta verður látið nægja sem aðaldrættir í mynd gíf- urlegrar starfsævi, sem nú er lok- ið svo skyndilega og löngu fyrir aldur fram. I öllum þessum störf- um lagði Helgi Rafn gjörva hönd á plóginn viðkomandi verkefnum til mikils framdráttar, enda var hann starfhæfur í besta lagi, ötull, ein- lægur og samviskusamur. Mikið skarð er fyrir skildi við fráfall hans. Það var mikið gæfuspor í lífi Helga Rafns Traustasonar þegar hann þann 12. október 1957 gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Ingu Valdísi Tómasdóttur, dóttur hjónanna Tómasar Sigvaldasonar, loftskeytamanns í Reykjavík, og konu hans, Magneu D. Sigurðar- dóttur, en við þau hjón bast Helgi Rafn miklum og sterkum vináttu- böndum, auk tengdanna. Þau Helgi Rafn og Inga Valdís urðu strax mjög samhent, enda að mörgu leyti ákaflega lík í sinni traustu skapgerð, smekkvísi og hjartahlýju. Þau bjuggu sér nota- legt heimili í Reykjavík í upphafi, síðan í Haganesvík og svo á Sauð- árkróki, en heimili þeirra þar er eitt hið myndarlegasta og nota- legasta, sem maður heimsækir. Börn þeirra hjóna eru Trausti Jóel, fæddur 21. október 1958, Rannveig Lilja, fædd 6. marz 1960, Tómas Dagur, fæddur 26. október 1961, Guðrún Fanney, fædd 28. nóvember 1963, og Hjördís Anna, fædd 8. ágúst 1966. Börnin eru eins og foreldrarnir, hlý og traust og dugleg í hverju viðfangsefni. Unnusta Trausta er Ásta Búadótt- ir og unnusti Rannveigar Lilju er Þorsteinn Hauksson. Ég og kona mín og börn okkar höfum átt því láni að fagna að kynnast mjög vel þessari góðu fjölskyldu á Sauð- árkróki og Helgi Rafn hefur verið náinn samherji minn, félagi og vinur um langt árabil. Mér og fjöl- skyldu minni er fráfall hans mikið harmsefni. Ég veit að hann er einnig sárt tregaður af félögum í stétt kaupfélagsstjóra og af vinum og félögum í samvinnuhreyfing- unni allri, ekki síst í Kaupfélagi Skagfirðinga. En svo sár sem tregi okkar allra er, er hann þó hjóm eitt miðað við þá þungu sorg, sem knúið hefur miskunnarlaust dyra að Smáragrund 2 á Sauðárkróki og lagt farg sitt á hug og hjarta Ingu Valdísar og barnanna og fjöl- skyldunnar allrar. Mér er kunnugt um æðruleysi þeirra og viljastyrk og ég vil vona, að trúin á Guð og minningin um góðan dreng og ein- stakan heimilisföður megi verða þeim huggun í miklum harmi, sem tíminn vonandi fær sefað eftir því sem stundir líða. Ég sendi þeim dýpstu samúðarkveðjur mínar og fjölskyldu minnar. Að lokum vil ég senda Helga Rafni kveðjur og þakkir Kaupfé- lags Eyfirðinga. Hann var góður granni og náinn samstarfsmaður. Einnig sendi ég honum kveðjur og þakkir stjórnar Sambands ísl. samvinnufélaga og samvinnu- hreyfingarinnar í landinu öllu. Hann var mikill samvinnumaður og öflugur liðsmaður í forystu- sveit. Guð blessi minningu hans. Valur Arnþórsson Mánudagskvöldið 21. desember sl. barst fjölskyldu minni sú harmafregn að Helgi Rafn Traustason hefði látist á heimili sínu síðla þann dag. Hvílíkt reið- arslag. Fjölskyldan var harmi slegin. Gat þetta verið satt, Helgi Rafn dáinn, svo hraustur og hress sem hann virtist þegar hann leit við ásamt Ingu konu sinni á leið um Borgarfjörðinn nú fyrir skömmu. Við gátum ekki og vild- um ekki trúa svo bitrum sann- leika. Hugurinn hvarflaði til vin- anna fyrir norðan, Ingu Valdísar og barnanna þeirra fimm sem nú lifðu þá miklu sorg að sjá á bak ástkærum eiginmanni og leiðandi og skilningsríkum föður. Helgi Rafn var Vestfirðingur að uppruna, fæddur á Vatnseyri við Patreksfjörð, þann 18. apríl 1937. Foreldrar hans voru Rannveig Lilja Jónsdóttir og Trausti Jóels- son vélstjóri. Ungur að árum fluttist Helgi með foreldrum sínum til Reykja- víkur, en móðir hans var þá farin að heilsu og var henni nauðsynlegt að vera í nálægð heilsugæslu- stofnana. Trausti stundaði sjóinn, sigldi á togurum stríðsárin og var traustur og dugandi sjómaður og vel látinn af félögum sínum. En samvistir fjölskyldunnar urðu ekki langvinnar í Reykjavík. Skömmu fyrir jól árið 1950 lést móðir Helga og aðeins hálfu ári síðar missti hann föður sinn. Slík lífsreynsla hefði mörgum unglingi orðið ofraun og vissulega hefur þessi mikli missir markað djúp spor í sálarlíf þessa unga drengs. En hamingjan hafði ekki alfarið snúið við honum baki. Eftir fráfall foreldranna ólst Helgi upp hjá móðursystur sinni, Mörtu Jóns- dóttur, sem reyndist honum sem besta móðir. Það var Helga mikil gleði að geta síðar á lífsleiðinni endurgoldið Mörtu umhyggju hennar með einstakri alúð og hjálp í hennar garð hvenær sem hann gat því viðkomið. Kynni tókust með okkur Helga fyrir nær þrem áratugum er við stunduðum nám við Samvinnu- skólann, sem þá var til húsa á efstu hæð Sambandshússins við Sölvhólsgötu og var enn stjórnað af hinum aldna þjóðskörungi Jón- asi Jónssyni frá Hriflu. Helgi var góður námsmaður og ákaflega opinn og móttækilegur fyrir speki lærimeistarans, sem fjallaði um þjóðfélags- og sam- vinnumál af miklum eldmóði. Jón- asi var lagið að plægja akur sinna stóru hugsjóna af kostgæfni, enda árangurinn í fullu samræmi við það. Hvar sem litið var í þjóðlífinu var hægt að merkja uppskeru hug- sjóna þessa merka leiðtoga sam- vinnumanna. Helgi Rafn var einn þeirra lærisveina Jónasar frá Hriflu sem með sanni mátti kall- ast merkisberi. Sannur merkisberi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.