Morgunblaðið - 05.01.1982, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
41
fclk í
fréttum
í fyrsta sinn í ellefu ár
+ Snemma í desember hittust þeir aö máli í Berlín, Helmut Schmidt,
kanslari Vestur-Þýskalands, og Erich Honecker, leiötogi Kommúnista-
flokks Austur-Þýskalands. Áttu þeir saman viöræöur í þrjá daga. Þetta
er í fyrsta skipti í ellefu ár, sem leiötogar Þýskalands hittast aö máli i
Þýskalandi. í mars 1970 skiptust þeir Willy Brandt og Willi Stoph á
heimsóknum og leiddu viöræöur þeirra til þýðu svonefndrar í samskipt-
um Bonn og Austur-Berlínar og margvíslegra samninga Lítill árangur
varö af fundi þeirra Schmidts og Honeckers — en einmitt meöan á
heimsókninni stóð voru sett herlög í Póllandi...
Erich Honecker tekur á móti Helmut Schmidt á Schönefeld-flugvellinum
nálægt Berlín.
Alexeyeva
komin til
Boston
+ Liza Alexeyeva,
tengdadóttir Sakharovs,
brosir hér framan í frétta-
menn eftir komuna til
Boston, loksins samein-
uö eiginmanni sínum, Al-
exei Seminov, eftir
þriggja ára aöskilnaö. En
Seminov er sonur eigin-
konu Sakharovs af fyrra
hjónabandi...
ítalskur
eftirstríðs-
leiðtogi látinn
+ Látinn er á Italíu Ferruccio Parri,
91 árs aö aldri. Hann var fyrsti for-
sætisráðherra ítalíu eftir seinna
stríö, en sat ekki lengi í embætti,
fremur en aörir forsætisráöherrar í
því landi eftir seinna stríö. Parri
myndaöi stjórn sex flokka þann
19. júní 1945 og féll hún fimm
mánuöum síöar. Hann var eini for-
sætisráöherra ítalíu eftir stríö, sem
ekki var kristilegur demókrati,
þangaö til Giovanni Spadolini,
Lýöveldisflokknum, myndaði nú-
verandi stjórn í júní síðastliönum.
Ferruccio Parri lauk námi frá
Turin-háskólanum, særöist þríveg-
is í fyrri heimsstyrjöldinni, og sat í
tvígang i fangelsi á valdatíma
Mussolinis. Hann barðist meö
skæruliöum í seinna stríöi, og var
ævinlega haröur vinstri maöur.
Kommúnistar tilnefndu hann sem
forsetaefni sitt í forsetakosningun-
um 1955, en Parri neyddist til aö
draga framboö sitt til baka, þar eö
hann átti ekki nægan stuöning á
þingi.
SKÁL!
+ Ronald Reagan, forseti Banda-
rikjanna, skálar viö þrjá forvera sína
í forsetaembætti, þá Richard Nixon,
Gerald Ford og Jimmy Carter.
Myndin var tekin snemma i október,
þegar þeir fjórir hittust að máli i
Hvíta húsinu, áður en þeir héldu af
stað til Kaíró, aö vera viöstaddir
jarðarför Anwar Sadats, Egypta-
landsforseta, sem var myrtur sl.
haust. En myndin þessi var ekki
gerö opinber i Washington fyrr en
nú í síöustu viku . . .
Palme
í Japan
+ Olof Palme, leiötogi Jafnaöarmanna í Sví-
þjóö og fyrrum forsætisráöherra þar í landi,
var nýlega á ferö í Japan og tóku þá Ijósmynd-
arar þessa mynd af Palme þar sem hann heils-
aöi upp á utanríkisráöherra Japana, Voshio
Sakurauchi. Palme er til hægri á myndinni og
brosir framan í Choi nokkurn Kyung Rok, er-
indreka stjórnarinnar í Suöur-Kóreu og Sakur-
auchi stendur á milli þeirra. Palme var ekki í
neinni skemmtireisu á þessum slóðum, heldur
í erindagjörðum nefndar einnar sem hann er í
forsæti fyrir, og fjallar um afvopnunar- og ör-
yggismál.
„ísland er mjög
myndrænt land“
Rætt við Max Schmid ljósmyndara
Max Schmid heitir maður svissn-
eskur og er Ijósmyndari. „Hálfat-
vinnuljósmyndari," eins og hann
segir. Max Schmid ferðast um allan
heim, er laus og liðugur, sjálfs sín
húsbóndi og tekur myndir. Náttúru-
myndir eingöngu. Hann selur mynd-
ir sínar stórum Ijósmyndablöðum
víða um heim en helst er hann fræg-
ur í heimalandi sínu, Svisslandi, og
svo í Þýskalandi, en þar stendur nú
yfir sýning á náttúruljósmyndum
hans frá Islandi og öðrum stöðum í
borginni Stuttgart. Önnur sýning er
fyrirhuguð innan skamms í borginni
Kiel í sama landi.
Max Schmid kom hingað til ís-
lands í fyrsta sinn árið 1968 og
hreifst fljótlega af náttúru lands-
ins, fjöllum, fossum og ám að
ógleymdum jöklunum. Hann ferð-
aðist þá um landið og tók myndir
og síðan hefur hann verið hér við-
loðandi fram á þennan dag. Kem-
ur minnst einu sinni á ári og dvel-
ur hér kannski í mánuð eða lengur
og ferðast um landið. Hann hefur
lagt það á sig að læra íslensku
blm. Morgunblaðsins hann að
máli. Haraldur J. Hamar var í
fylgd með honum en margar
mynda Max hafa birst í Iceland
Review og Atlantica en Haraldur
er ritstjóri þeirra blaða.
„Ég held ég myndi ekki vilja
vera atvinnuljósmyndari," sagði
Max Schmid. „Maður, sem lifir
ekki á ljósmyndun eins og ég, hef-
ur að ég held meiri tilfinningu
fyrir myndefninu og ljósmyndun-
inni en atvinnumaðurinn, sem
kannski gengur að þessu eins og
hverju öðru starfi. Eg hef hvergi
lært ljósmyndun, aldrei, og það
gekk erfiðlega í fyrstu að selja
myndirnar til blaða og tímarita en
það er farið að ganga betur núna.
Ég hef, auk þess að taka sjálfur
myndir, oft verið leiðsögumaður
fyrir atvinnuljósmyndara og hef
farið með hópa til Perú, Filipps-
eyja, Nýja-Sjálands og annað.
Island er mjög myndrænt land.
Náttúra íslands er alveg sérstök
og á hvergi sinn líka í heiminum.
Það er a.m.k. leitun að skemmti-
Max Sehmid með eintak af almanakinu svissneska en í því eru margar
myndanna frá fslandi og m.a. sú sem hérna sést.
Ljósimnd Mbl. krisiján.
þann tíma sem hann hefur verið
hér og talar hana bara vel.
Hann hefur víða um heiminn
farið í leit að „mótífum", eða
fyrirmyndum i náttúrunni, m.a. til
Nýja-Sjálands, Norður-Ameríku,
Argentínu, Perú, Filippseyja, Nor-
egs, íslands og fleiri staða. Myndir
hans af íslandi hafa farið víða en
flestar hafa þær þó birst í sviss-
neska ljósmyndablaðinu „Photo-
graphie". Það blað hefur nú í
fyrsta sinn gert og gefið út í tak-
mörkuðu upplagi almanak með
myndum Max Schmids og er tæp-
ur helmingur þeirra mynda héðan
af íslandi. Almanak þetta er
geysistórt um sig, tæplega einn
sinnum hálfur metri í ummál.
Myndirnar í almanakinu eru einn-
ig frá Perú, Argentínu og Nýja-
Sjálandi, en flestar frá íslandi.
Þær eru m.a. frá Mývatni, af Esju,
og frá Torfajökulssvæðinu.
Max Schmid er nú staddur hér á
landi, kom rétt fyrir jólin, og hitti
legri náttúru en ísland hefur upp
á að bjóða. Landslagið er sér-
kennilegt en það er eins og íslend-
ingar sjálfir viti bara ekki af því
eins furðulegt og það nú er en það
er afskaplega gaman að ljós-
mynda landið. Sérstaklega uppi á
hálendinu og á Torfajökulssvæð-
inu eru afskaplega falleg og
skemmtileg „mótíf“. Þar er lands-
lagið mjög sérstakt. Stór þáttur í
lar.dslaginu er hvernig það er mót-
að af náttúrunni af hörðum veðr-
um til dæmis.
Nei, ég hef ekki orðið var við að
erlendir ljósmyndarar flykkist
hingað til íslands í náttúru-
myndatöku. Landið er fjarlægt og
það er sjálft erfitt að mörgu leyti."
Max Schmid ætlar að hafa sýn-
ingu á myndum sínum hér á landi
næsta haust en Iceland Review
hefur í hyggju að gefa út ljós-
myndabók, Islandsbók með mynd-
um Max frá íslandi.
Míkið tjón á
Filippseyjum
Manila, .‘10. desembcr. \l*.
At) MINNSTA kosti 185 manns
fórust og 146 til viðbótar er enn
saknað í kjölfar fellibylsins Lee,
sem fór yfir hluta Filippseyja um
síðustu helgi.
Hjálparstofnanir skýrðu frá
því að 24.808 heimili hefðu eyði-
lagst og 1.586 manns slasast.
Áætlað er að tjón á mannvirkj-
um og uppskeru jafngildi 25
milljónum dollara.
Alls misstu um 210 þúsund
manns heimili sín, en auk þeirra
húsa sem eyðilögðust varð mis-
munandi mikið tjón á 53.314
húsum. Yfir 200 týndu lífi er
fellibylur fór yfir eyjarnar í
nóvember.