Morgunblaðið - 05.01.1982, Side 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982
Ekki segjcx. fccx! G»ettu hver þetto.
dsí er...
TM Reo U.S. Pat. Off.—all rights reserved
« 1981 Los Angeles Times SyrxJicate
... aö /aða /iawa /i/rs/
/raw í huyann.
Vissir þú það mamma að ána-
maðkar eru eins oy lifrarkafa á
bragðið?
Vertu fljót að ákveða þig.- Ég er
kominn með sinadrátt í löppina.
HÖGNI HREKKVÍSI
A nÉ/cKSro /‘trrr* / ?
Þakkir til forsetans
Árni Gunnlaugsson, Hafnarfirði,
skrifar:
„Ekki má gleymast að þakka,
þegar fyrirmenn þjóðarinnar með
fordæmi sínu eða á annan hátt
visa okkur veginn til fegurra
mannlífs. Því skulu forseta ís-
lands, Vigdísi Finnbogadóttur,
fluttar þakkir fyrir tímabær að-
vörunarorð, þegar hún í nýársræð-
unni vék að fíkniefnaneyslunni og
sagði m.a.: „Það er gaman að
skemmta sér, en að ganga til þess
að skemmta sjálfum sér við að
gleyma stund og stað og aðeins til
að drepa tímann er með því dap-
urlegasta, sem samfélagið hefur
fundið upp sér til dægrastytt-
ingar."
Margir hljóta að geta tekið und-
ir þessi orð forsetans, en um leið
vakna spurningar eins og þessar:
Hví ættum við að vilja svipta
okkur með neyslu vímuefna hæfi-
leika og heilsu til þess að fá notið
allsgáð og ótrufluð þeirra marg-
víslegu dásemda, sem lífið býður
okkur? Hvi skyldum við óvirða
okkur sjálf og flýja raunveruleik-
ann með neyslu áfengis og ann-
arra vímugjafa? Hvaða haldbær
rök eru það gagnvart sjálfum sér
að skipta áfenginu í sérbás í af-
stöðunni til fíkniefna? Hvaða
fíkniefni veldur hér meira alhliða
tjóni og böli en einmitt áfengið?
- Það er ekki að ástæðulausu, að
úr hópi færustu manna á sviði
áfengisrannsókna hefir því verið
haldið fram, að ef áfengið hefði
verið fundið upp á okkar dögum,
hefði það verið sett á bannlista
með ýmsum öðrum eiturefnum.
Er ekki kominn tími til að
staldra við, hugsa sitt ráð og hafa
þá í huga eftirfarandi, sem haft er
eftir Pyþagorasi: „Berðu virðingu
fyrir sjálfum þér framar öllu
öðru.“ En vímuefni, hvaða nafni
sem nefnast, veikja sjálfsvirðing-
una, sem er „lykill til frelsis og
farsældar", eins og forsetinn
komst að orði í nýársræðunni.
Endurteknar skulu þakkirnar
til forsetans með þeirri von, að á
nýju ári megi sem flestum lærast
að njóta lífsins án áfengis og ann-
arra fíkniefna. Það styrkir sjálfs-
virðinguna og hjálpar okkur til
þess að geta verið hamingjusöm,
- gefur okkur sjálfum og öðrum
gleðilegt ár.“
Hvaða blessun
færir sá friður
sem keyptur er fyrir ánauð og ill
kjör mörg hundruð milljóna manna?
Húsmóðir skrifar:
„Allt er þá þrennt er, segir gam-
ait máltæki. Þrisvar sinnum hefur
rússneski björninn slegið hinn
frjálsa heim hrottalega um jólin.
Nasistaskríll og
ævintýralýður
Fyrst var það Ungverjaland
sem kommúnistarnir færðu Stalín
og þá hirtu Rússar framleiðsluna
og gáfu smánarverð fyrir, svo að
1956 var þjóðin orðin sárfátæk og
aftökur og fangelsanir daglegt
brauð. Þjóðin gerði uppreisn og
hélt í bjartsýni sinni, að hinn
frjálsi heimur ætlaði að þurrka út
rauða sósíalismann eins og þann
brúna í Þýskalandi. En þá komu
friðardúfurnar og bönnuðu stríð.
Hér í útvarpinu fékk almenningur
þann sannleika, að þetta hefði
bara verið nasistaskríll og ævin-
týralýður, sem Rússar væru búnir
JHfHR
að frelsa almenning frá. Og allir
voru komnir til Síberíu; þar er svo
gott að vera um jólaleytið, ekki
satt? Þegar útvarpið var búið að
senda út þennan sannleika, gat
jólasteikin orðið gómsæt.
Ekki væri sulturinn ...
Fyrir tveimur árum réðust
Rússar inn í Afganistan, og enn
þurfa þeir að auka herafla sinn
þar. Hefði hinn frjálsi heimur
skilið sinn vitjunartíma 1956, þá
hefðu ekki kennararnir í Kamp-
útseu framið þjóðarmorðið. Báta-
fólkið frá Víetnam, sem nú er
dreift um allt, væri heima hjá sér
og yndi við misgóðar stjórnir eins
og við. Ekkert land þyrfti að
óttast hryðjuverkamenn, og
hryðjuverkaskólarnir í Austur-
Þýskalandi hefðu aldrei verið
stofnaðir. Ekki væri sulturinn og
kúgunin í Angóla og Mósambik
eða manndrápin í Eþíópíu, og ekki
væru 250 þúsund flóttamenn frá
Kúbu nú í Bandaríkjunum.
Frá vöjjgu til grafar
Ég hætti nú að telja, en lengur
mætti halda áfram. Þriðji kinn-
hesturinn og ekki sá minnsti er
svo Pólland. Þar er barið á verka-
mönnum sem báðu um mat og
mannréttindi, en slíkt er naumt
skammtað í alþýðulýðveldunum.
Ég vil biðja friðardúfurnar, bæði
þær sem eru á mála hjá KGB og
svo hinar, sem vinna fyrir Rússa í
sjálfboðavinnu, að hugleiða hvaða
blessun sá friður færir heiminum,
sem keyptur er fyrir ánauð og ill
kjör mörg hundruð milljóna
manna, sem frá vöggu til grafar
geta aldrei um frjálst höfuð strok-
ið.“
„Fyrir tveimur árum réðust Rússar inn í Afganistan, og enn þurfa þeir
að auka herafla sinn þar.“