Morgunblaðið - 05.01.1982, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 05.01.1982, Qupperneq 38
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 1982 Ölvaðir ökumenn komu víða við Frá slysstað á Sundlaugavegi. Mynd Mbl. Jón Svavarsson. Umtalsverð aukning í sölu hljómplatna - Mini-Pops söluhæsta platan síðastliðið ár, Himinn og jörð söluhæst innlendra platna Verzlunarráð íslands og VSÍ gera með sér samstarfssamning: Verzlunarráð hættir beinni aðild að kjarasamningum VER/LUNARRÁÐ íslands og Vinnu- veitendasamband íslands hafa gert með sér samning um samstarf, verk- skiptingu og tengsl milli samtakanna. Þessi samningur hefur verið staðfest- ur í framkvæmdastjórnum beggja samtakanna. Hann felur m.a. í sér, að Verzlunarráð íslands hættir beinni að- inu, ef þeir óska eftir því, að hafa aðildina með þeim hætti. Ýmsir af okkar félögum gera sína kjarasamn- inga í gegnum önnur samtök eins og t.d. bankarnir og enn aðrir mega ekki eiga aðild að kjarasamningum og loks er svo hópurinn sem ekki vill eiga aðild að kjarasamningum og starfsfólk þeirra vill ekki eiga aðild að stéttarfélögum. Það eru því ýms- ar útgáfur á því hvernig okkar fé- lagar tengjast kjarasamningum og vilja það, en samningurinn breytir í sjálfu sér ekki þeirri stöðu, sagði Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins. Ný barnalög taka gildi - framfærsluskylda lengist í 18 ár Þó lögreglumenn hefðu verið sam- mála um að áramótin hefðu verið venju fremur róleg, þá voru þó venju fremur fleiri teknir ölvaðir undir stýri eftir að hafa valdið tjóni. Á miðvikudag kom til eltingarleiks eft- ir að drukkinn ökumaður ók á bif- reið við Ánanaust. Okumaður bif- reiðarinnar veitti hinum drukkna eftirfór, en ekki tókst þó betur til, en bílarnir skullu aftur saman á Melatorgi. Þá hætti maðurinn eftir för og gerði lögreglunni viðvart. Hann gat gefið upp númer bifreiðar innar, sem ekið var á hann, og var hinn ölvaði ökumaður tekinn skömmu síðar á heimili sínu og við- urkenndi hann brot sitt. Á nýársdag var ekið á ljósa- staur á mótum Fjölnisvegar og Njarðargötu með þeim afleiðing- um að þrennt var flutt á slysa- deild, en ökumaðurinn var ölvaður undir stýri. Ölvaður ökumaður ók fram af kanti á Hallærisplaninu, svo bíllinn vísaði út í Austur- stræti. Þá ók ölvaður ökumaður á ljósastaur við Suðurfell. Áður mun hann hafa ekið á steinvegg og var bifreið mannsins mikið skemmd eftir ökuferðina. Á nýársmorgun var ölvaður vegfarandi fyrir bifreið á Sund- laugarvegi, skammt fyrir austan Laugarnesveg. Maðurinn var á leið yfir götuna, þegar hann varð TÖLVÉRÐ gróska hefur verið í sölu hljómplatna á síðasta ári, að sögn hljómplötuútgefenda, og mun auk- ningin frá árinu 1980 vera allt að 50%. Söluhæstu hljómplöturnar að þessu sinni urðu Mini-I’ops, sem seldist í 12.000 eintökum og íslenzka platan llíminn og jörð, sem seldizt í 9.000 eintökum. Að sögn Steinars Berg Isleifsson- ar í Steinum hf. varð Mini-Pops söluhæst hjá hans fyrirtæki eins og áður sagði. Þá seldist Shaking Stev- ens, Shaky, í 9.000 eintökum, Skalla- popp í tæpum 9.000 eintökum, REO Speed Wagon í rúmum 5.000 eintök- um, Best og Blondie sömuleiðis og nokkrar aðrar K-Tel plötur í svip- uðu upplagi. Sagði hann mikla aukningu hafa orðið í plötusölu seinnipart ársins og taldi að mestu skipti að lægra verð hefði selt meira magn. Taldi hann aukninguna yfir árið í heild geta numið um 50%. Óiafur Haraldsson, forstjóri Fálkans, sagði plötuna Himinn og jörð hafa selzt í 9.000 eintökum, Doctor Hook Greatest Hits í 8.300, Queens Greatest Hits í 6.800, Sumargleðina í 5.100, Við jólatréð í fyrir bifreiðinni og hlaut hann beinbrot á hægra fæti og höfuð- meiðsl. Um hádegið sama dag var rauðri Völkswagen-bifreið ekið utan í bíl á Reynimel. Ökumaður VW-bifreiðarinnar gerði sér lítið fyrir og veifaði og hélt á brott. Hann var skömmu síðar handtek- inn, og reyndist ölvaður. Þá má geta þess, að ölvaður ökumaður ók bifreið sinni á umferðarskilti á Réttarholtsvegi og náðist hann skömmu síðar, og á Vesturgötunni var bifreið ekið utan í leigubíl og var ökumaðurinn grunaður um ölvun. Talsverðar skemmdir urðu á leigubílnum. Forseti Islands í opinbera heim- sókn til Bretlands 17.—19. febrúar nk. FORSETI íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, fer í opinbera heimsókn til Rretlands, dagana 17.—19. febrú- ar nk. Forsetinn fer héðan með þotu Flugleiða 16. febrúar til London, en opinbera heimsóknin hefst dag- inn eftir. Að lokinni hinni opin- beru heimsókn mun forsetinn dvelja í Bretlandi í tvo daga. 4.800, Richard Klayderman, Tónar um ástina, í 4.600 og Bessa Bjarna- son, Bessi segir sögur og syngur fyrir börnin, í 4.100 eintökum. Taldi hann magnaukninguna verulega, en erfitt væri að segja til um raunveru- lega aukningu, hún gæti verið um 25%. Þetta hefði verið hagstæðasta árið frá því 1978, en enn væri langt í land með að sölunni þá væri náð. Að sögn Svavars Gests hjá SG-hljómplötum seldist plata Kötlu Maríu, Litli Mexíkaninn í tæpum 8.000 eintökum, Graham Smith í tæpum 6.000, Ómar Ragnarsson, Skemmtilegustu lög Gáttaþefs, í 4.000 eintökum og tvöföld plata Al- freðs Clausens í 2.500 eintökum. Plötur þeirra Kötlu Maríu og Al- freðs seldust upp, en eru væntanleg- ar á markaðinn aftur. Þá seldist einnig talsvert af eldri plötum af ýmsu tagi. Svavar sagði mjög erfitt fyrir útgáfufyrirtæki að gera sér grein fyrir söluaukningu vegna þess að miklu máli skiptu gæði þeirra platna, sem út væru gefnar hverju sinni, en sagðist þó telja að um ein- hverja aukningu frá fyrra ári væri að ræða. ild að kjarasamningum. Helztu atriði samningsins eru þau, að Verzlunarráðið gengur í Vinnuveitendasambandið, sem vinnuveitandi, en ekki fyrir hönd fé; laga sinna. Á sama hátt gerist VSÍ aðili að Verzlunarráðinu, sem félagasamtök, en ekki fyrir hönd fé- laga sinna. Stefnt er að nánu samstarfi um sameiginieg hagsmunamál, en verkaskiptin er í grófum dráttum sú, áð VÍ annast samskipti við stjórnvöld í efnahags- og viðskipta- málum, en VSÍ í efnahags- og kjara- málum. Að öðru leyti miðast starf þessara samtaka eftir sem áður við tilgang hvors um sig. Árni Árnason, framkvæmdastjóri Verzlunarráðsins, var inntur nánar eftir aðild félaga Verzlunarráðsins að kjarasamningum eftir samning- inn: — Félagar Verzlunarráðsins eiga aðild að ýmsum sérgreinafélög- um og í gegnum þá aðild, tengjast þeir Vinnuveitendasambandinu. Þá eru ýmsir félagar Verzlunarráðsins beinir félagar í Vinnuveitendasam- handinu, auk þess sem samningur- inn veitir öðrum félögum Verzlun- arráðsins heimiid til að gerast bein- ir félagar í Vinnuveitendasamband- NÚ (JM áramótin gengu Barnalög í gildi. Lögin voru samþykkt á Alþingi 1. apríl á sl. ári og fela í sér ýmsar nýj- ungar. Tilgangur laganna er öðrum fremur að auka rétt barna, fjallað er um skilgetin börn og óskilgetin í ein- um lagabálki í stað tveggja áður, og reynt að jafna rétt allra barna hvort sem foreldrar eru í vígðri sambúð eða ekki. Samkvæmt lögunum lengist fram- færsluskylda nú um eitt ár, úr 17 í 18, og heimild er að auki til framlags til menntunar eða starfsþjálfunar til 20 ára aldurs. Þá er einnig heimild til að fara fram á að meðlagsskylt foreldri taki þátt í kostnaði vegna sérstakra útgjalda svo sem ef um er að ræða skírn, fermingu, veikindi eða annað. Að auki má nefna að for- eldrar hafa nú sameiginlega forsjá barns þótt þeir séu í óvígðri sambúð, í stað móðurinnar áður. Umgengn- jsréttur fönr við barn sitt hefur einnig verið lögfestur hvort sem barnið er skilgetið eða óskilgetið. í lögunum stendur að Dómsmála- ráðuneytinu beri skylda til að kynna almenningi efni laganna og er unnið að útgáfu upplýsingabæklings á veg- um ráðuneytisins, sem mun inni- halda lögin og útskýringar á ýmsum nýjungum sem þau fela í sér, og verður hann væntanlega tilbúinn fljótlega. Yfirlýsing frá Guðmundi Sæmundssyni: Tek ákvörðun um framboð 9. janúar Reglur um kosningu stjórnar og trúnaðarmannaráðs eru mjög ólýðræðislegar í Vlf. Einingu, rétt eihs og í öðrum stærri félögum innan ASÍ. Forysta Einingar hafnaði því í fyrra að þessar regl- ur yrðu rýmkaðar og færðar í lýð- ræðisátt. Samkvæmt reglunum geta framboð ekki orðið öðruvísi en með listum, og framboðslistinn verður að innihalda nöfn fólks í stjórn, varastjórn, trúnaðar- mannaráð, varatrúnaðarmanna- ráð og endurskoðendur reikninga. Samtals eru þetta um 60 manns. Þess ber einnig að geta að til að listi verði frambærilegur verða þessir 60 félagsmenn að koma sem víðast úr félaginu, af sem flestum vinnustöðum og úr öllum deildum. Ekkert mælir hins vegar gegn því í lögum Einingar að sama fólk- ið sé á báðum framboðslistum ef tveir koma fram, og mætti þá líta á slíkt sem vott um að viðkomandi félagar óski eftir að vera hlutlaus- ir í kosningunum eða séu reiðu- búnir til starfa fyrir félagið án til- lits til þess hverjir aðrir veljast þar til starfa. Einnig þarf framboðslisti að skila a.m.k. 100 nöfnum meðmæl- enda. Sú kvöð hvílir hins vegar ekki á lista þeim sem stjórn og trúnaðarmannaráð leggja fram. Mér hafa borist margar munn- legar og skriflegar áskoranir Ein- ingarfélaga af ýmsum vinnustöð- um og úr ýmsum deildum félags- ins um að vinna að því að settur verði fram mótlisti í komandi stjórnar- og trúnaðarmanna- ráðskosningum félagsins gegn þeim lista sem stjórnin og trúnað- armannaráð munu setja fram. Ég hef ákveðið að verða við þessum tilmælum. En af því sem að ofan greinir er ljóst að það er ekkert áhlaupaverk eða á eins manns færi að koma slíku mótframboði á laggirnar. Slíkur listi verður að hafa að baki sér mjög sterka hreyfingu almennra félaga. Eink- um er þetta nauðsynlegt, þegar um er að ræða lista sem vill ekki styðjast við neina stjórnmála- flokka og hefur raunar þá yfir- lýstu stefnu að berjast gegn valdi flokkanna yfir verkalýðshreyfing- unni og sífelldri misnotkun þeirra á henni. Slík hreyfing almennra félaga virðist vera orðin til innan Eining- ar. Óánægja ríkir með núverandi forystu félagsins. Það sem fólk virðist helst gagnrýna eru einræð- isleg vinnubrögð, flokkshollusta forystunnar, leiðinlegir fundir, ofríki gagnvart deildum félagsins, skortur á upplýsingum og fræðslu fyrir almenna félaga, tengslaleysi forystunnar við fólkið á vinnu- stöðunum og sitthvað fleira. Þá er það ríkjandi álit að forystan hafi staðið sig illa í samningamálunum og verið tilbúin til að éta ofan í sig kröfugerð félagsins og ýmis stór orð, strax og forysta ASÍ, stjórn- málaflokkarnir og ríkisvaldið óskuðu þess. Ég er sammála þessari gagnrýni í öllum meginatriðum. Ég hef set- ið í stjórn Einingar í eitt ár og reynt að koma málum fram þar — án nokkurs teljandi árangurs. Mér er nú ljóst að sú leið er ekki fær. Ekki heldur sú leið að reyna að koma á breytingum á stefnu, skipulagi og starfsháttum með til- löguflutningi á félagsfundum, jafnvel þótt ein og ein tillaga fáist samþykkt. Þessi leið er lokuð á meðan óbreytt viðhorf ráða í æðstu forystu félagsins. Það eru ekki orðin sem skipta máli, heldur framkvæmdin. Ég hafði því fyrir nokkru gert það upp við mig að sitja ekki áfram í stjórn sem Jón Heigason hefði forystu fyrir og undirtökin í. Hins vegar er ég til- búinn til að reyna þá leið að vinna að framboði sem þoði ný viðhorf og heilbrigðari starfshætti. Slíkt framboð getur aldrei leitt nema gott af sér fyrir félagið. Sigri slíkt framboð er það auðvitað mikill sigur fyrir almenna félaga og stefnu þeirra. En hvernig sem slík kosning fer, hlýtur hún að auka áhuga félagsmanna á starfi fé- lagsins og verka hvetjandi á þá til þátttöku í því. Þeir sem skorað hafa á mig að vinna að mótframboði eiga nú leikinn. Uppstillingarnefnd Ein- ingarstjórnarinnar á að skila til- lögum sínum 11. jan. nk. til stjórn- arinnar. Tveim dögum fyrr — eða laugardaginn 9. janúar — verður haldinn opinn fundur með sem flestum áskorendum og öðrum áhugamönnum um mótframboð. Á þeim fundi verður tekin ákvörðun um hvort af framboði verður, hver stefna listans eigi að vera, hvernig hann skuli skipaður og hvernig kosningabaráttunni verði hagað. Fundurinn verður í Alþýðuhúsinu og hefst kl. 2 eftir hádegi laugar- daginn 9. janúar. 27.desember 1981 Guðmundur Sæmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.