Morgunblaðið - 14.01.1982, Side 5

Morgunblaðið - 14.01.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1982 5 Jósef Kinar Mallhían Olafur Birgir ískifur Cíiali Halldór Kjjólfur Hélur Jón l'ríðrik Leiðin til bættra lífskjara: Fundað að Flateyri, Höfn, Hvamms- tanga, Grundarfirði, Ólafs- firði, ísafirði og Búðardal SÍKurlaux Sjálfstæðisflokkurinn efnir þessa dagana til fundaherferðar um land allt undir kjörorðinu: Leiðin til bættra lífskjara. í dag, fimmtudaginn 14. janúar kl. 20.30, verða fundir í félagsheim- ilinu á Hvammstanga og að Itót- el llöfn í Hornafirði. Á Hvammstanga verða framsögumenn Matthías Á. Mathiesen, alþingismaður, og Jón Ásbergsson, fram- kvæmdastjóri. I Höfn í Horna- firði tala Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðis- flokksins og Sigurlaug Bjarna- dóttir, menntaskólakennari. Á morgun, föstudag kl. 20.30, verður fundur í sam- komusal Hjálms hf. á Flateyri. Framsögumenn Jósef H. l»or geirsson, alþingismaður og Ein- ar Kr. Guðfinnsson, stjórn- málafræðingur. Á laugardag verður fundað á fjórum stöðum: • 1. Grundarfirði: Fundað í safnaðarheimilinu kl. 2 mið- degis. Framsögumenn: Matthí- as Bjarnason, fyrrv. sjávarút- vegsráðherra og Ólafur G. Ein- arsson, formaður þingflokks sj álfstæðismanna. • 2. Olafsfjörður: Fundar- staður Tjarnarborg. Fundur hefst kl. 2 miðdegis. Fram- sögumenn: Birgir ísleifur Gunn- arsson, alþingismaður, og Gísii Jónsson, menntaskólakennari. • 3. ísafjörður: Fundað í Sjálfstæðishúsinu kl. 4 síðdeg- is. Framsögumenn alþingis- mennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson og Pétur Sigurðsson. • 4. Búðardalyr: Fundur í Dalabúð kl. 4 síðdegis. Fram- sögumenn: Halldór Blöndal, al- þingismaður og Óðinn Sig- þórsson, bóndi. I Mbl. á morgun verður greint frá fundum Sjálfstæðis- flokksins nk. sunnudag. EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AK.LYSINíiA- SÍMINN EK: 22480 Sinfóníuhljómsveit Islands: Níundu áskriftartón- leikarnir í kvöld NÍIINDU áskriftartónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands þetta starfs- árið verða í Háskólabíói í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Efnisskráin er eftirfarandi: Mo/art: Forleikur ad óperunni I)on (•iovanni. MaJiler Kindertotenlieder. Schubert: Sinfónía nr. 9 í C-dúr. Hljómsveitarstjórinn Gilbert I. Levine er fæddur árið 1948 í New York. Hann lærði hjá Dennis Russel Davies við Juillard-skólann í New York 1967—’8, við Princet- on-háskólann hjá Jacques Monod 1968—’71, hjá Nadiu Boulanger í París á árinu 1971 og við Yale- háskólann í Connecticut hjá Gustav Mayer 1971—’2. Árið 1973 var hann sérlegur aðstoðarmaður George Solti í London og París. Hann varð framkvæmdastjóri og hljómsveitarstjóri Norwalk Symphony Orchestra 1974 og hef- ur síðan stjórnað ýmsum hljóm- sveitum í Evrópu og Ameríku. Levine er eini Ameríkumaðurinn sem hefur komist í úrslit í Kar- ajan-keppninni. Einsöngvarinn Edith Thallaug kemur í veikindaforföllum Ortrun Wenkel. Edith Thallug sem er fædd i Osló, var fyrst leikkona við norska þjóðleikhúsið, fór'síðan að syngja og flutti til Svíþjóðar og söng við óperuna í Gautaborg og konunglegu óoperuna í Stokk- hólmi 1964. Hún er nú konungleg- ur hirðsöngvari. Frú Thallaug hef- ur farið í tónleikaferðir, m.a. til Þýskalands, Englands, Noregs, Austurríkis, Póllands, Tékkóslóv- akíu og ísraels. i. * :S (Jg) <þnlinenlal Viftureimar FAC Kúlu- og rúllulegur mwMKEN Keilulegur HHH precision s Hjöruliðir Einnig eru tímareimar og tímakeöjur fáanlegar í flestar gerðir bifreiða og vinnuvéla. Stærsta sérverzlun landsins með legur, ásþétti, hjöruliði og skildar vörur. Sendum land allt. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Örfáum bílum á gamla verðinu óráðstafað. Verö um 105.000.- STATION HONDA Á ÍSLANDI, SUDURLANDSBRAUT 20. SÍMI38772

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.