Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 8
56 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1982 Ingemar Stenmark er fæddur í Joesjö, Vást- erbotten, þann 18. mars 1956, en uppalinn í Tárnaby í Svíþjóð. Nú er hann hins vegar búsettur í Monaco, nánar tiltekiö „Avenue de l'Annonciade, Monte Carlo". Hann er 182 cm á hæö, 75 kg á þyngd og meö liðað hár. Nokkur gælunöfn hefur hann hlotið, svo sem Ingo, Stenis eða Senmark, eins og þjálfarar hans kölluöu hann hérna áður fyrr í Tárnaby. Þaö sem einna helst þyk- ir einkenna persónuleika Stenmarks er forvitni, ein- þykkni, hógværö og hlé- drægni, en metnaðargirnd. Hann drekkur mest mjólk og reykir ekki. Frá árinu 1980 hefur hann búið með Ann Uvhagen, fyrrv. flug- freyju og er barnlaus. Uppáhalds íþróttagreinar Stenmarks, fyrir utan skíðaíþróttina, er íshokky og „Windsurfing". Hann hefur 18 sinnum unnið heimsmeistarasigra, tvisvar sinnum OS-gullverðlaun (Lake Placid 1980) og einu sinni OS-bronsverðlaun (Innsbruck 1976) og fjórum sinnum OL-gullverðlaun (2 í Garmisch 1978 og 2 í Lake Placid 1980). Foreldrar hans eru Erik og Gunborg Stenmark, búsett í Slal- omvágen í Tárnaby. Hann á einn bróður, Jan-Erik, sem er fæddur áriö 1963. Tekjur hans eru mjög miklar. Ingemar slakar á í sólinni í Monaco fyrir utan heimili sitt. Lífið í Tárnaby Það sem fólki er einna minnis- stæðast úr lifi Ingemar Sten- marks sem ungs drengs í Tárnaby, cr að hann var sólginn í tertur. Annars var hann feiminn og hlé- drægur snáði sem enginn tók neitt sérstaklega eftir og hélt sig aðal- lega í faðmi fjölskyldunnar, nema þegar kökur voru í boði. Fimm ára fluttist hann frá Joesjö, litla þorpinu við norsku landamærin, í nýtt hús með fjöl- skyldu sinni á Slalomvágen í Tárnaby. „Stig Nr. 1" Stenmark var svo feiminn og óframfærinn sem drengur að það leið hálft ár áð*ur en hann byrjaði fyrir alvöru að leika sér með ná- granna sínum Stig Strand. Með vetrinum fóru þeir að keppa í brekkunum, fyrst bak við hús Stenmarks, síðan í alvöru skíða- brekkum. Þá kepptust þeir um að verða jafngóðir og þeir bestu í þá daga. Pepi Stiegler og Hias Leitn- er. Stig bar á sér áletrunina „Stig Nr. 1" og það reyndist rétt vera; hann var betri. Og oft fór Ingemar grátandi heim. Hörö barátta Upp frá því fór Ingemar að æfa meira og meira og seinna kom svo árangurinn í ljós. Átta ára gamall náði hann sínu fyrsta takmarki; hann var orðinn betri skíðamaður en Stig. Án efa hefur þessi keppni við leikfélaga hans á unga aldri lagt grunninn að metnaði hans og velgengni í skíðaíþróttinni. Átta ára gamall í keppni á ítalíu Gunborg, móðir Stenmarks, var ekki mönnum sinnandi í heila viku þegar sonur hennar fór utan í fyrsta skipti. „Það var heimsku- legt að vera svona áhyggjufull," segir hún, enda er hún nú orðin vön tíðum keppnisferðum hans. Ingemar var átta ára gamall og átti að keppa á ítalíu. Hann hafði sigrað í „Kalle Anka-keppni" í heimalandi sínu og ávann sér þar með rétt til að keppa í alþjóða- keppni í Trento á ítalíu. Þar náði hann 14. sæti. Sænsku keppnina vann hann þrisvar sinnum. Síðan fór hann að stunda fleiri íþrótta- greinar, svo sem fótbolta, hjólreið- ar o.fl. og var svo komið að skíða- kennurum í Tárnaby var ekkert farið að lítast á frama hans í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.