Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 93 opinberar sig í reynsluakstri. Orð eru óþörf. Bensín og bensíneyðsla. Orku- kreppan hefur leikið marga bif- reiðagreinina grátt. Með hækk- andi bensínverði hefur verið reynt að mæta vandamálinu með því að smíða sparneytnari vélar. Á Vest- urlöndum með því móti að stilla betur vélarnar, minnka loftmót- spyrnu (straumlínugerð) eða beita tölvustýringu í bensínrennsli (BMW 520i og yfir). í Japan var gripið til þeirra ráða að minnka vélarrýmið, þ.e.a.s. minnka sýl- indrafjölda og slagrúmmál: þar af leiddi kraftleysi japönsku vélanna. Japönsku bílarnir eru óneitanlega sparneytnustu bifreiðirnar nú til dags á markaðnum og sumir þeirra þær ódýrustu. En það er í Bandaríkjunum sem orkukreppan skall mest og harð- ast á. Þar stendur gjaldþrot fyrir dyrum flestra fyrirtækja. Amer- ískir „guzzler" (þýðir: gleypir, eða að drekka eins og svampur) seljast ekki lengur, og nú blasir sú and- stæðukennda staðreynd við á bíla- markaðinum þarlendis, að VW-bílar eru verðmætari í endur- sölu en hinir „magastóru" götu- prammar. En eitt skal samt bent á: Jafnvel þegar bensín rann að vild úr slöngunum og var mjög ódýrt, keyptu menntaðir Banda- ríkjamenn evrópska bíla. í Texas er besti og umfangsmesti Porsche-klúbbur sem Þjóðverjar sjálfir sækja heim. En nú á dögum er Vw-golf (The Rabbitt) mest selsti bíllinn í Bandaríkjunum, og að sjálfsögðu mest stolni en sú fremur dapurlega staðreynd var notuð af VW-umboðinu í New York sem auglýsing: „VW — the most stolen car, because the most cherished in our town“. Bílakaupandi þarf alltaf að var- ast áróðurinn í sambandi við bens- íneyðsluna. Það sem langflestir „upplýsingabæklingar" kalla „DIN-eyðsluna“ (standard) er í rauninni ekki til. Þessi neysla fæst einungis við eftirfarandi aðstæð- ur: — akstur á jöfnum, malbikuðum vegi — logn — 4-gír — 90 km/klst — aðeins tveir farþegar — hvorki toppgrind né farangur Þvílíkar kringumstæður eru svo sem aldrei fyrir hendi, þannig að hinn vitri kaupandi verður að at- huga fyrst og fremst eyðsluna inn- anbæjar og svo utanbæjar og líka hafa það í huga að fimmta-gírinn (þann sparneytnasta) verður ekki nokkurn tíma hægt að prófa á Reykjavíkursvæði: Það þarf langa vegalend á hraðbrautum, til þess að sparnaður geti átt sér stað. Heimildir: (1) Auto-MotorSport (Hifroiðafólag Hvskalands (,,ADA(’“). (2) Kevue Automobile Mondiale (Bifreidaklúbb- ur í Le Mans). (.3) Auto-Kevue (Bifreidaklúbbur í Ziirich). (4) Sport automobile (Bifreiðasamband í l'arís). rVísýnar »tkvæA«(frvMMur Andlegir loftfímleikar framsóknarþingmanns m»kAí Kirgir ínleifur um atkvæAi t.uAmundar G. uegn tiHocu frá Iw.num sjálfum Súrmatur og geril- sneydd undanrenna Heiðraði Velvakandi. Þar sem ég er mikill aðdáandi súrmatar, las ég med ánægju þær greinargóðu og skemmtilegu leidb- einingar, sem Jens nokkur í Kalda- lóni skrifaði í Velvakanda fyrir nokkru. Þó að Jens hafi lýst góðri og gildri aðferð við súrgerð, þá er mikilvægt atriði sem þarf að taka | til athugunar. Hér á höfuðborg- arsvæðinu er ekki hægt að fá ann- að en gerilsneydda undanrennu og þar af leiðandi úldnar hún og fúln- ar, en súrnar ekki eðlilega við langa geymslu. Það er sem sagt ekki nægilegt magn eðlilegra sýrugerla í henni til að yfirvinna rotnunarbakteríurnar, en þær virðist ekki skorta. Það yrði enginn öfundsverður af því, að opna súrtrogið sitt eftir að hafa geymt i því undanrennu í nokkrar vikur og búist við ilmandi og náttúrulegum súr. Þar væri eingöngu að finna úldinn óþverra, sem enginn gæti komið nálægt. Með þökk fyrir birtingu. Súrhákur. iar: Vilhjálmu^Knaræo^ítrifa ^Athugasemd við ályktun starfsfólks Félagsmálastofn- unar Reykjavíkurborgar Fyrir nokkrum döjfum gerdi starfsfólk Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar ályktun um vímuefnaneyslu unglinga og áhrif hennar, og hvað v«ri til úr- bóta. Þar er rækilega bent á ábyrgó margra stofnana, þörf á bættri aöstödu og fræöslu o.s.frv. Allt er þetta laukrétt og veröur seint of mikil áhersla lögö á þaö. En á einu atriÖi vil ég sérstak- lega vekja athygli, þar sem örlar á þeirri ofstækiskenningu að fulloröiö fólk beri einhverja ábyrgö á vimuefnanotkun barna og unglinga í ályktuninni segir -Afvngisv^^^^ngliingj^allt niöur í 12 ára aldur, líkjast nú æ meir siöum fulloröinna“ o.s.frv. Þetta er kannski rétt, en hvaö kemur þaö málinu viö? Blessuð j börnin eru þó varla skyldug til aö 1 apa allt eftir fulltíöa og ábyrgum mönnum. Því vil ég segja við full- orðið frjálshuga fólk: Látið ekki < öfga- og ofstækiamenn segjaá ykkur fyrir verkum. Þaö er rétt-" ur hvers frjáls manns aö eta og drekka þaö sem honum geöjast i best. Látum stofnanirnar, | sjúkrahúsin og fangelsin sjá um T þá sem þurfa aöstoöar viö. Meö áfengiskveÖju, Greinin er ekki eftir Vilhjálm Einarsson skóla- meistara Vilhjálmur Einarsson, skólameistari á Egilsstöðum, hringdi og bað Velvakanda að koma því á framfæri að gefnu tilefni, að grein sem birtist í þættinum 19. febrúar og bar fyrirsögnina „Athugasemd við ályktun starfsfólks Félags- málastofnunar Reykjavíkur- borgar" væri ekki eftir sig. Sagðist hann eiga nokkra al- nafna en ómögulega geta borið ábyrgð á skrifum þeirra og gerðum. Þ»essir hringdu . . . 53^ SIG&A V/QGé g IiLVERAH ooi^mw f/mDREíTIR rHAnffiinu MATIUD.—FOSTUD. auk hins fasta matseðils hússins ARMARHÓLL á horni Hverfisgötu oglngólfsstrœtis. Borðapantanir í síma 18833. ARMULI4 SIMI82275

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.