Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLADH>/StíN!ND©AGUR 28.. FEBRÚAR 1982 65 Frá ráðstefnunni í Kaupmannahöfn. stjórnir Norðurlanda vildu ekki láta hið sama yfir íslendinga ganga í þessu máli og aðrar norrænar þjóðir vegna varnarsamstarfs íslands og Bandaríkjanna, kynnu fslendingar að rifta því samstarfi til að útilokast ekki frá frændþjóðum sínum eða slíta samstarfi sínu við þær á fleiri sviðum en þessu. Ekki verður fjallað um kjarn- orkuvopn og ísland án þess að rekja þá atburði, sem hæst bar um mitt ár 1980, en sú greinargerð varpar nokkru ljósi á það, hvernig rannsóknastofnanir á sviði utan- ríkismála líta á ísland í þessu samhengi. I febrúar 1975 birtist í ritinu Defense Monitor, sem gefið er út af Center for Defense Information í Washington, kort, þar sem lönd eru auðkennd, ef í þeim er að Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra lýsti því yfir í ágúst 1980, að yfirlýsing bandaríska sendiherrans, sem ráðherrann tók á móti, útilokaði algjörlega staðsetningu kjarnorkuvopna á íslandi. finna kjarnorkuvopn. Var ísland í hópi hinna auðkenndu kjarnorku- landa. Þessi sama fullyrðing var síðan endurtekin fyrir tilstuðlan sömu stofnunar í Bulletin of Peace Proposals og Bulletin of the Atomic Scientist á árinu 1975 og hún var einnig færð inn í banda- rísk þingtíðindi, Congressional Records í Washington, þetta sama ár. Á árunum 1975 og 1976 er því haldið fram í ritum, sem koma út á vegum SIPRI í Stokkhólmi og í grein, sem þáverandi forstöðu- tnaður stofnunarinnar ritaði, að á íslandi séu kjarnorkuvppn. Vakið var máls á þessu í íslenskum blöð- um snemma árs 1975, án þess að málið væri brotið til mergjar, en segja má, að þessar yfirlýsingar Center for Defense Information hafi orðið helsta kveikjan að þeim miklu umræðum um kjarnorku- mál á íslandi sumarið 1980. Þá var tekin til starfa Öryggismálanefnd, sem í eiga sæti fulltrúar þing- flokka, og á hennar vegum var samin greinargerð um þetta mál. Þar kemur fram, að SIPRI byggð fullyrðingar sínar á staðhæfing- um Center for Defense Informa- tion. Hin bandaríska stofnun vís- aði hins vegar til þess, að banda- ríska liðið á Keflavíkurflugvelli gegndi mikilvægu hlutverki í kafbátavörnum, þar væru flugvél- ar af gerðinni P-3C Orion, sem gætu borið kjarnorkuvopn, auk þess væru þar til loftverndar orrustuþotur af gerðinni F-4 Phantom, sem gætu borið kjarn- orkuvopn, þá starfaði landgöngu- liðadeild flotans á flugvellinum meðal annars eftir fyrirmælariti, sem nefndist: „Handbók sjóhers- ins um kjarnorkuöryggismál." Sagði Center for Defense Inform- ation, að þessir þættir bentu til þess, að kjarnorkuvopn kynnu að vera á íslandi eða þau kynnu að verða flutt til íslands á hættu- eða stríðstímum. Þegar forstjóri stofnunarinnar var að því spurður 1980, hvaða sérgreindar heimildir lægju að baki fullyrðingunni í Defense Monitor 1975, svaraði hann því til, að stofnunin hefði með 156 ríki í heiminum að gera og hefði hún ekki tíma til að fara ofan í mál, sem væri orðið fimm ára gamalt. Telja veerður, að tilvist tækja, sem geta borið kjarnorkuvopn, sanni hvorki né afsanni, að á ís- landi séu slík vopn. „Handbók sjó- hersins um kjarnorkuöryggismál" er send öllum bandarískum flota- stöðvum, skipum og fleiri banda- Bulganin var forsætisráðherra Sovétríkjanna 1958 og sendi þá Hermanni Jónassyni, forsætisráð- herra íslands, bréf, þar sem fram kom, að það setti „íslensku þjóð- ina í hættu, sem engan veginn er smávægileg", ef kjarnorkuvopn- um yrði komið fyrir í bandarísku herstöðinni. Talsmenn Alþýðu- bandalagsins virðast á sömu skoð- un og Bulganin, enn í dag. rískum aðilum, enda sending hennar ekki bundin við staði þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Ekki hefur verið sýnt fram á, að varúðarráðstafanir og öryggis- gæsla umhverfis vopnageymslur á Keflavíkurflugvelli séu með sama hætti og tíðkast, þar sem kjarn- orkuvopn eru geymd. I umræðun- um sumarið 1980 kom fram það álit hjá sérfræðingum við aðrar stofnanir en Center for Defense Information og SIPRI, að senni- lega væri gert ráð fyrir flutningi kjarnorkuvopna til íslands á hættutímum. * Viðhorf stjórnmálaflokka til að- ildar íslands að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamstarfs- ins við Bandaríkin sýnast ráða miklu um afstöðu þeirra til þess, hvort kjarnorkuvopn séu á Íslandi eða hvaða hlutverki ísland gegni í svonefndu kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjanna á • Norður-Atl- antshafi. Á Alþingi íslendinga eiga fjórir stjórnmálaflokkar full- trúa, þrír flokkanna, Alþýðuflokk- ur, Framsóknarflokkur og Sjálf- stæðisflokkur styðja aðild íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin, rúm 80% kjósenda styðja þessa flokka. Fjórði flokkurinn er Al- þýðubandalagið, sem á uppruna sinn að rekja til Kommúnista- flokks íslands, það er andvígt þátttöku íslands í vestrænu varn- arsamstarfi. Almennum orðum má segja, að það hafi verið mál- svarar Alþýðubandalagsins, sem hafa beinlínis fullyrt, að á íslandi væru kjarnorkuvopn eða landið væri að minnsta kosti „heilinn í kjarnorkustríði", sem Bandaríkin ætluðu að heyja. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur hafa stundum tekið hönd- um saman við Alþýðubandalagið um ýmsa þætti öryggismálanna. Til dæmis sameinuðust flokkarnir þrír um það 1956 að loka varnar- stöðinni, en þau áform urðu aldrei að veruleika. 1971 voru Framsókn- arflokkur og Alþýðubandalag sammála um að loka Keflavíkur- stöðinni í áföngum, til fram- kvæmda á þeim áformum kom ekki. Vorið 1980 lögðu fimm þing- menn úr flokkunum þremur, Al- þýðuflokki, Alþýðubandalagi og Framsóknarflokki, fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórn- Hermann Jónasson svaraði Bulg- anin 1958 og sagði, að íslend- ingar myndu ekki leyfa önnur vopn í landi sínu en þau, sem þeir teldu nauðsynleg til varnar. in léti semja löggjöf um geymslu á hvers konar kjarnorkuvopnum á Islandi. Bannið átti einnig að ná til siglinga með kjarnorkuvopn, flutninga í lofti eða á annan hátt um eða yfir íslenskt yfirráða- svæði. Jafnframt átti að kveða á um eftirlit af íslands hálfu með því að lögin verði virt. Tillaga þessi kom ekki til umræðu á þing- inu og hlaut enga afgreiðslu, hún hefur ekki verið endurflutt. Frá því haustið 1980 hefur því ekki verið slegið föstu eins og áður af andstæðingum varnarliðsins, að á Keflavíkurflugvelli séu kjarnorku- vopn. Síðan 1978 hefur Alþýðubanda- lagið átt ráðherra í tveimur ríkis- stjórnum og hefur hvorug þeirra haft það á stefnuskrá sinni að loka stöðinni í Keflavík. Fyrir því má færa rök, að af pólitískum ástæð- um hafi Alþýðubandalagið talið sér henta að beina athyglinni að kjarnorkuvopnum og Keflavíkur- flugvelli, á meðan það situr í ríkis- stjórn og leggur þannig blessun sína yfir óbreytta utanríkisstefnu. Þegar talsmenn Alþýðubandalags- ins ræða um kjarnorkuvopn og Is- land, kemur fram svipað viðhorf og hjá Bulganin 1958, að það setji íslensku þjóðina í hættu, sem eng- an veginn sé smávægileg, að í landinu skuli vera herstöð, sem kunni að hýsa kjarnorkuvopn og gegni áreiðanlega mikilvægu hlut- verki í kjarnorkuvopnakerfi Bandaríkjanna. Ymislegt bendir til þess, að um- ræður þingmanna um kjarnorku- vopn á Alþingi íslendinga muni fremur snúast um það í framtíð- inni, með hvaða ráðum unnt sé að friða 200 mílna lögsöguna um- hverfis Island fyrir kjarnorku- vopnum en hvort vopnin sé að finna á íslandi. Meðal annars ligg- ur nú frammi tillaga frá 9 þing- mönnum Framsóknarflokksins, flokks utanríkisráðherra, um það, að Alþingi feli ríkisstjórninni að bjóða tit ráðstefnu um afvopnun á Norður-Atlantshafi. I þessu yfirliti hefur verið leit- ast við að gera grein fyrir stöðu íslands innan Atlantshafsbanda- lagsins, afstöðu islensku ríkis- stjórnarinnar til kjarnorkuvopna, skoðunum Bandaríkjanna og Sov- étríkjanna, stöðu Islands í umræð- unum um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum, viðhorf- um rannsóknastofnana og við- horfum stjórnmálaflokka á ís- landi. Aðeins hefur verið drepið á aðalatriði, sem ég tel, að leiði eft- irfarandi í ljós: íslensk stjórnvöld hafa úrslita- vald um það, hvort kjarnorkuvopn séu flutt til Islands. Virði Banda- ríkjamenn ekki þetta vald, stofna þeir ollu varnarsamstarfínu við fs- land í hættu. Það er stefna íslenskra stjórn- valda, að ekki skuli vera kjarn orkuvopn á íslandi. Enginn aðili fer fram á, að þessari stefnu sé breytt Sovétmenn halda því ekki fram, að á íslandi séu kjarnorku- vopn. Það er á valdi íslenskra stjórn- valda að ákveða, hvort Island verði hluti að hugmyndinni um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Center for Defense Information hefur ekki fært sönnur á þá full- yrðingu sína frá!975, að kjarn- orkuvopn séu á Islandi. 6 Fullyrðingar um nauðsyn þess, að ekki séu kjarnorkuvopn á ís- lensku yfírráðasvæði virðast hafa tekið við af kröfunni um brottför bandaríska varnarliðsins hjá and- stæðingum varna á íslandi. Framhjá þeirri staðreynd verð- ur ekki gengið, að ísland er á hernaðarlega mikilvægu svæði, sem er hluti af miðkerfínu milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Það væri röskun á þessu kerfí, ef íslenska ríkisstjórnin breytti um stefnu í kjarnorkumálum. Það er yfírlýst markmið allra stjórnmála- flokka á Islandi að draga úr líkum á átökum, þótt þeir vilji fara ólíkar leiðir. Telja verður, að sú stefna, sem íslendingar hafa fylgt til þessa, hafi stuðlað að stöðugleika. SD3030 Björgun (WRMS): 0,005% Tíðnisvörun frá 25 riöum og upp í 18 þús. ríö S/N hlutfall (meö Dolby CA): 79.dB Tækiö er útbúiö meö nýjasta Dolby kerfinu sem kallast Dolby C og eyöir það algerlega öllu suöi. Tækiö er útbúio meö léttrofum þannig að aðeins þarf að styðja létt á takkana (soft touch). Fínstillir fyrir tónhausa (fine Bias) en þaö gerir þér kleift aö stilla tónhaus- ana, í samræmi við þá tónspólu, sem þú notar, en þaö stendur aftan á betri tónspólu, á hvaða stillingu á að stilla (t.d. Maxell). Tækið er hlaðið mörgum athyglisverðum nýjungum, sem of langt mál væri að telja upp svo sem „Peak Protection System" Rúsínan í pylsuendanum: Verö 6.302.- Greiðsluskilmálar. Útborgun: frá 1.500 og rest á 2-6 mánudum. 3ja ára ábyrgð. VERSLIO I SÉRVERSLUN MEO LITASJÓNVORP OG HLJÓMTÆKI SKIPHOLTI 19 SIMI 29600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.