Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR.28. FEBRÚAR 1982 63 flokksmálgagniö sagöi aö hann hefði flutt ræðu. Á aöfangadag hermdu fréttir að Hoxha hefði komið fram opinberlega og 4. janúar var tilkynnt aö hann hefði svaraö nýárskveðjum frá innanrík- isráðuneytinu og landvarnaráöu- neytinu. Aðeins þremur dögum eftir af- mæli lýðveldisstofnunarinnar töl- uöu fjölmiölar um „vitra forystu" Envers Hoxha. Vikuna fyrir fund þingsins var upplestur í Tirana- útvarpinu á löngum útdrætti úr síöasta hluta litríkra endurminn- inga hans og á útvarpinu var ekki annað aö skilja en útdrætturinn væri eftir hina ástsælu hetju sem væri enn á meðal þjóöar sinnar. Einn sérfræðingur var þeirrar skoðunar að Hoxha væri sennilega látinn, en Albanir væru of hræddir að tilkynna það. Hann líkti ástand- inu við ástandið í Sovétríkjunum eftir dauöa Stalins, sem hefur ver- ið fyrirmynd Hoxha. Hvað sem þvi leið var Ijóst aö ef Hoxha væri lát- inn væri það mikilvægasti stjórn- málaatburöurinn á Balkanskaga síöan Tito Júgóslavíuforseti lézt. Óleyst ráögáta Um miöjan janúar tók Tirana- útvarpiö af skariö og tilkynnti að Enver Hoxha hefði mætt viö setn- ingu alþýöuþingsins og lagt til aö Adil Carcani yrði næsti forsætis- ráöherra Albaníu í staö Shehus. Orðrómur hafði veriö uppi um skipun Carcani i embættiö, svo að hún kom ekki á óvart, og hann lof- aöi aö fylgja pólitískri línu Hoxha í einu og öllu. Albanska fréttastofan og út- varpið í Tirana skýrðu ítarlega frá setu Hoxha á þingfundinum, greinilega til þess að kveöa niður sögusagnirnar um aö hann væri látinn, en ráögátan er ekki leyst þrátt fyrir þingfundinn. Útvarpið sagði að Hoxha og allt stjórnmála- ráðið hefðu mætt til að sýna fram á einingu, en bætti því viö aö Fed- or Shehu hefði verið sviþtur starfi innanrikisráöherra. Fréttirnar frá Albaníu hafa raun- ar að miklu leyti veriö runnar frá Júgóslövum, sem hafa átt í úti- stöðum við Albana vegna óeirð- anna í héraðinu Kosovo þar sem um ein milljón Albana býr, og Júgóslavar hafa haldiö áfram aö segja frá laumuspili, baktjalda- makki og hreinsunum í flokknum og ríkisstjórninni. Albanir saka þá um að dreifa sögusögnum, en Alb- anía er líka mikiö kjaftabæli og hvað sem því líöur mun hvarf She- hus valda heilabrotum um mörg ókomin ár. Jafnvel þótt hluti leyndardóms- ins hafi veriö upplýstur er alls ekki útilokaö aö fram fari laumuspil um val eftirmanns Envers Hoxha — nema því aðeins aö hann og landiö breytist í vaxmyndasafn kommún- ismans. kreppu og — snöggtum meira vinnuálag en það sem allir stynja undan nú á dögum. Þarna vantar sögulega víddina í Börn óranna. Stíll Valgerðar Þóru er víða með tilþrifum en misjafn þó. Málleysa er að segja um skóla- stúlku að hún »bjó úti á Nesi«. Munum hverju drengurinn svaraði forðum: Pabbi minn býr hér en ég á hér heima. Ekki hef ég heldur fyrr en í þessari bók rekist á orðið »farandskóli« og veit eiginlega naumast hvað það á að merkja — nema það eigi að vera farskóli. Allt að seinna stríði og sums staðar lengur voru farskólar og farkennarar algengir. Þá var stofnanamálið ekki farið að klúðra íslenskunni. - En að lokum þetta: Sé þessi bók Valgerðar Þóru vegin og metin er fleira jákvætt um hana að segja en neikvætt. Þetta eru órar í bland við veru- leika, ágætir sprettir, þess á milli veigaminni kaflar. Mér finnst skáldkonan vera á þessu stigi málsins gott efni í rithöf- und — hvernig svo sem úr því rætist. Lögmannafélag íslands hefur flutt starfsemi sína að Álftamýri 9, Reykjavík. Nýtt símanúmer er 85620. Akranes Vegna fjölda beiöna mun Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræöingur, hefja 12 vikna megrunarnám- skeiö á Akranesi 1. marz. (Bandarískt megrunarnám- skeiö sem notiö hefur mikilla vinsælda og gefiö mjög góöan árangur). Upplýsingar og innritun í síma 93-2052. Sambyggöar trésmíöavélar ZINKEN 21 og MIA 6 til afgreiðslu strax. G. Þorsteinsson & Johnson h.f. Arrftúla 1 Sími 8 55 33

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.