Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 Fylgni milli umferðar- slysa og lyfjanotkunar? — Svefntruflanir eru mjög mikið vandamál í Danmörku eins og annars staðar og Danir verja árlega kringum 100 milljónum d.kr. til kaupa á svefnlyfjum, en talið er að kringum 10% manna þurfi að nota svefnlyf einhvern tíma á ævinni, sagði Gordon Wildshiödtz læknir í samtali við Mbl., en hann átti hlut að því að komið var á fót fyrstu svefnrann- sóknarstofu á Norðurlöndum sem er í Kaupmannahöfn. Er hann einn fjögurra fyrirlesara á l'undi um svefn, svefntruflanir og svefnlyf, sem haldinn var í Reykjavík sl. föstudag á vegum Upjohns og Lyfs sf. Aðrir fyrirlesarar eru Hannes Pétursson læknir sem nú stundar rannsóknir í Bretlandi og ræddi hann vandamál við að venja sjúklinga af benzódíazepínum, sem er ákveðinn flokkur svefnlyfja, og hugsanlegt samband þeirra svefnlyfja við umferðaröryggi, I’eder Terpager læknir sem ræddi um hvort til væri hið ákjosanlega svefnlyf og Niels Ebbe Munck efnaverkfræðingur sem ræddi um verkun svefnlyfja. Einnig voru pallborðsum- ræður og stjórnaði þeim Ingvar Kristjánsson læknir. Mbl. ræddi stuttlega við þrjá fyrirlesaranna. Fyrst er Wildshiödtz beðinn að greina frá starfsemi svefnrannsóknar- stofu: Hvernig sofa menn? — A slíkri rannsóknarstofu er einkum athugað hvernÍK menn sofa, þ.e. annars vegar þeir sem stríða við svefnvandamál, sofa annað hvort of lítið eða of mikið og hins vegar heilbrigðra til samanburðar. Til að geta fyigst með svefni fólks er nauðsynlegt að skrá heilastarfsemina, fylgj- ast með augnhreyfingum, hvort vöðvar eru í hvíld og mæla yfir- leitt hvaða starfsemi fer fram í líkamanum meðan á svefni stendur. Er það nákvæmar gert á rannsóknarstofu en á spítala þar sem eftirlitið er e.t.v. helst í því fólgið að líta inn til sjúklings nokkrum sinnum á nóttu og sjá hvort hann sefur ekki. I svefni fer fram margs konar starfsemi líkamans, einkum heilans, en með mælingum má oft komast að því hvers kyns vandamál eru á ferðinni hjá við- komandi. Svefntruflanir geta verið af mörgúm orsökum, ekki síst í iðnvæddum þjóðfélögum nútímans, streitu, kvíða og áhyggjum eða öðrum sálrænum toga, en einnig er mjög algengt að t.d. vaktavinnufólk eigi erfitt með að sofa eðlilega vegna óregl- unnar. Líkaminn hefur e.t.v. rétt náð að samræmast einni vakt- inni þegar viðkomandi fer á aðra vakt og þannig nýtist svefninn illa, líkamsstarfsemin ruglast og lítil hvíld er fengin þótt nokkur svefn sé fyrir hendi. Einnig truflast margir vegna breyt- ingar á 'milli sumar- og vetrar- tíma, einkum börn, utanaðkom- andi áhrif eru margs konar, há- vaði o.fl. og sýnt hefur verið fram á að neysla kaffis og kók- drykkja getur truflað ef minna en 6 tímar líða frá neyslu og fram að svefni. Orsaka svefnleysis leitað Eru svefnlyf helsta bótin? — Nei, við reynum að finna út hver er orsök svefnleysis og oft er til hjálpar að reyna að slaka á spennu og hugsa um allt aðra hluti en valdið geta áhyggjum. Gamla aðferðin að telja kindur er í fullu gildi, en að því kemur að grípa þarf til svefnlyfja. Best er ef þau eru aðeins notuð í stuttan tíma, 3 til 5 vikur til að komast yfir svefnörðugleikana og siðan verði menn lausir við þau. Lyf eru best sem skiljast hratt út úr líkamanum, best er að áhrif þeirra vari ekki lengur en nokkra klukkutíma. Hætta er á að menn verði háðir svefnlyfj- um, en með sífellt betri svefn- lyfjum má ætla að það vandamál fari minnkandi. Hannes Pétursson læknir, sem síðustu árin hefur stundað rann- sóknir við Institute of Psychi- atry í London var spurður hvort samband væri milli notkunar svefnlyfja og umferðaröryggis og greindi hann einnig frá rann- sóknum sínum: — Ég ræði um hugsanlegan hlut benzódíazepína í umferð- arslysum, en rannsóknir hafa sýnt fram á að fylgni er milli notkunar róandi lyfja og umferðarslysa, en ekki hefur þó verið sannað beint orsakasam- band þarna á milli. Margs konar rannsóknir hafa og farið fram á fíkn manna í þessi lyf, þ.e. hvernig eða hvort menn verða þeim háðir og rannsökuð eru einnig fráhvarfseinkenni, þ.e. hvernig mönnum gengur að láta af notkun þeirra. Milli 12 og 17% fólks í flestum Evrópulöndum og Bandaríkjunum nota róandi lyf, aðallega benzódíazepín, einhvern tíma á hverju ári. Helmingur eða jafnvel þriðjungur notar þau í um mánaðartíma til að sigrast á vandamálum sínum, en milli 2 og 3% nota lyfin að staðaldri. Ljóst er orðið af rannsóknum að fíkn er í þessi lyf og fráhvarfs- einkenni orðin alvarlegri en talið var. Frá því að lyfin komu á markað um og eftir 1960 til árs- ins 1978 er talið að um 500 millj- ónir manna í heiminum hafi not- að þau. En benzódíazepínin eru í dag talin öruggustu svefn- og kvíðaleysandi lyfin. Síðustu 3 ár hafa rannsóknir mínar aðallega beinst að því að kanna hvort menn verða þessum lyfjum háðir. Vitað var að með því að taka stærri skammta en lyfseðill sagði til um og í langan tíma urðu menn háðir þeim, en svo virðist einnig sem hætta sé á því að verða háður lyfjunum er menn taka rétta skammta í lengri tíma. Síðustu 3 til 4 árin virðist sem heildarnotkunin fari heldur minnkandi. Fjöldi sjúkl- Rætt við lækna um hugsanleg áhrif svefnlyfja Niels Ebbe Munck efnaverkfræd- ingur Læknarnir Hannes Pétursson og Gordon Wildshiödtz. Ljóttm. RAX. inga í langtímameðferð fer vax- andi í Bretlandi og er það einnig vandamál. Mjög er mikilvægt að sá stóri hópur sem þjáist af svefntrufl- unum og þarf að nota lyf geri sér grein fyrir því hver áhrif lyfj- anna eru. Þau geta t.d. valdið því daginn eftir inntöku að menn séu ekki eins hæfir til að stjórna bílum eða sinna starfi sínu og því er fyllsta ástæða til að vara sjúklinga við þessum hættum. íslenskar rannsóknir Þá gat Hannes Pétursson þess að um þessar mundir væru að hefjast rannsóknir hérlendis á notkun benzódíazepína og myndi Ingvar Kristjánsson stjórna þeim, en samvinna er um rann- sóknirnar milli Bretlands og ís- lands. Þá var Niels Ebbe Munck beð- inn að greina stuttlega frá erindi sínu, en hann er efnaverkfræð- ingur hjá Upjohn: — Ég mun aðallega rekja hvernig Halcion, sem er nýtt og endurbætt benzódíazepín, er dæmi um lyf sem skilst mun hraðar úr líkamanum en fyrri svefnlyf, en ákveðna varkárni þarf að viðhafa við notkun þess. Lyfið hefur stuttan helmingun- artíma og er því farið úr líkam- anum að mestu að morgni. Þetta er veruleg framför, en að sjálf- sögðu þarf aðgætni við notkun þess. Þetta er ekki hið fullkomna svefnlyf, en það besta sem ennþá er fáanlegt. Áður var oft talað um svefnlyf sem ráð til sjálfs- morða, þau fyrstu voru nánast eitur, en í dag gegna þau hlut- verki sínu mun betur og er Halc- ion eina lyfið á Norðurlöndum sem skilst út á 10 til 12 tímum. j‘- Smyglari gerist trúboði KDDA Krlendsdóttir píanóleikari heldur tónleika að Kjarvalsstöðum í dag, sunnudag, og hefjast þeir kl. 17.00. Á tónleikunum verða llutt eft- irfarandi verk. Paysage og Improvisation eftir Emmanuel Chabrier, Nocturne nr. 6 op. 63 eftir Gabriel Fauré, 3 et- ýður eftir Claude Debussy, Koss Jesúbarnsins eftir Olivier Messi- aen, Jeux d’Eau og Ondine eftir Maurice Ravel. Allt eru þetta verk eftir frönsk tónskáld og eru samin á tímabil- inu 1890 til 1944. Verkin eru að meira eða minna leyti tengd þeirri stefnu, sem nefnd hefur verið impressionismi. Þess skal getið að hluti af þess- ari efnisskrá var fluttur á Há- skólatónieikum föstudaginn 19. febrúar sl. Edda Erlendsdóttir stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan einleik- araprófi 1973. Hún hlaut síðan franskan styrk og stundaði nám við Tónlistarskólann í París í 5 ár. Edda hefur áður haldið tónleika hér á landi og hefur einnig gert upptökur fyrir ríkisútvarpið. Hún er nú búsett í París. Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Ilammond Innes: í DULARGERVT Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. Iðunn 1981. Ævintýraleg skáldsaga verður að gerast í ævintýralegu um- hverfi, helst framandi. Það skortir ekki heldur hvað varðar skáldsögu Hammond Innes, The Strange Land (1954), á íslensku nefnd í dulargervi. Sögusviðið er Mar- okkó. I upphafi erum við leidd inn í hafnarborgina Tangier sem að sögn sögumanns er „rotin og gráð- ug og yfirborðsleg; vændisborg í miðju köldu stríði". Hann hefur gerst trúboði, en var áður smygl- ari. Þá hafði honum þótt ömurleg- ur bar Josés „bjartur og hressi- legur og uppörvandi". Það er á bar Josés sem byrjar að draga til tíð- inda. Von er á litlum bát og fleiri en sögumaður virðist hafa áhuga á honum. Með bátnum kemur mað- ur, sem vafi leikur á hvort er læknir sem trúboðinn nýi ætlar að fá til liðs við sig eða annar maður í veigameiri erindagjörðum, lík- lega stórpólitískum. Báturinn ferst við ströndina í ofsaveðri, sögumanni tekst að bjarga þeim eina manni sem virðist vera um borð. Eftir það er ævintýrið hafið. Sögumaður og fleiri vilja eigna sér manninn, jafnt skuggalegir arab- ar sem yfirvöld. Sögumanni tekst að koma „lækninum" til trúboðsstöðvar sinnar í suðurhluta Marokkó, fjalllendi þar sem enginn maður er öruggur um líf sitt. Trúboðs- stöðin er reyndar orðin að engu þegar komið er á áfangastað. Það gerist margt sem varpar ljósi á dularfulla atburði og ferðir hinna ólíklegustu manna um þetta svæði. Ruddaskapur, hugprýði, ást og fleira kjarnmikið söguefni er notað til að dilla lesandanum sem hrífst af ævintýralegri frásögn- inni. Alistair MacLean og Hammond Innes keppa um hylli íslenskra lesenda þegar litið er til þeirra þýddu afþreyingabókmennta sem hvað atkvæðamestar eru á bóka- markaði. Samt eru þeir ekki líkir höfundar. Sögur Hammond Innes eru ævintýralegri, Alistair MacLean lagar sig meira eftir ýmsu því sem mest áberandi er í samtímanum á sviði æsisagna. Báðir eru þeir vel ritfærir þótt endurtekningar setji svip sinn á sögur þeirra. Það er farið eftir ákveðinni formúlu í gerð sagn- anna og hinni nauðsynlegu stíg- andi frásagnarinnar. í dulargervi er að því leyti heppnuð saga að hún er samfelld og nær að laða fram hið dularfulla andrúmsloft sem keppt er að. En hún er ekki meira en hver önnur dægrastytting, enda á hún tæp- lega að vera annað. Þýðing Álfheiðar Kjartansdótt- ur er læsileg, en ber á köflum vitni um að mikið hefur legið á. Píanótónleikar að Kjarvalsstöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.