Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 57 skíðaíþróttinni. En það reyndust óþarfa áhyggjur. Pabba grunaði það Fleiri góðir skíðamenn voru í Tárnaby, svo sem Bengt-Erik Grahn og Sven Mikaelsson. Hinn 17. janúar 1971 tók Inge- mar, þá 14 ára, í fyrsta skipti þátt í unglingakeppni. ~Hann byrjaði númer 79 en hafnaði í 12. sæti. Þá varð föður hans á orði, að erfitt yrði að sigra Ingemar úr þessu. Þarna varð Erik og mörgum öðr- um ljóst hvað i vændum var. Ári síðar vann Stenmark sigur í keppni í sínum aldurshópi. Aðeins 16 ára fór hann brautina heima í Tárnaby á betri tíma en Ólympíu- farinn Sven Mikaelsson, sem þá æfði fyrir OS-keppni i Sapporo. Erik Stenmark tók tímann, en allt frá því (árið 1972) er Stenmark líklega besti skíðamaður Svía. En enginn vissi það nema þeir þrír. Vorið 1974 Stórsigur var að nálgast. Menn héldu að hann myndi líta dagsins ljós á unglingakeppninni 1973, en þá mistókst Ingemar. Seinna hafnaði hann í níunda sæti í heimsmeistarakeppni í Saalbach. Vorið 1974 náði hann mjög góð- um árangri í heimsmeistara- keppni í Voss og víðar, þá 18 ára gamall. Þá sagði Gustavo Thöni í Voss: „Þessi verður næsti heims- meistari." Það stóð heima. í árslok 1974 vann Stenmark sinn fyrsta heimsmeistaratitil í skiðaiþrótt- inni. Allt frá þeim tíma hefur hann verið í röð fremstu skíða- kappa heims. Hann æfði og æfði og varð meistari Á skólaárunum var ekkert sér- stakt sem benti til þess að Inge- mar Stenmark yrði „súper- stjarna“. Hvernig það þróaðist smátt og smátt að hann varð framúrskarandi íþróttamaður — og hefði getað orðið það í fleiri greinum — er ekki meðfæddum hæfileikum einum að þakka, held- ur, og ekki síður, þrotlausum æf- ingum og viljastyrk. Vinnan á bak við afrekin Fjöllum nú dálítið um hina hlið- ina á lífi Stenmarks; vinnuna á bak við sigrana. Stenmark og Ann Ingemar Stenmark, 25 ára, var einn af eftirsóttustu piparsveinum heims. Flugfreyjan Ann Uvhagen, 31 árs, varð svo lánsöm að vinna ástir hans. Mikið var rætt og ritað um samband þeirra á síðastliðnu ári, en lífið var ekki bara dans á rósum hjá Ann. Eftir að samband þeirra varð opinbert viku þau vart frá hvort öðru. Hún fylgdi honum í keppnisferðir hans og þegar illa gekk var sökinni gjarnan skellt á hana. En segjum að Ann hefði setið heima í Monte Carlo meðan Ingemar keppti, án nægilega góðs árangurs, hefði þá ekki einhver sagt: „Ann, hvar ertu? — Ingemar þarfnast þín.“ Á þessum myndum má sjá hversu vel þjálfaður líkami Stenmarks er. Takið eftir fótleggjunum. Það liggur í augum uppi, að bak við hinn stælta líkama Stenmarks er þrotlaus vinna og aftur vinna. Hann býr yfir einstökum krafti í fótleggjunum, enda hefur hann lagt mesta áherslu á að byggja þá upp. Hann pressar í dag 360 kg með fótunum. Sem drengur var hann grannur og fremur væskilslegur, og þótt honum gengi ungum vel á skíðum, var það ekki fyrr en hann var 13—14 ára að skíðaþjálfara fór að renna grun í að í honum byggi efniviður í góðan skíðamann, enda var hann lítið fyrir að hafa sig í frammi og láta ljós sitt skína. Fór sínar eigin leiðir. I leikfimitímum skólans voru það bekkjabræður hans sem létu ljós sitt skína og nutu þess að sýna hvað þeir gátu. Ingemar stóð álengdar og horfði hljóður á. Síð- an gekk hann út og fór að æfa — einn, vikum, mánuðum saman, án þess að nokkur vissi. Dag einn fann hann að hann var tilbúinn. Hann gekk fram á mitt gólfið í leikfimitíma og fór þrjú heljarstökk í einum rykk afturá- bak. Svona var Stenmark; sýndi aldrei neitt fyrr en það var full- komið. En þó skrifaði hann eitt sinn í skólablaðið, þá níu ára: „Ég ætla að verða skíðakappi. Og ég ætla að verða bestur." Allt frá því hann var átta-níu ára hefur hann stundað æfingar dag hvern til að byggja upp lík- ama sinn og oft æfði hann marga tíma á dag. Eftirá hefur hann ját- að að hann hafi stundum lagt svo hart að sér, að hann hafi varla getað stigið í fæturna á eftir. Alltaf einn. Alltaf æfði Stenmark einn. Ekki einu sinni Jan-Erik, litli bróðir fékk að koma með. Einstöku sinn- um fékkst hann til að sýna hluta af listum sínum: Heljarstökk aft- urábak og áfram, hjóla á einu hjóli upp og niður tröppur, ganga á línu o.fl. En þetta var aðeins undirbún- ingsvinnan að því sem hann ætlaði sér að verða: Skíðastjarna. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu með gjöfum, skeytum og margs konar hugulsemi. Gertrud Friðriksson, Húsavík. Megrunarnámskeið Vegna mikillar eftirspurnar hefst nýtt 12 vikna megrunarnámskeið 3. marz (bandarískt megrunar- námskeið sem hefur notið mikilla vinsælda og gefið mjög góðan árangur). Síðasta námskeið vetrarins. Upplýsingar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræðingur. NYTT NÝTT „ELEKTROKOKST" er eitt mest selda heilsu- og megrunarfæði í Danmörku. „ELEKTROKOST“ er eitt próteinríkasta megrunar- og heilsufæði á markaðnum. „ELEKTROKOST" er 47,6% soja- og mjólkurprótein og 52,4% bætiefni. „ELEKTROKOST" geta allir notaö án tillits til aldurs. „ELEKTROKOST" er hrært út í léttmjólk, juice eða mjólk. Kemur í stað matar á meðan megrun stendur. „ELEKTROKOST“ stuðlar að heilbrigðum líkama og gerir hann hæfari að vinna rétt úr fæðunni. „ELEKTROKOST" má einnig taka með léttu fæöi fyrir þá sem vilja hreinsa út líkamann og hvíla maga og þarma. „ELEKTROKOST" gerir þaö sem mörg önnur megr- unarduft gera EKKI. Það hreinsar út öll eiturefni og ólyfjan sem safnast hafa fyrir í líkamanum, og þar af leiöindi byggir upp heilbrigðan líkama á meöan megrun stendur. „EINNIG RÁÐLEGGJUM VIГ að taka eitt til tvö glös á dag öðru hvoru fyrir þá sem ekki þurfa endilega á megrun aö halda, heldur vilja stuöla aö fallegum líkama og heilbrigöri meltingu. ER FÁANLEGT MED VANILLU EDA SÍTRONUBRAGOI. ÍSLENSKUR LEIÐARVÍSIR. Sendum í póstkröfu ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Líkamsrækt JSB, Bolholti 6 og Stigahlíö 45, Suöurveri. Landsbyggðin: Akranesapótek, Borgarnesapótek, Stjörnuapótek, Akur- eyri, Stykkishólmsapótek, Patreksfjaröarapótek, Söluskál- inn Víöigeröi, Blönduósapótek, Sauöárkróksapótek, Siglu- fjaröarapótek, Dalvíkurapótek, Húsavíkurapótek, Hafnar- apótek, Vestmannaeyjar, Heilsuhorniö, Selfoss og Sól- baösstofan Sóley, Keflavík. Einkaumboö á íslandi. Á. Schram Heildverslun. Bolholti 6, Reykjavík 91-31899.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.