Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNyDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 7J Bókmenntír á tínium Rauðra penna gángur, dó úngur. Einn sá allra slýngasti á þessum vinstrisinnuðu vígstöðvum ^vestra var Steinbeck sem samdi m.a. The Grapes of Wrath, og Stefán Bjarman þýddi á íslensku. Hann var líka heims- frægur fyrir fyllirí og studdi bænda- hreyfíngu. Afturámóti kom Hemingway ekki á sjónarsviðið til muna fyren hann sendi frá sér The Sun also Rises, skömmu áður en ég fór að vestan. Hans besta bók var Farewell to Arms. Sú bók er kollrak. Hann var ógurlegur stílisti. Seinna skrifaði hann bók um spánska stríðið við Franco: Hverjum klukkan glymur, — þó ekki nógu gott. Örn: Við lásum Vopnin kvödd með nemendum uppí Hamrahlíð, bárum sam- an frumtexta og þýðingu. Halldór: Þýðíngu mína? Örn: Já, það var ægilega gaman, — hvernig þú snýrð þig útúr þessu svo það verður einsog íslendíngar séu að tala saman, — þetta verður svo eðlilegt tal- mál. Halldór: Eitt erfiðasta verk sem ég hef unnið um dagana var að þýða Farewell to Arms. Eg hérumbil gafst upp á því. En ég lærði mikið á því. Líka Indriði Þor- steinsson. Örn: Hvað varstu lengi að þessu? Halldór: Eg byrjaði held ég síðsumars á því, fyrsta stríðsárið. Fór svo uppá Hellisheiði, þegar leið á haust; settist þar að í Skiðaskálanum í sífeldum byl. Ætli það hafi ekki verið einir tveir þrír mán- uðir sem ég var allur í þessu; gerði amk ekkert ilt af mér á meðan, hélt ég. Þetta þótti þó með fádæmum vond bók hér á landi. Aldrei í sögu heimsins hefur nokkrum manni verið svo úthúðað fyrir þýðíngu einsog mér fyrir Vopnin kvödd. Þjóðin sjálf og margir hennar bestu menn risu upp gegn þessum andskota í bókarlíki. Örn: Mig langaði að spyrja þig um ann- að varðandi stefnu þína í skáldskap, eða þá leið sem þú ferð. Kristinn E., minnir mig, heldur því einhversstaðar fram, og jafnvel fleiri, að í Sölku Völku sértu að þreifa fyrir þér, en í Sjálfstæðu fólki sértu búinn að finna. Hvað virðist þér? Halldór: Spurníngin kemur flatt uppá mig. Finna hvað? Ritdómarar og bók- mentafræðíngar hafa einlægt einhverja bábilju um bækur, þó ekki allir þá sömu. Ef þeir hrjóta út fyrir fræðisetníngar þá er þeirra veiðimannalatína á enda. Sem betur fer verða þeir að bera ábyrgð á sínum kenníngum sjálfir og útskýra, ef þeir lifa; eða þeirra lærisveinar, ef þeir eru dauðir. Annað mál er það, viðspyrnu verður að hafa þegar skrifað er um bók- mentir. Það er ekki hægt að vera ritdóm- ari í lausu lofti. Kristinn skrifaði útfrá harðri kenníngu. Farewell to Arms átti ekkert skylt við svokallaðar sósíal- bókmentir. Það er ástasaga dulklædd sem stríðsbók. Örn: Öðru langaði mig að víkja að: ég sá eitt atriði bæði í greinum eftir Kristin og Einar Olgeirsson. Einar skrifaði grein í Rétt 1932, sem hét „Skáld á leið til sósíalismans", og Kristinn E. í Verka- lýðsblaðið 1936: „Rauðsmýrarmaddaman hefur orðið" og svo aðra í Rauðum penn- um 1938: „Ólafs saga Kárasonar Ljósvík- íngs“. Þeir lúka miklu lofsorði á sögur þínar, en segja að þú sért ekki enn kom- inn alla leið. Og Kristinn segir 1936: „Hinni verulegu frelsisbaráttu fólksins í landinu hefur Halldór ekki ennþá lýst.“ Eg skil þetta svo, sem þeir séu þarna að boða þá bókmentastefnu sem þá var rek- in í Sovétríkjunum og víðar, að skáld eigi ekki aðeins að fletta ofanaf auðvalds- kerfi Vesturlanda, heldur líka sýna fyrirmyndarhetjur í stéttabaráttunni. Halldór: Já, þetta voru gáfaðir dreingir og höfðu hreinræktað garðinn sinn. Eg hafði aldrei þá afstöðu sem þeir höfðu. Þeir boðuðu sinnaskifti í pólitík. Ég var búinn að hafa mín sinnaskifti laungu áð- ur, — hvorki meira né minna en til kaþ- ólsku. Mér fundust flokkaskifti í pólitík ómerkileg sinnaskifti; annað mál var hvar maður tók sér stöðu í dægurpólitík; og hvað lángt maður treysti sér. En snúa öllum sínum hugmyndum í einn óslitinn og illvígan sáluhjálparher, til þess hafði ég ekki hæfileika né hvöt. Örn: Var þessi ágreiningur eitthvað ræddur, t.d. í Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda? Halldór: Ágreiníngur? Um radíkal- isma? Við Sigurð Helgason? Eða Gunnar M. Magnúss? Örn: Ja, ég meina, þarna eru þeir að boða nauðsyn þess að sýna fyrirmynd- arhetjur í bókum, þessu fylgir þú alls ekki, þú ert miklu fremur í því, hvað skal segja, að afhjúpa goðsögur. Halldór: Félagar mínir hafa sjálfsagt rætt mínar afstöður sín á meðal; og kanski á fundum; þeir ræddu aldrei um það við mig. Lángtífrá, að þeir geingju í skrokk á mér til þess að snúa mér, enda þurfti þess ekki, ég var á þeirra bandi í höfuðatriðum þessara mála, ól þær vonir og hugmyndir einsog Birtíngur, að alt væri á bestu leið; og svo fór náttúrlega alt öfugt við það sem bæði þeir og ég höfðum hugsað og vonað, — algerlega í þveröfuga átt: ólíkustu fjandmenn urðu bræður og kyssvinir í stríðinu, og öll þessi stokkbólgna þeóría og fræðilega stefnufesta misti veruleik sinn og bak- fisk þegar henni var beint á móti mann- úðlegum rökum. Stalín sendi frá sér ein- hverjar statútur fram í rauðan dauðann, einhver dauðans grísk-kaþólsk hjálpræð- istrúplögg sem hann var lærður uppá og uppfullur af; ekki vantaði það. En maður skildi ekki pólitík þessara manna eftir að þeir voru komnir til valda, ekki af því hún væri svo djúpvitur, heldur hið gagn- stæða. Það er ekki lítil undanrás í lífi manns að hafa lifað þá Hitler og Stalín. Örn: Það hefur verið mikið áfall fyrir marga. Halldór: Það reyndist áfall ýmsum sanntrúuðum mönnum að faðma alt þetta guðspjall einsog það væri af himn- um sent frá Stalín, en ég segi fyrir mig, mér fanst þetta — einsog sálarlausir landar segja — „skemtilegt". Mér stóð síðast nákvæmlega á sama hvaða skoð- anir þeir menn höfðu sem ég talaði við; bara ef það var hægt að tala við þá fyrir ofstæki. Margir höfðu þó skoðanir sem gerðu þá óviðmælandi. Margir halda enn að hægt sé að frelsa heiminn með manndrápum. Seinast vissi maður ekki við hvern var verið að tala þá og þá. Fólki var meir að segja dreift út í félög- um til að njósna hver um annars instu hugmyndir; hjón voru send sem pólitísk- ir spæarar flokksins hvort á annað. Fas- isminn var önnur sáluhjálpartrúin, hat- ursfull og djöfulleg, og síst minni ofsatrú en vinstri réttlínan. Þó þessar stefnur væru gerðar út hvor á móti annarri, runnu þær saman að lokum á grunsam- legan hátt að upphafi stríðs. Seinast var af almenníngi sett jafnaðarmerki milli fasima og kommúnisma í verki. Þar kom að þetta fargan hafði eingin áhrif á mig leingur. Örn: Mig langar að spyrja þig að öðru í framhaldi af þessu. Nú ert þú orðinn ákaflega virtur og þekktur höfundur strax þegar þessir rauðu pennar komu fram, ungir róttækir höfundar. Sýndust þér einhverjir þeirra reyna að beita svip- uðum aðferðum og þú, eða frekar einsog Einar og Kristinn boðuðu? Halldór: Margir af þessum mönnum voru náttúrlega linnulausir prédikarar — að sínu leyti einsog maðurinn í Hyde Park sem árum saman sannaði a.m.k. þrisvar á dag að jörðin væri flöt. Gerðu samt bókmentalegar kröfur um að þessi áróður færi fram í marktæku formi. Margir ágætir „róttækir" rithöfundar af gamla skólanum í Frakklandi fóru eins og þeir voru lángir til útí þetta yfirsig vinstra skoðunarfélag marxismans, — jafnvel Romain Rolland sem var í raun- inni heilagur maður, þessi mikli höfund- ur Jean Christophs, virtist á efri árum verða „fellowtraveller" um skeið. Honum fylgdi mart mikilsvirtra sporgaungu- manna sem trúðu á hann, tam Henri Barbusse (þó ég væri sjálfur „einn af átján" gafst ég upp á bók hins síðar- nefnda Le Feu). Að minstakosti ann- arhver stórrithöfundur í Frakklandi var hávinstrisinnaður; sumir enduðu í heim- spekilegum kreppum einsog Sartre; aðrir gerðust anarkókommúnistar göturæs- anna. Þó lenti Genet í ömurlegastri for- skrúfun; og dubbaði upp söguhetjur sem voru saurætur. Á þessum árum og ára- tugum voru uppi í Evrópu margvíslegar félagakeðjur vinstri höfunda, og að ein- hverju leyti studdar af þeim sem veðjuðu á þá, sumar hverjar kostaðar af Rúss- landi. Ég var oft gestur á friðarþíngum í rithöfundasamböndum, þar sem hittust reyndar skástu höfundar Evrópu á „vinstriskansinum" og söfnuðu áháng- endaskara. La Comunitá degli scrittori Europei hafði bækistöð í Róm og var samband sem ýmsir framlegustu rithöf- undar heimsins gerðu að sínum áfánga- stað og ræðustóli eftir stríðið; þar var ég einn instur koppur í búri. Ég held það hafi ekki verið próletarismi til í okkur; flestir nema ég voru virðulegir heldri- menn. Örn: Jahá, heyrðu, var þetta ekki Al- þjóðasamband byltingarsinnaðra rithöf- unda sem var stofnað 1930? . Halldór: Nei, það var alt annað félag. Ætli þú meinir ekki Mejsrapom, eitt af félögum Willy Múnzenbergs í kríngum 1930. Höfuðstöðvar þeirra voru semsé í Berlín. Á íslensku hét þetta Alþjóða- samhjálp verkalýðsins. Múnzenberg KRISTJÁN ALBERTSSON þekti ég vel, næstum ofvel. Ég lét tilleið- ast að gerast forseti íslandsdeildar þessa félagsskapar, þá nýkominn úr þriggja ára dvöl í Ameríku. Ég kom á stofnfund í Reykjavík, en starfaði annars ekki í félaginu að öðru leyti en siðferðilega: með því að ljá nafn mitt. Bakhjarl þessa félags og annarra álíka, víðsvegar um heim, var semsé byltíngamaðurinn Múnzenberg sem Stalín lét fyrirkoma eftir að félög hans og stofnanir í ýmsum áttum voru,orðnar andbyltíngasinnaðar, ef ekki komnar uppíloft, en Múnzenberg sjálfur flúinn til Parísar. Og það var þar sem skósveinar Stalíns höfðu uppá hon- um, óku honum útí Boulogne-skóg og gerðu þar útaf við hann. Það er auðvelt að segja að þessir forustumenn hafi verið „þægir skutilsveinar" Stalíns, enda segir það ekki neitt. Þetta Comunitá degli scrittori Europei bjó í Róm eins og ég sagði áðan. Það var stofnað 1959. Ég var það sumar í Utah að stúdera Stein í Steinahlíðum og fór það- an til Róms á stofnfundinn (með við- komu í Stokkhólmi). Italir stóðu ábyrgir að þessari félagsstofnun. Fulltrúar voru úr ýmsum löndum. Kann vera að pen- íngarnir hafi að einhverju leyti komið annarsstaðar frá. Formaður sovéska rit- höfundasambandsins, Sjúkof, var þar fremstur meðal jafnoka. Þó Sovétríkin ættu í erfiðleikum að hafa til hnífs og skeiðar um þessar mundir, höfðu þau einlægt gnægtir fjár til að fjármagna sitt rórill um allan heim. Ég var tíður gestur í Moskva á þessum árum, og átti þar mart vina ekki síður en í París og Róm. Róm var þó laungum minn kjörni staður og er enn. Ég var boðinn fyrir Islands hönd til Róms á ráðstefnu Faos vegna hungurs í heimi og hélt þar ræðu fyrir Island í ítalska útvarpið. Þar var mart pótentáta sem mér stóð stuggur af, en gullskært fólk innanum. Mikill eftir- lætisstarfsbróðir minn Aldous Huxley var þar sem betur fór meðal gesta og við vorum látnir búa á Hassler-hóteli fyrir ofan Spænsku tröppuna. Huxley var þá orðinn svo sjóndapur að hann sá ekki útum öllu stærri vídd á öðru sjáaldrinu en sem svaraði nálarauga. Ég gat sagt honum söguna af því þegar mér var hald- in stórveisla í Bombay í misgripum fyrir hann. Stigar gólf og forsalir þessa hótels Hassler eru úr svörtum marmara. Mér verður laungum minnisstætt þegar ég var að hjálpa þessum ljóngáfaða upp- ljómaða öðlíngi og snildarmanni tímans gegnum hið algera svartamyrkur sem þessir dýru forsalir voru honum; við mæltum til vináttu með okkur en sáumst aldrei síðan. Á þessu Faó-þíngi vorum við meðal annars boðnir í Vatíkanið til KRISTINN E. ANDRÉSSON páfans fræga, Jóhannesar tuttugasta og þriðja (Roncalli), þess óviðjafnanlega manns, svo ég varð pápískur aftur. Örn: Það er kanski utanvið efnið, en það slær mig að þú hafir skrifað bækur þínar útum allar trissur: London, Buenos Aires, Moskvu, Barcelona, Berlín, Los Angeles, Róm, París — og áfram; fannst þér það hægara fjarri kunningjahópnum, eða hvað? Halldór: Nei ekki þessvegna, því ég átti alstaðar kunningja. Ég skrifaði þó ekki mart á PEN-þínginu sjálfu í Buenos Air- es 1936: nema á sex vikna sjóferð fram og aftur skrifaði ég Ólaf Kárason, fyrsta bindi. Það var gott að vera þrjár vikur á sjó tvisvar sinnum og upplifa sjöstiörn- una skökku megin á festíngunni. Ohjá- kvæirálegt að skrifa á slíkum ferðum drög'að heilli bók. Þetta var fróðlegt og gjöfult líf, en oft varð maður fyrir von- brigðum og stundum hissa; uns alt hætti að koma flatt upp á mann. Einsog ver- öldin veltist var ýmsum freistíng að ger- ast sljór og napur gagnvart þessari blessaðri vinstristefnu sem átti að frelsa heiminn en varð á endanum ekki greind frá hægra-einræði og beitti fyrir sig ógnaræði. Ég man ekki í bili af hverju aðferðir til að kúga fólk hafa einlægt verið kendar við hægristefnu. Maður sá bara hvernig fólk lifði í Rússlandi, þar sem vinstristefna sagðist búa. Flestum reyndist ógerníngur að halda því til streitu að vera í senn frómur og hlýðinn sósíalisti og byltíngamaður eftir að hafa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.