Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1982 verið viðstaddur yfirheyrslurnar miklu í Moskvu. Ég hafði haft þann heiður á sín- um tíma að sitja í þessu dómhúsi frá morni til kvölds undir réttarhöldunum dagana þegar helstu foríngjar og ráða- menn Rússa voru yfirheyrðir og löglega dæmdir til dauða af vinum sínum og nánustu félögum, þeim sem ekki var búið að koma fyrir kattarnef áður. Það var furðulegt að virða fyrir sér þessa fánga, blóma rússneskra gáfumanna og menta, sem fyrst höfðu orðið að þola hjól og steglu, síðan stjórnað Sovétríkjunum úr Kreml, og nú úttaugaða af svelti og harð- ræði í myrkrastofum; horfa uppá þessar nafntoguðu byltíngarhetjur dæmda til dauða af kyssvínum sínum og vita þá síðan skotna einsog hunda um nóttina. Ýmsir geingu af trúnni víðsvegar í heimi og skrifuðu bækur uppúr þessu klórinu þar sem þeir sögðu öllu til fjandans sem þeir höfðu trúað á. Örn: Manstu einhver nöfn? Ilalldór: Nomina sunt odiosa. Þau eru á sínum stað. Þetta var einn óbærilegastur harmleikur tímans. Örn: Það var verið að segja mér að Pablo Neruda skrifi í endurminningum sínum langt mál um rithöfundaþingið í Buenos Aires, sem þú skrifar um í Dag- leiðinni. Þektirðu hann? Halldór: Pablo Neruda, já það er nú líkast til: ég þekti hann vel. Ég taldi hann og tel hann enn besta ljóðskáld heimsins. Við vorum saman á mörgum rithöfundaþíngum og svokölluðum frið- arþíngum, sem voru í rauninni dulbúin stórveldapólitík. Endurminníngabók hans Confieso que he vivido er í þeim púnkti lærdómsríkur lestur. Þessi skáld úr Suður-Ameríku voru öðlíngar, við- hafnarlistamenn. Við Astúrías frá Guatemala vorum afar miklir mátar; eins hinn kyrláti launfyndni brasilíu- maður Amado. Þeir höfðu há embætti heima hjá sér þángaðtil þeim var kastað útí myrkrið. Minn góði vinur, Þórður Sigtryggsson, sem ég skrifa oft um í bók- um mínum, kemur einlægt upp í hug mér þegar ég hugsa til þeirra. Þórður sagðist ekki vilja lesa ensku, því einglendíngar væru sjóræníngjar sem hefðu í máli sínu tínt saman sína pjötluna úr hverri átt- inni. Ég vitna oft í hann. En svo við snúum aftur að efninu, maður fékk sál- arhúngur af þessum pólitíska marxisma líkt og væri af ofmiklum súrhval. Ágætt að lesa um marxisma í bók eftir Marx sjálfan, því hann skrifar allra marxista liprast án þess að vera þó marxisti; auk þess fullur af fyndni. Ég segi þér þetta púrt uppúr pokanum eins og það er, án þess ég viti nokkurn skapaðan lilut hvar þú stendur; eða hvar ég stend frammi fyrir þér. Örn: Jú, mér finst satt að segja, að þetta hafi verið ákaflega vond kenning sem þeir boðuðu þarna, að bókmenntir eigi að ala fólk upp, og það eigi að móta það eins og brauðdeig eða eitthvað svo- leiðis. Það hlýtur að vera eitthvað meira sem bókmenntir gera. Halldór: Þetta var fróðleg öld. Ég er feginn og þakklátur máttarvöldum fyrir að hafa leitt mig in medias res í öllu þessu. Örn: Svo ég taki nú aftur upp þráðinn frá fyrri spurníngum, manstu hvernig Rauðir pennar áttu að aðgreina sig frá fyrri bókmenntum? Var eitthvert pró- gramm sem menn sameinuðust um? Ilalldór: Laga sig að bókmentalegum staðli, meinarðu? Örn: Nei. Þegar þetta tímarit kemur, Rauðir pennar, þá er þarna ákveðinn hópur sem stendur að því, og mikið þýtt úr erlendum málum: Hvar átti markalín- an að vera? Eða hver var munurinn á þessum bókmenntum og því sem var til áður? Haildór: Markalínan var greinilega hjá Kristni E. Andréssyni og okkar fyrstu kommúnistum; að einhverju leyti hjá íirynjólfi: það var byltíngin í Rússlandi. Það var sá póll sem Kristinn vildi taka mið af. Og ég held að hann hafi dáið þannig að hann geymdi enn í hug sér þá miklu dýrð sem hafði vaknað með hon- um, þegar hann kyntist Byltíngunni (með stórum staf). Hann skrifaði bjart- sýnt og fagurt rit á banabeði, bókina Enginn er eyland, þekkirðu hana? Orn: Ég hef lesið hana. Halldór: Já hann skrifaði hana dauð- vona; og meira að segja aðra í viðbót. Heitir hún ekki Ný augu? Örn: Um Fjölnismenn, er það ekki? Halldór: Já, hann leggur útaf Fjölnis- mönnum sem fyrirmynd allra bylt- íngarmanna andans í Evrópu. Kristinn var ákaflega merkilegur maður; auk þess öðlíngur. En þessi gasalegi brotsjór sem stefndi að vestrænni menníngu, og nátt- úrlega fékk útrás í stríðinu og atóm- bombunni, var ekki nema um það bil ris- in. Ekki vantaði það, — heimurinn var fullur af innblásnum hugsjónamönnum og stórskáldum. Það sást þegar komið var á þessi alþjóðlegu höfundaþíng og maður kyntist merkismönnum margra þjóðmennínga og höfuðskáldum með heimspróletaríatið einsog kornabarn á örmum sér. Þetta íberíska skáldakyn úr Suður-Ameríku einsog Neruda, Asturias, Amado, kúbumaðurinn Guillen, sem orti Caminando, caminando, — þeir voru fyrirbrigði í veraldarsögunni — skáld heimsins á einni útsmognustu túngu Evrópu, spænsku, — túngu þess lands sem hafði tekið við kristni á dógum Páls postula og haft fullgilda grísk-máríska akademíu kríngum árið 1000, lángt á undan öðrum evrópuþjóðum. Hugsa sér að þessir góðu dreingir skuli einusinni hafa verið bestu vinir manns. Þessir menn hafa nú verið þurkaðir út af töfl- unni, ekki af því þeir færu með fleipur eða væru sama tóbakið og sá forarpollur sem við veltumst í núna; heldur af því þeir sáu rétt: Andbyltíngin kom á eftir einsog amen á eftir faðirvor. Amado tór- ir þó enn, ég fékk kveðju frá honum um daginn með brasilískum hjónum sem voru á ferð hér í Reykjavík. úr öllum áttum haustið 1964, og reyna að koma vitinu fyrir rússneska flokkinn, þó umfram alt reyna að hefja einhvern menskan sósíalisma gegn glórulausu svartnætti Stalínismans. Ýmsir helstu hugsjónamenn alþjóðlegs kommúnisma tóku þátt í þessu. Þeir vildu gera Prag að miðstöð sinni. M.a. sendu þeir trúnað- armann til mín sem traustvekjandi manns, af því ég var aldrei skipulagður kommúnisti; og hann var hér um nætur- sakir á íslandi. Hann bað mig að skrifa eitthvað í átt við prógramm-grein um mannúðarstefnu handa þessum fundi í Prag; en ég hafði sagt honum að ég kæm- ist ekki á fundinn, því ég var boðinn til Israels á sama tíma. Ég sendi greinina á tiltekna áritun fáum dögum síðar. Og veit ég ekki fyren ég er kominn til Kaup- mannahafnar, þá bíður þar eftir mér á hóteli mínu þessi sami maður frá Prag. Hann segir: ja það er bara ógerníngur að fá greinina þína birta. Rússar standa á móti. Hvað eigum við að gera? „Er ekki hægt að milda greinina, draga eitthvað ég flytti fyrirlestur í ísrael svo ég flutti þessa rollu í Jerúsalem í staðinn fyrir Prag! Hún var prentuð á hebresku í dagblaði í Jerúsalem daginn eftir og síð- an í tímariti ísraelsmanna Moled. Á heimleið frá ísrael var ég boðsgestur grísku ríkisstjórnarinnar í Aþenu. Þá vildi svo vel til, að einn af góðvinum mín- um Anastasiades Novas rithöfundur, var orðinn ráðherra í Grikklandi. Hann setti okkur fyrst niður á höfuðhóteli í Aþenu, Hotel Grande Bretagne, léði okkur síðan farkost, bílstjóra, túlk og fornleifafræð- íng, og sendi okkur í nokkurra daga bíl- ferð um allt Grikkland til að skoða furð- ur þessa móðurlands siðmenníngarinnar. Örn: Var það ekki feikilega gaman? Ilalldór: Það var mikið happ að njóta svo góðra sambanda. Ef ég hefði verið að rolast uppá eigin spýtur, mundi ég hafa setið mestallan tímann í skröltandi járnbrautarvagni eða teymt asna yfir Grikkland. Þegar ég kem aftur til Aþenu úr þessari ferð segir Novas við mig: „Þú mundir gleðja akademíuna hérna ef þú THEODORE DREISER Orn: Það mun meira að segja hafa komið út bók eftir hann á íslensku, Ástin og dauðinn við hafið. En svo við snúum aftur við blaðinu: Þessi íslensku skáld þarna í Rauðum pennum, þeir vildu finna sér einhvern samnefnara, var ekki það sem aðgreindi þá frá Einari Kvaran, Jóni Trausta og fyrri höfundum islenska samtímans? Halldór: Við áttum hérna á íslandi þetta leitandi skáld, þennan einlæga mann og góða, Jóhannes úr Kötlum, sem dó vonbrigðafullur og sendi mér á bana- beði harmþrúngin orð, — þessi hrein- hjartaði maður, yrkjandi postuli þeirrar stefnu sem átti að frelsa heiminn og ís- land og manneskjuna á jörðinni; ban- vænn sagði hann mér að grein mín þar sem ég rustéraði Stórasannleik (Upphaf mannúðarstefnu) hefði valdið tímamót- um í hugsun sinni. Sú grein einsog fleiri, átti sér skríngilega upprunasögu. Orn: Væri ekki fróðlegt að heyra ágrip af henni? Halldór: Þannig var að tékkar ætluðu að halda fund í Prag með kommúnistum. JÓHANNES ÚR KOTLUM JEAN-PAUL SARTRE úr?" spurði hann. Ég sagðist ekki treysta mér til þess. Það sem í greininni stendur er sagt með þeim mildustu orðum sem ég á í mínum orðabelg. „Við skrifum allir undir hvert orð sem í greininni stendur"; sagði maðurinn. „Aðeins rússar segja nei." (Ég held reyndar að þetta þíng hafi farið útum þúfur.) Orn: Mig minnir það líka. Halldór: Ég fór austur til ísraels með þetta plagg uppá vasann, endursent frá Prag, mun þó hafa sett það yfir á ensku, sem er mér tömust erlendra mála næst þýsku. Gyðingar höfðu gert ráð fyrir að héldir fyrirlestur fyrir þá." Efnið sem ég hef meðferðis kynni að vera hneykslan- legt í akademíunni í Aþenu, sagðist ég halda. En hann svaraði: Þetta eru alt heyrnarlausir kallar. I klassískum sal í akademíunni grísku, þar sem sátu skáld og borðalagðir heldrimenn, hélt ég síðan þessa ræðu sem ég hafði frumflutt í Jerúsalem í staðinn fyrir Prag, Upphaf mannúðarsternu, og síðar siðspilti Jó- hannesi úr Kötlum. Svona mikill friður fylgdi þessu öllu saman, að ég held þessir borðalögðu kallar í Akademíunni í Aþenu hafi hlustað þángað til þeir sofn- uðu undir hinni ógurlegu ræðu. Svona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.