Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 24
72 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1982 73 Bókmenntir á tímum Rauðra penna verið viðstaddur yfirheyrslurnar miklu í Moskvu. Ég hafði haft þann heiður á sín- um tíma að sitja í þessu dómhúsi frá morni til kvölds undir réttarhöldunum dagana þegar helstu foríngjar og ráða- menn Rússa voru yfirheyrðir og löglega dæmdir til dauða af vinum sínum og nánustu félögum, þeim sem ekki var búið að koma fyrir kattarnef áður. Það var furðulegt að virða fyrir sér þessa fánga, blóma rússneskra gáfumanna og menta, sem fyrst höfðu orðið að þola hjól og steglu, síðan stjórnað Sovétríkjunum úr Kreml, og nú úttaugaða af svelti og harð- ræði í myrkrastofum; horfa uppá þessar nafntoguðu byltíngarhetjur dæmda til dauða af kyssvinum sínum og vita þá síðan skotna einsog hunda um nóttina. Ýmsir geingu af trúnni víðsvegar í heimi og skrifuðu bækur uppúr þessu klórinu þar sem þeir sögðu öllu til fjandans sem þeir höfðu trúað á. Örn: Manstu einhver nöfn? Halldór: Nomina sunt odiosa. Þau eru á sínum stað. Þetta var einn óbærilegastur harmleikur tímans. Örn: Það var verið að segja mér að Pablo Neruda skrifi í endurminningum sínum langt mál um rithöfundaþingið í Buenos Aires, sem þú skrifar um í Dag- leiðinni. Þektirðu hann? Halldór: Pablo Neruda, já það er nú líkast til: ég þekti hann vel. Ég taldi hann og tel hann enn besta ljóðskáld heimsins. Við vorum saman á mörgum rithöfundaþíngum og svokölluðum frið- arþíngum, sem voru í rauninni dulbúin stórveldapólitík. Endurminníngabók hans Confieso que he vivido er í þeim púnkti lærdómsríkur lestur. Þessi skáld úr Suður-Ameríku voru öðlíngar, við- hafnarlistamenn. Við Astúrías frá Guatemala vorum afar miklir mátar; eins hinn kyrláti launfyndni brasilíu- maður Amado. Þeir höfðu há embætti heima hjá sér þángaðtil þeim var kastað útí myrkrið. Minn góði vinur, Þórður Sigtryggsson, sem ég skrifa oft um í bók- um mínum, kemur einlægt upp í hug mér þegar ég hugsa til þeirra. Þórður sagðist ekki vilja lesa ensku, því einglendíngar væru sjóræníngjar sem hefðu í máli sínu tínt saman sína pjötluna úr hverri átt- inni. Ég vitna oft í hann. En svo við snúum aftur að efninu, maður fékk sál- arhúngur af þessum pólitíska marxisma líkt og væri af ofmiklum súrhval. Ágætt að lesa um marxisma í bók eftir Marx sjálfan, því hann skrifar allra marxista liprast án þess að vera þó marxisti; auk þess fullur af fyndni. Ég segi þér þetta púrt uppúr pokanum eins og það er, án þess ég viti nokkurn skapaðan hlut hvar þú stendur; eða hvar ég stend frammi fyrir þér. Örn: Jú, mér finst satt að segja, að þetta hafi verið ákaflega vond kenning sem þeir boðuðu þarna, að bókmenntir eigi að ala fólk upp, og það eigi að móta það eins og brauðdeig eða eitthvað svo- leiðis. Það hlýtur að vera eitthvað meira sem bókmenntir gera. Halldór: Þetta var fróðleg öld. Ég er feginn og þakklátur máttarvöidum fyrir að hafa leitt mig in medias res í öllu þessu. Örn: Svo ég taki nú aftur upp þráðinn frá fyrri spurníngum, manstu hvernig Rauðir pennar áttu að aðgreina sig frá fyrri bókmenntum? Var eitthvert pró- gramm sem menn sameinuðust um? Halldór: Laga sig að bókmentalegum staðli, meinarðu? Örn: Nei. Þegar þetta tímarit kemur, Rauðir pennar, þá er þarna ákveðinn hópur sem stendur að því, og mikið þýtt úrerlendum málum: Hvar átti markalín- an að vera? Eða hver var munurinn á þessum bókmenntum og því sem var til áður? Ilalldór: Markalínan var greinilega hjá Kristni E. Andréssyni og okkar fyrstu kommúnistum; að einhverju leyti hjá Brynjólfi: það var byltíngin í Rússlandi. Það var sá póll sem Kristinn vildi taka mið af. Og ég held að hann hafi dáið þannig að hann geymdi enn í hug sér þá miklu dýrð sem hafði vaknað með hon- um, þegar hann kyntist Byltíngunni (með stórum staf). Hann skrifaði bjart- kallar hafa heyrt mart um dagana; eyrun detta ekki auðveldlega af þeim. Þeir héldu Auði og mér stórveislu á eftir. Til er ágætt Ijósmyndasafn af þessum undr- um, að hugga sig við þegar komin eru á mann alger elliglöp. Þetta var í tíð Papandreu eldri. Sem sé ræðan handa Prag og Moskvu lenti í Jerúsalem og Aþenu. í Róm á norðurleið klófesti Víg- órellí, formaðurinn í Comunitá degli scrittori Europei, ræðuna og setti hana í tímarit þeirra á ítölsku, L’Europa Lett- eraria (ef ég man rétt). Svo þannig var greinarkornið búið að koma á hebresku, grísku og ítölsku í staðinn fyrir tékkn- esku og rússnesku; — og áður en texti varð til af henni á íslensku, snaraði ég henni á dönsku þegar ég kom til Kaup- mannahafnar á heimleið og flutti hana sem fyrirlestur í Stúdentafélaginu danska. Ég hef aldrei hitt neinn sem hef- ir lesið þessa ritgerð á íslensku nema Jóhannes heitinn úr Kötlum. í frásögn eftir á er einsog maður sé uppfullur með montsögur, en svona var nú heimurinn sem ég lifði í áratugum saman. Grein sú sem hér er í umræðu kom loks sem núm- er eitt í nýu ritgerðasafni og sjálf bókin sem hún kom í var nefnd eftir henni (Upphaf mannúðarstefnu. Helgafell 1965). Örn: Heyrðu, mig langar að spyrja þig um annað af þessum alþjóðasamböndum. Það er þetta alþjóðasambandi bylt- ingarsinnaðra rithöfunda, kynntistu því? Mér þætti fróðlegt að vita hvort þú hafir líka verið í því? Halldór: Ég var lítið annað en nafn í þessum félögum. Mér skilst að hér hafi verið um félagasamband að ræða. Mikið af þessu stússi útum allar trissur kom ekki nema lauslega við mig af því ég hafði báðar hendur fullar að búa til skáldsögur. Það væri kanski fróðlegast fyrir mig sjálfan að frétta hvar ég hafi verið eða ekki verið þá og þá. Mörg af þessum rússnesk-styrktu alþjóðafélögum störfuðu upphaflega undir forystu Willy Múnzenbergs víða um heim, eins og ég sagði áðan, ma hér á íslandi. En ég veit ekki til að íslensk félög af þessi tagi hafi verið skráð í alþjóðasamböndum. Örn: Náttúrlega, þegar fasisminn var að einu leytinu, þá var von menn vonuðu að Eyjólfur hresstist einsog þú komst sjálfur að orði í einni bók þinni. Halldór: Maður var að vona að þessi herbisnesstrú, átrúnaðurinn á morðverk, atómbombur og eitur tæki á sig ein- hverja skapfellilegri mynd. Ég er ansi hræddur um að þar eigi eftir að verða nokkur bið. Rússar eiga náttúrlega erf- iða fortíð, upprunaleg ríkishugmynd þeirra er frá törturum, blandin keisara- legum orþódóxum sjónarmiðum úr Bys- antium. Helst vilja þeir einhvern khan sem getur stjórnað öllum heiminum í lík- ingu við Djengis Khan; eða kolgrimma keisaralega hátign af bysantiskri gerð einsog Stalín. Ég sé sjaldan leingur neitt sem gleður mig í bókum þeirra, bréfum ROMAIN ROLLAND THEODORE DREISER SINCLAIR LEWIS sýnt og fagurt rit á banabeði, bókina Enginn er eyland, þekkirðu hana? Örn: Ég hef lesið hana. Halldór: Já hann skrifaði hana dauð- vona; og meira að segja aðra í viðbót. Heitir hún ekki Ný augu? Örn: Um Fjölnismenn, er það ekki? Halldór: Já, hann leggur útaf Fjölnis- mönnum sem fyrirmynd allra bylt- íngarmanna andans í Evrópu. Kristinn var ákaflega merkilegur maður; auk þess öðlíngur. En þessi gasalegi brotsjór sem stefndi að vestrænni menníngu, og nátt- úrlega fékk útrás í stríðinu og atóm- bombunni, var ekki nema um það bil ris- in. Ekki vantaði það, — heimurinn var fullur af innblásnum hugsjónamönnum og stórskáldum. Það sást þegar komið var á þessi alþjóðlegu höfundaþíng og maður kyntist merkismönnum margra þjóðmennínga og höfuðskáldum með heimspróletaríatið einsog kornabarn á örmum sér. Þetta íberíska skáldakyn úr Suður-Ameríku einsog Neruda, Asturias, Amado, kúbumaðurinn Guillen, sem orti Caminando, caminando, — þeir voru fyrirbrigði i veraldarsögunni — skáld heimsins á einni útsmognustu túngu Evrópu, spænsku, — túngu þess lands sem hafði tekið við kristni á dögum Páls postula og haft fullgilda grísk-máríska akademíu kríngum árið 1000, lángt á undan öðrum evrópuþjóðum. Hugsa sér að þessir góðu dreingir skuli einusinni hafa verið bestu vinir manns. Þessir menn hafa nú verið þurkaðir út af töfl- unni, ekki af því þeir færu með fleipur eða væru sama tóbakið og sá forarpollur sem við veltumst í núna; heldur af því þeir sáu rétt: Andbyltíngin kom á eftir einsog amen á eftir faðirvor. Amado tór- ir þó enn, ég fékk kveðju frá honum um daginn með brasilískum hjónum sem voru á ferð hér í Reykjavík. ég flytti fyrirlestur í ísrael svo ég flutti þessa rollu í Jerúsalem í staðinn fyrir Prag! Hún var prentuð á hebresku í dagblaði í Jerúsalem daginn eftir og síð- an í tímariti ísraelsmanna Moled. Á heimleið frá Israel var ég boðsgestur grísku ríkisstjórnarinnar í Aþenu. Þá vildi svo vel til, að einn af góðvinum mín- um Anastasiades Novas rithöfundur, var orðinn ráðherra í Grikklandi. Hann setti okkur fyrst niður á höfuðhóteli í Aþenu, Hotel Grande Bretagne, léði okkur síðan farkost, bílstjóra, túlk og fornleifafræð- íng, og sendi okkur í nokkurra daga bíl- ferð um allt Grikkland til að skoða furð- ur þessa móðurlands siðmenníngarinnar. Örn: Var það ekki feikilega gaman? Halldór: Það var mikið happ að njóta svo góðra sambanda. Ef ég hefði verið að rolast uppá eigin spýtur, mundi ég hafa setiö mestallan tímann í skröltandi járnbrautarvagni eða teymt asna yfir Grikkland. Þegar ég kem aftur til Aþenu úr þessari ferð segir Novas við mig: „Þú mundir gieðja akademíuna hérna ef þú Örn: Það mun meira að segja hafa komið út bók eftir hann á íslensku, Ástin og dauðinn við hafið. En svo við snúum aftur við blaðinu: Þessi íslensku skáld þarna í Rauðum pennum, þeir vildu finna sér einhvern samnefnara, var ekki það sem aðgreindi þá frá Einari Kvaran, Jóni Trausta og fyrri höfundum islenska samtímans? Halldór: Við áttum hérna á íslandi þetta leitandi skáld, þennan einlæga mann og góða, Jóhannes úr Kötlum, sem dó vonbrigðafullur og sendi mér á bana- beði harmþrúngin orð, — þessi hrein- hjartaði maður, yrkjandi postuli þeirrar stefnu sem átti að frelsa heiminn og ís- land og manneskjuna á jörðinni; ban- vænn sagði hann mér að grein mín þar sem ég rustéraði Stórasannleik (Upphaf mannúðarstefnu) hefði valdið tímamót- um í hugsun sinni. Sú grein einsog fleiri, átti sér skríngilega upprunasögu. örn: Væri ekki fróðlegt að heyra ágrip af henni? Halldór: Þannig var að tékkar ætluðu að halda fund í Prag með kommúnistum. JÓHANNES ÚR KÖTLUM JEAN-PAUL SARTRE úr?“ spurði hann. Ég sagðist ekki treysta mér til þess. Það sem í greininni stendur er sagt með þeim mildustu orðum sem ég á í mínum orðabelg. „Við skrifum allir undir hvert orð sem í greininni stendur"; sagði maðurinn. „Aðeins rússar segja nei.“ (Ég held reyndar að þetta þíng hafi farið útum þúfur.) Örn: Mig minnir það líka. Halldór: Ég fór austur til ísraels með þetta plagg uppá vasann, endursent frá Prag, mun þó hafa sett það yfir á ensku, sem er mér tömust erlendra mála næst þýsku. Gyðingar höfðu gert ráð fyrir að héldir fyrirlestur fyrir þá.“ Efnið sem ég hef meðferðis kynni að vera hneykslan- legt í akademíunni í Aþenu, sagðist ég halda. En hann svaraði: Þetta eru alt heyrnarlausir kallar. í klassískum sal í akademíunni grísku, þar sem sátu skáld og borðalagðir heldrimenn, hélt ég síðan þessa ræðu sem ég hafði frumflutt í Jerúsalem í staðinn fyrir Prag, Upphaf mannúðarstefnu, og síðar siðspilti Jó- hannesi úr Kötlum. Svona mikill friður fylgdi þessu öllu saman, að ég held þessir borðalögðu kallar í Akademíunni í Aþenu hafi hlustað þángað til þeir sofn- uðu undir hinni ógurlegu ræðu. Svona *>■» úr öllum áttum haustið 1964, og reyna að koma vitinu fyrir rússneska flokkinn, þó umfram alt reyna að hefja einhvern menskan sósíalisma gegn glórulausu svartnætti Stalínismans. Ýmsir helstu hugsjónamenn alþjóðlegs kommúnisma tóku þátt í þessu. Þeir vildu gera Prag að miðstöð sinni. M.a. sendu þeir trúnað- armann til mín sem traustvekjandi manns, af því ég var aldrei skipulagður kommúnisti; og hann var hér um nætur- sakir á Islandi. Hann bað mig að skrifa eitthvað í átt við prógramm-grein um mannúðarstefnu handa þessum fundi í Prag; en ég hafði sagt honum að ég kæm- ist ekki á fundinn, því ég var boðinn til Israels á sama tíma. Ég sendi greinina á tiltekna áritun fáum dögum síðar. Og veit ég ekki fyren ég er kominn til Kaup- mannahafnar, þá bíður þar eftir mér á hóteli mínu þessi sami maður frá Prag. Hann segir: ja það er bara ógerníngur að fá greinina þína birta. Rússar standa á móti. Hvað eigum við að gera? „Er ekki hægt að milda greinina, draga eitthvað PABLO NERUDA og blöðum. Það getur vel verið að góður texti sé enn skrifaður í laumi þar eystra, í líkingu við mart af þeirri þjáníngar- fullu póesíu sem var ort í leyni af stór- skáldum fángabúðanna einhversstaðar í Síberíu, — þessu siðferðilega tartara himnaríki allra rússneskra stjórna, þángað sem laungum hefur verið siður að senda ærlega menn og höfuðsnillínga. Tragedía heimsins er stór. Örn: Sjálfsagt hefur rekið á fjörur þínar ýmis stefnumarkandi rit manna úr þessari hreyfíngu. Ég nefni til dæmis menn einsog Georg Lukács og Jóhannes R. Becker. Halldór: Altaf verkaði þessi Lukács á mig sem spaugari, en sérvitur og spreinglærður einsog sumir heimskir þýskarar: vissi í alla heima; það er ágætt að rífast útaf ritum hans fyrir fýlusóffa sem hafa lítið umleikis. Enda er ég viss um að Stalín hefur aldrei reynt að botna í honum; og mundi ekki hafa skilið bofs í honum þó hann hefði reynt. Þessi gáfaði úngverski gyðíngur var ofmentaður uppá einhvern ógurlegan þýskan máta sem fylgdi marxistum. Mér fanst hann altaf fara í sama hrínginn. Jóhannes Becker hreyfði hinsvegar við aungvu í mér. Var hann ekki eitthvað móralskt vánkaður? En við Brecht vorum vinir frá því hann var flóttamaður í Danmörku um það bil sem Hitler tók völd. Örn: Já, Lukács segir í rauninni bara: „Til að verða ssíalískir rithöfundar, þá skrifið einsog Balzac, skrifið einsog Stendhal." Það er erfitt að finna meiri íhaldsstefnu undir róttæku yfirbragði en hjá Lukács. Halldór: Þetta voru furðulegir tímar: Djengis Khan. Tartarar. Upphlaup allra djöfla. Heimurinn útanskotaður á fáein- um árum af hundgrimmum ofvitum. Kanski hefst eitthvað skárra uppúr krafsinu þegar mannkynið er búið að gleyma þeirri yfirstöplun okkar tíma sem táknast af nöfnum tvíburanna síam- esísku Hitlers og Stalíns. Heimurinn er fljótur að skifta um grímu. Stundum fellur meira að segja alt í ljúfa löð sem snöggvast í veraldarsögunni — og þá er sjaldan von á góðu. örn: En Gorkí og rithöfundaþíng Sov- étríkjanna 1934, manstu hvernig það orkaði á þig? Halldór: Ég var ekki á heimaþíngum sovéthöfunda; skil ekki alminlega rússn- esku í stórum skömtum. En ég hélt uppá Gorkí snemma; einkum ævisögu hans. Og einstöku leikritum hans hafði ég ánægju af: upprunalega eftirherma af Tsjekof. Hann var þvottheldur rússi; en ef á að virða hans sem skáld — jú, jú, hann var vel liðtækur þegar hann var á Ítalíu að skrifa leikrit í Tsjekofstíl, ærlegur verkamaður í víngarði, einfaldur sósíal- ist og góðmenni. Og æskubók hans var mér gersemi. Þegar ég var viðstaddur réttarhöldin miklu yfir Bukharín og ýmsum öndvegishöldum byltíngarinnar, þar sem Gorki kom við sögu, árið 1937—38 hrylti mig við þessu öllu, og hef einhversstaðar lýst því á prenti af eins lítilli sampíníngu og mér var unt. Hinar rússnesku draumaborgir hrundu. Það var átakanlegast fyrir rússa sjálfa. En rússar eru úngir í tíðinni, ríki á gelgju- skeiði. í samanburði við önnur stórveldi má ekki gleyma að rússar urðu að hlíta valdi tartara allt frammá siðbótatíma í Evrópu, — næstum að maður gæti sagt: frammá okkar tíð. Heimsvagninn mjak- ast ekki hraðar en þetta þó hann fari hratt. Rússneska Austrið, sem nú heitir svo, var snemma á miðöldum kanski einn af skárri pörtum heimsins. Það var á þeirri tíð sem múhameðsmenn stóðu í fararbroddi heimsmenníngar, en Róm lá í foreyðslu og Miðjarðarhafið var lokað evrópumönnum. Búkhara og Samarkand voru þá aðsetur listar og vísinda heims- ins næst á eftir Býsans. Tartarar lögðu þessar borgir Mið-austur-asíu í rúst ásamt með háskólum sínum, heimspek- íngum, skáldum og dýrlegri siðmenn- íngu. Þeir reistu pýramida úr haus- kúpum í eyðimörkinni og létu ekki staðar numið fyren í Rússlandi. Samarkand er núna heimskur verksmiðjubær. Örn: En þegar Gorkí ásamt fleirum fara að marka stefnuna í bókmenntum 1934 — hvað finnst þér um það? Halldór: Nitsjevo. Hversu mart verður maður ekki að láta innum annað eyra og útum hitt! Hversvegna í ósköpunum vilja menn vera að segja skáldum fyrir verk- um! Einsog vond skáld skáni nokkuð þó embættismenn og revísorar segi þeim að verða góðskáld! Það er einsog hver annar dónaskapur og bændaræfilsháttur að setja einhverja hreppstjórakurfa yfir kúltúrinn. Ég hef kynst mörgum slíkum revísorum. Þegar þeir fóru að prédíka ansaði maður ekki. Einusinni í veislu lenti ég þó í þrætu við þann mann sem Gerasímof hét og stjórnaði allri mynd- list í Sovétríkjunum, forseti listakademí- unnar. Þessi listpáfi Stalins fór að út- húða við mig málaralist Picassos, sem hann kvað rússa halda vinskap við af eintómum pragmatisma og própaganda- ástæðum. Samtalið endaði með hálf- gerðri skelfíngu. örn: Ég tók eftir einu, þú átt fjórar greinar í fyrsta árgángi Rauðra penna, síðan ekki söguna meir. Árið eftir kemur sögukafli úr Heimsljósi og smásaga í þriðja bindinu. Halldór: Smásaga? Atburðaminni frá þessum árum er heldur dauft hjá mér. Það gerðist of mart. En ef ég er mintur á, tek ég við mér. Örn: Ég var að velta því Tyrir mér hvort komið hefði upp einhver ágreiníng- ur, því þarna skrifar þú fjórar greinar 1935, og svo kemur ekkert fyren í tíma- riti Máls og menníngar 1939 (ein ’38). Var einhver ágreiníngur milli aðstand- enda Rauðra penna? Ilalldór: Ja var ekki vinstri harðlína á uppleið þarna? Ég held hreyfíngin hafi lent í frosthörkum ekki alllaungu eftir stofnun Rauðra penna. Kristinn var í raun réttri ekki harðlínumaður. Sigurð- ur Thorlacíús því síður. Ég var mikið í útlöndum á þessum árum og hafði báðar hendur fullar af stórum viðfángsefnum; skrifaði ekki mart greina. örn: Þú hefur þó skrifað ekki svo lítið í Þjóðviljann á þessum árum, '36 ’37 og áfram, en ekki í þetta tímarit. Ég var bara að velta þessu fyrir mér. Halldór: Jahá, það hafa kanski heyrst einhver óviðkunnanleg hljóð úr mínu horni um dægurmál, ef ég hef verið staddur hér heima. Þjóðviljinn hafði stundum við mig laung viðtöl þegar ég kom að utan: Magnús Kjartansson sat um mig þegar ég kom í land. Viðtölin voru oft fróðleg, sem reyndar var honum að þakka. Viðtöl eru ekki komin undir þeim manni sem svarar, heldur spyrlin- um; vandinn er að kunna að spyrja tíð- inda. Fari eitthvert spursfífl og hugdettulaus maður að spyrja, lyppist svargikkurinn niður af sjálfu sér — fyrirfram. Der skal to til, einsog dansk- urinn segir. Örn: Mig langar að spyrja um annað. Þetta Alþjóðasamband byltingarsinn- aðra rithöfunda var lagt niður 1935, og í staðinn kom „Alþjóðasamband rithöf- unda til varnar menningunni", stofnað í París 1935. Halldór: Jahá, sumarið ’35. Ætli ég hafi ekki verið þar. Ég var á svo mörgum af þessum „menníngarþíngum” í ýmsum áttum, að ég man ekki hvað var hvað. Þegar svona þíngi lauk dró ég mig í skel, settist á hótel og fór að skrifa skáldsögu. En ég er ekki góður að muna nákvæm- lega né í réttri röð hvað gerðist hvenær. í stuttu óvæntu samtali einsog þessu hef- ur maður ekki alt á reiðum höndum í senn. Örn: Já, ég ætlaði bara að spyrja þig, afþví að í þessu nýja sambandi áttu hefðbundnir borgaralegir höfundar að blanda geði við róttæka höfunda, hvort þá hefði orðið einhver stefnubreyting hjá róttækum höfundum hér heima? Halldór: Ég tók nú ekki svo nákvæm- lega eftir því. Verður þú var við ein- hverja slíka breytíngu þegar þú ert að rannsaka þessa tíma? Örn: Ég sé svosem enga stefnubreyt- ingu í þínum ritum frá Sölku Völku og framyfir Gerplu, allra síst kollsteypu. En hvað finnst þér sjálfum? Halldór: í þá daga skrifaði ég enn í þessum þjóðfélagslega skáldsögustíl sem var tíska í Ameríku á árunum þegar ég bjó þar. Hafi ég farið kollsteypu, þá er ég ekki dómbær um það núna; kanski marg- ar. Fyrir vestan voru menn sem skrifuðu í „nýum“ þjóðfélagslegum anda og dreymdi um að bæta Ameríku. Þeir höfðu áhrif á mig sem fyr segir. Örn: Kristinn talaði um að Mál og menning hafi verið stofnuð uppúr þess- ari stefnubreytingu á vinstri álmunni, samfylkingarstefnunni. Halldór: Samfylkíngin fólst í því á yfir- borðinu að safna saman öllum vinstri- höllum rithöfundum og listamönnum gegn fasisma. ()rn: Svo langaði mig að spyrja í við- bót: það er dálítið athyglisvert að tvær bækur hjá þér virðast skera sig úr þess- um miklu skáldsögum — frá Sölku Völku til Gerplu. T.d. Kvæðakverið. Það yrk- irðu á löngum tíma meðfram öðru, er ekkisvo? Halldór: Kvæðakverið, — er ekki stofn þess frá því fyrir 1930? Ég var nú ekki farinn að skrifa neinar markverðar skáldsögur þá, nema Vefarann. Ég hef yfirleitt ekki eytt miklum tíma í kveð- skap; kvæðin urðu bara til. Undantekn- íng er Únglíngurinn í skóginum. Ég var í Ameríku 1927 til ársloka ’29, kom heim um jól. Vestra urðu nokkur kvæði til. Ég byrjaði ekki á Sölku Völku fyren síðsum- ars 1930. Örn: En svo er líka leikritið Straumrof. Halldór: Það var skrifað mitt í Sjálf- stæðu fólki (1933). Það ár dvaldist ég á Spáni frá því um sumarið og til jóla, fór þaðan til Kaupmannahafnar þar sem ég var til vors. Ég samdi Straumrof þennan vetur í Höfn á par sólarhríngum í miðj- um Bjarti í Sumarhúsum. Ekki man ég hvað kom mér á stað; einhver tilviljanleg áhrif frá Ibsen — kanski. örn: Þá hefurðu melt þau vel! Halldór: Þetta er tvöfalt borgaralegt fjölskyldudrama í stofustíl einsog vana- legur ibsenskur dómsdagur. Það tafði mig ekki nema þrjá sólarhrínga frá Sjálfstæðu fólki. Örn: Það er einsog leikurinn hvarfli á mörkum farsa og harmleiks. Halldór: Það er víst dálítið þessleiðis, já. Eða hvað? Örn: Þetta eru áreiðanlega mjög óvenjuleg vinnubrögð hjá höfundi sem er að skrifa sitt fyrsta leikrit. Hafðirðu ver- ið að stúdera leikrit? Ilalldór: Ekki sérstaklega. Ég hafði náttúrlega séð gríðarmikið af sjónleikum hér og hvar í heiminum. Og leikritasafn Ibsens hafði ég lesið fyrir innan ferm- íngu. En mér var ekki ljóst að ég væri að stela neinu, nema ef vera skyldi forminu sjálfu: borgaralegt stofudrama frá alda- mótatímanum — kanski ögn einsog skopstælíng á Ibsen. Eða hvað? Kanski er erfitt að benda á sérstakan hlut sem ég hafi tekið mér til fyrirmyndar í Straumrofi, eða haft í kollinum vitandi vits, þessa smástund sem ég var að semja það. Svona verfeðrúngsstefnu (epígón- ismus) hljóta menn að geta framleitt á færibandi. Örn: Annað finnst mér athyglisvert. Straumrof er nokkuð ólíkt sögum þínum að því leyti, að þarna er stássfrú sýnd sem fótumtroðin brjóstumkennanleg manneskja. llalldór: Eitthvað dulið, sem kynni að liggja öðrum meir í augum uppi en mér, brýst þarna fram. Ég hef ekki hugsað um þetta síðan. Örn: Hafðirðu aðra viðtakendur í huga en með skáldsögunum? Halldór: Ég hafði aungvan sérstakan viðtakanda í huga. Þetta er samið in vacuo. Afturámóti var ég náttúrlega vel heima í borgaralegu umhverfi. Mitt líf hefur verið borgaralegt líf. Ég hef aldrei lifað öreigalífi, einsog einlægt er verið að bendla mig við í Þýskalandi. Alt sem ég hef skrifað fer eftir því hvað mér hefur „vitrast" í þeim sporum sem ég stóð í þá og þá. Yrkisefnin eru sitt úr hverri átt- inni og venjulega löguð til samræmis við einhverja grundvallarhugmynd: þau geta verið frá Spáni; þau gætu verið frá Am- eríku; þau gætu líka verið borgaraleg- klerkleg-marxistisk-próletarísk og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.