Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 16
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBJRÚ^B 1982 Kjarnorkuvopn og ísland ^- <r eftir liiörn Riarnason eftir Björn Bjarnason Félagsvísindastofnun Kaupmannahafnarháskóla efndi til ráðstefnu um stefnu Norðurlanda varðandi kjarnorkuvopna 28. janúar síðastliðinn. Var það Bertel Heurlin, lektor, sem átti frumkvæði að því að kaíla ráðstefnuna saman, en hann hefur skrifað mikið um öryggismál. í upphafi ráðstefnunnar flutti Sverre Lodgárd, sem starfað hefur hjá norsku friðar- rannsóknastofnuninni, og einnig hjá alþjóðlegu friðarrann- sóknastofnuninni SIPRI í Stokkhólmi, erindi um kjarnorku- vopnastefnu risaveldanna. Þá flutti Gunnar Jervas, dósent frá Stokkhólmi og starfsmaður rannsóknastofnunar sænska - hersins, erindi um Svíþjóð og kjarnorkuvopn. Stefnu Finna skýrði Raimo Váyrynen, prófessor frá Helsinki. Bertel Heurl- in fjallaði um stefnu Dana. Frá Noregi ætlaði að koma Martin Sæter, sem um tíma var rannsóknastjóri Norsku utanrfkismálastofnunarinnar, en hann er lektor við háskól- ann í Osló. Vegna verkfalls hjá SAS komst hann ekki til Kaupmannahafnar. Um 30 manns sátu ráðstefnuna, allt Dan- ir fyrir utan fyrirlesara. Áform eru uppi um að gefa fyrirlestr- ana út í bók. Björn Bjarnason fjallaði um kjarnorkuvopn og ísland og fer erindi hans hér á eftir. íslendingar ráða ekki yfir eigin herafla. Þeir hafa mjög takmark- aða þekkingu á hermálum. I þjón- ustu íslenska ríkisins starfar eng- inn herfræðimenntaður maður, sem hefur þá embættisskyldu að veita stjórnmálamönnum ráð um öryggismál. íslendingar taka lít- inn sem engan þátt í hernaðar- samstarfinu á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins, fulltrúar þeirra sækja hvorki fundi kjarnorku- áætlananefndar bandalagsins né hermálanefndarinnar. Stafar þetta af því, að íslenska stjórn- kerfið sinnir ekki her- og varn- armálum sérstaklega, en ekki hinu, að íslendingar fylgi til dæm- is sömu stefnu og Frakkar innan Atlantshafsbandalagsins. Þegar íslands gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu 1949, var aðildin háð því skilyrði, að hún skyldaði íslendinga hvorki til að stofna eigin her né hafa erlendar herstöðvar í landi sínu á friðar- tímum. Allt frá því Bretar her- námu íslands vorið 1940 hefur landið verið tengt hernaðarkerfi Vesturlanda með einum eða öðr- um hætti. Ríkisstjórnir Banda- ríkjanna, Bretlands og íslands sömdu um það, að bandarískir hermenn tóku við af hinu bresku á íslandi 1941. Í stríðslok fóru Bandaríkjamenn þess á leit við ís- lendinga, að þeir létu þeim í té land undir herstöðvar til langs tíma. Þessum tilmælum var hafn- að og 1947 hurfu bandarískir her- menn á brott frá íslandi. Hins vegar fengu Bandaríkjamenn samningsbundin afnot af Kefla- víkurflugvelli, eina alþjóðaflug- velli á Islandi, á suðvesturhorni landsins um 50 km frá höfuðborg- inni Reykjavík. Var aðstaða á flugvellinum talin nauðsynleg, svo að Bandaríkjamenn gætu haldið uppi herstjórn í hinu sigraða Þýskalandi. 1951 var síðan gerður tvíhliða varnarsamningur milli ís- lands og Bandaríkjanna innan ramma Atlantshafssáttmálans. Samkvæmt honum komu banda- rískir hermenn aftur til íslands og settust aftur að á Keflavíkur- flugvelli. Hlutverk liðsins er að verja ísland og gæta öryggis á hafsvæðunum umhverfis landið. Hernaðarlegt mikilvægi íslands mótast af þróun í hertækni og um- svifum á Norður-Atlantshafi. Enginn vafi er á því, að Banda- ríkjamenn höfðu ekki aðeins áhuga á aðstöðu á Keflavíkur- flugvelli til að halda uppi her- stjórn í Þýskalandi, heldur gerðu þeir sér grein fyrir mikilvægi flugvallarins fyrir sprengjuvélar sínar, sem gátu flutt kjarnorku- sprengjur. Til að meta mikilvægi íslands með tilliti til kjarnorku- vopna, þarf ekki annað en kanna almenna þróun þessara vopna og hugmyndir um beitingu þeirra. Sú athugun leiðir í Ijós, að ísland tengist nú kjarnorkuvopnahug- myndum vegna gagnkafbátahern- aðar og þess eftirlits, sem haldið er uppi með ferðum kafbáta frá Íslandi. Bulganin, forsætisráðherra Sov- étríkjanna, ritaði starfsbræðrum sínum í Danmörku, Noregi og á íslandi bréf í janúar 1958. í bréf- inu til Hermanns Jónassonar, for- sætisráðherra íslands segir, að Sovétstjórnin fagni yfirlýsingum forystumanna norsku og dönsku ríkisstjórnanna þess efnis, að þær vilji ekki leyfa staðsetningu kjarnorkuvopna eða skotpalla fyrir meðaldrægar eldfalugar í landi sínu. Segir Bulganin, að kjarnorkuvopnum megi koma fyrir í herstöð Bandaríkjanna á íslandi og hafi íslensk stjórnvöld ekki lýst því yfir, að þau muni hafna staðsetningu erlendra kjarnorkuvopna og eldflauga á landi sínu. Vísar Bulganin til fundar æðstu manna NATO-ríkj- anna í París 1957 og þeirra ákvarðana, sem þar voru teknar um kjarnorkuvopn. í bréfinu kem- ur fram, að það setti „íslensku þjóðina í hættu, sem engan veginn er smávægileg", ef kjarnorku- vopnum yrði komið fyrir í banda- rísku herstöðinni. í svari forsætisráðherra íslands er vitnað til yfirlýsingar, sem rík- isstjórn íslands gaf 7. maí 1951, þegar varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður, en í j)eirri yfirlýsingu segir orðrétt: „Oþarft er að taka það fram, svo sjálfsagt sem það er, að ráðstafanir þessar (þ.e. ráðstafanir þær, sem rætt er um í varnarsamningnum) eru ein- göngu varnarráðstafanir. Aðilar samningsins eru sammála um, að ætlunin er ekki að koma hér upp mannvirkjun til árásar á aðra, heldur eingöngu til varnar." Um þetta segir í bréfi forsætisráð- herra Íslands frá 1958: „Sú afstaða íslands sem hér kemur fram, er að sjálfsógðu óbreytt enn. Þessi af- staða leiðir eðlilega til þess, að hér verða ekki leyfðar stöðvar, fyrir önnur vopn en þau, sem Islend- ingar telja nauðsynleg landi sínu til varnar. Um kjarnorku- eða eldflaugastöðvar á íslandi hefur aldrei verið rætt og engin ósk komið fram um slíkt." 1962 fékk bandaríska varnarlið- ið orrustuþotur af gerðinni F-102 og var þá utanríkisráðherra ís- lands, Guðmundur I. Guðmunds- son, að því spurður á þingi, hvort kjarnorkuvopn hefðu komið með vélunum til landsins. Ráðherrann sagði, að samkvæmt samkomulagi ríkisstjórna Íslands og Bandaríkj- anna og reglum Atlantshafs- bandalagsins yrðu kjarnorkuvopn hvorki sett á land á Íslandi né flutt með flugvélum, sem í landinu lenda, nema því aðeins, að ríkis- stjórn Íslands óski eftir því eða samþykki það. Slíkar óskir hefðu ekki komið fram, hins vegar væri útilokað að gefa nokkra bindandi yfirlýsingu um það, hvernig með málið yrði farið, ef einhvern tíma Guðmundur í. Guðmundsson var utanríkisrádherra 1962 og sagði, að hér á landi yrðu ekki kjarn- orkuvopn, nema því aðeins, að ríkisstjórn íslands óski eftir því eða samþykki það. kæmi fram ósk um að hafa kjarn- orkuvopn á Íslandi. Það hlyti að ráðast af stöðunni í alþjóðamál- um. í janúar 1968 fórst bandarísk sprengjuþota af gerðinni B-52 í nauðlendingu á Thule-flugvelli á Grænlandi. Vélin var með kjarn- orkusprengur innanborðs og dreifðist plútóníum um nokkurt svæði. Þetta slys kom til umræðu á Alþingi íslendinga. Utanríkis- ráðherra, Emil Jónsson, sagðist ekki hafa annað um það að segja, en að það væri „fullt samkomulag" á milli ríkisstjórnar íslands og yf- irstjórnar varnarliðsins, að á ís- landi séu ekki kjarnorkusprengjur af neinu tagi. Haustið 1977 fór forsætisráðherra íslands, Geir Hallgrímsson, í opinbera heim- sókn til Sovétríkjanna, hina fyrstu og einu í sögunni. í ræðu, sem Kosygin, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, flutti af því tilefni í Kreml, lýsti hann sérstakri ánægju yfir því, að ekki væru kjarnorkuvopn á Íslandi. A árinu 1980 urðu miklar um- ræður um kjarnorkuvopn á ís- landi og lauk þeim með því, að sendiherra Bandaríkjanna og utanríkisráðherra íslands skipt- ust á yfirlýsingum. í yfirlýsingu sendiherrans sagði: „Með vísan til þess að gefið hefur verið í skyn, að kjarnorkuvopn séu á Íslandi, skal tekið fram, að það hefur lengi ver- ið stefna Bandaríkjanna að játa hvorki né neita tilvist kjarnorku- vopna nokkurs staðar. Hins vegar er stefna ríkisstjórnar Bandaríkj- anna í samræmi við þá ákvörðun sem tekin var á leiðtogafundi að- ildarríkja Atlantshafsbandalags- ins í París 1957, þar sem lýst var yfir að „staðsetning birgða þess- ara (átt er við kjarnaodda sem eru til taks í þágu varna bandalags- ins) og flauga, og fyrirkomulag varðandi notkun þeirra, munu samkvæmt þessu verða ákveðin í samræmi við áætlanir Atlants- hafsbandalagsins og með sam- þykki þeirra ríkja, sem beinan hlut eiga að máli."" Þá sagði einn- ig í yfirlýsingu bandaríska sendi- herrans að þessi skuldbinding Bandaríkjastjórnar væri í sam- ræmi við 3. grein varnarsamn- ingsins frá 1951, sem mælir fyrir um það, að bandaríska varnarliðið megi ekki hagnýta aðstöðu sína á íslandi á annan hátt en þann, sem stjórnvöld landsins samþykki. Utanríkisráðherra íslands, Ólafur Jóhannesson, lýsti því yfir, að yfirlýsing bandaríska sendi- Emil Jónsson var utanríkisráð- herra 1968 og sagði, að fullt sam- komulag væri milli ríkisstjórnar íslands og yfirstjórnar varnar liðsins, að á fslandi séu ekki kjarnorkusprengjur af neinu tagi. herrans útilokaði algjörlega stað- setningu kjarnorkuvopna á ís- landi. Þá sagði utanríkisráðherra, að hvorki Bandaríkin, önnur Atl- antshafsbandalagsríki né her- stjórnir NATO hefðu gert athuga- semd við þá stefnu Íslands, að í landinu skuli ekki vera kjarnorku- vopn. Hefði stefna þessi verið áréttuð, þegar ákvörðun var tekin um það á utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í des- ember 1979 að endurnýja kjarn- orkuheraflann í Evrópu. Sjálfur sagðist utanríkisráðherrann hafa sagt á fundi Atlantshafsbanda- lagsins í Ankara í júní 1980, að það hefði ætíð verið eitt af grundvallaratriðum íslenskrar varnarstefnu, að engin kjarnorku- vopn skuli vera í landinu. Hann væri fullviss um, að engin íslensk ríkistjórn gæti samþykkt að falla frá þessari stefnu. Utanríkisráð- herrann hefur hins vegar einnig gefið til kynna að á hættutímum kynni ekki að vera haft samráð við íslensk stjórnvöld. í umræðunum sumarið 1980 benti íslenska utanríkisráðuneytið á þá staðreynd, að samkvæmt bandarískum lögum þarf að vera fyrir hendi sérstakur samningur milli hlutaðeigandi ríkja til þess að komið geti til staðsetningar kjarnorkuvopna — „og er að sjálfsögðu ekki um að ræða neinn slíkan samning milli Bandaríkj- anna og íslands" — sagði ráðu- neytið. Hér hafa verið dregnir saman höfuðdrættirnir í yfirlýsingum ís- lenskra stjórnvalda um þessi mál síðan 1958, þá hefur einnig verið skýrð afstaða ríkisstjórna Banda: ríkjanna og Sovétríkjanna. í stuttu máli má draga þá ályktun af þessu yfirliti, að íslensk stjórn- völd hafi ekki afsalað sér ákvörð- unarvaldi um það, hvort kjarn- orkuvopnum verði komið fyrir á Íslandi með varnarsamningnum frá 1951. Þvert á móti hafa íslensk stjórnvöld úrslitavald í þessu máli og þau hafa ekki samþykkt flutn- ing kjarnorkuvopna til íslands. Svo virðist, sem ekki séu allir á einu máli um það, hvort Ísland falli undir áætlunina, sem kennd er við Kekkonen, Finnlandsfor- seta, um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum. Um þessa áætlun hefur ekki verið mikið rætt af íslenskum stjórn- Geir Hallgrímsson var forsætis- ráðherra 1977 og hlýddi á Kosyg- in, forsætisráðíierra Sovétríkj- anna, gleðjast yfir því í ræðu í Kreml, að engin kjarnorkuvopn væru á íslandi. málamönnum, hún er ekki eitt af þeim utanríkismálum, sem stjórn- málaflokkarnir hafa tekið afstöðu til. Almennt má segja, að hug- myndir um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum hafi ekki orðið að pólitísku umræðu- efni á íslandi fyrr en á árinu 1981. Finnskir sérfræðingar, sem fjallað hafa um hugmyndir Kekk- onens, hafa verið í vafa um, hvort skilyrðislaust beri að Hta á ísland sem hluta af því svæði, sem áætl- un Kekkonens nær til. Hið gagn- stæða kemur hins vegar fram í ritsmíðum eftir bandaríska her- foringja og sovéskan sérfræðing, þegar þeir skilgreina Kekkonen- áætlunina. Athygli hefur vakið, að ýmsir í almenningssamtökum í baráttunni gegn kjarnorkuvopn- um og fyrir því markmiði, að Norðurlöndin verði lýst kjarn- orkuvopnalaust svæði, telja óheppilegt, að ísland tengist kröf- um þessara samtaka. Vegna varn- arsamnings Íslands og Bandaríkj- anna flæki það málið, sé ísland, að minnsta kosti í fyrstu atrennu, talið hluti af hinum kjarnorku- vopnalausu Norðurlöndum. Utanríkisráðherra íslands tek- ur að sjálfsögðu þátt í umræðum um þessi mál á fundum með nor- rænum starfsbræðrum sínum og stóð ásamt þeim til dæmis að þeirri niðurstöðu, sem komist var að á fundi ráðherranna í Kaup- mannahöfn haustið 1981. Það er mín skoðun, að úrslitavaldið um það, hvort ísland tengist hugmynd- um um kjarnorkuvopnalaust svæði hljóti að vera í höndum íslenskra stjórnvalda. Kæmi til þess, að ríkis-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.