Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 10
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 BOSCHerbe,ri Um þaö hafa hinir fjölmörgu eig- endur sannfært okkur og um það getið þér einnig sannfærst. OLLBOSCH verkfæri eru al-^ einangruð sem er mikið öryggis- atriði og eingöngu á kúlulegum. Fjölbreytt úrval af BOSCH iðnaöarverkfærum Kaupið verkfæri sem endast. Það borgar sig. Umboðsmenn um allt land. Gunnar Ásgeirsson hf., BOSCH heimilisborvélar og fjöldi fylgi- hluta. BOSCH verkfærin eru ótrúlega sterk og fjölhæf. Suðurlandsbraut 16, sími 91-35200. Armstrong ArmaSlex pipueinangrun Pípulagningamenn — Húsbyggendur — Lesiö þessa auglýsingu Veruleg verðlækkun á Armaflex pípueinangrun hefir nú nýlega gert það að verkum að þessi vandaða framleiðslu á pípueinangrun, sem hingað til hefir hér á landi einungis verið notuð til einangrunar í frystihúsum og verksmiöjum, mun nú halda innreið sína á sölumarkað pípueinangrunar fyrir hverskonar húsahitun og kaldavatnsleiðslur. Fyrirliggjandi slöngur — plötur — límbönd og tilheyrandi lím og málning. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? Þl' AIGI.YSIR l'M AI.I.T LAND ÞEGAR ÞL' ALGLYSIR I MORGINBLADINL „Guð er til og hann er vissu- lega okkar stærsta hjálp“ Rætt við Bengt Lillas sem staddur er hér á landi í fyrirlestraferð á vegum aðventista- kirkjunnar Hér á landi er staddur á vegum aðventistakirkjunnar Finninn Bengt Lillas og mun hann halda fyrirlestra á vegum aðventista- kirkjunnar næstu sex vikurnar bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Ég varð mjög ánægður þegar mér var boðið að koma hingað til ís- lands og halda fyrirlestra," sagði Bent Lillas í samtali við blm. Mbl. „Ég var hér á ferð á árunum 1958—1959 og hélt því þegar ég kom núna að Reykjavík vaeri lítill baer — það kom mér á óvart hvað hún er orðin stór. Ég hef flutt erindi um ísland í finnska útvarpið og einnig skrif- að greinar um það í blöð. Þessi erindi mín og skrif, sem byggð voru á reynslu minni í fyrri heimsókninni hingað, vöktu nokkra athygli í Finnlandi. Mér sýnist að það sé full ástæða fyrir mig að endurnýja þessa Is- landskynningu í Finnlandi — hér á Islandi er allt orðið með öðrum hætti en var, svipmót nútímasiðmenningar hefur sett mark sitt á þjóð og land en í trúmálum virðist mér að gömlu guðirnir sitji enn í sínum sætum. Islendingar hafa alltaf verið dá- lítið veikir fyrir andatrú." Hvað er að segja um trúmálin í Finnlandi? „Finnar eru trúhneigt fólk. Þjóðin hefur farið í gegn um miklar þrengingar og komist að því að maðurinn þarf vissulega á Guði að halda. En í Svíþjóð, þar sem ég er búsettur núna, skilst manni helzt að menn þurfi bara peninga til að vera sælir og ánægðir — Guð er hafður í bakhöndinni og menn muna ekki eftir honum fyrr en ógæfa steðj- ar að þeim. Þá er gott að vita að hann er til.“ Bengt Lillas hefur skrifað met- sölubók sem á íslenzku gæti heitið „Barátta án vopna“. „Sem kristinn maður neitaði ég að bera vopn í styrjöldinni við Rússa,“ sagði hann. „Maður verður auðvitað að gera allt fyrir föðurland sitt í styrjöld — en boðorð Guðs má maður ekki brjóta. I baráttunni við Rússa var ég sjúkraliði í fremstu víg- línu á árunum 1941—1944. Áður en ég fór til víglínunnar var ég dæmdur í 8 mánaða fangelsi fyrir að neita að bera vopn og var auk þess í hálft ár í vinnu- búðum í Finnlandi. Frá þessu greini ég í bók minni. Ég komst lifandi frá þessu en á þessum ár- um fann ég að Guð er til og hann er vissulega okkar stærsta hjálp." Vegna nálægðar Finnlands og Kússlands spyr ég Lillas hvernig aðventistasöfnuðir í Sovétríkjun- um komist af. „Það er mjög misjafnt eftir því í hvaða ríkjum Sovétríkj- anna þeir eru. Við vitum af að minnsta kosti 100 aðventistum sem eru í fangabúðum í söfnuð- um okkar þar. Víða í Sovétríkj- unum sæta aðventistar ofsókn- um, en annarstaðar, s.s. í Ukra- ínu og Eistland, fá þeir að vera í friði." Keynið þið að hjálpa þessum trú- bræðrum ykkar? „Við reynum það en getum lít- ið fyrir þá gert. Með launung getum við hjálpað þeim þó í litlu sé en opinberlega getum við ekk- ert aðhafst. En um þetta er víst bezt að segja sem minnst," segir Lillas og hlær við. „Sovétmenn hafa líklega sína fulltrúa hér á landi sem annars staðar sem lesa dagblöðin, — það yrði lík- lega fljótt um þessa litlu aðstoð sem við getum veitt ef ég fjölyrti um hana. Rétt er að ég teki það fram, að það er regla hjá aðvent- istum hvar sem þeir eru að ástunda löghiýðni — en við hlýð- um fremur Guði en mönnum ef því er að skipta." Ad lokum, Lillas. Hvað myndi gerast ef þú færir inn í Sovétríkin og byrjaðir að boða þar trú opin- berlega? „Sú ferð myndi taka skjótan og ljótan endi,“ segir Lillas og hlær við.„Mér yrði þegar varpað í fangabúðir og látinn dúsa þar í marga mánuði áður en mál mitt yrði tekið fyrir. Ég er skynsam- ari en svo að ég láti mér koma til hugar að fara til Rússlands þeirra erinda að boða þar trú opinberlega." —bó Hættir formennsku í orlofsnefnd STEINUNN Finnbogadóttir |ætur nú af formennsku í Orlofsnefnd hús- mæðra í Reykjavík — eftir 20 ára Starf. Hún var gjaldkeri nefndarinnar árin 1962—1969, en formaður samfleytt frá þeim tíma. Undir forystu Steinunnar hefur starfsemin blómgast og æ fleiri húsmæður hafa notið oríofsdvalar sem þær eiga rétt á samkvæmt lögum, segir í frétt sem Mbl. hefur borist. Síðan 1965 hefur nefndin tekið á leigu skólahúsnæði á sumri hverju þar sem hún hefur rekið á eigin vegum orlofsheimili með mynd- arbrag. Orlofið sem staðið hefur yfir júlí- og ágústmánuð hefur verið til fyrirmyndar hvað rekstrarhag- kvæmni, skipulag og stjórnun varðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.