Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 36
MORGUNBLjU3fffrgHNyUDAGUR28- FEBRÚAR 1982 84 Páll Sigurgeirsson kaupmaður — Minning Fæddur 16. febrúar 1896 Dáinn 21. febrúar 1982 Páll Sigurgeirsson, fyrrum kaupmaður á Akureyri, andaðist í Landakotsspítala 21. febrúar sl., 86 ára að aldri. Páll faeddist að Stóruvöllum í Bárðardal 16. febrúar 1896. For- eldrar hans voru hjónin Sigurgeir Jónsson Benediktssonar Indriða- sonar frá Fornastöðum og Frið- rika Tómasdóttir Friðfinnssonar bónda á Litluvöllum í Bárðardal. Kona Tómasar var Margrét Sig- urðardóttir frá Melum í Fnjóska- dal. Kona Jóns Benediktssonar og amma Páls kaupmanns var Aðal- björg Pálsdóttir Jóakimssonar frá Hólum í Laxárdal. Sigurgeir Jónsson fæddist 25. nóvember 1866 og var yngstur 6 barna þeirra Jóns Benediktssonar og Aðalbjargar Pálsdóttur. Meðal bræðra hans var Páll Hermann bóndi og hreppstjóri á Stóruvöll- um. Friðrika Tómasdóttir fæddist 21. júli 1871. Þau gengu í hjóna- band 25. júní 1895. Þá hófu þau búskap á fjórða hluta Stóruvalla en fluttust alfarin til Akureyrar 1904. Sigurgeir var þjóðkunnur tón- listarfrömuður í Suður-Þingeyjar- sýslu og á Akureyri og tók virkan þátt í ýmsum félagsmálum, t.d. IOGT. Friðrika var mikil fríð- leikskona og fyrirmyndar hús- móðir. Þau eignuðust 9 börn, sem flest eru þjóðkunn fyrir tónlist- arstörf, ljósmýnda- og kvik- myndagerð og skólamál. Páll var elstur barna þeirra. Friðrika andaðist 14. júní 1953 og Sigurgeir 4. nóvember 1954. Páll Sigurgeirsson slitnaði ekki úr tengslum við Bárðardal þótt hann flyttist þaðan 1904. Hann var á Stóruvöllum hvert sumar fram að fermingu. Þá hóf hann bókbandsnám á Akureyri, en árið 1911 réðíst hann til Braunsversl- unar á Akureyri að eindreginni ósk stjórnanda hennar. Að þeirra tíma barnaskólanámi loknu naut Páll ekki skólagöngu, nema eitthvað í kvöldskóla og í einkatímum, og varð hann mjög vel mæltur bæði á dönsku og þýsku. Hann var því að mestu sjálfmenntaður í þess orðs ágæt- ustu merkingu. Góðar gáfur, vak- ándi lífsáhugi og lífsreynsla voru farsælir kennarar hans. Hann var minnugur og gerðist margfróður um menn og mannlíf. Árin 1919 til 1922 vann Páll Sig- urgeirsson við Braunsverslun í Reykjavík og var þangað sendur af húsbændum sínum. Á þeim ár- um kynntist hann Sigríði Odds- dóttur. Þau gengu í hjónaband 7. ágúst 1922., Sigríður Oddsdóttir fæddist 10. maí 1980. Foreldrar hennar voru Oddur Oddsson gullsmiður og fræðimaður á Eyrarbakka og sím- stöðvarstjóri þar, og kona hans Helga Magnúsdóttir. Þau bjuggu áður á Sámsstöðum í Fljótshlíð og þar fæddist Sigríður. Enda taldi hún sig alla tíð vera Fljótshlíðing. Þegar hún kynntist Páli var hún ekkja og átti 3 börn. Árið 1922 fluttust Páll og Sig- ríður til Akureyrar og stofnuðu heimili þar. Páll tók við verslunar- stjórastöðu hjá Braunsverzlun. Með þeim fór sonur Sigríðar, Hauk ur Helgason, og gekk Páll honum í föðurstað. Hin tvö börn Sigríðar ólust upp hjá ættfólki sínu fyrir sunnan. Haukur varð síðar verk- stjóri hjá Rafveitu Akureyrar. Hann fórst af slysförum við skyldu störf 1945. Hann varð öllum harmdauði sem til hans þekktu. Páll og Sigríður eignuðust tvo syni: Sverri, fæddan 28. júní 1924 og Gylfa, fæddan 1. febrúar 1933. Sverrir er skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Akureyri. Kona hans, Ellen Lisbet er fædd 30. janúar 1926, foreldrar: Lauritz Al- fred Rasmussen verkstjóri í Reykjavík og kona hans Ingunn Katrín Arnfinnsdóttir. Sverrir og Ellen eiga 4 börn. Gylfi er skólastjóri Gagnfræða- skólans í Mosfellssveit. Kona hans er Steinunn Katrín, f. 17. nóv. 1932, Theodórsdóttir skipamiðlara og kennara Jakobssonar og konu hans Katrínar Pálsdóttur Ein- arssonar hæstaréttardómara. Þau eiga 6 börn. Páll Sigurgeirsson keypti Braunsverslun árið 1932 og rak hana til 1956. Haraldur bróðir hans var starfsmaður hjá honum og hans önnur hönd. Árið 1956 stofnaði svo Páll Vöruhús Akur- eyrar og rak það til 1961. Þá hætti hann kaupmennsku, enda hafði hann stundað verslunarstörf í 50 ár. Á Akureyri byggðu Páll og Sig- ríður sér einbýlishús, Eyrar- landsveg 24. Þarna bjuggu þau sér heimili sem öllum hlýtur að vera ógleymanlegt sem til þekktu. Þar ríkti hóglát smekkvísi og þar var til alls vandað. Heimilislífið kom fyrir sjónir eins og maður hefur kynnst því fegurstu á langri ævi. Það var unaðslegt að vera gestur þeirra. Þar komu til skapgerðar- einkenni og viðmót beggja hús- bændanna. Sigríður Oddsdóttir var gáfuð fríðleiks- og atgerfiskona. Við hana var gott og auðvelt að ræða í trúnaði og af einlægni. Hún hafði alltaf eitthvað til mála að leggja, sem var ávinningur að heyra og leggja sér á minni. Sama má segja um mann hennar, Pál Sigurgeirs- son. Þar hallaðist ekki á. Þau voru bæði fastlynd og staðföst í skoð- unum og lífsviðhorfum og höfðu ríka löngun til að leita sannleik- ans. Þannig eru þessi ágætishjón og hið fagra heimili þeirra í mín- um huga. Árið 1961 fluttust Páll og Sig- ríður til Reykjavíkur. Þar, í stórri blokk, Hvassaleiti 153, endur- reistu þau heimili sitt frá Akur- eyri með sömu einkennum og áður var. Páll Sigurgeirsson var yfirlæt- islaus maður, hógvær og leitaði ekki eftir mannvirðingum. Því meira traust báru menn til hans. Og þótt hann fórnaði lífsstarfi sínu mestu af kröftum sínum og tíma, hlaut hann að koma víðar við sögu. Hann var gjaldkeri Rauða krossins á Akureyri um árabil. Hann þjónaði Frímúrara- reglunni af trúmennsku og innan hennar nutu reglubræður hans þess að hann lék á orgel. Hann var formaður nefndar sem safnaði fé og stóð fyrir kaupum á pípuorgeli í Akureyrarkirkju. Hann átti drjúgan þátt í stofnun Náttúru- Jón Sturlaugsson Minningarorð Fæddur 28. október 1930 Dáinn 18. febrúar 1982 Á morgun, 1. mars kl. 10.30, verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju Jón Sturlaugsson, bókhaldari og skrifari, sem lést langt um aldur fram, aðeins 51 árs að aldri. Jón var gæddur næmni og hæfni svo af bar strax á skólaárum sín- um í Verslunarskólanum, en þar sem gera má ráð fyrir að hann hafi að uppiagi verið meiri fræði- maður en verslunarmaður nýttust þessar gáfur hans ekki sem skildi, jafnframt því sem hann átti oft við vanheilsu að striða. Skarpar gáfur og græskulaust gaman fara oft saman. Þetta tvennt sameinaði Jón á snilldar- legan hátt. Skoðanabræður jafnt sem skoðanaandstæðinga átti hann að vinum og virðingin var gagnkvæm. Jón var maður sáttfýsi og frið- ar. Engum manni vildi hann órétt gera og heiðarleika hans í við- skiptum var viðbrugðið. Keisaran- um skyldi greiða það sem keisar- ans var og Guði það sem Guðs var og þó ríflega báðum. Til allrar hamingju veit Guð, að vér mennirnir erum jafn ólíkir sem malarsteinarnir á ströndinni, og hann býst ekki við að hver og einn lifi og hagi sér eins. Það er andinn sem máli skiptir, tilgang- urinn og hin heita ósk. Jón var einlægður trúmaður og bænin var honum eðlislæg. Bænin heldur mönnum í tengslum við Guð. Hún er dásamlegt hjálpar- tæki til að lifa kristilegu liferni. Að sleppa bæninni er að bjóða ógæfunni heim. Jafnvel hinn styrkasti og helgasti maður getur ekki leyft sér að gleyma að biðja til Guðs, þó að ekki sé nema dag- lengis. Slíkir sem Jón heitinn trúi ég raunverulega að séu undir það búnir að mæta skapara sínum. Eftirlifandi bróður og ættingj- um votta ég samúð og hluttekn- ingu. Blessuð sé minning hans. B.Th. Mánudaginn 1. marz verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju í Reykjavík Jón Sturlaugsson bók- ari. Hann var sonur hjónanna Guð- borgar Þórðardóttur frá Lauga- bóli við ísafjarðardjúp og Stur- laugs Jónssonar stórkaupmanns frá Stokkseyri. Jón var Verzlunarskólamennt- aður og starfaði lengst af sem bókari við fyrirtæki þeirra feðga, heildverzlun Sturlaugs Jónssonar & Co sf. en Þórður bróðir hans tók við framkvæmdastjórn eftir lát föður þeirra. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sjöfn Kristjánsdóttir. Þau slitu samvistum. Síðari kona hans var Þorbjörg Biering. Þau fengu þó ekki lengi að njóta sam- vista, því Þorbjörg lést skyndilega árið 1978 eftir aðeins tveggja ára hjónaband. Á starfsferli Jóns kann ég lítil skil. Þó veit ég að fyrirtæki þeirra bræðra Sturlaugur Jónsson & Co sf. hefur eflst og styrkst í höndum þeirra bræðra og nýtur álits fyrir traust og áreiðanieika í viðskipt- um. Eg veit einnig að Jón var af- burða nemandi í Verzlunarskóla íslands og hlaut þar m.a. bók- færslubikarinn fyrir frábæran ár- angur í þeirri námsgrein. Eg kynntist Jóni Sturlaugssyni sem frænda konu minnar og þar með góðum fjölskylduvini, sem ávallt sýndi okkur mikla ræktar- semi og vinarhug. Jón tókst mjög vel að ná til barna, enda varðveitti hann alla tíð hluta barnssálarinnar í hjarta sínu. Hann var sérlega iðinn við að segja þeim frá og útskýra hin margbreytilegustu fyrirbæri til- verunnar. Var þar af ýmsu að taka, því Jón var mikill lestrar- hestur, raunar alæta á lesefni. Hefði hann haft metnað eða löng- un til að takmarka sig við leiðir í þeim efnum, hefðu greind hans og gott minni eflaust getið honum góðs orðstírs meðal þeirra, sem á þekkinguna trúa. Það vill svo til að Jón Stur- laugsson fylgdi oftast jólahátíð- inni inn á mitt heimili. Minningar okkar um hann tengjast því öðru fremur þeirri hátíð vináttu, gleði og góðvildar. Var hann þar ekki síður veitandi en njótandi. En hátíð og gleði jólanna voru ekki hans fasta fylgdarlið á lífs- leiðinni og finnst mér raunar að forsjónin hefði mátt þar vera hon- um dálítið örlátari. En sorgina átti hann einn. Gleðinni vildi hann deila með öðrum. Á kveðjustundu flyt ég þakkir fjölskyldu minnar fyrir góð kynni og ánægjulegar samverustundir. Blessuð sé minning Jóns Stur- laugssonar. Ingjaldur Bogason Á morgun, 1. mars, kveðjum við starfsmenn Sturlaugs Jónssonar & Co. samstarfsmann okkar, Jón Sturlaugsson, Skúlagötu 58, Reykjavík. Jón Sturlaugsson var fæddur 28. okt, 1930. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Sturlaugur, stór- kaupmaður í Reykjavík, látinn 1968, Jónsson, hafnsögumanns á Stokkseyri, Sturlaugssonar og kona hans Guðborgar Þórðardótt- ur, bónda á Laugabóli á Langa- dalsströnd við Djúp, Jónssonar. Jón fór ungur í Verslunarskól- ann og lauk þaðan prófi. Hann stundað aðallega verslunar- og skrifstofustörf um æfina. Sein- ustu árin vann hann við fyrirtæki þeirra bræðra, er faðir þeirra stofnaði 1925. Jón var stálminnugur og greind- ur vel, röskur og afkastamaður mikill til verka. Hann var hrekklaus, enda drengur góður, léttur í lund, prúð- Jóna Alexanders- dóttir - Kveðjuorð Fædd 11. maí 1925 Dáin 27. desember 1981 7. janúar sl. var til moldar borin góð vinkona mín, Jóna Alexand- ersdóttir. Hún andaðist 27. des- ember í Borgarspítalanum eftir stutta legu. Jóna var fædd að Skerðingsstöðum í Hvamms- hreppi. næst yngst 10 systkina, 3 dóu í æsku, 7 komust upp, allt myndarfólk og er hún fyrst af þeim sem kveður þennan heim. Foreldrar hennar voru Ólöf Bæringsdóttir og Alexander Guð- jónsson. Þegar Jóna var 13 ára lést faðir hennar, þá bjó fjölskyld- an að Hóli, Hvammshreppi. Um það leyti voru elstu börnin farin að heiman í atvinnuleit, allir urðu að vinna hörðum höndum um leið og þeir voru færir um, því ekki voru efnin mikil í þá daga hjá þeim frekar en öðrum. Eftir að móðir hennar var orðin ekkja bjó hún nokkur ár að Hóli með tveim af börnum sínum en fluttist síðan til Reykjavíkur. Sumarið 1945 fór ég eitt sumar að vinna vestur í Dali, að Sæl- ingsdalslaug sem þá var starfrækt sem barnaheimili. Þar hitti ég fyrst mína tryggu vinkonu, sem einnig var komin þangað til aö vinna. Við urðum strax góðar vinkonur þetta fyrsta sumar og öll árin sem á eftir komu og aldrei féll skuggi þar á. Hún var tryggðatröll glað- lynd og spaugsöm. Á barnaheimil- inu vann hún tvö eða þrjú sumur, en var í Húsmæðraskólanum að Hallormsstað tvo vetur. Þangað sótti hún mikla þekkingu sem hús- móður nýtist alla æfi, og minn- ingarnar frá þeim árum voru aldr- ei langt undan. Eftir að þær mæðgur fluttu suð- ur bjuggu þær í Skerjafirðinum hjá Kristjönu, systur Jónu, og hennar manni Óskari, þar höfðu þær litla risíbúð. Þangað var gott að koma, Ólöf móðir hennar var hæglát gæðakona með mikla eðlis- greind og reynslu erfiðra ára. Hún bjó hjá Jónu það sem hún átti eft- ir ólifað, og það var yndislegt að sjá hvað hún var móður sinni góð dóttir. Ólöf lést árið 1964. Árið 1961 kynntist Jóna eftirlif- andi manni sínum, Ingva Þórðar- syni, og stofnuðu þau heimili sam- an að Skólavörðustíg 33 og síðar að Úthlíð 5. Þau áttu fallegt heimili og þakka ég þeim allar þær ánægju- stundir sem ég átti þar. Þau voru barnlaus. Sl. 20 ár gekk hún með erfiðan sjúkdóm sem hún bar með þolin- mæði og æðruleysi. Hún vann nú aðeins hálfan daginn í fatahreins- un, áður vann hún í mörg ár hjá Jóhannesi Jóhannssyni kaup- manni, fyrst á Grundarstíg 2 og síðar á Laufásveginum og ekki trúi ég öðru en að margir minnist þar lipurrar afgreiðslustúlku. Eftir að hún hætti að vinna úti og varð heimavinnandi húsmóðir, prjónaði hún lopapeysur og annaði aldrei eftirspurn. Ekki prjónaði hún peysu á dag, en hún gat sett nafnið sitt á þær allar. Eg kveð nú vinkonu mína og þakka henni samfylgdina, ég kvíði ekki vistaskiptum þegar að mér kemur því ég veit að hún tekur á móti mér. Ég sendi Ingva, systkinum hennar og skyldfólki innilegar samúðarkveðj ur. Vinkona

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.