Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 26
74 MORGUNBLykÐJÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1982 Bókmenntír a tímum Rauðra penna réttrúuð rómversk-kaþólska alstaðar að úr skrambanum. Ég lifði ekki bara eitt í einu, heldur alt í senn. Náttúrlega þekti ég einnig bændalíf frá bernsku; kunni það á fíngrunum. Við áttum heima 20 kílómetra frá miðbæ Reykjavíkur en ég fékk aldrei dugandi sveitamenníngu né búskörúngshyggju í skrokkinn þó ég ætti síðar létt með að uppmála sveitalíf. Þeg- ar ég var að stúdéra undir Sjálfstætt fólk, fór ég samt víða um land, bæði um afdali og annes, fjöll og firnindi, austan lands og vestan og norðan — til að sann- prófa það sem ég þóttist vita en var ekki öruggur um. Afturámóti stofutragedía, einsog þetta Straumrof, — það var leift- . ur sem sló niður á pappírinn undir nef- inu á mér meðan ég var að hugsa um eitthvað annað. Kanski er það „dutlúng- ur". Örn: Hvað segirðu? Mér finnst Straumrof alveg meistaralegt verk, — hvernig þú tekur á þessu! Halldór: Maður verður náttúrlega að gæta þess að alt standi rétt af sér. Ann- ars gerði ég aldrei neitt með þetta leik- rit; ég var ekki einusinni við þegar það var frumsýnt. Ég sá það ekki fyren hún Brynja setti það upp fyrir fáeinum árum í leikhússtjóratíð Vigdísar Finnboga- dóttur. Var laungu búinn að gleyma því. Náttúrlega er eitthvað bæði úr Strind- berg og Ibsen í því; enda, einsog ég sagði, hafði ég á únglíngsárum lesið samanlögð leikritasöfn þeirra beggja. Örn: Mig langaði aðeins að víkja að greinum þínum að lokum. Ég hef nú að- eins lesið það sem hefur verið endur- prentað í greinasöfnum þínum. Halldór: Hef ég ekki útbúið fleiri greinasöfn en skáldsögur? Örn: Það held ég nú ekki. En þú hefur skrifað óhemju mikið af greinum, og það hefur ekki allt verið endurprentað í bók- um. Ég fór í skrá Landsbókasafnsins um efni í blöðum og tímaritum. Þar eru skráðir á þig 300 titlar. Það er fáránlegt að ekki skuli vera til prentuð skrá yfir öll rit merkustu höfunda okkar á Lands- bókasafninu, hvar þau hafi birst og hvenær; en til er nákvæm ritskrá annarshvers viðvanings, sem hefur stungið niður penna. Halldór: Mér er sagt að þeir hafi tak- markaðan vinnukraft á söfnunum hérna. Það verður heldur ekki auðvelt verk að finna alt sem ég hef látið frá mér fara í ritgerðaformi utanlands og innan. Aft- urámóti er auðveldara að gera skrár yfir greinar velvakenda sem krota kanski þrjá-fjóra „velvakanda" á ævinni. Ég vona að sumum skárri greinum mínum hafi þó verið haldið til haga. Örn: Þetta eru ákaflega fjölbreytilegar greinar. Það má víst taka undir það sem þú segir um þær, að greinar þínar séu almennt menningarstarf og hjálpsemi við dagblöðin í því að vinna gegn lákúru, hjátrú og ósiðum. Halldór: Reyndar skrifaði ég líka mýgrút neðanmálsgreina í Politiken og mörg útlend blöð — sum árin meira að magni kanski en það sem ég skrifaði af slíku hér heima. Örn: Þú byrjaðir í Politiken, var það ekki? Halldór: Ég skrifaði snemma óreglu- lega í marklítil blöð útum hvippinn og hvappinn í Evrópu og Ameríku, og hygg að fáu af því hafi verið haldið til haga. Og short stories í Berlíng þegar ég var 17 ára. Ég fór ekki að skrifa sem dálkahöf- undur „columnist", fyren seint. En út- lendingar voru einkennilega ákafir í að fá þesskonar ritgerðir af mér, svokallað- ar króníkur og neðanmálsgreinar, sem reyndar eru keppikefli hvers rithöfundar að vera beðinn um að skrifa. Islendíngar þekkja ekki hvað í því hugtaki felst. Sumir þessir „dálkar" mínir hafa verið þýddir á íslensku; aðrir ekki. Til dæmis rakst ég nýlega á grein, hún kom uppí hendur mér á ótrúlegum stað og ég var laungu búinn að gleyma henni. Hún var um Gísla Súrssonar sögu. Þarna er ein af þeim króníkum mínum sem aldrei hafa verið þýddar á íslensku; og einginn ís- lendíngur hefur lesið; svo ég tók hana uppí ritgerðasafn mitt Heygarðshornið, sem var prentað á dögunum, svo hún væri ekki týnd íslendíngum um aldur og ævi. Hún er um efni sem núna er dálítið aðkallandi, því það er nýbúið að taka hér kvikmynd þessarar sögu af mikilli hind. Orsökin til þess að ég skrifaði þetta sem neðanmálsgrein í Politiken var sú að það kom til mín danskur maður, með bók eftir sig að gefa mér, og reyndist vera þjóðfélagsleg ritgerð um Gíslasögu. Höf- undurinn heitir dr. Bredsdorff og er víst laungu orðinn prófessor núna. Hann var ekki gamall maður þá; raunar ég ekki heldur. Skrýtið að rekast á svona óþektar og steingleymdar greinar eftir sjálfan sig. Hún heitir á dönsku Lösgáende Eros. Eitthvað hefur mér ekki líkað bókin um Gíslasögu hjá manninum, sýnist mér. Örn: I tímaritunum Iðunni, Rauðum pennum, Skírni og TMM, skrifarðu stundum slíkar greinar sem útheimta held ég oft töluverða yfirlegu, umhugsun og þekkingu hjá lesandanum. Ég á við greinar einsog „Inngang að Passíusálm- um". Halldór: Þá grein hef ég reyndar verið að skrifa alveg frammá þennan dag. Ég er kanski ekki búinn með hana enn. Sein- asta gerðin af henni kom held ég í hitt- eðfyrra eða svo. Ég byrjaði á henni 1932. Núna er hún orðin einhvernvegin tíma- laus einsog sagt er um kýr. Orn: Þetta er alveg einstök grein, finst mér. Við erum margir sem höfum lengi lesið hana, og dáðst mikið að henni. Mað- ur þekkir ekki nein hliðstæð dæmi í ís- lensku um svona úttekt á hugmynda- heimi. Halldór: Það er af því ég var aldrei nógu ánægður með greinina. Og eftir því sem leingra leið hef ég verið æ því meir uggandi um fyrri sjónarmið mín; og margreynt að skvera greinina upp — eft- ir dálítið endurskoðaðri sannfæríngu. Hún kom fyrst í Iðunni 1932; en í síðustu gerð, að ég held, í þriðju útgáfu af Vett- vángi dagsins ekki als fyrir laungu. Ég uppgötvaði, þegar ég fékk hlaða af þess- um ritgerðasöfnum heim, að mörgum þessum bókum mínum var ég búinn að gleyma, kannaðist varla við titilinn á þeim leingur. En það er hvergi finnanleg nothæf skrá um verk mín, einsog þú seg- ir, því síður nokkuð í átt við að vera fullnægjandi. Örn: Það verk hefði átt að vinna fyrir afmælið þitt. Halldór: Einhverja slíka skrá hljóta þeir þó að hafa til daglegrar brúkunar á Safninu. En ég rek ekkert á eftir þessu sjálfur. Sumir fræðimenn kjósa líka að hlaupa yfir greinar mínar og gleyma öllu því smámunavíli sem þær bjóða uppá. Og ég sé ekki betur en Eiríkur Jónsson hafi orðið að búa sér til slíka skrá uppá eigin spýtur í hinu mikla ritverki sínu Rætur íslandsklukkunnar. Örn: Þeir skrá ekki dagblöðin í sam- bandi við þig nema til 1944! Halldór: Stopp 1944? Hversvegna það ártal? Hversvegna ekki fyr? Örn: Bara Morgunblaðið síðan; en ekki hin. Þetta er slæmt ástand. Nú finnst mér svo skrítið að sjá þessa grein um Hallgrím Pétursson af því maður þekkir ekki hliðstæður á íslandi. Manstu hvort þú hafðir einhverjar erlendar fyrir- myndir, þegar þú samdir „Innganginn" að Hallgrími Péturssyni? Halldór: Nei, þær hafði ég aungvar. Það var ekki hægt að hafa neina fyrir- mynd í því að skrifa um Hallgrím Pét- ursson. Örn: Hvernig voru viðtökur við þessum greinum þínum sem voru svona langar og ítarlegar einsog „Inngangurihn"? Halldór: Algeingast var að mönnum fyndist skoðanirnar í þeim heimskuleg- ar; jafnvel fáránlegar. Til að mynda þeg- ar ég las upp fyrri partinn af þessari Hallgríms Péturssonar grein í fyrstu gerð í útvarp 1932, þá reyndu ýmsir lút- erskir fræðimenn og helstu afturhalds- menn landsins að koma í veg fyrir að ég læsi seinni partinn; skrifuðu undir ávarp til útvarpsráðs þess efnis og tókst það. Ég man ekki hve margir prófessorar og lærdómsmenn fóru á stúfana með út- varpsræður og bannkröfur sem stefnt var gegn þessari Hallgrímsgrein minni. Það er sjálfsagt, ef á liggur, hægt að grafa upp hvað þeir hétu. Það var í raun réttri safnað undirskriftum á móti grein- inni af háskóla íslands. Pokaprestar voru líka á rölti. Örn: Og hvað svo? Halldór: Greinin var í tveimur hlutum; þegar ég var búinn að lesa fyrri hluta, var farið frammá að mér yrði bannað að flytja seinni hlutann í útvarp — að óséðu; og svo fór. Fólk var hér, í sem fæstum orðum sagt, þraungsýnt og búra- legt, útúr tilverunni, og lifði í einhverri lúterskri afturúrmenníngu, öðru nafni sveitasælu andans, sem var góð, það sem hún náði, að sínu leyti einsog teóríur bakkabræðra, sem báru inn birtuna í trogum, en ákaflega viðkvæmur málstað- ur í alvörugefinni rökræðu um hvað sem var. Menn vildu helst fá þetta gamla góða „som tilforn" einsog beðist var af kónginum. Vildu bara heyra gömlu þul- una sem var smíðuð innaní þá úr ein- hverju dönsku braki af saxneskum prót- estantisma. Hér var nefnilega aftur- haldsþjóðfélag af því við vorum bók- mentaþjóðfélag; við sátum staðnaðir í fornbókmentum okkar einsog séra Arn- grímur Jónsson skildi þær og túlkaði á 17du öld samkvæmt málstað siðbótar- UPTON SINCLAIR Örn: Magnús Jónsson skrifaði tveggja binda verk um Passíusálmana 1940, það hefur þá sjálfsagt verið á móti þinni rit- gerð? Ilalldór: Því gæti ég best trúað. Hef- urðu lesið það? Magnús Jónsson var gáfaður dósent og skemtilegur strákur og lángt frá því að vera eins fáfróður og hann reyndi að þykjast. Meðþví hann var viðurkendur „nýguðfræðíngur" vildi hann búa til einhverskonar Hallgrím á nýguðfræðilegum grundvelli. Núna veit einginn hvað „nýguðfræði" er. Orðið er iiorfið úr málinu. Dósentinn hafði verið sveitaprestur í Kanada. Hann var grín- isti. Við vorum góðkunníngjar. Örn: Já, ég ætlaði að spyrja þig hvers- konar lesendahóp þú hefðir haft í huga þegar þú skrifaðir þessar löngu greinar, analýsur, sem ég nefndi, — öðru nafni „dálkar". Halldór: Ja það er nú það. Anna Lísa, öðru nafni Analysis, er yfirleitt góð stúlka. Hún getur staðið ein. Ég skrifaði því miður aldrei neitt sérstaklega fyrir pokapresta. Ég skrifaði samkvæmt lút- ersku formúlunni: hér stend ég osfrv. Keppikefli mitt var leingi vel að láta uppi skoðanir á mikilsverðum málum samkvæmt minni kristilegu samvisku þá og þá, eftir því hvernig lessið stóð. Orn: Þessar króníkur þínar virðast al- þýðlega skrifaðar, þær eru skrifaðar fyrir hvern sem er, trúi ég, einsog aðrar greinar þínar. Ég var hérna með eitt atriði enn sem mig langaði að spyrja um: í kvæðum þínum bregður fyrir miklum módernisma, ég er þá einkum að hugsa um „Unglinginn í skóginum": Hálldór: Eg var leingi með það kvæði. Mestallan veturinn 1924—25. Ég var þá til húsa hjá henni Vilborgu sálugu sem varð hundrað ára, mömmu hans Einars Ólafs. Ég hafði dvalist samfleytt á meg- inlandinu og í Einglandi í þrjú ár, fyrst í Þýskalandi, síðan í frönskum og enskum latínuskólum múnka (sem í seinna fall- inu voru reyndar mestanpart írskir jesú- ítar í einu úthverfi Lundúnaborgar, Osterley). Samt var ég ekki síður áhuga- samur um franskan módernisma í skáldskap og listum; og reyndar þýskan expressjónisma — það lítið slit var í hon- um. Slángur af kvæðum orti ég í San Fransisco hjá Magnúsi Árnasyni um áramót 1927—28. En kvæðin eru flest miklu eldri. Loksins tíndi ég þetta uppúr vösum mínum og gaf það út svo það glat- aðist ekki þjóðhátíðarárið 1930. Síðan hefur komið út önnur útgáfa aukin; eftil- vill líka þriðja útgáfa (að því mætti gá). Orn: Birtist kvæðið Unglingurinn í skóginum ekki fyrst í Eimreiðinni 1924-25? Halldór: Þetta litla og í raun réttri kaldhamraða kvæði var semsé á til- raunastigi í mörg ár. Kvæðið Jtom fyrst á prent í Eimreiðinni 1925 í þáverandi mynd sinni; ég var þá að vonast eftir styrk frá Alþíngi. Búið var að samþykkja styrkinn í Neðri deild Alþíngis þegar kvæðið kom á prent. Þá varð uppi fótur og fit í þínginu. Skáldastyrkur til mín var feldur í Efri deild snemma vors 1925. Mángi dósi gekk feiknahart fram í því að fá styrkinn feldan niður. Náttúrlega var vont að missa af aurum, og blessaðir karlarnir höfðu ætlað að veita mér ríf- legan styrk af því þeim leist vel á mig að óreyndu. Samt tafði synjun Alþíngis ekki fyrir minni för. Ég átti sterka vini að, og góða menn. Úngir efnamenn hér í bæn- um, alt raktir bisnessmenn, skutu sam- an fé og kostuðu mig fyrir orðastað Kristjáns Albertssonar og Árna í Múla. Ég lagði land undir fót og setti saman Vefarann mikla suður á Sikiley um sumarið. Á heimleið nær jólum dvaldist ég aftur um tíma í klaustrinu í Clervaux, mínum skemtilegasta verustað í heimin- um, en hafði þá mist samband við flesta þar nema pater Beda, aldursforseta múnkanna. Orn: En löngu seinna má segja að aðrir menn fari í kveðskap að troða eitthvað svipaðar slóðir og í Unglingnum — ekki beint það sama, náttúrlega, en ég á við, yfirgefa hefðbundið form í kveðskap. Halldór: Nútímastefnur í skáldskap voru alsekki komnar á dagskrá hér á ís- landi þegar Únglingurinn kom út. Örn: En þú hefur ekki haldið því áfram? Halldór: Sannleikurinn er sá, að ég var ekki svo snokinn fyrir bundnu máli svonefndu. Eftir því sem tímar liðu, þá sá ég líka svo mikið af íslenskum epígón- isma, síðgotúngafargani, að ég misti smekk fyrir „ljóðagerð aldarinnar" á þeim tíma hér á landi. Að vísu var ég í frönsku andrúmslofti á meðan ég var hjá múnkum. Og þeir voru á sinn hátt frjáls- ar sálir og skiftu sér ekki af, hvern skrattann ég var að lesa. En þeir báðu mig blessaðan að taka þessar bækur með mér þegar ég færi. Þeir sögðu einsog ís- lendíngar: Við skiljum þetta ekki. Últra- módern súrrealismi var þá ekki kominn á lestrarskrá hjá páfanum! Orn: Jæja, er eitthvað sem þú vildir taka fram að lokum Halldór: Sosum ekki. Ég hef reynt að svara einsog einni spurníngu í senn. Ég skal ekki ábyrgjast tímaröðina í þessari rakníngu okkar. Því miður hef ég ekki haft framtak né hug á að skrifa júster- aða ævisögu. Nýlega hef ég þó skrifað um æskuár mín framtil tvítugs í fjórum bindum. En þar er ekki skift sér af fram- vindu bókmenta. Örn: Já, það er samt mjög skemmtilegt. Heyrði ég rétt að upp hefði komið harð- lína í Máli og menningu? Manstu í hverju hún fólst? Halldór: Rússneski bolsévisminn gaf tóninn þángatil hann gekk uppí and- stæðu sinni, fasismanum í Þýskalandi. Örn Ólafsson er kennari í nor- rænum fræöum við héskólann í Lyon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.