Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 ENVER HOXHA, leiötogi Alb- aníu í tæpa fjóra áratugi, er enn á lífi þrátt fyrir sögusagn- ír um aö hann hafi veriö veg- inn. Hann var að minnsta kosti nógu hress til þess að ávarpa albanska þingiö ný- lega þegar bollalagt hafði verið í nokkrar vikur hvort hann væri lífs eða liöinn. Fréttin um að hann væri attur kominn fram í dagsljós- ið barst út þegar starfsmenn þeirrar deildar BBC, sem fylgist með erlendum út- varpssendingum, skýrðu frá því að Hoxha heföi ávarpað þingið, þótt heimildarmenn í Belgrad drægju raunar strax í efa aö það heföi raunverulega veriö Hoxha sem talaöi. Þar meö virtist hafa verið kveöinn niður sá útbreiddi orörómur á Balkanskaga, að hann heföi látizt af sárum, sem hann hefði fengið eftir skotbardaga við Mehmet Shehu, forsæt- isráöherra um 27 ára skeiö og samherja hans í langri sam- eiginlegri baráttu, sem gerði þá að einum „stálhnefa" eins og eitt sinn sagöi í opinber- um áróðn. Hoxha og Shehu (til hægri) á æskulýosþingi SAMSÆRI A BALKANSKAGA Valdabaratta og laumuspit í Albaníu, hinu lokaða landi kommúnista En þótt nú virðist aö ekkert eins áhrifaríkt og þetta hafi gerzt'í Alb- aniu hefur samt sem áöur ekki fengizt svar viö þeirri ráögátu hvort í þessu einangraöa ríki kommúnista á Balkanskaga fari nú fram harövítug valdabarátta, sem hafi leitt til blóösúthellinga. Þaö eru ekki aðeins fjölmiölar, sem hafa velt þessu fyrir sér, held- ur margir menn á háum stööum, því að það skiptir bæði Vestur- veldin, Júgóslava og Kremlverja miklu máli hvaða stefnu stjórn landsins muni fylgja í framtíöinni vegna legu Albaníu milli Júgóslavíu og Grikklands. Viö fátt er aö styöj- ast frá fyrstu hendi og þótt menn hafi reynt að safna saman þeim fáu brotakenndu upplýsingum, sem borizt hafa, hafa þeir ekki get- aö komizt að ótviræöri niöurstöðu. Sjálfsmorð? En svo mikiö er víst aö einn maður er liöið lík. En enginn sem stendur utan við innsta valdahring- inn — og hann Ijóstrar ekki upp um leyndarmál sín — veit hvernig dauða hans bar að höndum. Alb- anir tilkynntu 17. desember að Mehmet Shehu, sem var 67 ára gamall, hefði skotiö sig til bana þegar „þunglyndi af völdum tauga- bilunar" hefði bugað hann. En nokkrum dögum eftir lát Shehus skrifaði júgóslavneskt vikublaö um þann „grun" aö hann heföi oröiö „uppgjöri æöstu valda- manna" aö bráö. Skömmu síöar var staöhæft samkvæmt fréttum, sem voru haföar eftir bandarískum leyniþjónustuheimildum, aö Shehu hefði í raun og veru verið myrtur, sennilega á næturfundi miðst/órn- ar albanska kommúnistaflokksins. Samkvæmt einni útgáfunni sátu Hoxhajjg Shehu aö kvöldveröi þegar deilur milli þeirra, sem höfðu aukizt stig af stigi siöan á síöasta þingi flokksins, náðu hámarki. Þeir höföu verið ósammála og Shehu mun hafa beitt sér fyrir því í flokksforystunni aö endir yröi bundinn á einangrunarstefnu Alb- ana og stjórnmálasamskipti viö vestræn ríki yrðu efld. Um þetta snerist oröasennan og gripiö var til skotvopna í samræmi viö gamla hefö í Albaníu, þar sem blóðhefnd- ir hafa tíökazt frá alda ööli og allt frám á síöustu ár. Særðist Hoxha? Fljótlega upphófust bollalegg- ingar um hvort Shehu eða einn vina hans hefðu ekki haft tíma til að svara skothríðinni og hvort Hoxha sjálfur heföi ekki særzt eða kannski beðið bana. Taltö var hugsanlegt aö Shehu heföi verið skotinn til bana eftir að hafa miðað byssu að Hoxha á mið- stjórnarfundinum eins og sum vestræn blöð sögöu frá, þótt frétt- in fengist ekki staöfest. En ekki þótti Ijóst hvort Shehu hefði fallið fyrir kúlum Hoxha, aöstoöarmanna hans eða öryggisvarða. Fréttir frá Austur-Evrópu hermdu aö tugir annarra gesta hefðu einnig beöiö bana í skotbardaganum. Þaö renndi stoöum undir orð- róminn aö 15 af vandamönnum Shehu gegndu opinberum emb- ættum og búast mátti við að þeir mundu hefna hans. í þeim hópi voru Kadri Hazbiu landvarnaráö- herra (tengdasonur hans) og Fedor Shehu innanríkisráðherra. Þar viö bætast vandamenn Firetu konu hans sem hefur átt sæti í miö- stjóminni. Austur-evrópskar fréttir hermdu að frú Shehu heföi veriö handtekin og valdabarátta fylgt í kjölfariö. Hreinsun heföi verið gerö í æöstu stjórn flokksins og ríkisstjórninni og fjöldi samstarfsmanna, vina og vandamanna Shehus heföu verið teknir höndum, þeirra á meöal Hazibu landvarnaráöherra og Fed- or Shehu. Mikilvægt var, aö þótt opinber- lega væri sagt að Shehu hefði framið sjálfsmorö, var útför hans ekki gerð á kostnaö ríkisins eins og venja er um látna leiötoga, flokkurinn færði honum ekki þakk- ir og þjóðarsorg var ekki lýst yfir. í raun og veru féll Shehu í ónáö. „Við teljum aö hann hafi verið neyddur til aö fremja sjálfsmorö eða honum hafi beinlínis verið út- rýmt af stjórnmálaástæðum," sagði vestrænn stjórnarerindreki. „Slátrarinn" Sjálfsmorö Shehus var illskilj- anlegt og það ekki síöur að hann skyldi falla í ónáð. Hann virtist vera við ágæta andlega og líkamlega heilsu, haföi lifaö af áratugi blóö- ugra hreinsana og bar alltaf á sér byssu, því að eins og hann sagöi eitt sinn vestrænum erindreka: „Við vitum ekki hvaö bíöur okkar á morgun." Hann baröist í borgarastríöinu á Spáni og st/órnaði sveitum skæru- liöa sem böröust viö Þjóöverja og itali í heimsstyrjöldinni. Hann var yfirmaöur albanska hersins og stjórnaði síðar innanrtkisráöuneyt- inu, þar sem hann stóð fyrir hreinsunum í flokknum samkvæmt fyrirmælum Hoxha. Hann mun sjálfur hafa stjórnaö aftöku manna, sem voru grunaöir um til- raun til sprengjuárásar á sovézka sendiráðið, og var kallaöur „slátr- arinn". Nokkrum dögum áöur en Shehu lézt mun hann hafa rætt við nefnd- ir frá Grikklandi og Rúmeníu og nokkra vestræna sendiherra. Áhugi hans á því aö rjúfa einangr- un landsins viröist greinilega hafa orðið honum að falli. Júgóslavn-„ eska vikublaöiö Nin sagöi aö á miðstjórnarfundinum 17. desem- ber, sem var óvenju langur, hefði veriö rætt um stefnuna í viðskipta- málum, sem ágrreiningurinn stóö um. Þar sem alkunna er aö Hoxha hefur lengi barizt gegn áhrifum kapítalista var skiljanlegt til orða- hnippinga kæmi út af þeim ágrein- ingi. Eitthvað óvenjulegt var á seyöi og örvaði hugmyndaflug þeirra sem héldu að Hoxha kynni aö hafa beöið bana. Allt í einu voru alb- anskir vörubílar, sem komu til Júgóslavíu, ekki skreyttir myndum af hinum albanska leiðtoga. Þau fáu sendiráö, sem eru starfrækt i Tirana, tilkynntu að myndir af Hoxha, sem venjulega gnæfa yfir opinberum byggingum, hefðu ver- ið fjarlægðar. Mynd af albanska leiðtoganum var sögö horfin í eftir- litsstöö á landamærum Albaníu og Júgóslavíu. Samkvæmt einni fréttinni var hernaðarviðbúnaður fyrirskipaöur í Albaniu. Samkvæmt annarri frétt lokuöu Albanir landamærunum aö Júgóslaviu — þótt júgóslavneska flugfélagið héldi áfram feröum sín- um til Tirana. Tilboð frá Moskvu Sovétríkin endurnýjuöu tilboö sitt um aö taka aftur upp stjórn- málasamband við Albaníu. Vin- g/arnleg grein um Albaníu birtist / sovézka stjórnarmálgagninu Izv- estia — sem er mjög fágætt — og Búlgarar, nágrannar Albana, létu frá sór fara óven/ulega vinsamleg orð i þeirra garö, sem er líka sjaldgæft. Kannski vissu Rússar eitthvaö sem aðrir vissu ekki. Kannski töldu þeir aö Hoxha væri látinn. Hoxha var maðurinn sem sleit samband- inu við Rússa fyrir rúmum tuttugu árum, reitti þá ennþá meíra til reiöi þegar hann tók upp náiö samband við Kínverja og kaus aö dveljast í „glæstri einangrun" þegar það samband slitnaöi 1978 og varö- veita sæluríki marxisma og lenín- isma í Albaníu án mengunar frá breytingum annars staöar. Rússar gátu aldrei gert sér vonir um aö seilast aftur til áhrifa í Albaníu meðan Hoxha væri ennþá við völd. Grunsamlegt þótti hvernig alb- anskir fjölmiölar sögöu frá Hoxha. í ritstjórnargrein iZeri i Popullit 10. janúar var aöeins tvisvar minnzt á Hoxha / grein á afmæli lýöveldis- stofnunarinnar, en þaö var eins- dæmi því að dýrkunin á persónu Hoxha hefur slagaö upp í Stalíns- dýrkunina í Rússlandi. En aðrar brotakenndar upplýs- ingar bentu til þess að Hoxha væri ekki ennþá dauöur úr öllum æð- um. Fréttir hermdu að hann hefði sézt á sýningu þremur dögum eftir dauða Shehus og albanska Satt og ýkt Bókmenntlr Erlendur Jónsson Valgerður l»óra: BÖRNÓRANNA 116 bls. Rvík, 1981. Höfunrlur kostar útgáfu þess- arar bókar og nefnir hann »ljóð- sögu«. Skiptast á ljóðrænir kaflar, feitletraðir, og kaflar með raunsærri frásögn og er það hin eiginlega saga. Þykja mér hinir fyrrnefndu full óra- kenndir, raunsæisþátturinn mun fastari í sniðum. Þetta er unglingasaga. Fyrri hlutinn gerist í »grunnskólan- um Hæðaskóla í Reykjavík*. Bekkur söguhetjanna heitir 9. C. Ekki er allt til fyrirmyndar í skóla þessum. Skólastjórinn er Háráöur og kvensamur. »Hann reyndi að fá eina kennslukon- una skólans til fyigilags við sig og þegar það tókst ekki lagði hann fæð á konuna.« Kennar- arnir eru misjafnir. Einn er þó öðrum fremri í augum krakk- anna. En sá er ljóður á ráði hans að hann er með afbrigðum drykkfelldur. Námið gengur treglega og verður höfundi til- efni til þessarar alhæfingar: »Eins og víðast í hinu ís- lenska grunnskólakerfi var þeim börnum mest mismunað scm minnsta þessa svokallaða námsgetu höfðu. í lélegustu bekkina var hrúgað saman nemendum sem alls ekki vildu læra þau kynstur af stærð- fræðiformúlum og málfræði- reglum sem samræmda prófið fyrirskipaði fimm mánuðum eftir upphaf níunda' bekkjar. Þessi börn voru því fullkomlega óvirk, mörg gáfust fljótlega upp, önnur héngu út skólaárið.« Þó benda megi á bjartari hliðar á íslenska skólakerfinu en þessa kemur lýsing þessi vafalaust heim og saman við ýmsar hliðstæður í raunveru- leikanum. Kerfi, sem er bæði miðstýrt og þó illa stjórnað, sál- arlaust og hugsjónalaust, hefur fátt að miðla þeim sem sjálfir eru fátækir í anda. Þeir, sem starfa við þetta kerfi hugsa um það eitt að komast nokkurn veg- inn áfallalaust fram úr hverjum starfsdegi. Og unglingar þeir, sem hrúgað er saman í þessum forheimskandi geymslum, reyna að sínu leyti að drepa tímann með ráðum sem þeim eru tiltæk — ólátum ef ekki vill betur til. Sá hluti sögu þessarar, sem segir frá krökkunum í skólan- um, er bæði líflegastur, raun- sannastur og mestur skáldskap- ur. Málfar sögUpersónanna er t.d. víða tilþrifamikið og líkast til í nokkuð góðu samræmi við það sem unglingar tala nú á dögum. Skemmtilegur er, svo dæmi sé tekið, kafli þar sem segir frá málfundi krakkanna. Þar tjá þau viðhorf sín umbúða- laust og kemur þá í Ijós að þau hugsa heilmikið og hafa skoð- anir á málefnum. Sumt er það að vísu tískuskoðanir. Annað byggt á reynslu og viðhorfum þeirra sjálfra. Skólanum lýkur og tvær stúlknanna fara vestur í fisk- vinnu; eru þar til húsa hjá ömmu »fyrir neðan fjallið við sjóinn«. Þar má una lífinu bet- ur. Þar er þó gengið að nýtum störfum en ekki hangið yfir fá- nýtu blaðri eins og í skólafor- smáninni. En heldur dofnar þá yfir sögunni. Lífið er þarna óeðlilega þægilegt. Að halda því fram að ævi »ömmu« og hennar kynsióðar hafi liðið í sælu ein- falds og fábrotins lífs er annað- hvort barnaskapur eða sögu- fölsun. Kynslóð hennar barðist frá fátækt til bjargálna og átti sér þá hugsjón æðsta að afkom- endur hennar þyrftu ekki að heyja jafnharða lífsbaráttu en gætu notið þeirra efnislegu þæginda sem hún barðist fyrir. Samband kynslóðanna í sögu þessari er því einfaldað um of. Þótt unglingarnir hafi villst af beinni götu lífsleiðarinnar og öfundi afa og ömmu í aðra Valgerður Þóra röndina af afslöppuðu lífi sínu geta þeir ekki sótt til þeirra nema takmörkuð ráð — afi og amma þurftu ekki, svo dæmi sé tekið, að ljúka samræmdum prófum frá grunnskóla. Og varla óskar nokkur maður þess- um unglingum að þeir herðist í baráttu við atvinnuleysi, fæðu- skort, berklaveiki og heims-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.