Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 44
92 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. FEBRUAR 1982 „ Hönn horfói d hjarta.flufcn/rvg í sionuarpinu -ít/rV þremuvdöquirv.o^ t\anr\ he-fur e_k:ki nók sérsíifan. " Ast er... irið .. kærk'iksrík umhyggja. TM Rm U.S. Pat Off -all rlghts rtserved e 1981 Los Angeles Tirms Syndicate Og. — Hlustendur góðir! Hér kem- ur svo uppskriftin fyrir hina Nei vina. Þú ætlar aðeins að fá úr frönsku bákarlasúpu, sem ég lof- því skorið hvort ég hafi fengið mér aði í seinasta þætti! einn?! HÖGNI HREKKVISI „V/E? TÖKUAA EKKí Kff ÍTARKORT." Christian G. Favre skrifar: Bílafagmennska eða áróður? - síðari hluti Vitanlega er reynt meö öllu móti að hafa áhrif á væntanlega kaupendur með því að minnast á sporteiginleika bifreiðanna. En þar aftur þarf að viðhafa gætni. Hvað er sportbíll í rauninni? Auð- veldasta leiðin til að svara þeirri spurningu sýnist mér að benda á eina staðreynd: Erlendis þurfa menn að taks sérpróf (álíkt meira- prófi) til að mega keyra sportbíl. Hvers vegna? Ástæðan er ofur- einföld: í þessum hópi teljast far- artæki sem hafa hróðunarvið- brögð aö minnsta kosti 8 sekúndur á 100 (þ.e.a.s. frá 0 til 100 km inn- an 8 sekúndna) og hámarkshrao- inn yfir 200 km á klst. Sé maður ekki með prófið verður hann jafn- an í órétti við hvaða aðstæður sem er, ef hann situr við stýri sport- bíls. En hvað um sportbíla hér- lendis? Það er ósköp lítið af þeim, enda ekki rétti staðurinn. Sport- bílar geta ekki látið ljós sitt skína nema á góðum hraðbrautum og malbikuðum vegum, en það er með ólíkindum hvað áróðurinn getur látið frá sér fara. Mér var oft litið á auglýsinguna um Saab Turbo. Þar stendur: „sportbílseiginleik- ar". Mér brá. Samkvæmt upplýs- ingum blaðanna „Auto-Motor- Sport" (+) og „Revue Automobile" eru helstu aksturseinkenni hans eftirfylgjandi og mjög frávíkjandi þeim áróðursbrellum, er dagblöðin sýna: Hröðun 0-100: 10,2 s. Hámarkshraði: 188 km/klst. Bensíneyðsla: 13—19 lítr. Super B. Þessi háa bensíneyðsla er notk- un loftþjappara (túrbínu) að kenna. Til samanburðar: BMW 323i með 5 gíra „sparikassa" er kraftaverk. Þar hefur samtímis tekist að lækka bensíneyðsluna, að gera bilinn enn hljóðlátari og auka viðbrögð hans (afldreifing gerir það kleift að ná 110 km/klst. í 2. gír! Samanburðurinn sýnir glöggt að hinar fyrstu þrjár bíla- tegundir eru að minnsta kosti jafn„sportlegar" og Saab-Turbo, en þær eyða miklu minna bensíni og kosta helmingi minna. Það var vegna auglýsingaósanninda að Saab-umboðið í Þýskalandi varð að draga til baka „upplýsingar" sínar um eyðslu og viðbrögð bíls- ins. Eins og sjá má, er eini bíllinn sem sameinar í raun og veru eig- inleika fjölskyldubíls og þægindi og sportbilsins er vafalaust hinn frækni BMW 323i með 5 gíra sparikassa. En varðandi þessa svokölluðu japonsku sportbíla eins og t.d. Mazda RX og fleiri þess háttar er hægt að fullyrða eftir- farandi: Búningur þeirra var greinilega hannaður í Þýskalandi, þar hefur verið hermt að fremsta • » « iM* . : ...'" ***' 'í Zi «».i > T lj m •• jS» *W *** tm i megni eftir frægasta sportbíl Evr- ópu, Porsche (í þessu tilviki eftir 920 módeli) en viðbrögðin eru álíka „góð" og í Saab-Turbo. í þessu tilefni langar mig að óska fólkinu til hamingju sem ég sá fyrir skömmu í Porsche 911 í bæn- um. Reykvíkingar fá loks tækifæri til að koma auga á eiginlegan sportbíl og þótt hann sé 72-ár- gangur (afsakið ef mér skjátlast) myndi ég taka hann fram yfir Volvo eða Saab 90-árgang! (Vel á minnst: Þessi er 7,3 s að ná 100 km/klst. og nær 220 km/klst.) Ánægja í starfí Varðandi aksturseiginleika, það er stjórnun farartækisíns, hvað hann lætur vel að stjórn, stöðug- leika á vegunum, nákvæmni og festu í beygju — má hrósa bæði frönsku og þýsku bílunum. Á með- alhraða (upp í 120) sýna bílar eins og VW, Audi, Renault og Peugeot frábæra aksturseiginleika og myndarlegan stöðugleika (öll fjög- ur hjól eru á veginum). Yfir þess- um hraða sýna „Þjóðverjar" yfir- burði sína en þó ekki mjög lengi. í frönsku bílunum verður stýrið „óstýrilátt" og hjólin vilja gjarnan lyftast frá veginum. Við 180 eru ekki nema 3 bílategundur sem geta enn boðið fullnægjandi stöð- ugleika og nákvæmni í akstri: Audi 100, BMW og Benz (og allir sportbílarnir). Hvernig BMW-bíl- arnir liggja á vegi á öllum hraða, er ekki hægt að lýsa með orðum, það er hreint út sagt lygilegt. Eins og einn vinur minn sagði einu sinni: „Hann liggur eins og smjör á veginum." Á Audi aftur á móti vill þessi öryggistilfinning ekki lengur koma fram. Hávaðinn er gífurleg- ur og stýrið svolítið tilfinninga- laust. Sama er að segja um frönsku bílana, (þá sem ná þessum hraða ...) en yfirburðir þeirra eru þó á sviði þæginda, þessi tilfinn- ing skapar á sinn hátt traust and- rúmsloft í farartækinu sem eykur öryggiskennd farþeganna og bíl- stjórans. Vellíðan er einnig mik- ilvægt atriði í akstrinum, en hana skortir algjörlega í japönskum bíl- um — nema ef til vill innanbæjar — vélin er hávær og óstöðug, bremsurnar mjög lélegar og stöð- ugleiki enginn — samkvæmt rannsóknaniðurstöðum eru lang- flestir japönsku bílarnir stór- hættulegir í beygjum. 'Eini bíllinn sem sameinar þægindi „Frakka" og stöðugleika BMW-bílanna er Benzinn 300 og þar yfir (en verðið er eftir því ...). Að geta verið til- tölulega afslappaður undir stýri fer einnig eftir því hvernig mæla- borðið er hannað, t.d. hvort öll stjórntækin séu vel handtæk, að- gengileg, léttleikin og nákvæm. Hér gefur BMW enn einu sinni mælikvarðann: hálfhringlaga mælaborð hans er til fyrirmyndar, enda hafa mörg bílafyrirtækjanna (einkum japönsk) reynt að aðlaga tækjasamstæðu bifreiða sinna því. Slagorðið „ánægja í akstri" hjá BWM er ekki aðeins áróður, það er sannarlega réttnæm túlkun á til- finningum ökumanna þeirra. Toppbílar þurfa ekki á síendur- teknum áróðursherferðum að halda, besta auglýsing þeirra f Velvakanda iyrir 30 árum Starnes — Stafnes Fyrir fáum dögum hefir kunn- ingi vor „Velvakandi" minnzt á þjóðsöguna um Stafnes á Miðnesi í Gullbringusýslu. Út af því datt mér í hug að segja nokkuð frá réttu nafni þeirrar jarðar, sem vafalaust er Starnes. Þannig er nafnið skjalfest í Fornbréfasafn- inu eigi sjaldnar en 10 sinnum á árunum 1270—1548. En aldrei er þar nefnt Stafnes á því árabili. Nafnið Stafnes hefi ég fyrst rekizt á í Jarðabók Árna Magn- ússonar 1703, og þar er það án at- hugasemda. Nafnbreytingin mun því hafa orðið nokkuð löngu áður, sennilega síðla á 16. öld eða árla á 17. öld. Stararlautir, þar sem nú er skerjaklasi Nafnið Starnes tel ég líklegast að verið hafi ljóslifandi af lands- lagi, þá er nafnið var gefið — eins og flest slík nöfn frá landnáms- tíma. — Þá hafi skerjaklasi sá, sem nú er suðvestur frá bænum Stafnesi verið samfellt og gróið nes með stararlautum þar, sem nú eru lón milli skerja. Gróður á svæði þessu sanna líka grasbakkar á skerjum, sunnan Básenda, sem leifar sáust eftir af fram á 18. eða jafnvel 19. öld. Hefir landið sigið? Telja mætti líklegt, að elds- umbrotin fyrir Reykjanesi, 4 eða 5 sinnum á 13. öld og a.m.k. einu sinni á 15. öld, hafi fremur lækkað en hækkað þurrlendið við sjóinn, á þeim slóöum. Engar útslægjur voru til á Stafnesi 1703. Hefir og sennilega löngu fyrr verið horfið hvert star- arstrá af nesinu. Með fram af því kann nafnbreytingin að stafa, en líklega fremur þó af latmælgi og misskilningi, eins og farið hefir um mörg og gild bæjarnöfn á landi voru fyrr og síðar. Og þar með fylgja oft misheppnaðar til- raunir til leiðréttingar. Eða eins og hér að lútandi sýnist líklegast: Heil þjóðsaga skálduð til skiln- ingsauka á afbakaða nafninu. — V.G."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.