Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 33
— Hefur þú orðið fyrir dul- rænni reynslu? Nei, aldrei. En viðfangsefnið er í rauninni engu síður forvitnilegt. Ráðgátan um eðli sjálfsvitundar- innar er mjög heillandi. Samband- ið milli anda og efnis, hugar og líkama, er enn viðfangsefni heim- speki og ýmissa vísinda. Fjölþjóðasamstarf um hafísrannsóknir Ahugamálin sem ég hef nú talað um eru vissulega ekki aðalstörf mín, heldur öllu heldur „vinstri- handarverk". Aðalstarf mitt er á sviði veðurfræði. í Kanada vann ég.við að búa til reiknilíkön af hreyfingum í loft- hjúpi jarðar, til að mögulegt yrði að reikna út langtímasveiflur. Síð- asta árið vestra fór ég svo að hafa meiri áhuga á loftslaginu á norð- urslóðum, og nú er ég kominn út í hafísrannsóknir við Veðurstofu Islands. — Hvaða stefnumótun hefur þú áhuga á að stuðla að? ísland er vel til fallið sem miðstöð fyrir hafísrannsóknir: í fyrsta lagi er það vegna legu landsins. I öðru lagi er vaxandi áhugi á samstarfi milli ýmissa landa sem liggja að N-íshafi. Þetta samstarf þarf að byggja upp, með starfrækslu og styrkjum. Einnig er mér gleðiefni hversu áhugasamir háskólanemar hér- lendis í náttúruvísindum hafa reynst. Þeir hafa oft komið og spurst fyrir um framtíð hafís- rannsókna á íslandi. Ég vil skjóta því inn í þessu samhengi, að mér finnst að almennt ættum við Is- lendingar að sýna Grænlandi og Kanada miklu meiri áhuga en við gerum, vegna svipaðrar legu land- anna, í stað þess að einblína á menningartengsl okkar við Evr- ópu. „Aðlagast fljótt nýjum kringumstæðum“ Fleira má nefna sem maður tók þátt í í Kanada, en hefur lítið sinnt hér á landi. Ég var t.d. virk- ur í hagsmunasamtökum veður- fræðinga, og í stjórn frjálslynds stjórnmálaflokks. Síðan við fluttumst aftur til ís- lands, árið 1979, hef ég óvart leiðst út í að kynna nýjustu vísindi með blaðagreinum, hef t.d. haft dálk í Helgarpóstinum í rúmt ár. — Af hverju fluttir þú til Is- lands? Það veit ég ekki. Ég hef reyndar aldrei átt heima í sömu borg leng- ur en í sex ár. Var það kannski óþreyja sem olli því að ég vildi flytjast enn einu sinni? Ég aðlagast fljótt nýjum kring- umstæðum og í rauninni vorum við hjónin flestum hnútum kunn- ug hérlendis þrátt fyrir allt. Börnin tvö, Vésteinn og Þóra, eru hins vegar fædd og uppalin erlendis, allt til menntaskólaald- urs, svo að ísland var þeim að mörgu leyti framandi. Að vísu lærðu þau íslensku sem sitt fyrsta mál. Við hjónin lögðum áherslu á að börnin lærðu að tala og skrifa íslensku fyrst mála. Að endingu kvaddi blaðamaður þennan kvika, rauðskeggjaða mann, og vonaði að hann ætti eftir að framkvæma sem flest á íslandi áður en ferðahugurinn sækti á hann aftur. MORGUNBLAÐIÐ, 8UNNUDAGUR 28..F.EBRÚAR 1982 81 Bræðurnir Þórður og Erlendur Stefánssynir við eina af landfestarúllunum sem Doddi hefur gert, en Elli fann upp vél þá sem bróðir hans hefur notað við landfestaspuna í um það bil 20 , ár og er vélin sú eina sinnar tegundar. Doddi með sýnishorn af þremur gerðum land- festa, mismunandi sverleika og efni. Ljósmyndir Mbl. Sijfurgeir. Hver einasti þráður í landfestum Dodda renn- ur í gegn um lófa hans og tak sjómannsins skynjar hvernig festin verður sterkust. Doddi við spunavélina á fullri ferð, en hraða hennar er stjórnað með gírkössum úr gömlum bílum. Rætt við Þórð Stefánsson skipstjóra, sem hefur fram- leitt landfestar í nærri aldarfjórðung síðan hann varð blindur og lamaðar Grein. Arni Johnsen Myndir: Sigurgeir Jonasson Landfestar Dodda úr eigin spunavél Þórður Stefánsson skipstjóri í Vestmannaeyjum var á bezta aldri og í fuliu starfi þegar hann veiktist skyndilega árið 1956, varð blindur og lamaðist að hluta. En Doddi var ekki á því að gefast upp og síðan þá hefur hann unnið við það að búa til landfestar úr riðli af netum, landfestar sem eru orðnar kunnar víða fyrir gæði og styrkleika, enda hefur hönd hin rcynda manns fylgt hverjum þumlungi af þræði í landfestum Dodda. Fyrir 20 árum var að frumkvæði vina og vandamanna Dodda ráðist í að byggja vél til framleiðslu hans og var hún hönn- uð af Erlendi Stefánssyni, bróður Dodda, og síðan útfærð og smíðuð af Guðjóni Jónssyni í Magna. Þetta er mjög sérstæð vél og hef- ur skilað vel hlutverki sínu. Hinn blindi maður getur stjórnað henni á cinfaldan hátt, en gírarnir sem eru notaðir til að stjórna gang- hraðanum eru úr gömlum bflum. Við heimsóttum Dodda og röbb- uðum við hann. Hann var að spinna saman riðil, en 60 faðma slanga verður 30 faðmar í fyrri spuna og þeg- ar þræðirnir eru síðan fléttaðir saman styttast 30 faðmarnir í 24 faðma, en 28 neta slöngur, til dæmis, verða 5,3 mm í þvermál, en landfestarnar eru frá 12—28 þættir. Lengi reyndust gamlir kúluteinar vel í þessari fram- leiðslu. Nú er nælonriðillinn allsráðandi og er þáttunum snú- ið öndvert við merginn þannig að spólurnar með þræðinum snúast öfugt við hjólið. Áður en vélin kom til sögunnar fram- kvæmdi Doddi þetta verk með því að nota Trabant í snúning- inn. „Ég hef verið svo heppinn að geta alltaf selt alla mína fram- leiðslu," sagði Doddi, „það gekk þó illa í haust, en svo fór það allt í blessuðu rokinu um jólin," hélt hann áfram og hló við. „Það hefur alveg bjargað mér að geta starfað við þetta og ég get ekki ímyndað mér að það sé nokkurs staðar eins gott að vera blindur og lamaður og hér í Eyjum, hér eru allir boðnir og búnir að hjálpa mér og útgerð- armennirnir koma til mín með riðil þegar ég þarf, en ég þarf vissulega margs konar hjálp við þessa framleiðslu." Þegar Doddi fór svo illa sem raun bar vitni út úr veikindun- um 1956, var hann skipstjóri og útvegsbóndi og áttu þeir um tíma tvo báta, Björgvin og Björgvin II. Var Doddi annar skipstjórinn sem reyndi fyrst humarveiðar, hinn báturinn var Erlingur. „Það er erfitt að vera lamað- ur,“ sagði Doddi, „en það er fulit eins erfitt að vera blindur og heyra aðeins með öðru eyranu. En það hjálpar mér að allir vilja hjálpa mér. Fyrst eftir áfallið fór ég að setja upp línu og meðal þeirra sem hjálpuðu mér mikið voru Ársæll Sveins- son og Helgi Benediktsson. Ár- sæll skrifaði til manna og bað þá að muna eftir mér, láta mig hafa riðil og þeir í Netagerðinni ■ hjá Ingólfi létu ekki sinn hlut eftir liggja, Enda er það svo að mig vantar aldrei hráefni í fest- arnar og ég er því alltaf að þótt ég búi við þann munað að geta sjálfur ráðið mínum vinnu- tíma.“ Það er rúmt um Dodda í vinnustofunni sem er á jarðhæð heimilis hans og reyndar var jarðhæðin byggð sem iðnaðar- húsnæði. Elli er lærður skó- smiður þótt hann starfi sem netamaður og hann byggði jarð- hæðina, en Doddi íbúðarhús- næðið ofan á. Doddi kvað megnið af land- festum sem notaðar eru á land- inu fluttar inn frá Portúgal, en hins vegar kvað hann mestum hluta afskurðar neta hent og því væri mögulegt ef menn vildu nýta hlutina vel að fram- leiða þessa vöru í mun ríkari mæli innanlands. Meðal þeirra sem gera slíkt er Hampiðjan. Doddi kvaðst þó ekki mega fara yfir hálfvirði í verðlagningu á sínum landfestum miðað við aðrar festar á markaði til þess að geta selt sína vöru, jafnvel þótt það væri viðurkennt að festar Dodda eru sterkari en flest annað á þeim markaði. Hann kvað festarnar hafa breyzt mikið á undanförnum árum um leið og efnið í þeim breyttist, því nú væru þær mun léttari og tækju ekki í sig vatn eða drullu. Áður hafi festarnar frá honum einnig verið loðnari en sumt annað á þessum mark- aði, en nú væri mjög jöfn og góð áferð á festunum. „Krafta- verkanetin hafa gjörbreytt þessu,“ sagði Doddi, „og þetta er að því leyti orðið eins og hið útlenda, en þolir hins vegar meira nudd.“ Doddi selur mest af festunum í Eyjum, til Akureyrar og til Þorlákshafnar þar sem Gísli Guðmundsson er umboðsmaður. Það er ástæða til þess að hvetja útvegsmenn um allt land til þess að skipta við Dodda, það hefur enginn verið svikinn af hans vöru, hvorki af gæðum né verði. Það liggur mikil vinna á bak við þessa framleiðslu hjá honum og hann getur ekki not- að nema góðan afskurðarriðil, því bæði er mikið af riðli ónýtt til þessarar framleiðslu og það getur verið feikileg vinna að greiða slæman riðil, jafnvel með alls kyns drasli í. „Vinnudagurinn," svaraði Doddi, „ég fer upp um sexleytið venjulega, en ég er orðinn svo gamall að ég nenni ekki að vinna eftir kvöldmat," sagði þessi gamalkunni harðjaxl og hló við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.