Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLADIÐ, SUNNUDA£#R28. FEBRÚAR 1982 77 Gunnar heitin Gfalason frá Papey, skipherra hjá LandhelgisgKzlunni, évirkj- aði fjólmörg iundurdufl. Á myndinni sést hann (t.v.) fast við tundurdufl um borð í togara ásamt öðrum manni. Tundurdufl um borð í togara en fyrir kom að togarar fengju þau í vörpuna á árunum eftir stríð. Útsýni úr Göngumannaskörðum til Bolungarvfkur, Furufjarðar, Þaralátursfjarðar og Reykjarfjarðar. Ljóam. Hjilmu R. Birðmrson sprungu þær beint upp — þaer sprungu með feikna hvelli og það stóð upp af þeim mikill blossi, hátt í loft upp. Er ég hafði náð hvellhettunni tíndi ég forsprengiefnið úr patrón- unni, kveikti í því og lét það brenna upp. Það voru þrjú lok á tundur- duflunum og opnaði maður þau öll, og tróð þar inn olíublautum tvisti. Síðan kveikti ég í og lét sprengiefn- ið brenna upp úr duflinu. Sprengi- efnið brann mjög vel en það var engin hætta á sprengingu þó kveikt væri í því. Það hefur veriö töluverð áhætta að fást viðþetta? — Það var talin mikil áhætta að fást við að óvirkja tundurdufl þar til hvellhettunni hafði verið náð úr. Stundum lágu tundurduflin þannig í fjörinni þar sem þau rak að ómögulegt var að komast að hvellhettuhjálminum. Þá varð ég að festa löng bönd í duflin og rétta þau við á næsta flóði — var þá eins gott að fara að öllu með gát því tundurduflin gátu hæglega sprung- ið er sjórinn fór að hreyfa þau. Eitt dufl sem ég fékkst við hafði rekið of nálægt byggð til að óhætt væri að reyna að óvirkja það þar sem það var. Það rak í Bolungarvík á Ströndum — hafði rekið upp udnir Selin sem kallað var. Þessu tundurdufli varð ég að slefa með vélbát þvert yfir víkina, koma því upp í fjöru og láta falla undan því, áður en ég gat snúið mér að því að gera það óvirkt. Þó segulduflin væri tvímælalaust hættulegast að óvirkja, var mjög hættulegt að hreyfa við takkaduflum eða snerti- duflum, en ég fékkst einnig við nokkur slík. Það kom fyrir að togarar fengu tundurdufl í vbrpuna á þessum árum er það ekki? — Jú, það kom nokkrum sinnum fyrir. Það komu t.d. þrír togarar inn til ísafjarðar sem höfðu fengið tundurdufl í vörpuna, — það voru Hávarður ísfirðingur, Hafsteinn og einhver Reykjavíkurtogari. Þetta var óþægileg reynsla fyrir mann- skapinn. Skipverjar létu þá tundur- duflin síga neðst niður í vörpuna og fluttu þau þannig til lands svo þau hreyfðust sem allra minnst. Togur- unum var svo lagt úti á firði, þeir fengu ekki að sigla inn á Pollinn, og fóru allir frá borði meðan ég fékkst við að gera þau óvirk. Þessi þrjú tundurdufl voru öll seguldufl en það hafði komist að þeim leki og voru þau orðin óvirk þess vegna. Þetta var á árunum 1946—'50. Þá var töluvert af þessum tundurdufl- um hér um allan sjó — það kom oft fyrir að þau sáust á floti og skutu varðskipin þau þá venjulega niður. Kostaði það ekki töluverða taugaspennu að fást við þetta starf? Ég varð aldrei fyrir óþægindum vegna þess — hef alltaf haft styrk- ar taugar og aldrei verið neitt nervus við það sem ég hef þurft að gera. Nú slasaðist þú einu sinni við að gera tundurdufl óvirkt. — Já, en ég hef eiginlega aldrei skilið til fulls hvernig það vildi til. Ég var þá að fást við tundurdufl sem rekið hafði í Bolungarvík á Ströndum. Ég hafði náð hvellhett- unni úr. Ég fór með hana út í fjör- una þar sem ég kom henni fyrir eins og ég var vanur að gera og lagði að henni eld. Ég var hins veg- ar ekki kominn nema 20 til 30 metra frá henni þegar hún sprakk. En í stað þess að springa eins og hún átti að gera, lagði blossann í þetta skiptið beint í áttina til mín. Einhver málmbútur úr hvellhett- unni lenti í fætinum á mér fyrir ofan hnéð — það var ansi mikið og ljótt sár, vöðvinn fór í sundur að miklu leyti og það blæddi mikið. Ég man að ég brá við hart, þreif af mér trefilinn og vafði honum utan- um sárið til að stöðva blóðrennslið. Það voru tveir menn með mér og sóttu þeir strax sleða til Bolung- arvíkur og drógu mig þangað á honum. Það var svo búið um sárið til bráðabirgða. Djúpbáturinn kom svo skömmu síðar og var ég fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði. Ég var svo frá vinnu i hálft ár af þessum sök- um. Eins og ég sagði, hef ég aldrei skilið hvernig þetta gat gerst. Mér dettur helzt í hug að hvellhettan hafi verið eitthvað gölluð — nema þá að hún hafi hreyfst eitthvað eft- ir að ég kom henni fyrir, en það þykir mér reyndar ólíklegt. Fékkst þú við að óvirkja aðr- ar tegundir af sprengjum en tundurdufl? — Nei, það get ég varla sagt. Það rak að vísu dálítið af litlum sprengjum, sem minntu á flöskur, norður á Ströndum á tímabili, en þær voru allar orðnar óvirkar þeg- ar ég fékk þær í hendur. Þetta voru ekki öflugar sprengjur en þær hafa líklega átt að geta sett göt á skip sem rákust á þær. En svo við víkjun aftur að tund- urduflunum. Ég man að þegar ég var búinn að óvirkja þau og brenna upp úr þeim sprengiefnin voru hylkin mjög eftirsótt — tundur- duflin þóttu góðir olíutankar og voru brúkuð þannig við marga bæi á Vestfjörðum. Það sýndi sig þann- ig að hægt var að hafa friðsamleg not af þessum helsprengjum, segir Guðfinnur og hlær. -bó. Graham Smith í lagaleit SG-hljómplötur eru aö undirbúa næstu plötu mína og þætti mér vænt um ef vinir mínir, sem keypt hafa á sjötta þúsund plötur og hlustað á mig leika á sjötíu skemmtunum um land alít, mundu aðstoða mig við að velja lög á plötuna. Til greina koma nýleg eða gamalkunn íslensk popp- eða dægurlög og þá einnig ísfensk þjóðlög eða íslensk lög af öðrum toga spunnin. Sendið SG-hljómplötum, pósthólfi 5207, 125 Reykjavík,nöfn þriggja laga, sem þið viljið hafa á plötunni. Þau lög, sem flestir stinga upp á verða valin á plötuna. Dregin verða út nöfn tuttugu þeirra, er senda tillögur og munu hinir tíu fyrstu fá væntanlega plötu þegar hún kemur út ásamt níu öðrum plötum frá SG-hljómplötum. Næstu tíu munu fá plötuna mína þegar hún kemur út. Með tónlistarkveðju og þakklæti, Graham Smith.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.