Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ?iiffihffiá&GUR 28. FEBRÚAR 1982 Lýðræði, íjölræði og markaðsbúskapur eftir Gylfa Þ. GMason, prófessor I. Hagkerfi þeirra vestrænu ríkja, sem mynda Atlantshafsbandalag- ið, mótast í verulegum atriðum af sömu sjónarmiðum. Efnahagslífið fer fyrst og fremst fram á grund- velli markaðsviðskipta milli fyrir- tækja og heimila, sem hafa eigin tekjur, þó þannig, að ríkisvaldið hefur 'umtaisverð afskipti af efna- hagslífinu. í þessu sambandi er gjarnan talað um markaðsbúskap og slík hagkerfi nefnd markaðs- kerfi. Hafi ríkisvald veruleg áhrif á það, hvað sé framleitt, t.d. á þann hátt, að verulegur hluti framleiðslutækja sé í opinberri eign eða beitt sé áætlunarbúskap, eða áhrif eru höfð á tekjuskipt- ingu, t.d. með víðtæku kerfi al- mannatrygginga eða fjármála- stefnu, er slíkt hagkerfi nefnt blandað hagkerfi. Segja má, að hagkerfi vestrænna ríkja sé nú fyrst og fremst blandað hagkerfi, þótt „blandan" sé ekki alls staðar hin sama. Sums staðar eru áhrif markaðsviðskipta meiri en annars staðar, sumstaðar ríkisafskipta. A þeim 35 árum, sem liðin eru, síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, hefur slíkt blandað hagkerfi reynst mjög árangursríkt í vest- rænum löndum. Ekki aðeins reis Vestur-Evrópa úr ægilegum rúst- um með undraverðum hraða. Að endurreisninni lokinni hélt mikill hagvöxtur áfram, vöruframboð reyndist fjölbreytt, atvinna mikil, lífskjör bötnuðu og framfarir urðu miklar í félagsmálum og mennta- málum. Á undanförnum árum hefur orðið nokkur kreppa í þessum þjóðfélögum. Þar hefur komið til verðbólgu og samtímis til atvinnu- leysis. Þetta hefur verið nefnt „stagflation", orð, sem myndað hefur verið úr orðunum „stagna- tion", stöðnun, og „inflation", verðbólga, en til skamms tíma var það ríkjandi skoðun, að þetta tvennt ætti ekki að fara saman. Annað hvort væri vandamálið at- vinnuleysi eða verðbólga. I aðild- arríkjum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar í París er verð- bólga nú talin 9,5%. Það þykir mikið á þeim bæjum, og er spáð, að hún muni lækka um 1% á næstu 18 mánuðum. En atvinnu- leysið er geigvænlegt. Á þessu ári er talíð, að 28,5 milljónir manna muni verða atvinnulausir í aðild- arríkjunum eða 8% af vinnuafl- inu. Ég var ekki beðinn um að fjalla hér um þær skoðanir, sem uppi eru á orsökum þessa og skilyrðum þess, að ráða hér bót á. Mér er hins vegar ætlað að ræða stuttlega um einkenni og sérstððu þessara misjafnlega blönduðu hagkerfa vestrænna ríkja og þær breyt- ingar eða tilhneigingu til breyt- ingar, sem á þeim hafa orðið og kunna að verða um þessar mundir. Fyrir hálfu öðru ári kom út í Svíþjóð lítil bók með tveim rit- gerðum eftir prófessor Assar Lindbeck, sem, ásamt Gunnari Myrdal nóbelsverðlaunahafa, er talinn einn merkasti og kunnasti hagfræðingur Norðurlanda, og er formaður þeirrar nefndar, sem út- hlutar nóbelsverðlaunum í hag- fræði. Hann er raunar víðkunnur einnig í Bandaríkjunum og Vest- ur-Evrópu, enda var hann um skeið prófessor í Bandaríkjunum og hefur skrifað mikið á ensku. I þessari bók voru tvær ritgerðir, og fjallar hin fyrri einmitt um þann vanda, sem hann telur nú steðja að blönduðum hagkerfum vest- rænna ríkja. Bókin vakti gífurlega athygli í Svíþjóð. Ég hef ekki séð hennar getið hér. Mér datt í hug, að segja hér frá helztu sjónarmið- um hans og geri það með ánægju vegna þess, að ég er persónulega sömu skoðunar í öllum meginat- riðum. Frelsi einstaklingsins í vestræn- um iðnríkjum hvílir á tveim und- irstöðum: Lýðræði í stjórnmálum og fjölbreytni í menningar- og fé- lagslífi, sem Lindbeck nefnir „plúralisma" og mér finnst mega þýða sem fjölræði. Alkunna er, hvað felst í lýðræði. Hitt er mönnum ekki jafnljóst, hvað felst í fjölræði. Menn gera sér ekki grein fyrir, í hversu ríkum mæli það fjölræði, sem við óskum eftir og metum mikils, er tengt efna- hagslífinu og hagkerfinu. Vest- rænt fjölræði er annars vegar fólgið í því, að þjóðfélagið byggist á fjöimörgum frjálsum áhrifahóp- um, sem sumpart keppa hver við annan og hafa ólíka hagsmuni og um, þjónustu, fjármagni, vinnu- afli og upplýsingum á markaði, sem er nokkurn veginn frjáls. Markaðskerfið hefur geysiflóknu hlutverki að gegna. í fyrsta lagi þarf það að veita framleiðendum upplýsingar um, hvers neytendur óska. í öðru lagi þarf það að veita neytendum upplýsingar um lægsta kostnaðinn við að fram- leiða afurð. I þriðja lægi þarf það að hvetja fyrirtæki til að fram- leiða það, sem óskað er eftir, og bjóða fram nýjar afurðir, jafn- framt því að finna nýjar fram- leiðsluaðferðir. I fjórða og síðasta lagi þarf það að samræma ótölu- legan fjölda ákvarðana, þannig að framleiðslan falli að eftirspurn neytenda eftir afurðum og ann- arra fyrirtækja eftir framleiðslu- þáttum. Það er slíkt markaðskerfi, með þeirri samkeppni og því frjálsræði til að stofna ný fyrir- tæki, er því fylgir, sem gerir dreifða ákvarðanatöku mögulega í flóknu efnahagslífi. Ef ekki væri um að ræða markaðskerfi, sem starfar sómasamlega, væri nauð- synlegt að færa ákvörðunarvaldið á eina eða fáar hendur. Þá yrði valdhafi að ákveða, á hverju neyt- í fyrsta lagi setur ríkisvaldið sér æ ákveðnari og nákvæmari markmið varðandi atvinnustig, tekjudreifingu, umhverfisvernd og tryggingu gegn skyndilegum breytingum í efnahagslífinu. í öðru lagi fara áhrif þeirra hugmynda um þjóðfélagsmál vax- andi, sem ekki aðeins telja nauð- synlegt, að hin opinbera annist þjónustu á sívaxandi sviðum, svo sem í skólamálum og við heilsu- gæzlu, heldur hafi einnig vaxandi eftírlit með ákvörðunum fyrir- tækja og heimila. I þriðja lagi gætir kosta stór- reksturs og samruna fyrirtækja í æ ríkara mæli, fyrirtæki og ýmsar stofnanir verða æ stærri og áhugi ríkisvaldsins á því að eiga aðild að þeim og hafa eftirlit með þeim vex. I fjórða lagi hefur tækniþróunin í för með sér ýmis áhrif, sem valda fyrirtækjum ekki kostnaði, en valda mengun og áhættu fyrir starfsfólk og neytendur, en það hefur á hinn bóginn í för með sér aukin ríkisafskipti og aukin út- gjöld að hálfu rikisins. í fimmta og síðasta lagi er til- Frá fundi Varðbergs og SVS, er dr. Gylfi Þ. Gi.sla.son flutti erindi sitt. skoðanir. Hins vegar er einkenni þess, að einstaklingar þjóðfélags- ins, sem launþegar, neytendur, framleiðendur, sparendur, rithöf- undar, listamenn o.s.frv. hafa verulegt frjálsræði til þess að fara sínu fram án þess að þurfa að spyrja ríkisvaldið eða aðrar vold- ugar stofnanir leyfis. Vestrænt fjölræði felst m.ö.o í því, að ákvörðunarvaldi er dreift í mjög ríkum mæli og störfum og ábyrgð skipt milli ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja, heimila og ýmiss kon- ar samtaka, svo sem launþega- samtaka, stjórnmálaflokka og menningarfélaga. Afleiðing þessa er, að nýjar hugmyndir, ný störf, nýjar afurðir og nýjar fram- leiðsluaðferðir eiga auðveldara uppdráttar en ætti sér stað, ef ein eða fáar miðstýrðar stofnanir stjórnuðu athöfnum einstaklinga eða hópa. I vestrænum ríkjum hefur mönnum ekki verið nógu Ijóst, að náin tengsl eru milii þessara at- riða og markaðsþátta hagkerfis- ins, þ.e. samspiisins milli eftir- spurnar, framboðs og verðs á vör- endur skuli eiga kost, hvað fyrir- tæki skuli framleiða, hvaða nýjar afurðir skuli boðnar, hvar skuli framleitt og hvernig vinnuafl og fjármagn hagnýtt. En þá yrði fjöl- ræðið fljótt úr sögunni. Assar Lindbeck telur, að í vest- rænum iðnríkjum sé um að ræða sterkar tilhneigingar, sem gætu orðið til þess að grafa undan markaðsbúskapnum og dreifðri ákvarðanatöku — og þá um leið undan fjölræðinu, ef menn séu ekki vel á verði. Hin hefðbundna verkaskipting milli heimila, fyrir- tækja, einkasamtaka og opinberra aðila sé að vissu leyti að fara for- görðum. Hér eru enginn ill öfl á ferðinni. Þvert á móti er hér oft um að ræða óráðgerð áukaáhrif breytinga, sem leiða eigi til fram- fara og eiga fylgi mikils hluta al- mennings. Það er á fimm sviðum, sem breytingarnar eiga sér stað fyrst og fremst. hneiging til þess að óska verndar fyrir innlenda atvinnustarfsemi og innlent félagsmálakerfi gagn- vart alþjóðlegri samkeppni. Hér er þannig ekki aðeins um það að ræða, að stjórnmálamenn, vilji í vaxandi mæli hafa ahrif á efnahagslífið og mannlífið yfir- leitt, eða að slíks sé krafist af þeim, heldur einnig um afleið- ingar tækniþróunar og hins, að markaðskerfið er ekki fullkomið. En vaxandi ríkisafskipti valda því, að æ erfiðara verður að samræma ólíka markmið í efnahagsmálum, ekki aðeins í þjóðfélaginu sem heild, svo sem varðandi tekju- skiptingu, hagkvæmni, hagvöxt,. atvinnu og verðbólgu, heldur einn- ig á einstökum sviðum, svo sem þegar um er að ræða framkvæmd- ir í einstökum landshlutum, tekjur einstakra starfshópa í hlutfalli við aðra o.s.frv. Vegna þess hve flókið efna- hagslífið er, leggja ýmis ríkisaf- skipti stein í götu markaðskerfis- ins, auk þess sem þau geta haft „Fyrir hálfu öðru ári kom út í Svíþjóð lítið bók með tveim ritgerð- um eftir prófessor Assar Lindbeck, sem, ásamt Gunnari Myrdal nóbels- verðlaunahafa, er talinn einn merkasti og kunn- asti hagfræðingur Norð- urlanda, og er formaður þeirrar nefndar, sem út- hlutar nóbelsverðlaun- um í hagfræði... Bokin vakti gífurlega athygli í Svíþjóð. Ég hef ekki séð hennar getið hér. Mér datt því í hug, að segja hér frá helztu sjónar- miðum hans og geri það með ánægju vegna þess, að ég er persónulega sömu skoðunar í öllum meginatriðum." Þannig komst dr. Gylfi Þ. Gíslason, próf- essor og fyrrum ráð- herra, að orði í erindi, er hann flutti á fundi Varðbergs og Samtaka um vestræna samvinnu 20. febrúar sl. Erindið birtist hér í heild. áður ófyrirsjáanleg áhrif, sem þá kalla á ný afskipti o.s.frv. Sem dæmi um ráðstafanir, sem „neyða" ríkisvaldið til nýrra af- skipta, eru opinberar verðákvarð- anir og bein stjórn á framleiðslu og notkun framieiðsluþátta á ýms^ um sviðum efnahagslífsins. I þessu sambandi má nefna há- marksverð á jarðgasi í Bandaríkj- unum og skorti á gasi, sem sigldi í kjölfarið, húsaleiguákvæði, sem leitt hafa til húsnæðisskorts, ým- iss konar ákvæði um verðlag og afköst á sviði samgöngumála, sem leitt hefur til mikils kostnaðar og lélegrar nýtingar, ákvæði um há- marksvexti, sem leitt hafa til fjár- magnsskorts o.s.frv. Og það eru ekki 'aðeins afskiptin sjálf, sem reynzt hafa varhugaverð, heldur ekki síður aðferðirnar, sem beitt hefur verið, og fólgnar hafa verið í fyrirmælum og skömmtunarað- ferðum, í stað þess að leitast við að gera það hagkvæmt, að fyrir- tæki og einstaklingar hagi sér í samræmi við heildarhagsmuni. IV. Hverjar verða afleiðingarnar: Assar Lindbeck bendir á, að góður tilgangur sé oft að baki þessara tilhneiginga innan nú- tímaþjóðfélags. Fæstir draga í efa kosti stórreksturs á ýmsum svið- um og að nauðsynlegt sé að hafa afskipti af markaðskerfinu í því skyni að vernda umhverfi, að auka öryggi starfsmanna og neytenda, að bæta gæði þeirrar vöru og þjónustu, sem boðin er fram til samneyzlu, og styðja þá, sem af einhverjum ástæðum standa höll- um fæti, varðandi teljuöflun og atvinnu. Opinber stuðningur við fjölmiðla og ýmsa menningar- starfsemi getur einnig aukið fjöl- breytni í upplýsingastarfsemi og menningarlífi, ef slíkum stuðningi er dreift hæfilega og hann er al- menns eðlis. En samt geta heild- aráhrif allra þessara ráðstafana, ef við gætum okkar ekki, einkum vegna aðferðanna, sem beitt er, orðið til þess að valda breytingum á þjóðfélaginu, sem ekkert okkar hefði óskað sér. í fyrsta lagi geta slík afskipti truflað markaðskerfi og verð- myndun. Það verður smám saman erfiðara að stofna ný fyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.