Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 32
80 MOR&iaœiiAfflffi,.8SJ}ra0ÐAGUR'í8. BEBRÚAR1982 Ráðgátan um eðli sjálfevitundarinnar er mjög heillandi Tryggvi V. Líndal ræðir við dr. Þór Jakobsson vedurfræding Dr. Þór Jakobsson við hnattlíkan Úr víðföniirí menntafjölskyldu — Hvert var bernskuumhverfi þitt? spyrjum við hann fyrst. Ég fæddist í Winyard, Sask- atchewan, Kanada, árið 1936. Fað- ir minn, séra Jakob Jónsson, hafði komið þangað tveim árum áður til að gegna prestsstörfum. Móðir mín, Þóra Einarsdóttir, og þrjú elstu systkini mín komu til Kan- ada ári síðar en faðir minn. Ég var í Kanada til fjögurra ára aldurs, en þá fluttu foreldrar mín- ir aftur til íslands, með börn sín, nú fimm talsins, árið 1940. Ég nefni þessa utanför foreldra minna ekki fyrir annað en það að hún átti eftir að verða dæmigerð fyrir utanlandsferðir okkar systk- inanna síðar meir. Við lukum öll Stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík, en tvístruðumst síðan víða um lönd í lengri eða skemmri tíma. Elsta systkinið, Guðrún, hefur verið er- lendis æ síðan. Hún gerðist fyrst hjúkrunarkona, en nam síðan persnesk fræði um árabil við Kaupmannahafnarskóla. Hún bjó tvö ár í Iran. Nú er hún búsett í Danmörku, og gift dönskum lækni þar. Svava, rithöfundur, hið næst- elsta okkar, fór til háskólanáms í Bandaríkjunum, en kom svo aftur heim. Jökull, rithöfundur, dvaldist oft erlendis. Fjórða elsta systkinið, sem er ég, hefur verið erlendis í alls 23 ár eftir stúdentsprófið, eða frá 19§6 til 1979. I lið yngsta okkar, Jón Einar frv. héraðsdómslögmaður, en nú heild- saji, hefur einnig verið erlendis um lengri eða skemmri tíma, og ferðast víða. Ég held að við höfum flest erft fleira en útþrána frá því menning- arheimili sem foreldrar okkar sköpuðu, svo sem víðsýni í menn- ingarmálum og tilhneigingu til ritstarfa. Þó man ég aldrei eftir að við værum beinlínis hvött til mennta, þó við ælumst upp á bókaheimili. .N’ámsárin hcima og heiman Af mér sjálfum er það frá að segja að ég fékk sjálfstæð áhuga- mál, svo sem algengt er um menntaskólanema, og má þar sér- staklega nefna náttúrufræði. Einnig fékk ég sérstakan áhuga á tengslum hennar við dulsálar- fræði, og hefur sá áhugi loðað við mig síðan. Einnig minnist ég frá þeim ár- um áhuga míns á bók um Stóu- speki Rómverja, sem heitir „Hug- leiðingar", og er eftir Markús Áre- líus Rómarkeisara. Ég hreifst af því upphafna trúarviðhorfi sem hann leit lífshlaupið og athafna- lífið. Sjálfur var hann bæði heim- spekingur og athafnamaður. Síðan komu löng háskólaár við veðurfræðinám og rannsóknir, í Olsó og Bergen í Noregi í 12 ár samtals, og svo í Montreal í Kan- ada í fimm ár. Að námi loknu stóð ég uppi með doktorsgráðu, íslenska konu og tvö börn, og fluttist nú til Toronto- borgar árið 1973, og hóf þar störf í rannsóknadeild Veðurstofu Kan- ada. I Kanada: Félagsmál á fjöl- skyldugrundvelli Ég hafði reyndar löngum tekið þátt í félagsmálum, allt frá stússi í skólafélögum á menntaskólaár- unum til virkni í Islendingafélög- um á háskólaárunum, en nú fór ég að gefa mig meira að almennu fé- lagslífi í samfélaginu. Var það ef til vill vegna þess að félagsmálin í Kanada eru svo margþætt, að menn verða að taka afstöðu á ýmsum sviðum, sérstaklega þó í sambandi við barnauppeldi. Nýstárleg kirkjumálefni I Kanada er t.d. algert trúfrelsi, og engin trúfræði er kennd í skól- um, enda væri slíkt illmögulegt, þar eða trúarbrögð innflytjenda- hópa eru svo margvísleg. Kirkjur eru ekki ríkisreknar, heldur með samskotum safnaða. Foreldrar verða því að velja söfnuð fyrir sig og börnin sín, og taka meiri þátt í safnaðarstarfinu en alménnt ger- ist hérlendis. Við völdum United Church, sem er samsteypa mótmælendakirkja þar, frá árinu 1925. Sérþekking og reynsla karla og kvenna kom að góðum notum í safnaðarstarfinu. Ég minnist með ánægju verkefnis sem ég stóð að: Börnin voru látin skrá ævisögur gamalmenna í söfnuðinum, til að auka skilninginn milli kynslóð- anna. Þetta tókst mjög vel, og söfnuðurinn gaf síðan út bók með viðtölunum. Þetta hefði ég gaman af að láta reyna hérlendis, nú á Ári aldr- aðra. Þetta gæti ef til vill þjónað einhverjum þjóðfræðilegum til- gangi. Annað sem kom út úr kirkju- starfinu var að konan mín, Jó- hanna Jóhannesdóttir tæknifræð- ingur, fór að gefa sig að alþjóða- hjálparstarfi safnaðarins, t.d. í þágu fanga. Eftir að við fluttumst til Islands hefur hún starfað mikið í íslandsdeild Amnesty Internat- ional, og er í stjórn hennar. Fjöldaþátttaka í íþróttum Iþróttafélög nágrennisins gerðu einnig meira tilkall til þátttöku foreldranna en almennt gerist Dr. Þór Jakobsson, vedurfrædingur, er einn af þeim Islendingum sem hafa dvalist lang- dvölum erlendis, og kynnst þar nýjum hug- myndum og lífsháttum, sem þeir reyna síðan eftir heimkomuna að út- breiða meðal almenn- ings, með skrifum og fé- lagsmálaþátttöku. Athyglisvert er því að rekja lífsferil Þórs, til dæmis um hvers konar umhverfi slíkir breyt- ingamenn koma úr, og hvernig þeir koma breytingunum í fram- kvæmd. hérlendis, og tekur fullorðið fólk þar meiri þátt í íþróttum en hér. Ég leiddist út í að þjálfa krakka í knattspyrnu um skeið. Varð ég upp úr þessu áhugamaður um al- menningsíþróttir, eins og fjöldinn allur í N-Ameríku, og tók t.d. þátt í Maraþonhlaupinu í Michigan 1979, en slík almenningshlaup eru árviss viðburður víða í N-Amer- íku. í framhaldi af þessum íþrótta- málum gerðist það að ég varð óbeinlínis upphafsmaður að endurvakningu Álafosshlaupsins sem árviss viðburðar. Skipti þó mestu um hvað sú endurvakning tókst vel, að tveir af forystu- mönnum Frjálsíþróttasambands Reykavíkur, Magnús Jakobsson og Sigfús Jónsson, tóku vel í uppá- stungu mína um almennings- hlaup. Önnur hugmynd að vestan varð að veruleika: Hjólreiðadagurinn í þágu fatlaða. Var ég hvatamaður að því ásamt syni mínum Vésteini, en mestu máli skiptu góðar við- tökur og skipulagning Sigurðar Magnússonar hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, en þau sam- tök stóðu fyrir því. Jarðhneturækt og jarðhiti Enn eitt afsprengi Kanadadval- arinnar er áhugi minn á jarð- hneturækt á Islandi. Fyrir nokkr- um árum hætti ég nefnilega að borða dýr, og þetta varð til þess að ég fór að íhuga möguleikann á aukinni ylrækt á íslandi, sem gæti stuðlað að meiri fjölbreytni fæðu- tegunda hérlendis, með tíð og tíma. í því sambandi hef ég fengið mjög góðar undirtektir hjá dr. Einari Siggeirssyni, sem hefur síðan gert tilraunir með ræktun jarðhneta í Hveragerði, við Rann- sóknarstofnunina Neðra-Ási. Jarðhnetur eru feikna holiur matur og jafnvel gott sælgæti, og má nota þær á margan hátt. Ég er sannfærður um að fram- tíðin ber í skauti sér stóraukna notkun jarðhita til ylræktar hér- lendis. íslensk dulspeki: Brýn þörf á gagnrýni Áhugi minn á dulsálarfræði tók einnig nýja stefnu á atvinnuárun- um mínum í Kanada. Mér gafst þá færi á að sækja ýmsa helstu fund- ina um vísindalegar rannsóknir á slíkum fyrirbærum. Hef ég því nú, sem ristjóri Morguns, tímariti sál- arrannsóknarfélagsins, áhuga á að færa skilning á rannsóknum í nú- tímalegra horf hérlendis. íslend- ingar hafa vanrækt að fylgjast með nýjungum á þessu sviði, þrátt fyrir almennan áhuga hérlendis á dulrænum fyrirbærum yfirleitt. Hér er brýn þörf á að hvetja fólk til meiri gagnrýni. Nýjungar í dulsálarfræði — Hvejar eru hinar helstu nýju aðferðir síðustu áratugar? í fyrsta lagi er um að ræða tölfræðilegar aðferðir. J.B. Rhine var frumkvöðullinn að tölfræði- legum aðferðum við könnun á dulrænum fyrirbærum, og hafa þær náð útbreiðslu víða um lönd eftir 1940. í öðru lagi er að geta tilkomu lífeðlisfræðinnar á þessu sviði, á síðustu 10—15 árum. Lífeðlisfræð- in athugar þær breytingar sem verða á ferlum líkamans er menn reyna að beita ófreskigáfum, svo sem fjarhrifum og fjarsýni. Nýjasta þróunin er tilkoma eðl- isfræðinnar. Innan þeirrar grein- ar hafa ýmsir tamið sér óvenju- lega ályktanadirfsku, í ljósi ým- issa þversagnakenndra uppgötv- ana í eðlisfræði; svo sem að ein eind virðist geta farið tvær leiðir samtímis án þess að skipta sér. Einnig er möguleiki á að tíminn geti stundum runnið aftur á bak. í dulsálarfræði: Engin sönnun ennþá — Trúir þú að vísindalegum sönnunum hafi tekist að sýna fram á tilvist dulrænna fyrir- bæra? Það hefur ekki enn tekist að sannfæra raunvísindin í heild, né heldur hefur tekist að tengja þessi fyrirbæri nógu rækilega við viður- kennda þekkingu. Þetta er allt mikil spurning enn þann dag í dag, frá sjónarhóli vísindanna. Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar 4ra vikna námskeiö hefst 3. mars. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eöa þjást af vöövabólgum. Lejkfjmj fyrjr konur á öllum aldri. Vigtun, mæling, sturtur, gufuböð, kaffi Nýjung höfum hina vinsælu Solarium lampa. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. Þarf að mála bílinn, bátinn, hjólið eða ísskápinn, stólinn ?????????????? Höfum gífurlegt litaúrval af spraylakki. Smásala — Heildsala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.