Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 85 lækningafélags og sinnti því af áhuga, enda voru heilbrigðir lífs- hættir honum mjög að skapi. Hann neytti aldrei áfengis né tóbaks. Hann tók virkan þátt í störfum innan Verslunarmannafélagsins. Eftir að Páll fluttist til Reykja- víkur vann hann ýms störf sem til féllu þar til hann gerðist skrif- stofumaður hjá Náttúrulækninga- félagi íslands. Þar vann raunar Sigríður einnig á meðan hún hafði heilsu til, en hún átti við erfið veikindi að stríða síðustu æviárin. Hún andaðist 30. október 1975. Eftir lát konu sinnar annaðist Páll heimili sitt sjálfur og þurfti engrar aðstoðar við þar til um mánaðamótin janúar og febrúar sl. Þá varð hann að fara á sjúkra- hús í fyrsta sinn á ævi sinni, svo hraustur hafði hann verið. Sjúkra- húsvist hans varð ekki löng, hann andaðist 21. febrúar. Páll Sigurgeirsson var mikill mannkostamaður. Hann gerði ekki á hlut samborgara sinna og mátti ekki vamm sitt vita. Hann var vinum sínum hjálparhella. Leitaði réttlætis og var kaupmað- ur þeirrar gerðar, sem stétt hans má vera stolt af og þjóðin öll. Tryggð, vinfesti og frændrækni Páls Sigurgeirssonar var ríkur þáttur í fari hans. Má raunar sama segja um allan hinn stóra systkinahóp, börn Sigurgeirs Jónssonar og Friðriku Tómasdótt- ur. Það eru skapgerðareinkenni sem auðga lífið og gera betra og léttara að lifa því. Páll H. Jónsson frá Laugum. ur í framkomu og bjó yfir mikilli kímnigáfu, sem og frændur hans. Hann var félagslyndur og ræðinn enda maður fjölfróður. Jón kvæntist Þorbjörgu Biering, en sambúð þeirra var ekki löng, hann missti hana eftir nokkurra ára hjúskap. Þau áttu ekki börn saman. Jón var ekki gamall er kallið kom, en enginn ræður sínum næt- urstað. Þetta eru fátækleg orð um slík- an persónuleika er Jón var, en við þökkum honum samfylgdina og óskum honum góðrar heimkomu yfir móðuna miklu. Við vottum eftirlifandi bróður hans, Þórði Sturlaugssyni og öðr- um ættingjum innilega samúð. Samstarfsfólk Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða ad berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendi- bréfsformi. Þess skal einnig get- ið, af marggefnu tilefni, að fruin ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunlilaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. TVíí bjóðum við ýmsa möguleika fyrir fermingarnar. Tweedjakkar frá kr. 900.—, buxur kr. 450.— og prjónavesti kr. 150.—, eða buxur og vesti og sportblússur íýmsum gerðum og verðum. Og auðvitað er skyrtan og bindið með klút í stíl ásamt skónum á sama stað. skipta augun þín þig einhverju máli?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.