Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLADID; SUNjtoDAGUR 28. FEBRÚAR 1982 67 Leikbrúduland Hér er Kiwi-fuglinn búinn að krækja sér í orm. Úr „Egginu hans Kiwi" eftir Hallveigu Thorlacius. í DAG, sunnudaginn 28. febrúar, kl. 3, er sýning að Fríkirkjuvegi 11 á einþáttungunum „Hátíð dýr anna" og „Eggið hans Kiwi". Þetta eru brúðuleikhúsþættir um dýrin. í „Hátíð dýranna" er apinn Gústi kynnir, og ýmis dýr koma fram, svo sem hænur, kengúra, skjaldbaka, litli apinn Lilli og mörg fleiri dýr. Tónlist eftir Saint Sean. Þau Viðar Eggertsson, Bríet Héðinsdóttir, Sigríður Hannes- dóttir, Hallveig Thorlacius og Helga Steffensen ljá brúðunum raddir sínar. „Eggið hans Kiwi" er um Kiwifuglinn og mörg önn- ur dýr, svo sem slíðursnjáldru, sem þekkir ekki litina og krakk- arnir kenna henni að telja og Pandabjörninn, sem syngur fyrir ungann til að hann stækki og dafni. Tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Sala aðgöngumiða hefst kl. 1. Savage um Reykjavíkurskákmótið: Öðrum til fyrir- myndar „SKIPULAG Reykjavíkurskákmóts- ins, aðstaðan að Kjarvalsstöðum var framúrskarandi, — raunar held ég, að Reykjavíkurskákmótið ætti að vera öðrum til fyrirmyndar," sagði Allan Savage, einn þeirra Banda- rfkjamanna, sem þátt tóku í Reykja- vfkurskákmótinu að Kjarvalsstöð- um, í bréfi sem hann sendi dr. Ingi- mar Jónssyni, forseta Skáksam- bandsins. „Ég vona innilega, að Reykja- víkurskákmótið verði áfram opið mót eins og nú og ég mun áreið- anlega mæta aftur. Þrátt fyrir að frammistaða mín á mótinu hafi verið slök, þá átti ég ánægjulegar stundir," sagði Savage m.a. í bréfi sínu. Eritreu- menn hrinda stórsókn Kómaborg, 25.rebrúar. AF. Frelsisfylking Eritreumanna, er berst fyrir sjálfstæði Eritreu, hélt því fram í dag, að 7800 stjórnarhermenn hefðu fallið eða særst í átökum að undanförnu. Kvaðst fylkingin hafa hrundið stórsókn, sem stjórnarherinn hóf gegn frelsisöflunum 16. febrúar, þeirri sjöttu í röðinni. Hefði stjórnarherinn beðið mikið af- hroð. I tilkynningu fylkingarinnar sagði, að mannfall stjórnar- hersins hefði orðið hvað til- finnanlegast á Barka-víglín- unni, en þar hefði stjórnarher- inn neyðst til að hörfa 40 kíló- metra eftir átök er stóðu frá 18. til 22. febrúar. Teknir voru til fanga 620 stjórnarhermenn og lagt hald á mikið magn vopna, að sögn fylkingarinnar. Þá hefðu 400 stjórnarher- menn verið felldir og 200 særð- ust í átökum i norðausturhluta Eþíópíu. Þrír skriðdrekar og sex hergagnabifreiðar aðrar voru eyðilagðar í átökum þar. KEYPTIR ÞU BILI DAG? SEMDU ÞÁ NÚNA UM PLÚSIÁN í ÚTVEGSBANKANUM! Þá áttu auövelt meö að endurnýja eftir 2-3 ár. 777 þess notfærir þú þér verötryggdu PLÚSLÁNIN. Þá ersparifé þitt verötryggt allan tímann meöan á sparnaöi stendur. Erekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrirþig? UTVEGSBANKANS ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.