Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.02.1982, Blaðsíða 1
Sunnudagur 28. febrúar %tov$mihUfoíb Bls. 49-96 Bókmenntir á tímum Rauðra penna Spyrjandi sagði erindi sitt, að hann vildi fræðast um byltingarsinnaða rit- höfunda, íslenska, á tímum Rauðra penna. Halldór: Já þarna hafa vafalaust frá upphafi verið menn sem höfðu sérstaka trú á frelsun heimsins. Amk barnatrúin í nýu formi. Ég þekti fæsta þeirra; sá aldrei félagalistann ef hann var þá til. Þeir hafa sjálfsagt verið „róttækir byltíngamenn" og sumir að einhverju leyti mentaðir, aðrir stunduðu kanski handverk kenslu eða skrifstofustörf; en ég held ekki púlsvinnu. Nöfn þeirra finn- ast vonandi á skrám frá þeim tíma, þetta voru sannir áhugamenn og hugsjóna og eiga heima á blöðum sögunnar — eins þó þeir hafi orðið þjóðsaga. Ég er búinn að gleyma hvernig félaginu var skipað, en minnir að verið hafi framkvæmdanefnd fámenn, svo og eftilvill einhver stærri hópur af almennum þáttakendum. Ég hef aungvar endurminníngar um setu mínar á fundum þessa félags. Efast um að ég hafi komið þar. Eg var aldrei neinn félags- eða fundamaður, þó ástönd og umhverfi hafi þraungvað mér inní félög um skeið, meiren flestum mönnum. Ég mun líka hafa komið helsti sjaldan á fundi hjá ritnefnd Rauðra penna, þó ekki væri nema sakir lángra útivista minna erlendis. Kristinn E. Andrésson var mik- ill forystumaður og dró að sér þáttak- endur úr ýmsum áttum, oft lítt þekt nöfn, stundum með öllu ókunn, og stjórn- aði þessu liði síðan andlega. Örn: Þetta félag byltíngarsinnaðra rit- höfunda sem gaf út Rauða penna, rædd- uð þið þar, eða í viðlíka hópi, hvernig byltíngarsinnuð skáldverk ættu að vera? Halldór: Það hefur sjálfsagt verið rætt, þó ekki svo mikið í mín eyru; en ég minn- ist ekki að út hafi verið gefnar reglur til að þræða sig eftir í einstökum verkum. Ég hefði reyndar aldrei tekið þátt í um- ræðum um slíkt. Á útgáfufundi Rauðra penna komu fáeinir menn saman, mig minnir fimm, og voru svipaðs hugar gagnvart þróun í heiminum, en ólíkir að öðru leyti: sumt rithöfundar í hjáverk- um, og stunduðu borgaraleg störf, einsog Halldór Stefánsson sem altaf var bánka- maður; Eiríkur Magnússon skólastjóri; og náttúrlega Sigurður Thorlacius; hann var barnaskólastjóri hérna, en mikill áhugamaður um þjóðmál og menníng- armál; vildi bæta alla hluti kríngum sig í mannfélaginu. Hann var mjög gáfaður maður, fjölmentaður og hafði ágætt málfar. Og síðan Kristinn fremstur meðal jafníngja. Örn: Það þarf ekki að spyrja þig að því hvort þú hafir sett fram einhverja stefnu um það hvernig — Halldór: nei, ég setti aungva stefnu fram, enda hafði ég aungva sérstefnu. En ég var samúðarfullur gagnvart róttækri vinstri stefnu vegna ástands í heiminum, sem virtist geigvænlegt. Maður vildi bæta heiminn af góðmensku, bonhomie. Ég vissi upphaflega fátt um forsögu bylt- íngarinnar í Rússlandi fyrir utan það sem allir vissu eða þóttust vita. En var snortinn af boðskapnum, sem fluttur var með evrópskri aðferð í að breiða út kenn- íngar, nokkurskonar trúarbragðatækni kendri við þrætubók, díalektík. Evrópa var að verða full af stofnunum til að breiða út rússneskan marxisma leynt og ljóst. Þarna voru mjög útfarnir menn. Hreyfíngin átti sterka skoðanabræður í París, en þó einkum og sérílagi í Berlín, útbreiðslustofnanir sem gjarna voru HALLDÓR LAXNESS í LOS ANGELES 1928 Orn Olafsson: Samtal við Halldór Laxness ad heimili hans, Fálkagötu 17, föstudaginn 28. ágúst 1981. kendar við eitthvað viðvíkjandi verka- mönnum, en upphaldið á yfirborðinu af vinstri mentamönnum — og gralsriddur- um einsog Willy Múnzenberg. Ég var líka fyrir mína parta mjög hrifinn að teingj- ast, að nafninu til, hreyfíngu vinstri göf- ugmenna einsog í Mesjrapom: Alþjóða- samhjálp verkalýðsins. Nú er ég orðinn minnisdaufur á gáng mála og hagkvæm hyggindi frá þessum laungu liðnum dög- um. Þessi sambönd höfðu að minstakosti ekki svo sterk persónuleg tök á mér að þau yrðu mér ógleymanleg. Kristinn var bundinn þessu; hann gat á fullorðinsár- um ekki hugsað öðruvísi en eftir þeim skilgreindum leiðum sem hann hafði lært í Þýskalandi á síðustu námsárum sínum þar, og skýrir mjög greinilega frá í bók sinni, „Enginn er eyland" skömmu áður en hann dó. Hann var í raun einn þeirra manna sem snerust einusinni og gátu ekki snúist aftur, — Páll postuli. Hann hafði ekki aðeins feingið aftur- hvarf, heldur var hann fyrirfram skipu- lagður til æviloka. Orn: Mig langar að spyrja þig um við- tökur bóka þinna frá Sölku Völku? Halldór: Salka fékk sæmilegar viðtök- ur hjá almenníngi, en forlaginu, sem var ríkisforlag, þótti þetta varhugaverð bók, en drusluðu henni þó út. Menn fóru yfir- leitt ekki að taka við sér að því er varðaði þessa bók fyren komið var útí annað bindið: þá fanst þeim þetta of sterkt tób- ak. Hér hafði um sinn verið til rólegur sósíaldemókratismus sem ekki gerði hundi mein né vakti hneykslun nema þá af misskilníngi, einsog til dæmis þegar hér urðu bardagar á götunum útaf er- lendum dreing sem átti að hafa verið slæmur í augunum og var talinn mundu sýkja þjóðina; þá var hér boðið út her með vopnum og bareflum. Ég var þá suð- ur í Alpafjöllum og skrifaði híngað heim einhver hughreystíngarorð til þeirra manna sem höfðu lent í tukthúsi fyrir að verja þennan augnveika dreing. Upp komu einkennileg atvik, sem sýndu að það var eldfimt í forpokuðu bændafólki hér gagnvart nútímastjórnmálum. Hér var líka eitthvað á seyði veigameira í eðli sínu en þessi litli danski sósíaldemókrat- ismus sem hafði orðið til við stofnun verkamannafélaga og þeirra daufu kaup- kröfur; jafnvel einstöku verkföll höfðu orðið með pólitískum áherslum. Örn: Nú las ég í Skáldatíma að þú hafir tamið þér aðferð í þjóðfélagslegri skáld- sögu; lært hana af meisturum. Þú nefnir Sinclair Lewis á árunum 1927—29 sem eina fyrirmynd þína, „að láta margslúng- ið umhverfi tala sjálft gegnum þann samnefnara stílsins, sem höfundur telur hlutverk sitt að finna". Halldór: Já, hvar stendur þetta? Örn: í Skáldatíma. Halldór: í Skáldatíma, já. Ég lærði í Ameríku (1927—30) af þarlendum höf- undum. Ymsir þeirra voru mjög skelegg- ir vinstrisinnaðir menn á sínum tíma, sérstaklega Upton Sinclair, Theodore Dreiser og sá sem ég áður nefndi, Sin- clair Lewis; reyndar fleiri sem ég er bú- inn að gleyma ef á að svara í fljótu bragði. Örn: Upton Sinclair? Hvað segir þú um hann? Halldór: Ég hundþekti hann; var hálf- gerður heimagángur hjá honum í Kali- forníu. En ég gat aldrei lesið bækur eftir hann, nema doðrantinn um Sacco og Vanzetti sem þá voru á dagskrá. En það var líka nóg. Afturámóti þessi feiti karl með kinnarnar útá axlir, Theodore Dreiser, hann skrifaði óheyrilega efn- ismiklar og siðferðilega sterkar bækur af því tagi sem þá nefndust sósíalrómanir. Hann var vandaður „fótgángandi" rit- höfundur — pedestrian — og laus við ofsa; en seig á með hægðinni eftir því sem leingur var lesið. Við hvert hundrað af blaðsíðum sem maður bætti á sig af honum fanst betur og betur hvað honum hafði miðað vel áfram að sanna þann málstað sem honum var hugarhaldinn. Hann bætti kapítula við kapítula, einsog svefngeingill, hver bók uppá 1000 síður eða meira; hafði verið blaðamaður áður. Skrifaði snurðulausan sírennandi stíl með öllu ósérkennilegan; blátt áfram; þægilegan. Honum var einusinni sýnt smábarnahæli, en hann settist bara niður í horni og horfði á börnin stjarfur og tárin flóðu viðstöðulaust niður kinnar honum svo hann mátti ekki mæla. Sin- clair Lewis sem bjó til Main Street og Babbit var rosalegur stílisti, en frægur fyrir fyllirí, og það kom fram í stílnum; hann var annars skeleggur, einbeittur rithöfundur. Jack London var eldri ár- Sjá blaósíóu 71.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.