Morgunblaðið - 27.03.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 27.03.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MARZ 1982 21 FÆÐA OG HEILBRIGÐI sem er miklu viðsjárverðara og virkara efni. Þegar nítrat er sett í kjöt breyta gerlar í pæklinum því í nítrít. Það er síðan nítrítið sem stuðlar að hinum ýmsu breyting- um sem saltpéturinn er þekkt- astur fyrir. Kjötiðnaðarmenn eru nú í vaxandi mæli að hætta að nota saltpétur og farnir að nota nítrít í staðinn. Er þá bæði auðveldara að hafa stjórn á vinnslunni og koma í veg fyrir ofnotkun. Saltpétur var upphaflega notaður eingöngu sem litarefni í kjöt. Þegar honum er bætt í við vinnsluna myndar hann nítrít sem gengur í samband við efni í kjötinu og gefur rauða litinn. En nítrítið er jafnframt kröft- ugt rotvarnarefni og bætist þá við rotverjandi áhrif matarsaltsins. En auk þess hefur nítrítið ýmsa aðra æskilega eiginleika. Því miður fylgir sá galli gjöf Njarðar að nítrít getur myndað kröftuga krabbameinsvalda, svonefnd N-nítrososambönd. Eru þessi efni stundum einu nafni (ranglega) nefnd nítrosamín. Þægilegast væri auðvitað að geta haldið áfram að nota nítrít í matvæli og beita einhverjum brögðum til þess að koma í veg fyrir myndun þessara eiturefna. Rannsóknir hafa sýnt að bæði C-vítamín og E-vítamín geta komið í veg fyrir myndun nítrososam- handa. Er því mikilvægt að nægi- legt magn sé af þessum efnum í fæðunni. Þessa þekkingu er nú þegar farið að nýta við kjötvinnslu. Er venjulega notað ísoaskorbat, en það er efni náskylt C-vítamíni sem hefur hliðstæða eiginleika. Þar sem matvæla sem inni- halda salt og saltpétur hefur verið neytt um alllangt skeið víða um lönd hafa margir velt því fyrir sér hvort og hve mikil áhrif það hafi haft á tíðni krabbameins. Enn er engin leið að geta sér til um þau áhrif sem nítroso- sambönd í umhverfinu hafa haft á krabbamein í mönnum. Hins vegar valda þessi efni krabba- meini í mörgum vefjum í til- raunadýrum. Saltpétur og magakrabbamein Ýmislegt styður þá kenningu að magakrabbamein á íslandi hafi einkum átt rætur að rekja til breyttra vinnsluhátta matvæla og skorts á C-vítamíni í fæðunni. Eftir 1850 fóru íslendingar að salta mat í stórum stíl, en hefð- bundnum aðferðum á borð við reykingu hnignaði þá að sama skapi. Hefur neysla á söltuðu kjöti líklega náð hámarki eftir 1920. Eftir 1850 byrjuðu íslendingar jafnframt að rækta kartöflur og aðra garðávexti af meiri þrótti en áður. Jókst þá C-vítamín- neyslan smám saman þótt enn væri hún lítil miðað við það sem síðar varð. Þær upplýsingar sem fyrir liggja sýna að um það leyti sem Islendingar fóru að neyta salt- aðra afurða í stórum stíl var hlutfall C-vítamíns í fæðunni víða ennþá mjög lítið. Eftir 1930 fór neysla á fryst- um og kældum mat ört vaxandi. Dró þá smám saman úr neyslu á söltuðum matvælum. Varð þessi breyting einkum áberandi eftir 1950. Um 1940 fengu íslendingar C-vítamín enn að mestu leyti úr kartöflum og öðrum garðávöxt- um. Eftir 1950 var farið að flytja inn mikið af. C-vítamínríkum sítrusávöxtum, m.a. appelsínum. Á tímabilinu frá 1940 til 1980 jókst C-vítamínneysla fslendinga um helming. Gæti hún — ásamt minni neyslu á söltuðum mat — skýrt hina öru fækkun maga- krabbameinstilfella eftir 1950. Ekki er þó loku fyrir það skotið að reyktur matur hafi einnig haft sín áhrif. Má ímynda sér að fram hafi komið samspil milli krabba- meinsvalda í söltum og reyktum mat. I heild er athyglisvert að enn hafa ekki komið fram þær upp- lýsingar er stangast á við þá til- gátu að magakrabbamein á ís- landi hafi einkum átt rætur að rekja til N-nítrososambanda. Húsgagnasýning í Keflavík Veggsamstæöa. Verö kr. 9.300,00. Á morgun kl. 2—6 stórkostleg húsgagnasýning á 1000 fermetrum. Ótrúlega hagstætt verö. Sendum húsgögn til Stór-Reykjavíkursvæöisins frítt. Sunnu- dagsrúntur á Suöurnesin. Þaö borgar sig. Vatnsnesvegi 14, Keflavík, sími 92-3377. verið farið mjög frjálsmannlega með sjóðinn. Það er sömuleiðis einkennileg afstaða fulltrúa samtaka sjó- manna og verkalýðsfélaga (ASI) í stjórn sjóðsins, sem greiða því at- kvæði, að „loðnusjómenn" fái greiddan fullan hlut úr afla, sem þeir veiddu ekki, þar sem þeir voru hlutaráðnir annars staðar hluta loðnuveiðitímans, t.d. skráðir á skip, sem stunduðu togveiðar. Hvernig getur það talist eðlilegt til bóta úr sjóðnum að stunda aðr- ar veiðar samtímis því að stunda ekki loðnuveiðar, sem þó er krafist bóta fyrir að hafa ekki fengið að stunda? Þó að allir stjórnarmenn afla- tryggingasjóðs hafi verið sann- færðir um lögmæti gerða sinna og sjávarútvegsráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, staðfest þær, er ég ekki sammála þessu, sem gert hefur verið, og mun leita réttar míns, sem einn eigandi sjóðsins. Að endingu vil ég benda á þá stað- reynd, að öll þau skip, sem hófu veiðar á leyfðum tíma, 10. ágúst, og stunduðu þær eðlilega, Iuku sínum kvóta. Og síðan ráðlegg ég öllum, sem áhuga hafa á þessu máli, að útvega sér eintak af lög- unum um aflatryggingasjóð sjáv- arútvegsins og lesa þau. Utgerðar- mönnum má benda á að snúa sér til lögfræðings LÍÚ, Jónasar Har- aldssonar, um slíka útvegun. Stefán Pétursson, útgerðar- maður frá Húsavík. 305 „virkir“ kirkjugarðar Stofnanamálið teygir arma sína víða. Samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni kirkjugarða, Aðal- steini Steindórssyni, eru nú 305 kirkjugarðar „virkir", þ.e. greftr- anir geta enn farið þar fram. Það er að mörgu að hyggja við umsjón kirkjugarða. Garðurinn í Asum í Skaftártungum á nú á hættu að fara undir Eldvatn en kirkjugarðinum að Saurbæ á Kjalarnesi hefur verið forðað frá því að fara undir sjó með byggingu varnargarða. Ymis prófastsdæmi hafa skip- að kirkjugarðanefndir til þess að samræma viðhald kirkju- garða þeirra, segir í Fréttabréfi Biskupsstofu, en þar er þessa frétt að finna. Bílasöludeildin er opin í dag frá kl. 1-5. Nýir og notaöir bílar til sýnis og sölu brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin! Ath. verö á Lada-bílum hefur aldrei veriö hagstaaöara. Verð frá kr.88.900.- Góðir greiðsluskilmálar. ■ «***»—. «« LADA SAFÍR kr. 80.600.- LADA STATION kr. 84.500.- LADA SPORT kr. 129.800.- Munid að varahlutaþjónusta okkar er i sérflokki. Nf'l III Bifreiðar og LandbúnaÖarvélar h Suðurlandsbraut 14 - Sími 38 600 13

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.