Morgunblaðið - 08.05.1982, Síða 1

Morgunblaðið - 08.05.1982, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 98. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. I.josni. Mbl.: Lárus Karl. Bretar auka enn hernaðar- þrýsting á Argentínumenn London, Buenos Aires og Washington, 7. mai. AP. Staða dollars sú veikasta í tvo mánuði London, 7. maí, AP. STAÐA Bandaríkjadollars var í dag veikari en hún hefur verid sídan 8. mars. Er markaðir lok- uðu í Lundúnum hafði staða hans veikst enn frá því í gær. Hefur dollarinn verið á niðurleið alla þessa viku. Á sama tíma styrktist breska pundið og hefur ekki staðið jafn vel síðan 8. mars. Við lokun gjaldeyrismarkaðar- ins í dag voru 1,82525 dollarar í pundinu en voru 1,82 fyrir viku. Á sama tíma var lítil breyt- ing á verði gulls. Verð á úns- unni lækkaði þó eilítið í dag í samanburði við verð deginum áður. Var únsan á 334,75 doll- ara við lokun í dag en 336 í gær. Verðlækkunin er þó mikil frá því fyrir viku er únsan var á 361,50 dollara. Von Biilow dæmdur í 30 ára fangelsi Newport, Khode Island, 7. maí. Al*. DANSKI kaupsýslumaðurinn Klaus Von Búlow var i kvöld dæmdur til 30 ára fangelsisvistar fyrir að hafa tví- vegis reynt að myrða eiginkonu sína með insúlíni. Fær Von Bulow að leika lausum hala í vikutíma gegn 500.000 doll- ara tryggingu, en verður að líkind- um sendur í fangelsi að þeim tíma loknum. Samkvæmt lögum í Rhode Island-fylki á hann ekki möguleika á að losna úr fangelsi fyrr en eftir 10 ár hið fyrsta. Dómurinn hljóðaði upp á 10 ár fyrir fyrri morðtilraunina en 20 ár fyrir þá síðari. Lögfræðingar Von Búlows segjast munu reyna að fá frestinum fram að fyrirhugaðri fangelsun framlengt. ÍKANIR segjast hafa kórónað átta daga linnulausa sókn sína í styrjöld- inni gegn írökum með því að komast að landamærum ríkjanna i fyrsta skipti frá því stríðið braust út fyrir 19 mánuðum. írakar segjast hins vegar hafa náð að stöðva framrás íranska herliðsins. Árásin var gerð, að því er segir í útvarpsfregnum frá Teheran, til að frelsa fjölda íranskra her- manna, sem höfðu lokast inni og biðu dauða síns. í árásinni segjast íranir hafa skotið niður 6 íraskar herþotur, auk þyrlu. Ennfremur sagði Teheran-útvarpið, að þeir hefðu náð 80 óskemmdum skrið- drekum á sitt vald. I árásinni náðu íranir aftur um 300 kílómetra breiðri landspildu í suð-austurhluta landsins. Hvorug þjóðin leyfir erlendum frétta- mönnum að fylgjast með gangi mála í styrjöldinni, en reynist fregnir Teheran-útvarpsins réttar þýðir það, að Iranir eru nú komnir í skotfæri við helstu hafnarborg BRETAR tilkvnntu í dag, að þeir hefðu stækkað yfirráðasvæði sitt við Falklandseyjar. Eiga nú öll argentínsk skip og flugvélar, sem voga sér út fyrir 12 mílna landhelgina, á hættu að verða fyrir árás af hálfu breska flot- ans. íraka við Persaflóa. Fyrr í dag skýrðu írakar frá því að fótgöngulið þeirra og skrið- drekar væru að murka lífið úr síð- ustu írönsku hermönnunum, sem Þessi ákvörðun kom í kjölfar þeirra fregna, að Bretar hygðust senda 4 tundurspilla og 20 Harri- er-þotur til viðbótar til Falklands- eyja. Eru tundurspillarnir búnir eldflaugum, sem geta varist eld- flaugaárás Argentínumanna. Verða skip breska flotans við eyj- arnar þá 30 talsins. Þá skýrði komnir voru í sjálfheldu. Sögðust írakar að auki hafa náð að eyði- leggja 43 skriðdreka og nokkra flutningavagna, sem voru með hermenn innanborðs. breska varnarmálaráðuneytið frá því, að ákveðið hfði verið að senda Nimrod-þotur á vettvang. Eru þær búnar ratsjártækjum og geta tekið eldsneyti á flugi. Helsti veikleiki Breta við Falklandseyjar hefur ein- mitt verið talinn skortur á ratsjár- flugvélum. Hernaðarsérfræðingar telja nú allt benda til þess, að Bretar hygg- ist ráðast til uppgöngu á eyjunum innan skamms. Er sagt að þetta skref Breta sé framkvæmt til að koma í veg fyrir allar tilraunir Argentínumanna til að stöðva fyrirhugaða árás. Francis Pym, utanríkisráðherra Breta, sagði í dag, að ekki yrði hik- að við að gera frekari loftárásir á flugvöllinn á Falklandseyjum ef Argentínumenn reyndu að lagfæra flugbrautirnar. Pym sagði einnig að Bretar myndu gera allar nauð- synlegar ráðstafanir til að verja flota sinn kæmi til árásar af hálfu Argentínumanna. Hann sagði ennfremur að reynt yrði til þrautar að ná samkomulagi eftir diplómat- ískum leiðum. Argentínumenn lýstu því yfir í dag að þeir gerðu sér „ákveðnar vonir" um að tillögur aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Javier Perez de Cuellar, gætu leitt deiluna til lykta. Aðstoðarutanríkisráðherra Árgentínu, Enrique Ros, kom í dag til New York til að eiga viðræður við de Cuellar. Að sögn Costa Mendez, utanríkisráðherra Argent- ínu, eru tillögur de Cuellar „það eina jákvæða, sem fram hefur kom- ið í sáttatillögunum til þessa". Skýrt hefur verið frá því í Buen- os Aires, að 19 argentínskir her- menn hafi látið lífið og 37 særst í árásum Breta á Falklandseyjar til þessa. Er talið víst að í þeirri tölu séu 8 skipverjar, sem létu lífið er gæsluskipið „Alfarez Sobral" sökk eftir árás. Yfirvöld í Buenos Aires halda því enn fram að aðeins 680 skipverjar af „General Belgrano" hafi bjargast, en í fjölmiðlum er talað um 800. Alls voru skipverjar 1042. Yfirvöld í Buenos Aires skýrðu frá því í dag að ríkið tapaði millj- ónum doliara í viku hverri vegna þeirra viðskiptahafta, sem Evrópu- lönd hafa sett á Argentínu. Á árs- grundvelli myndu Árgentínumenn tapa um tveimur milljörðum Bandaríkjadala vegna útflutn- ingsmissis. Sjá: Landganga reynd á Vest- ur-Falklandi? bls. 22. Vatikanið gefur tvö leikrit páfa út Vatikaninu, 7. maí. AP. VATIKANIÐ hefur gefið út tvö leikrit Jóhannesar Páls páfa II til viðbótar þeim, sem áður hafa verið gefin út. Bæði leikritin eru skrifuð árið 1950, er hann gegndi prests- störfum í heimalandi sínu, Pól- landi. Annað leikritanna fjallar um líf 19. aldar málarans Adam Chmielowski, sem hætti starfi sínu til að vinna að útbreiðslu evangelískrar trúar. Hitt er um mann, sem finnur ástina og sjálf- an sig í samtali við son sinn. Bæði leikritin verða gefin út á ítölsku, en þau eru þýdd úr pólsku og komu fyrst út 1979. Verður úrdráttum úr leikritun- um útvarpað frá Vatikaninu á sunnudag. Leikrit páfa um hjónabandið, „Verslun skart- gripasalans", var flutt af frægum ítölskum leikurum í ríkisútvarp- inu 1979. Mesta atvinnuleysi í Bandaríkjunum í 40 ár Washington, 7. maí. AP. ATVINNULEYSI var meira í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en það hefur verið undanfarna fjóra áratugi. Var atvinnuleysið i apríl 9,4% og hafði aukist um 0,4% frá því í mars. Árið 1941 var atvinnu- Íeysi í landinu 9,9% og hefur ekki komist svo nærri þeirri tölu fyrr en nú. Atvinnuleysi hefur aukist um 2,2% frá því í júlí á síðasta ári. Alls eru nú 10,3 milljónir Banda- ríkjamanna án atvinnu. Þá var frá því skýrt að síðustu viku apr- ílmánaðar hefðu 561.000 manns sótt um atvinnuleysisbætur. Þótt sú tala sé 16.000 lægri en vikuna á undan segir það ekki nema hálfa söguna. Aldrei, frá því atvinnu- leysisbætur voru fyrst greiddar, hafa jafnmargir notið góðs af þeim. Þótt atvinnuleysið nú sé hið mesta í Bandaríkjuhum frá því tekið var að halda mánaðarlegar skýrslur er langt í frá að það nálgist ástandið eins og það var á kreppuárunum. Árið 1933 var at- vinnuleysið í landinu 24,9%. íransher kominn að landamærum Iraks Beirút, 7. maí. AP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.