Morgunblaðið - 08.05.1982, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 08.05.1982, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGtlR 8. MAÍ1982 Þar sem Sjálfstæðisflokkur stjórnar einn er vel stjórnað Kafli úr eldhús- dagsræðu Salome Þorkelsdóttur Hér fer á eftir kafli úr raeðu Sal- óme Þorkelsdóttur við eldhúsumræð- ur á Alþingi í síðustu viku: Miklar umræður hafa orðið á Al- þingi um húsnæðismálin að undan- förnu og nú síðast í tengslum við frumvarp ríkisstjórnarinnar um 6% nýjan skyldusparnað sem lagt var fram fyrir skömmu. Þessu skyldusparnaðarfrumvarpi var ætlað að bjarga Byggingarsjóði ríkisins sem er nú tómur. Það var látið heita svo, að nú ættu þeir sem hæstar tekjur hafa, hátekjumenn- irnir í þjóðfélaginu, þeir menn sem leggja nótt við dag til þess að afla sér tekna, að koma ríkissjóði til hjálpar og lána sparifé sitt, til þess að hækka lán til þeirra sem eru að eignast íbúð í fyrsta sinn. Þarna var um að ræða áætlaðar tekjur upp á 35 millj. kr. Það upp- lýstist hins vegar, að hér var um algera blekkingu fjármálaráðherra að ræða. Byggingarsjóður er með yfirdráttarskuld hjá Seðlabanka sem nemur 40 millj. kr., og fjár- magnið færi í að greiða þá skuld. Þetta skyldusparnaðarfrumvarp hefur ekki fengið þær undirtektir á Alþingi sem fjármálaráðherra hafði búist við. Göfugmennska hans í garð ungu húsbyggjendanna hvarf eins og dögg fyrir sólu og árangurinn varð einungis sá, að það upplýstist hvernig ástandið er í húsnæðismálum undir forystu al- þýðubandalagsráðherra. Það hefði vissulega verið tilefni til í þessum umræðum að gera hús- næðismálum ítarleg skil eins og þau hafa þróast, en á þeim stutta tíma sem ég hef hér til umráða, er þess ekki kostur. Ég vil þó minna á þá staðreynd, að undir forustu Al- þýðubandalagsins hefur þróunin orðið sú, að öll áhersla er lögð á að byggja félagslegar íbúðir, verka- mannabústaði og sú lánafyrir- greiðsla sem er 90% lán, er á kostnað þeirra sem viija byggja á eigin vegum, en þeirra lánahlutfall er aðeins 17,4% af kostnaðarverði staðalíbúðar. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég sé á móti því að byggðar séu íbúðir á félagslegum grunni eða verkamannabústaðir, síður en svo, það á að sjálfsögðu að aðstoða þá sem þess þurfa með, og gera það vel. En það á ekki að gerast á kostnað þeirra sem geta og vilja byggja á eigin vegum eins og nú er gert, það á ekki að draga úr sjálfsbjargarhvöt einstaklinganna, heldur þvert á móti á að koma til móts við þá með því að veita þeim hagkvæm lán til langs tíma. Lán til þeirra einstaklinga sem byggja í fyrsta sinn þarf að hækka í 80% af kostnaðarverði íbúðar, gera þarf raunhæft átak í húsnæðismálum aldraðra og fatlaðra og veita fé til frjálsra samtaka húsbyggjenda og einstaklinga sem hyggjast reisa íbúðir þar sem sérstakt tillit er tekið til þarfa aldraðra og hreyfi- hamlaðra. Það þarf að gæta þess í skipulagi við úthlutun lóða, að gefa eldri og yngri kynslóðum tækifæri til sambýlis og njóta þannig stuðn- ings hvor af annarri. Á sl. vetri fóru fram útvarps- umræður héðan frá Alþingi. í loka- orðum sínum vék Svavar Gestsson að sveitarstjórnarkosningunum. Hann sagði að meginátökin yrðu á milli Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðubandalagsins. Kosningaúrslit- in fælu ekki aðeins í sér dóm um liðna tíð, heldur yrðu þau líka af- gerandi um stjórn landsins og sveitarfélaganna næstu árin. Hann sagðist fagna því að Alþýðubanda- lagið fengi tækifæri til að leggja verk sín fyrir kjósendur. Ég er ekki alveg viss um að ráðherra hafi ver- ið eins glaður og hann lét yfir 33 væntanlegum kosningum til sveit- arstjórna. Alþýðubandalagið lét það boð út ganga til flokksmanna sinna um svipað leyti, að nú skyldi höfuðáhersla lögð á að fella meiri- hluta sjálfstæðismanna í sveitar- stjórnum hér í nágrannabyggðar- lögum höfuðborgarinnar. Til þess átti að beita öllum tiltækum ráðum og m.a. að knýja fram sameiginleg framboð vinstri flokkanna gegn sjálfstæðismönnum, væri þess nokkur kostur, enda tryggara að sleppa skoðanakönnunum um fylgi Alþýðubandalagsins með því að þeir færu að bjóða fram einir sér og standa undir nafni. Að vísu var sáralítil! árangur af þessum til- raunum til að sameina vinstrimenn í eitt framboð, þó hefur Alþýðu- bandalaginu tekist að fá til liðs við sig nytsama sakleysingja á ein- staka stöðum. Góðir áheyrendur, mér finnst full ástæða nú, þegar aðeins eru rúmar þrjár vikur til sveitarstjórn- arkosninganna, að ítreka orð Svav- ars Gestssonar, félagsmálaráð- herra, og minna kjósendur á að það verður kosið milli þessara tveggja flokka í sveitarstjórnarkosningun- um 22. maí næstkomandi. Ég vil minna landsmenn á að þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað einn — verið einn til ábyrgðar, hefur verið vel stjórnað. Sjálfstæðismenn eru óhræddir að takast á við málin og stuðla að betra mannlífi þar sem einstakl- ingarnir og frumkvæði þeirra fá að njóta sín. Ég þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Sérstætt antik málverkasafn 30 stk. frá D.Kr. 3000—8000, frá 17,—18. öld. 300 málverk frá 1900—1930, frá D.Kr. 300. Simi 90 45 310064, eftir kl. 12.00. V Innahúsarkitekt óskar eftir vinnu á teiknistofu sem fyrst. Uppl. í sima 36424. Herbergi óskast strax 24 ára maöur óskar eftir her- bergi. Uppl. í sima 77628. Ungt par óskar eftir ibúó, helst í mióbæn- um eóa nágrenni. Reglusemi og skilvisum greiöslum heitiö. Uppl. í sima 27563 t dag og næstu daga. Kvenfélag Grensássóknar veróur meó kaffisölu i safnaö- arheimilinu, sunnudaginn 9. maí, kl. 15.00. Félagsfundur veröur mánudaginn 10. maí kl. 20.30 á sama staó. Allar konur velkomn- ar. Stjórnln. O ' GEÐVERND jTi \ ■GEÐVERNOARFÉLAG ISLANDSB I Krossinn Æskulýðssamkoma kl. 20.30 í kvöld aö Auðbrekku 33, Kópa- vogi. Allir hjartanlega velkomnir. Elím Grettisgötu 62 Reykjavík A morgun, sunnudag, veröur sunnudagaskóli kl. 11.00 og al- menn samkoma kl. 17.00. Veriö velkomin. FERÐAFÉLAC ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11796 og 19533. Laugardaginn 8. maí kl. 13 veröur gönguferó á Esju (Kerhólakamb 836m), sú tyrsta af níu feröum í tilefni 55 ára af- mæli Feröafélagsins. Veriö meö i Esjugöngu-happdrættinu. Vinningar helgarferðir eftir eigin vali. Fararstjórar: Guömundur Pétursson, Guólaug Jónsdóttir, Tómas Einarsson. Farið frá Um- feröarmióstöölnni austanmegin. Þátttakendur geta líka komiö á eigin bilum og veriö meö. Verö kr. 50. Frítt fyrir börn í fylgd meö fullorönum. Ferðafélag Islands. ÚTIVISTARFERÐIR Sunnudagur 9. maí I. Kl. 10.30 — Undirhlíöar — Gjáaarrétt — pylsuveisla. Verö kr. 90.00. Fararstjóri: Þorleifur Guðmundsson. II. Kl. 13.00 — Búrfellsgjá — Gjáarrétt — pylsuveisla. Verö kr. 70.00. Börn Innan 12 ára greióa kr. 20.00. Pylsuveislan er innifalin í veróinu. Sjáumst. Ath.: Þessi ferö er tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Fariö veröur i leiki og spilaö og sungiö. Farió frá Umferóamiöstööinni aö vest- anverðu. Frá Guðspeki- fólaginu Áskrittaraími Ganglara ar 39573. Laugardagur kl. 21.00 Lotusfundur. Erlndi. Mánudagur kl. 21.00 Myndbandasýning meö Krishna- murti. Laugardagur 15. maí Kl. 14.00. Aðalfundur. S.K.R.R. Öldungamót SKRR Skiöamót fyrir alla sem vilja reyna meö sór i skíöafimi veröur haldiö i Bláfjöllum. á morgun, sunnudaginn 9. m ai og hefst kl. 13.00. Keppt veröur í göngu og svigi. i eftirtöldum aldursflokk- um. Ganga Karlar Konur 35— 44 ára 30—39 ára 45—54 ára 40—49 ára 55 ára 50 ára og eldri og eldri Svig Karlar 30—35 ára 36— 40 ára 41—45 ára 46 ára og eldri Konur 25—30 ára 31—35 ára 36—40 ára 41—45 ára 46 ára og eldri Skráning viö Blafjallaskala kl. 12.00 og verölaunaafhending eftir mótiö. Mætum vel skiðafolk Skíóaráð Reykjavikur. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR1179H oo 19533. Dagsferðir sunnu- daginn 9. maí: 1. Kl. 10 Fuglaskoöunarferö suöur meö sjó Fararstjóri: Erling Ólafsson, líffræöingur. Til aöstoöar: Gunnlaugur Pétursson og Grétar Eiríks- son. Verð kr. 150. 2. Kl. 13 Gengið frá Keflavík til Leiru um Hólmsberg og Helguvik. Fararstjóri: Baldur Sveinsson. Verð kr. 100. Fariö trá Umferöarmiðstööinni austanmegin. Farmiöar viö bil. Frítt fyrir börn i fylgd fulloröinna. Feröafélag Islands. Heimatrúboðiö Öðinsgötu 6A Almenn samkoma á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Allir vel- komnir. raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Akranes Fundur veróur haldinn í Sjálfstæóishús- inu aö Heiöargeröi 20, sunnudaginn 9. maí kl. 14.30. Fundarefni: 1. Geir Hallgrimsson og Friörik Soph- usson ræöa um stjórnmálaviöhorflö í þinglok 2. Almennar umræður. Allir velkomnir. Fulltrúarrad Sjálfstæöisfélaganna á Akranesi. Hvöt — kosningakaffi Sunnudaginn 9. maí kl. 14.30—17.00 býöur Hvöt i kaffi i Valhölt. Dagskrá: Ræöa Ölatur B. Thors. Söngur Elín Sig- urvinsdóttir, píanóleikur Selma Kalda- lóns. Vísur úr gömlum revíum Sigriður Hannesdóttir Margrét Einarsdóttir stjórnar. Sjónvarp veröur í gangi meöan framboösfundur í sjónvarpssal stendur yfir. Barnagæsla og videó á staönum. Stjórnin. Olatur Kosningaskrifstofs: Alltaf á könnunni í Eyjum Kosningaskrifstofa Sjálfstæöisflokksins i Vestmannaeyjum er opin alla daga frá kl. 15—19. Látiö vita af fólki sem ekki veröur heima á kjördag, siminn er 2788 og 1648 — Það er alltaf á könnunni i Eyjverjasalnum, litiö inn. Frambjoóendur Ungir Njardvíkingar Nk. laugardag 8. mai kl. 14.00 heldur FUS i Njarövik felagsfund i Sjálfstæöishúsinu. Inntaka nýrra félaga. Umræöur um bæjarmálefnin. Gústaf Nielsson og Kjartan Rafnsson veröa gestir fundarins og munu þeir fjalla um starf og hlutverk Sambands ungra Sjálfstæöismanna. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.