Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.05.1982, Blaðsíða 11
FASTEIGNA HSguiH FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐBÆR-HÁALEmSBRAUT 58-60 SÍMAR -35300& 35301 í smíöum Suöurgata, Hafn. Til sölu tvær glæsilegar 160 fm sér hæðir ásamt bílskúrum í Hafnarfiröi. Hæöirnar skilast fokheldar aö innan, en fullfrá- gengnar aö utan, meö gleri i úti- huröum og bílskúrshuröum. Af- hendist í ágúst nk. Atv. fast verð. Hagaland — einbýlishús Vorum aö fá í sölu glæsilegt einbýlishús á einni hæö í Mos- fellssveit. Húsiö er tilbúiö undir tréverk aö innan, bílskúrssökkl- ar. Glæsilegt útsýnl. Skerjarfjöröur — tvíbýlishús Vorum aö fá í sölu tvíbýlishús í Skerjarfiröi. Húsiö skilast fok- helt og meö járni á þaki í águst nk. Efri hæöin og risiö eru sam- tals um 200 fm og fylgir þvi bílskúr. Niöri er 2ja herb. íbúö. Sumarbústaöir Höfum til sölu ýmsar stæröir og geröir af hinum þekktu Jeppe- sen sumarbústööum. Mjög gott verö. Getum einnig útvegaö sumarbústaöalönd fyrir 6 bú- staöi á einum fallegasta staö í Grímsnesi. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. FMtMgnaviAskipi Agnar ÓlafMon, Arnar Siguröaaon, Hafþór Ingi Jónaaon hdl. 29555 Krummahólar 2ja herb. íbuð á annarri hæö. Verö 580 þús. Einarsnes 3ja herb. íbúö 65 fm lítiö niöurgrafin. Verö 570 þús. Grettisgata 3ja herb. íbúö 75 fm jaröhæö. Verö 700 þús. Kleppsvegur 3ja herb. íbúö á 7. haBÖ. Gott útsýni. Verö 900 þús. Meistaravellir 4ra herb. íbúö 117 fm. Skipti á rúmgóö- ri 2ja herb. íbúö. Engihjalli 4ra herb. íbúö á 1. hæö. Furu innrétt- ingar. Parket á gólfum. Falleg eign. Verö 970 þús. Hraunbær 4ra til 5 herb. íbúö 110 fm á 2. hæö. Glæsileg eign. Verö 1,1 millj. Flúðasel 2x75 fm raöhus. Bilskýlisréttur. Glæsil- eg eign. Verö 1,6 millj. Hðfum kaupendur aö 2ja og 3ja og 4ra herb. íbúöum. Raöhúa og 4ra harb. íbúð i vesturbsanum. Vantar einbýlia- húa i Árbaa meö 4 avafnherb. Mögu- leiki é akíptum á raöhúsi i Stórahjalla. Eignanaust Skipholti 5. Sími 29555 og 29558. Þorvaldur Lúðvíksson hrl. Vantar þig? Húsgögn á allt heimilið fást hjá KM- húsgögn, Langholtsvegi 111, símar 37010—37144 Collonil vernd fyrir skóna, leðriö, fæturna. Hjá fagmanninum. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 11 7AVB ASSOCIATED PRESS Fridarhreyfingunni vex ásmegin í Austur-Evrópu AndstKðingar kjarnorkuvopna og friðarsinnar á Vesturlöndum fá hvergi lofsamiegri dóma en hjá ríkisstjórnum kommúnistaríkj- anna í Austur-Evrópu. Ríkisfjöl- miðlarnir austantjalds láta ekkert tækifæri ónotað til að segja frá mótmælagöngunum fyrir vestan en þegar kemur að veikburða til- raunum þeirra eigin þegna til að mótmæla vopnakapphlaupinu kem- ur annað hljóð í strokkinn. Þá er talað um „friðarhjal" og tilraunir heimsvaldasinna til að grafa und- an varnarmætti hinna sósíölsku ríkja. Vesturlandamenn, sem fylgj- ast vel með gangi mála í Aust- ur-Evrópu, sjá þess ýmis merki, að friðarhreyfingum sé að vaxa fiskur um hrygg í löndum eins og t.d. Austur-Þýskalandi, Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. í Ungverjalandi eru það einkum ýmsir hópar innan kaþólsku kirkjunnar, sem mest ber á, og bendir margt til, að stjórnvöld séu farin að hafa verulegar áhyggjur af þróuninni. Ung- verskir kommúnistar hafa að vísu á sér orð fyrir meira frjáls- lyndi en skoðanabræður þeirra í öðrum ríkjum Austur-Evrópu en þrátt fyrir það dæmdu þeir tvo menn í síðasta mánuði í tveggja og hálfs árs og fimm ára fangelsi fyrir að neita að gegna herþjón- ustu. í Austur-Þýskalandi hafa 4000 manns, einkum ungt fólk, ritað nöfn sín undir áskorun til yfir- valda þar sem þeir biðja um að fá að þjóna landi sínu í félags- legu hjálparstarfi í stað her- þjónustunnar og hafa þessar kröfur fengið mikinn hljóm- grunn innan mótmælendakirkj- unnar þar í landi. Viðbrögð yfir- valdanna eru þau að ofsækja fólk, sem grunað er um „friðar- tilhneigingar", og Heinz Hoff- man, varnarmálaráðherra, flyt- ur um það langar tölur, að „her alþýðunnar" sé besta tryggingin fyrir friði. I Sovétríkjunum má víða sjá gríðarmikil spjöld og borða þar sem nifteindasprengjan og áætl- anir NATO um að endurnýja kjarnorkuflaugar í Vestur- Evrópu eru harðlega fordæmdar og í blöðunum er varað við „árásaráætlunum" Nato og Bandaríkjanna. Þegar sjö menn komu saman 19. april sl. á Rauða torginu í Moskvu til að mótmæla rússneskum kjarnorkuvopnum var þeim hins vegar snarlega stungið í steininn. í bæklingi, sem sovésk stjórnvöld gáfu út á þessu ári, ber fyrsti aðstoðar- varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna, Nikolai Ogarkov, sig illa undan þeim friðartilhneigingum, sem hann segir, að farið sé að gæta hjá ungu kynslóðinni. í Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum er aldrei sagt frá mótmælum vestrænna friðarhreyfinga gegn rússnesk- um kjarnorkuvopnum, aðeins bandarískum, en almenningi austur þar berast fréttirnar eftir öðrum leiðum. Útvarps- og sjón- varpssendingar frá Vesturlönd- um nást víða í Austur-Evrópu þótt reynt sé að trufla þær og ferðamannastraumurinn hefur líka sitt að segja. í Austur- Þýskalandi ná t.d. 80% lands- manna sjónvarpssendingum frá Vesturhluta landsins og Tékkar og Ungverjar eiga í engum erfið- leikum með að hlusta á vestur- þýskar og austurrískar út- varpsstöðvar. „Ungt fólk hér hefur fulla vitneskju um friðarhreyfingarn- ar, bæði úr vestur-þýskum fjöl- miðlum og þeirra eigin," sagði vestrænn sendiráðsmaður í Austur-Berlín. „Stjórnvöld hér hafa alltaf verið að tala um hvað það væri gott að vinna fyrir frið- inn svo að nú hefur unga fólkið ákveðið að gera einmitt það. Að vísu ekki eftir þeim leiðum, sem ráðamennirnir áttu við.“ TOYOTA UMBOÐIÐ NYBYLAVEGI8 __ ___ _ KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SIMI 44144 Nokkrir Dísilbílar á AÐEINSkr. 312.000.- (Næsta veró kr. 326.000.-) Landcruiser Station er einn glæsilegasti 4 hjóladrifsbíll sem komið hefur á markað. Toyota Landcruiser Station sameinar kosti lúxusfólksbifreiðar og jeppabifreiðar, sterkbyggður, með heila grind í undirvagni, mjúkur og lipur í akstri, enda búinn vökvastýri, og veltistýri. Landcruiser Station er með rúllubelti, höfuðpúðum, útvarpi, klæddur í hólf og gólf. Landcruiser Station hefur sýnt hve vel hann hentar fyrir íslenskar aðstæður og svo sannarlega hrifið þá sem kynnst hafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.