Morgunblaðið - 18.05.1982, Síða 43

Morgunblaðið - 18.05.1982, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1982 23 ÍBK fékk sai inkalla ða eldskírn við endur - inntöku sína i í 1. dc sild BIKARMEISTARAR ÍBV fóru vel af stad þegar flautað var til leiks i 1. deildinni anno 1982. Þeir fóru i móti Keflvíkingum i grasvellinum vió Hástein, en Keflvíkingar leika nú aftur í 1. deild eftir stutt stans I 2. deild. Keflvíkingar fengu sannkall- aða eldskírn við endurinntökuvígsl- una og máttu þola tap, 2—0. Raunar geta Keflvíkingar talið sig hafa sloppið allvel frá þessum leik, því Eyjamenn höfðu töluverða yfirburði í leiknum og sigur þeirra var örugg- ur. Staðan í hálfleik var 1—0. Það er enn of snemmt að ætla sér að Ijalla faglega um getu þessara liða og spá fram í tímann hvers við megi búast af þeim. Það verður ekki fyrr en eftir þrjár eða fjórar fyrstu umferðirnar að marktskur saman- burður fsst á liðunum, sem í sumar munu keppa að hinum eftirsótta ís- landsmeistaratitli. Þess leikur gefur þó ýmislegt til kynna, m.a. að Kefl- víkingar verða að gera sér grein fyrir þvi að veran í 1. deild nú verður enginn dans á rósum, heldur þarf til að koma strit og streð, í þessum bransa er enginn annars bróðir I leik. Um Eyjamenn má segja, að þeir virðast nú koma sterkari og betur undirbúnir til leiks en mörg undan- farin ár, en það hefur löngum þótt loða við ÍBV að byrja mót slaklega og hefur það oft og tíðum orðið lið- inu dýrkeypt. Sem fyrr er getið hafði ÍBV undirtökin í leiknum og geta Keflvíkingar fyrst og fremst þakkað hinum frábæra markverði sínum, Þorsteini Bjarnasyni, að útreiðin varð ekki verri. Það hefur lengi verið vitað að Þorsteinn er snjall markvörður og að þessu sinni varði hann betur en ég minn- ist áður að hafa séð til hans í leik. Hvað eftir annað í leiknum varð hann að fara út á móti hinum mikla markaskorara ÍBV, Sigur- lási Þorleifssyni, sem hafði komist einn framhjá varnarmönnum ÍBK og brunaði að marki. Þetta skeði a.m.k. sex sinnum í leiknum. Fimm sinnum bjargaði Þorsteinn snilldarlega, í sjötta skiptið kom Sigurlás boltanum framhjá Þor- steini, en hann kom boltanum líka framhjá markinu. Þetta var ekki dagurinn hans Lása, en áfram hélt hann allan leikinn að vinna og skapa sér færi þó ekki tækist bet- ur. Keflvíkingar féllu í þá gamal- kunnu gryfju að ætla sér um of í sóknarleiknum, þegar þeir höfðu vindinn í bakið. Þá var ekki annað gert en sparkað sem lengst og ÍBV-ÍBK • Markvörður ÍBK, Þorsleinn Bjarnason, átti mjög góðan leik hlaupið á eftir boltanum í stað þess að spila saman og halda bolt- anum niðri. Með þessu spiluðu Keflvíkingar leikinn uppí hend- urnar, eða réttara sagt fæturnar á hinum geysisterku varnar- mönnum ÍBV. Eyjamenn notuðu mun betur breidd vallarins, fóru upp kantana og léku stuttan sam- leik á köflum, enda varð árangur- inn eftir því. Eyjamenn skoruðu fyrra mark sitt á 22. mín. leiksins. Sigurlás var enn að kljást við Þorstein ut- arlega í vítateignum og boltinn hrökk fyrir markið af Þorsteini. Þar var fyrir Jóhann Georgsson sem afgreiddi boltann í netið af aðdáunarverðu öryggi. Þetta var sem sagt í fyrri hálf- leik eg yfirburðir Eyjamanna um- talsverðir. Aðeins tvívegis tókst Keflvíkingum að skjóta Eyja- mönnum skelk í bringu. Ingvar Guðmundsson, nýkominn inná sem varamaður, komst í upplagt færi, en Valþór bjargaði málum á allra síðustu stundu, og gömlu kempunni Ólafi Júlíussyni brást illilega skotfimin í upplögðu færi. Keflvíkingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru að- gangsharðir fyrsta stundarfjórð- unginn. Ólafur Júl. hafði nærri skorað beint úr hornspyrnu, en Hreggviður Ágústsson gómaði boltann undir þverslánni. Lang- spyrnur Keflvíkinga og sparkaðu- hlauptu-fótbolti þeirra ógnuðu Eyjamönnum ekki verulega eftir þetta og þeir komu aftur meira inn í leikinn. Og síðara mark þeirra kom svo á 64. mín. í mikl- um darraðardansi í vítateig Kefl- víkinga brá einhver á það óráð að skella Kára Þorleifssyni flötum og hinn mjög svo röggsami og ágæti dómari, Eysteinn Guðmundsson, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Þar stóðu þeir augliti til auglitis, Ómar Jóhannsson og Þorsteinn Bjarnason, og Ómar skoraði ör- ugglega þrátt fyrir góða tilburði Þorsteins til varnar. Hér má segja að Eyjamenn hafi innsiglað sigur sinn, en þó átti ýmislegt sér stað úti á vellinum og uppi við mörkin. Framhaldssagan „Sigurlás í gegn, en Þorsteinn ver“ hélt áfram. Eftir all skuggaleg varnarmistök hjá ÍBV varð Hreggviður Ágústsson að fórna sér fyrir fætur tveggja Kelfvík- inga, sem voru með boltann á markteig og Hreggviður varði frábærlega vel gott skot frá Sig- urði Björgvinssyni úr aukaspyrnu. En sem sagt, 2—0 sigur Eyja- manna og þeir áttu þrjú tækifæri á móti hverju einu hjá IBK til þess að breyta þessari markatölu. Hinn þokkalegasti leikur og góð skemmtun fyrir áhorfendur. Hjá Eyjamönnum áttu þeir allir góðan leik, Ómar, Sveinn, Örn og Valþór. Sigurlás var alltaf á ferðinni og skapaði sér færi, en óheppnin elti hann á röndum. Af Keflvíkingum bar af Þorsteinn Bjarnason og hann bjargaði liði sínu frá verri útreið. Gísli var mjög sterkur í vörninni og ungur piltur, Ingvar Guðmundsson, vakti mikla at- hygli. í STUTTU MÁLI: Hásteinsvöllur 15. maí. ÍBV - ÍBK 2-0 (1-0). MÖRK ÍBV: Jóhann Georgsson 22. mín. Ómar Jóhannsson 64. mín. ÁMINNINGAR: Jóhann Georgs- son gult spjald. DÓMARI: Eysteinn Guðmunds- son. — hkj. Einar, Oskar og Oddur standa sig vel í Texas ÍSLENZKU frjálsíþróttamenn- irnir í háskólanum í Austin i Texas stóðu sig svo sannarlega vel á meistaramóti háskóla- svæðisins er haldið var í Austin um belgina. Þeir þremenn- ingarnir, Óskar Jakobsson ÍR, Oddur Sigurðsson KR og Einar Vilhjálmsson UMSB, höluðu inn 30 stig af 86 stigum skól- ans, sem varð í þriðja sæti í keppninni. Alls eru 28 keppn- ismenn í liðinu, svo að framlag fslendinganna er þvi sérstak- lega athyglisvert, enda mikil ánægja með þá í Austin. Einar Vilhjálmsson sigraði í spjótkastinu með 78,34 metra kasti, sem er hans næstbezti árangur. Fyrsta kast Einars var hárfínt ógilt, en það var um 83 metrar. Árangur Einars er athyglis- verður þar sem hann hafði ekki kastað spjóti frá því í aprílbyrjun sökum meiðsla. Óskar Jakobsson sigraði í kúluvarpi, varpaði 19,79 metra, en hann tók einnig þátt í spjótkastinu og varð fjórði með 69,70 metra. Það háði Óskari í keppninni, að hann var nýstaðinn upp úr slæmri veiki, sem dró úr hon- um kraft. Oddur Sigurðsson varð fimmti í 400 metra hlaupinu á 47,02 sekúndum, en hlaupið vannst á 46,0 sek. Sigraði Oddur öðru sinni sænska spretthlauparann Erik Jösjö, sem hljóp á 45,64 sek. í fyrra. Jösjö, sem þykir einn efni- iegasti 400 metra hlaupari í Evrópu, hefur aðeins hlaupið á 46,92 í ár. Oddur hljóp einn- ig þriðja sprett í 4x400 metra boðhlaupi, en sveitin varð í öðru sæti á 3:06,1 mín. IEI • Markakóngurinn Sigurlás Þorleifsson átti mörg góð marktækifæri en tókst ekki að nýta sér þau að þessu sinni. Steve Fleet: „Hlakka til sumarsins því ég er bjartsýnn á góðan árangur hjá ÍBV“ STEVE Fleet þjálfari ÍBV var harla ánægður þegar Mbl.maður ræddi stuttlega við hann eftir leikinn. „Fyrstu tveir þrír leikirnir eru ávallt erfiðir, við höfum æft á möl og leikið fáa æfingaleiki þannig að ég vissi ekki nógu vel hvar við stæðum. Það er gott að Ijúka fyrsta leiknum með sigri og strákarnir léku vel á köflum, við spilum sóknarknattspyrnu og ætlum okkur að skora mikið af mörkum í sumar. Sjáðu hann Sigur- lás, honum gekk allt í móti í þessum leik, en samt hélt hann ótrauður áfram að skapa sér færi eftir færi. Meðan leikur okkar skapar svona mörg góð færi, þá kvíði ég því ekki að við munum skora mörg mörk og með mörkum vinnum við leikina. Ég hlakka til sumarsins og er bjartsýnn á góðan árangur okkar í IBV. Við munum halda áfram að bæta leik okkar.“ Karl Hermannsson: „Eyjamenn voru ekki sannfærandi í KARL Hermannsson stýrði Kefla- víkurliðinu í sínum fyrsta leik í 1. deildinni og varð að sætta sig við tap. „Sigur Eyjamanna var sann- gjarn, en ég er óánægður með leik minna manna. Þetta gekk ekki upp hjá okkur, vantaði alla stemmingu og hálfgert slen yfir mönnum. Mér fannst þetta vera slakur leikur og Eyjamenn alls ekki sannfærandi. þessum leik“ Um mótið get ég lítið sagt núna, þetta skýrist ekki fyrr en eftir fjórar umferðir. Það háir okkur nú í byrjun að við höfum æft á möl, þetta er fyrsti leikur okkar á grasi og mér fannst strákarnir ekki almennilega finna sig á grasinu. Við munum taka okkur á og mætum tviefldir í næsta leik og er ekki sagt að fall sé farar- heill?“ I Isiandsmðllð i. flellfl V-. ..... ... ..~.... tll t ■ r a •« i.t ti n ti • «^r »• Ifi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.