Morgunblaðið - 18.05.1982, Síða 45

Morgunblaðið - 18.05.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982 25 i við markteig UBK en Guðmundur Ásgeirsson markvörður sá við skoti hans og varði nanns, og sjá má hiuta af fjöldanum á myndinni. Ljósm. Mbi. kök. iblik tók bæði í baráttuleik fyrir markið. Sigþór náði boltan- um, tók hann á brjóstið og síðan niður, og skaut þá viðstöðulausu skoti og skoraði örugglega af frek- ar stuttu færi. Mínútu síðar munaði litlu að ÍA næði tveggja marka forskoti. Guð- björn komst í gegn um vörn UBK og náði að skjóta góðu skoti frá markteigshorni, en lánið lék ekki við hann og boltinn fór í stöngina, og aftur fyrir endamörk. Á 13. mínútu eru Blikarnir í sókn. Hár bolti kemur fyrir mark- ið og í því að Sigurður Grétarsson býr sig undir að hoppa upp hrindir Guðjón Þórðarson honum. Guðjón ýtti mjög greinilega á bakið á Sig- urði sem féll við, og dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu. Sig- urður tók vítið sjálfur og var ekki í vandræðum með að skora. Tveimur mínútum síðan, á 15. mínútu, kom svo sigurmark leiks- ins. Trausti Ómarsson, lipur ieik- maður í liði UBK, var einn og óvaldaður um 30 metra frá marki þegar hann reyndi markskot. Og viti menn, frekar laust skot hans skoppaði undir Bjarna markvörð sem kastaði sér á eftir boltanum. Klaufaleg mistök hjá góðum markverði. Reyndist þetta vera sigurmark léiksins. Fyrri hálfleikur var líf- legur og oft vel leikinn. Lið UBK var öllu nettara í samleik sínum og náði betur saman, en lið ÍA fór meira á seiglunni og kraftinum. Síðari hálfleikur var þófkennd- ari en sá fyrri. Mikil barátta var í leiknum. Breiðabliksmenn lögðu kapp á að verjast, en leikmenn í A sóttu mun meira. Nokkur ágæt marktækifæri sköpuðust, en ekki tókst að nýta þau. UBK — ÍA vogsvöllur: UBK — ÍA 2—1 (2—1). Mörk UBK: Sigurður Grétarsson úr víti á 13. mínútu og Trausti Ómarsson á 15. mínútu. Mark í A: Sigþór Ómarsson á 10. mínútu. Gul spjöld: Ómar Rafnsson UBK og Jón Aifreðsson ÍA. Áhorfendur: 1553. Metaðsókn í Kópavogi á heimaleik UBK. Dóm- aratríó leiksins: Kjartan Tómas- son dæmdi leikinn vel ásamt línu- vörðum sínum, þeim Hreiðari Jónssyni og Guðmundi Sigur- björnssyni. - ÞR. Claus Peter: „Fyrri hálfleikur var mjög gódur“ Liöin: Ólafur Björnsson var besti mað- ur UBK, og sá skásti á vellinum. Ávallt vel staðsettur og jafnframt kröftugur leikmaður sem gerir fá mistök. I liði IA átti Árni Sveins- son einna skástan leik ásamt Sig- þóri og Sveinbirni. I stuttu máli: íslandsmótið 1. deild Kópa- „Fyrri hálfleikur var gódur hjá lið- unum. Við sáum góða knattapyrnu og falleg mörk. Lið KA lék betur og var sterkara en ég átti von á. Þetta var jafn leikur og í honum var mikil barátta. Ég er ánægður með þetta eina stig sem við fengum ) ó svo að betra hefði verið að hafa þau tvö. Mótið verður jafnt í sumar að mín- um dómi.“ — ÞR. Valur og KA skiptu með sér stigunum LIÐ Vals og KA gerðu jafntefli 2—2 í fyrsta leik sinum í íslandsmótinu í knattspyrnu í ár. Leikur liðanna var ailgóður i fyrri hálfleik og um leið líflegur en er liða tók á síðari hálf- leikinn fór að verða fátt um fína drætti hjá leikmönnum beggja liða, og meira var um kapp en forsjá. En miðað við að þetta var fyrsti stórleik- ur liðanna í sumar og við það bætist að leikmenn hafa lítið sem ekkert verið á grasi má leikurinn teljast þokkalegur. Fjögur mörk í fyrri hálfleik Fyrri hálfleikur var mjög lífleg- ur og oft brá fyrir góðri knatt- spymu hjá leikmönnum Vals og KÁ. Samleikur lipur og nokkur hraði var í leiknum. Jafnræði var með liðunum lengst af í fyrri hálf- leiknum, þó svo að Valsmenn ættu máske öllu hættulegri marktæki- færi. Á 16. mínútu leiksins kom fyrsta góða skotið á mark. Úlfar Másson átti þá fast og gott skot sem markvörður KA, Aðalsteinn Jóhannsson, varði mjög vel. Á 30. mín. munaði litlu að Gunnar Gíslason kæmist inn í sendingu til markvarðar við mark Vals en Brynjar varð fyrri til að ná bolt- anum. Fysta mark leiksins kom á 24. mínútu. Ásbjörn Björnsson lék þá upp völlinn og rétt utan vítateigs lét hann þrumuskot ríða af og skoraði glæsilegt mark. Boltinn small innan á miðri markstöng- inni og þaðan í netið. Ásbjörn skaut af um 18 metra færi. Rétt mínútu síðar var Ásbjörn aftur í góðu færi en mistókst að skora. Valsmenn jöfnuðu leikinn á 32. mínútu. Þá brunaði Hilmar Sig- hvatsson upp kantinn og gaf vel fyrir á Njál Eiðsson sem skallaði inn af stuttu færi. Vel gert. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu KA-menn aftur forystunni í leiknum. Ormar Örlygsson skaut í hönd Sigurðar Sveinbjörnssonar og dómarinn dæmdi umsvifalaust víti. Það var svo Ásbjörn sem framkvæmdi vítaspyrnuna og skoraði mjög örugglega 2—1. Valsmenn gerðu nú harða hríð að marki KA og uppskáru mark 17 Aðalsteinn Jóhannsson markmaður KA var kjörinn maður leiksins af dómnefnd frá liðum Vals og KA. Að- alsteinn átti góðan leik og varði mark KA oft mjög vel. sekúndum áður en dómarinn flautaði til háfleiks. Enn var það Hilmar sem átti upptökin að markinu. Eftir lagleg- an samleik fékk Hilmar boltann út á kantinn og lék alveg upp að endamörkum, gaf háan bolta fyrir markið og Valur Valsson var vel staðsettur og náði að skalla kröft- uglega í netið. Staðan því jöfn í hálfleik 2—2. Þófkenndur síöari hálfleikur Allur síðari hálfleikur ein- kenndist af mikilli baráttu hjá leikmönnum beggja liða. Mikið var um hlaup og spörk og er líða tók á leikinn fór að draga af leik- mönnum sem fóru að virka þungir. Lítið var um samleik og mark- tækifæri voru ekki mörg. Vals- menn voru öllu aðgangsharðari en KA-menn í síðari hálfleiknum, en vantaði samt sem áður herslu- muninn til þess að tryggjá sér sig- ur. Liöin Það er ekki gott að dæma liðin eftir þessum fyrsta leik. Valsmenn voru með mikið af ungum óreynd- um leikmönnum. Liðið á án efa eftir að gera mun betur en það gerði í þessum leik. Grímur Sæ- mundsen var bestur Valsmanna, lék vel og sýndi góða baráttu. Varnarleikur Vals á miðjunni virkaði nokkuð óöruggur. Þá var framlínan ekki nægilega sannfær- andi. Lið KA barðist vel. Það verður að hafa hugfast að leikmenn hafa ekkert getað æft á grasi og það eru viðbrigði að fara af möl á gras. Og sjálfsagt enn meiri viðbrigði að þurfa að leika næst á möl eins og þeir þurfa að gera fyrir norðan gegn IA í næsta leik sínum. Bestur í liði KA var markvörðurinn, Að- alsteinn Jóhannsson, sem greip oft vel inn í leikinn jafnframt því sem hann varði nokkur góð skot mjög vel. Ásbjörn Björnsson átti góðan leik og Guðjón Guðjónsson bak- vörður sem aldrei gefur sinn hlut. í heildina kom lið KA áhorfendum svo og leikmönnum Vals örugg- lega nokkuð á óvart með góðri frammistöðu sinni í fyrsta leik sínum. Og víst er að lið KA verður ekki neinu liði auðveld bráð í sumar. í stuttu máli íslandsmótið 1. deild. Laugar- dalsvöllur: Valur-KA 2—2 (2—2) Mörk Vals: 32. mínúta Njáll Eiðsson, 45. mínúta Valur Vals- son. Mörk KA: Ásbjörn Björnsson á 24. mínútu og aftur á 34. mínútu, þá úr vítaspyrnu. Gult spjald: Valur Valsson Val. Áhorfendur voru 922. Dómari var Guðmundur Haraldsson og stóð hann sig mjög vel. Línuverðir voru þeir Oli Olsen og Baldur Scheving. Veður var milt meðan á leiknum stóð en mikil rigning var í fyrri hálfleik og völlurinn því nokkuð háll. —ÞR. Elmar Geirsson: „Ágæt byrjun“ „Ég er að mörgu leyti ánægður með leikinn. Það er gott að fá eitt stig á útivelli gegn Val. Við höfum ekkert getað æft eða leikið á grasi í allt vor og það háir okkur. Liðið vantar enn meiri og betri leikæf- ingu, en vonandi kemur þetta allt fljótlega. Að mínum dómi er þetta góð byrjun hjá okkur.“ - ÞR. Willoughby: 1. deildin verður mjög jöfn í sumar „Ég er alveg sæmilega ánægður með mína menn í þessum fyrsta leik. Þetta var jafn baráttuleikur. Það háir okkur að geta ekkert æft á grasi áður en keppnistímabilið hefst. Að mínum dómi verður 1. deildin í sumar mjög jöfn. Það geta allir unn- ið alla. V’ið í KA sýndum það í fyrra að við getum komið á óvart. Og það ætlum við okkur líka að gera í sumar." __ þr. Grímur Sæmundsen: „Áttum að I vinna leikinn“ „Ég er alls ekki ánægður með jafnteflið. Við áttum mun hættulegri marktækifæri og áttum að vinna leikinn. Reyndar áttum við að gera út um hann í fyrri hálfleik. Það var mikil keyrsla < leiknum og að mínum dómi kom hún niður á leikmönnum í síðari hálfleiknum en þá var meira um hnoð. Ba'ði lið vantar meiri leik- æringu." ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.