Morgunblaðið - 18.05.1982, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ1982
31
Friðrik Ólafsson Florencio Uampomanes Viktor Korchnoi
Kann að kosta Friðrik
forsetaembættið í FIDE
Fréttastofufregnir AP-fréttastofunnar:
- ef kona og sonur Korchnoi fá ekki að
fara frá Sovétríkjunum fyrir þing FIDE
FRIÐKIK Ólafsson forseti FIDE
segir í viðtali við fréttamann
AP-fréttastofunnar, sem staddur er
í Reykjavík, að hann vonist til þess
að eiginkona og sonur Viktor
Korchnois fái að flytja frá Sovét-
ríkjunum svo að skákheimurinn
losni við það vandamál, að því er
segir í skeyti frá AP-fréttastofunni.
„Frá mínum bæjardyrum séð
er þetta fyrst og fremst vanda-
mál skákheimsins. Við erum ekki
Amnesty International," sagði
Friðrik í viðtalinu við AP.
í skeytinu er sagt að Friðrik
Ólafsson hafi lagt heiður sinn að
veði — og margir segja forseta-
stólinn — til þess að knýja fram
lausn Korchnoi-málsins. Rifjuð
er upp sú ákvörðun Friðriks að
fresta einvíginu í Meranó af þeim
sökum. Skákin hafi ekki hafizt
fyrr en hann hefði fengið full-
vissu fyrir því að sovézk yfirvöld
myndu taka mál eiginkonu og
sonar Korchnoi fyrir þegar Igor
yrði laus úr fangelsi, en hann var
látinn laus í síðustu viku.
„Það varð að samkomulagi að
sovézk yfirvöld tækju til athug-
unar að leyfa fjölskyldunni að
flytjast úr landi eftir að Igor væri
laus. Ég yrði mjög vonsvikinn ef
ekkert gerðist nú, í ljósi allra
fyrirheitanna. Á þessari stundu
er ég bjartsýnn, (en)... það kem-
ur í ljós hverjar efndirnar verða."
Þegar Friðrik var spurður að
því hvenær hann teldi að
mæðginin kynnu að fá brottfar-
arleyfi, sagði hann erfitt að segja
fyrir um það. Það færi eftir því
hversu hratt hjólin snerust. Ef til
vill nokkrar vikur.
Þá segir í skeytinu, að háttsett-
ir aðilar innan FIDE hafi sagt að
mál Korchnois kynni að eiga eftir
að kosta Friðrik forsetaembættið
ef fjölskyldan yrði ekki sameinuð
fyrir þing sambandsins í Lucerne
í nóvember. Þessir aðilar segja,
að austantjaldslöndin gætu átt
það til að leggjast gegn Friðrik á
þeirri forsendu að þau teldu hann
hafa gengið of langt í tilraunum
sinum til að leysa mál Korchnois.
Myndu austantjaldslöndin þá
styðja Florencio Campomanes frá
Filippseyjum, en með þeim
Korchnoi hófst mikill fjandskap-
ur meðan á einvígi Karpovs og
Korchnoi í Baguio stóð. Campom-
anes var aðalskipuleggjandi ein-
vigisins og sakaði Korchnoi hann
um hlutdrægni Karpov í vil.
Fengju Bella og Igor Korchnoi
hins vegar brottfararleyfi frá
Sovétríkjunum fyrir þingið, segja
sömu aðilar það myndu tryggja
Friðrik verulega í sessi.
Frá hjólreiðakeppninni við Austurbæjarskóla.
Undanúrslit hjólreiða-
keppni grunnskólanna
ÁRLEG spurningakeppni 12 ára nem-
enda fór fram i mars-mánuði með
þátttöku tæplega 4000 nemenda um
allt land. Þeir sem náðu bestum ár-
angri tóku þátt í hjólreiðakeppni sem
haldin var i Reykjavík sunnudaginn 2.
maí.
Að venju er keppt í tveimur riðlum, í
Reykjavík 2. maí og á Akureyri, en
fresta varð keppninni á Akureyri vegna
veðurs til 7. maí sl. Alls msttu 83 nem-
endur frá 46 skólum í báðum riðlum.
í tólf efstu sætum Reykjavíkurriðils
urðu: Brynjólfur Gunnarsson, Hóla-
brekkuskóla, 296 stig; í'lfur Ingi Jóns-
son, Kársnesskóla, 296 stig; Óskar
Jónsson, Breiðholtsskóla, 292 stig;
Torfi Sigurjónsson, Árbæjarskóla, 292
stig, Arnar Freyr Jónsson, Flataskóla,
290 stig; Jón P. Erlingsson, Breið-
holtsskóla, 289 stig; Einar B. Sigurðs-
son, Fellaskóla, 288 stig; Hilmar E.
Sveinbjörnsson, Stóru-Vogaskóla, 288
stig; Sveinn Æ. Árnason, Hvolsskóla,
286 stig; Halldór Snorrason, Fella-
skóla, 285 stig; Jóhannes G. Vilbergs-
son, Grunnsk. Grindavíkur, 283 stig,
og Jón Auðunn Sigurjónsson, Kópa-
vogsskóla, 276 stig.
Efstir í Akureyrarriðlinum urðu:
Kári Kllertsson, Barnask. Akureyrar,
294 stig; Gunnar Viðar Gunnarsson,
Oddeyrarskóla, 291 stig; Hildigerður
Gunnarsdóttir, Barnask. Akureyrar,
288 stig. Jakob Sigurjónsson, Húna-
vallaskóla, 283 stig, og Birgir Val-
garðsson, Barnask. Sauðárkróks, 282
stig.
Þessir 12 nemendur og 4 fremstu úr
Akureyrarriðlinum taka þátt í úrslita-
keppni sem haldin verður i október nk.
I>eir sem þar verða í tveimur efstu sæt-
unum, öðlast rétt til þátttöku í alþjóð-
legri keppni á reiðhjólum. Hún verður
haldin í maímánuði á næsta ári á veg-
um PRI ~ alþjóðasamtaka umferðar-
ráða, og fer væntanlega fram í Sviss.
Kvennaframboðið
í Reykjavík;
Engir full-
trúar í kjör-
deildunum
KVENNAFRAMBOÐIÐ í Reykjavík
hefur ákveðið að „fylgjast ekki með
kjósendum á kjördag" og verður því
ekki með fulltrúa í kjördeildum, að þvi
er segir í frétt frá Kvennaframboðinu.
Fulltrúar frá Kvennaframboðinu
verða þó á hverjum kjörstað, ef á
einhverri aðstoð þeirra þyrfti að
halda. Á kjördag verður Kvenna-
framboðið með opið hús í Hótel Vík.
í frétt frá framkvæmdanefnd
Kvennaframboðsins í Reykjavík er
lýst yfir eindregnum stuðningi við
„réttlátar launakröfur" hjúkrunar-
fræðinga og „þær aðgerðir sem
hjúkrunarfræðingar hafa nú neyðst
til að grípa til“.
Fatlaðir með
heimabingó
ÍÞRÓTTASAMBAND fatlaðra og
Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík
og nágrenni, hafa sameinast um fjár-
öflunarleið, sem þau nefna „heima-
bingó“.
Dreifing bingóseðla hefst 17. maí
og þann 21. júní birtast fyrstu töl-
urnar svo í Dagblaðinu & Vísi, þar
sem 3—4 tölur verða birtar daglega
til 17. júní.
Heildarverðmæti vinninga er
360.000 krónur segir í frétt frá fé-
iögunum.
BENIDORM
BEINT
LEIGUFLUG
GÓDIR
GISTISTAIXR
BROTTFARARDAGAR:
2/6, 23/6,14/7, 4/8, 25/8,15/9.
ATH.: OKKAR VERÐ
FERDASKRIFSTOFAN
NÓATÚNI 17. SÍMAR 29830 og 29930.
Nú hefur
þú efni ó
aö eignast
CO2 raf-
suöuvélina
sem þig
hefur lengi
Gæði kosta peninga, allireru sammála um það.
Þess vegna hafa ESAB rafsuöuvélarnar verið dálítið
dýrari en aðrar rafsuðuvélar.
Nú hefur ESAB tekist að lækka verðið þrátt fyrir
sömu gæði, með því að stórauka framleiðsluna.
Talið við okkur um verð á útbúnaðinum sem þig
hefur lengi langað í.
Þeir sem reynslu hafa af rafsuðu, velja
ESAB
= HÉÐINN =
SELJAVEGI 2, REYKJAVÍK.